Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 20

Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST1998 MORGUNBLAÐIÐ skipa Viktor Tsjernómyrdín forsætisráð- herra á ný kom flestum á óvart. Enginn dregur í efa að hann sé reyndari en forveri hans í embætti forsætisráðherra. Hins vegar telja fæstir hann líklegan til að knýja nauðsynlegar umbætur í gegn. TILKYNNINGIN um að Boris Jeltsín Rússlandsforseti hefði ákveðið að reka ríkisstjórn Sergejs Kírijenkós var lesin að loknum íþróttafréttum í síðdegisfréttatíma rússneska sjónvarpsins á sunnudag. Kom hún líkt og þruma úr heiðskíru lofti og ekki varð það til að draga úr óvissunni að forsetinn kom ekki fram sjálfur til að skýra ákvörðun sína. Það var ekki fyrr en á mánu- dagsmorgun að Jeltsín ávarpaði rússnesku þjóðina í sjónvarpi. Þrátt fyi'ir miklar sviptingar í rússnesk- um efnahagsmálum í undangeng- inni viku töldu flestir að Kírijenkó væri þokkalega fastur í sessi og hafði Jeltsín opinberlega ítrekað stuðning við hann einungis nokkrum dögum áður. Reyndur og áhrifamikill Ekki síður kom það á óvart að Jeltsín skyldi skipa Viktor Tsjemómyrdín forsætisráðherra á ný. Honum var vikið úr embætti forsætisráðherra í mars síðastliðn- um og hinn ungi og pólitískt óreyndi Kírijenkó skipaður í hans stað. Rök- studdi Jeltsín skipan hans á sínum tíma með því að þar sem hann hefði ekkert pólitískt bakland til að hafa áhyggjur af gæti hann óhikað tekið óvinsælar ákvarðanir í efnahags- málum. Nú endurtók hins vegar Jeltsín leikinn frá 1992 er hann rak Jegor Gajdar, sem talinn var frjáls- lyndur í efnahagsmálum, og skipaði Tsjernómyrdín í hans stað. Tsjernómyrdín er gamall í hett- unni í rússneskum stjórnmálum og líta flestir á hann sem fulltrúa ráð- andi afla í stjórnmálum og ekki síð- ur efnahagsmálum. I stjómartíð hans dró úr efnahagslegum umbót- um og margir sérfræðingar telja að- gerðaleysi hans í efnahagsmálum eina helstu ástæðu þess mikla vanda, sem Rússland á við að etja í dag. Knúðu auðmenn fram stjómarskipti? Brottvikning Kírijenkós hefur enn á ný vakið spumingar um stjómun- arhæfileika Jeltsíns og vangaveltur um það, hvort hann hyggist fórna efnahagslegum umbótum til að tryggja eigin pólitíska stöðu. Gengis- lækkun rúblunnar í síðustu viku ásamt ákvörðun um að stöðva endur- greiðslu erlendra lána einkaíyrir- tækja í 90 daga og skuldbreyta er- lendum lánum ríkisins hefur dregið stórlega úr vinsældum Jeltsíns. Fjöl- miðlar gagnrýndu forsetann harð- lega og sögðu gengi hans hafa lækk- að samhliða gengi rúblunnar. Sumir fréttaskýrendur gengu svo langt að líkja Jeltsín við Leóníd Brezhnev á síðustu árum hans. Pólitískir and- stæðingar forsetans hafa lýst stjóm- arskiptunum sem örvæntingarfullri tilraun til að bjarga málum og segja allt í uppnámi í Kreml. ERLENT Reuters VIKTOR Tsjernómyrdín gengur að sæti sínu við upphaf ríkisstjórnarfundar í gær. Þá er þetta talið til marks um að valdamiklir rússneskir auðmenn, sem hafa mikil áhrif bak við tjöldin, hafi viljað breytingar á æðstu stjóm ríkisins. Auðmenn þessir ráða ríkj- um í bankakerfínu en talin er hætta á að fjölmargir bankar verði gjald- þrota, jafnvel á næstu dögum, ef rík- ið styður ekki við bak þeirra. Undan- famar vikur hefur verið í gangi þrá- látur orðrómur í rússneskum fjöl- miðlum um að einn sá valdamesti í hópi þessara auðmanna, Boris Ber- ezovskí, ynni að því að bola Kíri- jenkó frá þannig að Tsjemómyrdín gæti tekið við að nýju. Tsjemómyrd- ín er sagður hafa átt marga fundi í síðustu viku með Valentín