Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 19

Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 19 Tugir leita til Leiðbeiningastöðvar heimilanna á hverjum degi Fyrirspurnir um mat og næringu algengastar Hreinsiefni fyrir gervitennur KOMIN er á markað ný hreinsilína fyrir gervitennur frá MAXIL. Hreinsiefnin eru ætluð til að hreinsa gervitennur og slímhúð munnsins og koma þannig í veg fyrir andremmu. Hreinsiefnin eru framleidd úr nátt- úrulegum efnum. Mikilvægasta uppi- staða efnanna er viss tegund trjáolíu, kamilla, alöe vera og japönsk piparmyntuolía. í fréttatilkynningu frá Aðal- tannsmíðastofunni kemur fram að boðið sé upp á fljótandi tann- hreinsi til daglegra nota, úða- brúsa með tóbaks- og tann- steinshreinsi, náttúrulegt krem fyrir munn og slímhúð og tvenns konar tannlím sem á að hjálpa til við að halda gervi- tönnum á réttum stað. Þá er hægt að fá bursta fyrir gervi- tennur og mjúkan bursta fyrir slímhúð og munn. Að lokum er boðið upp á box fyrir hreinsi- bað og næturgeymslu tanna. Maxil-hreinsilínan fæst í flestum apótekum og mörgum stórverslunum. HVERNIG þvottavél á ég að fá mér? Get ég búið til sultu úr stik- ilsberjum eða reyniberjum? Næst rauðvínsblettur úr kjólnum mín- um? Spurningum á við þessar leysir hún Hjördís Edda Broddadóttir greiðlega úr en hún veitir Leið- beiningastöð heimilanna forstöðu. „Það er komin löng hefð fyrir þessari þjónustu sem Kvenfélaga- samband Islands veitir endur- gjaldslaust því fyrir 35 árum var fyrst samþykkt á þingi sambands- ins að setja á stofn leiðbeiningastöð fyrir húsmæður og hún hefur æ síðan verið starfrækt.“ Hjördís Edda, sem er með B.Ed.-próf í kennslu- og uppeldis- fræðum með heimilisfræði sem val- grein, hefur sinnt þessu starfi und- anfarið hálft ár. Leiðbeiningastöðin er opin allan daginn og það er nóg að gera. „Áidð 1992 bárust til okkar nálægt fjögur þúsund fyrirspurnir og síðan hefur þeim verið að fjölga. Á síðasta ári voru fyrirspurnirnar á sjötta þúsund." -Hvað er það sem fólk er að spyrja um? „Það er mjög mismunandi. Við veitum til dæmis upplýsingar um allt sem við kemur heimilisstörf- um, s.s. matreiðslu, næringu, bakstri, þrifum, þvottum, hreinsun efna og svo framvegis. Hér liggja einnig frammi erlendar gæðakann- anir á heimilistækjum sem mikið er spurt um. Síðan eru fyrirspurn- irnar mjög árstíðabundnar.“ Hjördís Edda segir að í kringum stórhátíðir sé fólk að velta fyrir sér skipulagningu veislu, hvað þurfi að reikna með miklum veitingum á mann, hvað eigi að bjóða og svo framvegis. Á haustin snúast spurn- ingar til dæmis um slátur, sultun og súrsun svo dæmi séu tekin. Þá segir hún æ algengara að fólk sé að afla sér vitneskju um fæðuval ef það er með óþol eða til dæmis syk- ursýki og sé þá jafnvel að falast eftir uppskriftum. Jafnframt er mikið spurt um geymsluþol og meðferð matvæla. -A hvaða upplýsingum byggið þið ráðin sem þið gefíð fólki? „Við erum með okkar gagna- banka en síðan, eins og áður hefur Morgunblaðið/Þorkell HJORDIS Edda Broddadóttir sem veitir Leiðbeiningastöð heimilanna forstöðu. komið fram, fylgjumst við vel með gæðakönnunum erlendis og erum áskrifendur að erlendum neyt- endablöðum eins og Rád og Rön, Test, Which, Forbruker rapporten og svo framvegis. „Hluti vinnu minnar felst í að afla upplýsinga og það geri ég með því að fara í gegnum þessi blöð og leita einnig heimilda annars stað- ar.“ - Eru engar fyrirspurnir algeng- ari en aðrar? „Jú, þær hafa breyst með árun- um og nú er svo komið að lang al- gengast er að spurt sé um matar- gerð og næringu. Hér áður fyrr var hlutfallið jafnara milli þessa flokks og síðan þrifa og gæða heim- ilistækja. Eg hef orðið vör við að fólk spyr mikið um blettahreinsun og í því sambandi höfum við gefið út sérstakt fræðslurit." Hjördís Edda bendir á að Kven- félagasamband Islands gefi af og til út fræðslurit eins og um ger- bakstur, frystingu matvæla og geymsluþol svo og þvottaleiðbein- ingar. Þá gefur Kvenfélagasam- band Islands einnig út tímaritið Húsfreyjuna." Hjördís Edda segir að hún fái 0.TBL 00.AKO V 6 K O KR.000m.ytk. I Bryndfs Torfadóttir gerir það gott Hjá SAS • Krossgátur • Siðapostular rasa út • Félagsráðgjafinn • Jarðarberjaraikt • Haustlitir í förðun • Handavinna allt að 25 til 30 símtöl á dag og því sé ljóst að þjónustan sé nauðsyn- leg. „Fræðslan skilar hagnaði til þeirra einstaklinga sem njóta hennar. Hingað hringja bæði kon- ur og karlar á öllum aldri. Það stendur jafnvel til að koma upp upplýsingabanka á Netinu þannig að neytendur geti sjálfir flett upp á svörum við þeim spurn- ingum sem þeir eru með.“ Stökktu til Benidorm 9. sept. frá kr. 29.932 Heimsferðir bjóða nú þetta ótrúlega tilboð til Benidorm þann 9. sept. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin í haust og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Benidorm er nú einn vinsælasti áfangastaður Islendinga og hér getur þú notið hins besta í fríinu í frábæru veðri í september. Síðustu 15 sætin Verð kr. 29.932 Verð kr. 39.932 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 9. sept, vikuferð. M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 9. sept, 2 vikur. Verð kr. 39.960 M.v. 2 íbúð, vika, 9. sept. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is www.mbl.is Nýtt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.