Morgunblaðið - 25.08.1998, Side 21

Morgunblaðið - 25.08.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 21 ERLENT Reuters BRESKIR vísindamenn hefja uppgröft á líkum sex manna, sem létust af völdum spænsku veikinnar á Svalbarða árið 1918. Veirunnar sem olli spænsku veikinni leitað Uppgröftur haf- inn á Svalbarða Ósló. Reuters. Ekki talin hætta á að veiran vakni til lífsins á ný VISINDAMENN frá Noregi, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjun- um hófu á laugardag uppgröft á lík- um sex norskra námumanna, sem létust af völdum spænsku veikinnar á Svalbarða árið 1918. Vísindamennirnir ráðgera að taka sýni úr lungum og öðrum líf- færum, í von um að finna leifar af veirunni, sem olli mesta inflúensu- faraldrinum á öldinni. Tilgangurinn er að grafast fyrir um erfðagerð veirunnar, til að kanna hvort hún er skyld þeiiTÍ svínainflúensu sem þekkt er í dag, og í framhaldinu að þróa nýtt bóluefni. Uppgröfturinn mun væntanlega taka nokkra daga, en líkin eru graf- in á um 2,5 metra dýpi í frosinni jörð. Þegar vísindamennimir nálg- ast kistumar munu þeir klæðast einangruðum búningum og bera öndunargrímur. Að sögn Toms Bergans, sem tekur þátt í að sam- ræma rannsóknir hópanna, er það bæði til að verjast veirunni og til að koma í veg íýrir að sýnin spillist. „Ef einhver vísindamannanna væri með flensu þá gætum við setið uppi með sýni af rangri veiru“, sagði Bergan. Talið er að spænska veikin hafi orðið 20 - 40 milljónum manna að fjörtjóni þegar hún gekk yfir heims- byggðina árið 1918. Til samanburð- ar má nefna að í fyrri heimsstyrjöld- inni, sem lauk sama ár, létu um 13 milljónir manna lífið á vígvöllunum. EKKI er talin hætta á að veiran sem olli spænsku veikinni árið 1918 vakni til lífsins á ný, nú þegar al- þjóðlegur hópur vísindamanna gref- ur upp lík nokkurra manna sem dóu á Svalbarða af völdum hennar, að sögn Margrétar Guðnadóttur, pró- fessors á veirurannsóknastofu Há- skólans. Margrét segir að menn hafi talið spænsku veikina líka þeim inflú- ensufaröldrum sem geisuðu næstu 10 ár á eftir, en þeir hafi hins vegar ekki verið eins mannskæðir. Eftir það hafi komið til nýir stofnar. Hún segir staðfestingar hafa fengist á þessu á seinni árum með mótefna- mælingum í gömlu fólki, m.a. hér- lendis. Þær mælingar komu til eftir að hermaður í Bandaríkjunum lést af völdum svínainflúensu árið 1976 en þá hvatti Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin aðildarríkin til að leita að mótefnum í gömlu fólki. Veiran skyld svínainflúensu „Við höfum vissu fyrir því að stofninn sem olli spænsku veikinni er líkastur stofni svínainflúensu sem hefur komið upp undanfarin ár og leggst sem betur fer sjaldan á fólk. Þessar rannsóknir staðfestu það sem menn höfðu áður fundið með mótefnamælingum,“ sagði Margrét. Hún sagði vísindamennina nú hyggjast rejma að ná sýnum úr lungum til að finna þar erfðagerðina af þessari veiru. „Ef þeim tekst það er það mikil viðbót við það sem þeg- ar er vitað. Vonandi geta þeir ekki vakið upp og reyna ekki að vekja þessa veiru til að hún taki að fjölga sér, enda er ólíklegt að eftir öll þessi ár sé hægt að vekja upp heila veiru.“ Margrét sagði að með núverandi tæknikunnáttu ætti að vera hægt að búa til erfðafræðilega röð úr sýnum sem ná mætti úr þessum líkum. „Með því ætti að vera hægt að bera saman erfðagerð veirunnar við erfðagerð svínainflúensuveir- anna. Það myndi færa okkur vit- neskju um hvers konar veira þetta var og gefa tækifæri til að búa til nýtt bóluefni, en lítil vinna hefur því miður verið lögð í að endur- bæta þau inflúensubóluefni sem til eru. Þetta er ónumið land og það freistar fólks að leggja í svona verkefni til að geta komið með betra bóluefni, svo það hefur praktískan tilgang," sagði Margrét að lokum. Frakkland Valdabar- átta í Þjóð- fylkingunni París. Reuters. VARAFORMAÐUR Þjóðfylkingar- innar í Frakklandi, Bruno Megi’et, hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að leiða lista fylkingarinnar í kosningunum til Evrópuþingsins í júní á næsta ári. Hingað til hefur Jean-Marie Le Pen, formaður Þjóð- fylkingarinnar, leitt lista öfgasinn- aðra franskra hægrimanna til Evr- ópuþingsins. Megret hefur tilkynnt Le Pen ákvörðum sína en formaðurinn hef- ur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Le Pen er sagður ætla eigin- konu sinni, Jany Le Pen, efsta sæt- ið, en ákvörðun um hver leiði listann er í höndum lítils hóps leiðtoga Þjóðfylkingarinnar. Jean-Marie Le Pen á yfir höfði sér dóm fyrir lík- amsárás en hann veittist að þing- konu Jafnaðarmannaflokksins á síð- asta ári. Verði hann fundinn sekur getur hann ekki gefið kost á sér til setu á Evrópuþinginu. Subaru 1800 Stw, árg. '87, 5 g., 5 dyra, blár, ek. 173 þ. Verð 290 þ. Hyundai Pony GLsi, árg. '94, 1.500, 5 gíra, 5 dyra, vinrauður, ek. 74 þ. Verð 590 þ. Range Rover Vouge, árg. '88, 3.500, ssk., 5 dyra, Ijósblár, ek. 141 þ. Verð 1.150 þ. Renault Twingo, árg. '96, 1.200, 5 gíra, 2 dyra, vínraður, ek. 27 þ. Verð 780 þ. Ford Escort CLX, árg. '96, 1.400, 5 g., 3 dyra, hvítur, ek. 149 þ. Verð 970 þ. Daihatsu Charade TS, árg. '91, 1.000, 5. g., 3. dyra, hvírtur, ek. 101 þ. Verð 370 þ. Toyota Camry GLi 4x4, árg. '88, 2.000, 5 g., 4. dyra, hvítur, ek. 144 þ. Verð 650 þ. Bílalán til allt að 60 mánaða. Visa Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. Range Rover Vouge, árg. '91, nýsk. '94, 3.900, 5 g., 5 d, hvítur, ek. 98 þús., nýskráður '94. Verð kr. 1.980 þ. B&l notaðir bílar . Suðurlandsbraut 12 • Sími: 575 1200 • Beinn sími: 575 1230

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.