Júmasjev, skrifstofustjóra Jeltsíns, þar sem endurkoma hans í ríldsstjóm var rædd. Júmasjev og Tatjana Díasjenkó, dóttir Jeltsíns, eru meðal nánustu ráðgjafa forsetans og bæði em þau í nánum tengslum við Ber- ezovskí. Sumir fréttaskýrendur segja að Kírijenkó hafi ekki viljað útiloka að verst settu bankamir yrðu látnir verða gjaldþrota og því hafi auðmennimir knúið fram stjómar- skipti til að tryggja hag sinn. Ekki gegn kerfinu Stuðningsmenn Tsjernómyrdíns halda því hins vegar fram að hann geti tryggt nokkuð sem umbóta- sinnar hafi ekki getað gert, stöðug- leika. Tsjernómyrdín er sextugur að aldri og vann mestallan Sovét- tímann í olíu- og orkugeiranum. Ár- ið 1982 var hann gerður að aðstoð- arráðherra með ábyrgð á gasvinnslu Sovétríkjanna og á nokkrum áram breytti hann ráðu- neytinu í ríkisrekið einokunarfyrir- tæki á sviði gasvinnslu, Gazprom, er flutti út gas til fjölmargra Evr- ópuríkja. Tsjernómyrdín stjórnaði Gazprom lengst af sjálfur og öðlað- ist þar með aðild að hóp þeirra manna er ráða helstu stórfyrir- tækjum, bönkum og fjölmiðlum Rússlands. Þetta færði honum auk- in áhrif er hann tók við embætti forsætisráðherra en gerði honum jafnframt erfitt um vik þegar kom að því að knýja í gegn efnahagsleg- ar umbætur er snertu hagsmuni kaupsýslumanna. Tsjernómyrdín stendur nú frammi fyrir mjög alvarlegum efnahagslegum vandamálum er krefjast skjótra viðbragða og sárs- aukafullra aðgerða. Rússneska bankakerfið er talið riða á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir umfangs- mikla vestræna aðstoð, og gengi rúblunnar er óstöðugt. Þar að auki hafa erlendir fjárfestar haldið að sér höndum í ljósi óvissunnar. Þrátt fyrir hina erfiðu stöðu töldu flestir að stjórn Klrijenkós væri að reyna að ná tökum á vandanum, sem má ekki síst rekja til mikillar skuldasöfnunar í tíð fyrri stjórnar Tsjernómyrdíns. Hafði Kíríjenkó, sem var algjörlega óskrifað blað í upphafi, náð að afla sér trausts jafnt erlendra stjórnmálamanna sem fjármálamanna. Væntingar ekki miklar Stjórnarskiptin vekja margar spurningar og ekki síst verður grannt fylgst með því hver verða örlög Boris Fjodorovs, er nýlega tók við sem æðsti maður skatt- heimtu í Rússlandi. Fjodorov hafði vakið vonir um að innheimtukerfí skatta yrði komið í skikkanlegt horf, sem er forsenda þess að hægt verði að koma á jafnvægi í ríkisfjár- málum. Hann hefur hins vegar til þessa ekki haft mikið álit á Tsjemómyrdín. Heimildir herma að Fjodorov muni að minnsta kosti fyrst um sinn halda stöðu sinni. í ljósi reynslunnar búast hins vegar fæstir við miklu af Tsjemómyrdín. Hann kunni vissu- lega að hafa tryggt einhvern póli- tískan stöðugleika á sínum tíma en það hafi verið á kostnað nauðsyn- legra efnahagslegra umbóta. Það kemur nú til kasta Dúmunn- ar að samþykkja skipan Tsjernó- myrdíns en búist er við að það muni ganga betur fyrir sig en þegar skip- an Kírijenkós var þar til umræðu. Kommúnistar hafa verið hógværir í gagnrýni sinni á nýja forsætisráð- herrann og ekki lýst yfir beinni andstöðu við hinn nýja forsætisráð- herra. Síðustu atburðir era einnig taldir styrkja stöðu Tsjernómyrdíns fyrir næstu forsetakosningar, sem halda á árið 2000. Láti Jeltsín af embætti fyrr myndi hann jafnframt taka við forsetaembættinu. Skipan T sj ernómy rdíns eykur á óvissuna Akvörðun Jeltsíns Rússlandsforseta um að I i t I ( t í I í I í I Bonnie að strönd- um Bandaríkjanna Miami. Reuters. NOKKUÐ dró úr krafti fellibyls- ins Bonnie í gær á leið að suð- austurströnd Bandaríkjanna. Á veðurathugunarmyndum, sem teknar voru