Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 18

Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 18
18 PRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU FAXAMJÖL hefur nú fest kaup á nótaskipinu Kap VE 4 frá Vinnslustöðinni, en Kap hefur áður borið nöfnin Hersir og Jón Finnsson. Faxamjöl kaupir Kap FAXAMJÖL hf., dótturfélag Granda hf., hefur keypt öll hlutabréf í út- gerðarfélaginu Mel hf. af Vinnslu- stöðinni hf. Með í kaupunum fylgir nótaskipið Kap VE 4 auk 0,5% afla- hlutdeildar í loðnu, rúmlega 400 tonn af úthafskarfa og hugsanlegur veiði- réttur úr norsk-íslenzka síldarstofn- inum. Með kaupunum er Faxamjöl að styrkja félagið í veiðum og vinnslu á uppsjávarfíski. Sala Vinnslustöðvarinnar á skip- inu er á hinn bóginn liður í því að lækka skuldir og fækka skipum, en með sölunni nást sett markmið um skuldalækkun. Vinnslustöðin gerir eftir þetta út 6 skip í stað 9 áður og segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, aðstoðarframkvæmdastjóri fyr- irtækisins, að nú séu öll skip þess með rúmar aflaheimildir og góðan afkomugrundvöll. Vinnslustöðin hef- ur nú um 5% aflahlutdeild í loðnu og gerir út tvö loðnuskip. Auknir möguleikar Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Faxamjöls, segir að auk þess að styrkja fyrirtækið í veiðum og vinnslu á uppsjávaifiski, séu kaupin á Kap liður í endurnýjun á nótaskipi Faxamjöls, Faxa RE, sem er eitt minnsta loðnuskip flotans og orðið um 30 ára gamalt. Kap verður afhent Faxamjöli um helgina og mun áhöfn Faxa boðið að flytja sig yfir á hana, en síðan verður hald- ið til kolmunnaveiða, enda loðnuveið- ar ekki leyfðar eins og er. „Með þessum kaupum verðum við með um 2,5% af loðnukvótanum og höfum yfir að ráða öflugu skipi, sem gefur okkur möguleika á að sækja í tegundir, sem við gátum ekki áður eins og kolmunna, makríl, rækju og fleira. Kapin getur bæði verið með flot- og botntroll auk nótarinnar og eykur það möguleikana verulega," segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son. Með sölunni á Kap VE 4 verður Kap II VE tekin í notkun á ný, en hún hefur að mestu legið við bryggju undanfarin misseri, þar sem veiði- heimildir hafa ekki dugað þremur nótaskipum fyrirtækins. Henni hef- ur þó verið beitt til veiða úr norsk-ís- lenzku sfldinni. Áhöfninni af Kap VE 4 hefur verið boðið pláss á þeirri gömlu. Vinnslustöðin á nú 6 skip, nóta- skipin Kap II og Sighvat Bjarnason, togarann Jón Vídalín og bátana Drangavík, Danska Pétur og Brynjólf. Bretland: Ný áætlun um stuðning við sjáv arútveg kynnt ELLIOT Morley, sjávarútvegsráð- herra Bretlands, tilkynnti á dögun- um nýja áætlun til stuðnings sjávar- útvegi í Bretlandi. Helstu tillögur eru stofnun úreldingarsjóðs fyrir ár- in 1999 og 2000, fjárstyrkir til að bæta öryggismál fiskiskipa, til stuðnings framleiðslu og markaðs- setningu sjávarafurða. Fjárstuðning- iu- verður veittur þeim svæðum Bretlands sem byggja að stórum hluta afkomu á fiskveiðum. Auk þess er lagt til að gervihnattaeftirliti verði komið á við alla stærri togara fyrir janúar 2000. Engar áætlanir um veiðileyfagjald Morley segir ríkisstjórnina ekki hafa neinar áætlanir um veiðileyfa- gjald sem stendur, þrátt fyrir að þær raddir hafí heyrst að einhver hluti fjái-mögnunar ætti að koma frá sjáv- arútveginum sjálfum í formi gjalda, en framlag ríkisins til sjávarútvegs er 25 milljónir punda á ári. Morley telur að vandlega þurfi að ígrunda hugmyndir um veiðileyfagjald og hvort þær hugmyndir samræmist ramma ESB. Hins vegar mun kostn- aður stærri skipa við gervihnatta- samband verða greiddur að hluta af rfldnu. Skotar óhressir með áætlunina Skotar eru ekki ánægðir með fjár- stuðningsáætlun bresku ríkisstjórn- arinnar og segir Hamish Morrison, formaður skosku sjómannasamtak- anna (SFF), að ekkert í tillögunum greiði leið Skota. Hann segir að ekk- ert í áætluninni geri ráð fyrir að skosk fiskiskip fái aðstoð við tækja- kaup, nauðsynleg fyrir gervihnatta- eftirlit, og eins séu engar áætlanir um endumýjun í skoska flotanum. Á sama tíma muni þeir „lágmarks- styrkir“ sem árlega hafa verið veittir til kaupa á öryggisviðbúnaði flotans vera óbreyttir. Mótmæla auknum álögum Morley segir að SFF muni nota fýrsta tækifæri til að mótamæla auknum álögum á sjómenn og bætir við að nauðsynlegt sé að kanna hvort ekki sé hægt að draga úr umfangs- miklum reglugerðum um fiskveiðar sem séu dýrar í framkvæmd og dýr- ar fyrir skattgreiðendur. Smásöluverð í hámarki VERÐ á fiski hefur hækkað um 15% á örfáum vikum vegna lítils framboðs. Veiðar hafa verið minni en venjulega vegna slæms veðurs og í aflanum er mikið af smáfiski. Minnkun innflutnings þorsks setur einnig mark á breska markaðinn. Verst kemur fiskskorturinn niður á matvæla- framleiðendum og smærri söluað- ilum sem selja hinn landskunna rétt, fisk og franskar. Fylgstu daglega með öflugustu úrvalsdeild í heimi á mbl.is Boltavefur mbl.is vindur enn upp á sig með ítarlegri og lifandi umfjöllun um enska boltann í vetur. Fréttir af hverri einustu umferð á meðan leikirnir fara fram Liðin, leikirnir og leikmennirnir. Heimasiður félaganna, nýjar fréttir á hverjum degi, nánast allar upplýsingar sem hægt er að finna um árangur allra liða. Fylgstu með frá upphafi. Enski boltinn er byrjaður að rúlla á mbl.is mbl.is/boltinn/enski Enski boltinn á mbl.is - þar sem hlutirnir gerast hratt!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.