úr gervitunglum, mátti sjá að auga stormsins hafði horfið um tíma og svo myndast á ný. Veðurfræðingar segja það merki þess að stormurinn sé að sækja aftur í sig veðrið en búist er við að hann nái ströndum Bandaríkjanna um miðja vikuna. Á Bahamaeyjum voru íbúar við öllu búnir í gær og forráða- menn almannavarna á Flórída og í Karólínu-ríkjunum í Banda- ríkjunum báðu almenning að vera í viðbragðsstöðu. Litlar lík- ur eru taldar til þess að Bonnie fari yfir suðurhluta Flórída- skagans. Meðfylgjandi mynd var tekin rétt fyrir klukkan fimm að íslenskum tíma í gær. Þar sést greinilega til ferðar Bonnie yfir Atlantshafi suðaustur af Flóridaskaga. Lokasprettur kosningabaráttunnar í Þýzkalandi hafínn Schröder hvetur Þjóð- r verja til „nýs upphafs“ Bonn, Dortmund. Reuters. BÁÐIR stóru flokkarnir í Þýzka- landi, Kristilegi demókrataflokk- urinn (CDU) og Jafnaðarmanna- flokkurinn (SPD), héldu um helg- ina áberandi stóra fjöldafundi til að marka upphaf lokaspretts kosningabaráttunnar, fimm vikum fyrir kosningar til Sambands- þingsins 27. september næstkom- andi. Gerhard Schröder, kanzlaraefni SPD, hvatti til þess á fundum í Berlín, Miinchen og Bonn að kjós- endur snera baki við ríkisstjórn CDU og ftjálsra demókrata (FDP) og hvatti til „nýs upphafs". Helmut Kohl kanzlari varaði á fundi í Dort- mund við því að SPD komist til valda í stjórnarsamstarfi við Græn- ingja; slík stjórn myndi eyðileggja þann efnahagsbata sem kominn væri á skrið. Sagði hann CDU hafa „alla möguleika" á að sigra í kosn- ingunum. Flestar skoðanakannanir benda enn til þess, að SPD hafi um 4-5% fylgisforskot á CDU, en samkvæmt sumum þeirra nýjustu er bilið farið að minnka. I könnun Infas-stofnun- arinnar, sem birt var í gær, mæld- ist fylgi CDU einu prósentustigi Kohl varar við stjórnarsamstarfí SPD og Græningja meira en undanfarið, 38%, en fylgi SPD var óbreytt frá fyrri könnun- um, um 41%. í könnun Emnid- stofnunarinnar, sem birtist í nýjasta hefti fréttatímaritsins Der Spiegel, var SPD hins vegar með 42% og CDU 38%. „Upphaf umskipta" Mörg þúsund manns vora mætt á fundi SPD á laugardaginn og fögn- uðu kanzlarefninu Schröder - fyrir hádegi í miðborg Berlínar, um miðjan daginn í Olympíuhöllinni í Munchen og síðdegis á bökkum Rínar í Bonn. Undir slagorðinu „Upphaf umskiptanna“ lét SPD ræður stjórnmálamannanna falla inn í margbrotna dagskrá með tón- list, veitingasölu og skemmtiatrið- um. í Berlín hvatti Schröder Þjóð- verja til „nýs upphafs" í lýðveldi sem kennt yrði við Berlín í stað Bonn. Til að koma öllu í gang aftur í Þýzkalandi yrðu allar stéttir og þjóðfélagshópar að legga sitt af mörkum. Oskar Lafontaine, flokksformað- ur SPD, gagnrýndi ríkisstjórn Kohls harkalega. Eftir 16 ára valdatíma hans hefðu skuldir ríkis- ins, skattar og atvinnuleysi aldrei ® verið hærra. „Áiyktunin af því er: þessa stjórn má ekki kjósa aftur,“ sagði Lafontaine. Kohl sigxirviss í Westfalen-íþróttahöllinni í Dortmund hvatti Kohl stuðnings- menn sína, undir slagorðinu „Þýzkaland í fremstu röð“, til að gera allt sem þeir gætu til að hindra að SPD og Græningjar kæmust að stjórnartaumunum. Fyrir eyrum 18.000 stuðnings- manna CDU sagði kanzlarinn: „Við berjumst fyrir þetta lýðveldi og viljum ekkert annað.“ Fyrir SPD og Græningjum vakti hins vegar að færa landið lengra til vinstri, með neikvæðum afleiðing- um fyrir þá efnahagsuppsveiflu r: sem nú gætti. „Við getum sigrað, við viljum sigra og við munum sigra,“ sagði ^ Kohl við dynjandi undirtektir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.