Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Krabba- meins- vaki í fóstri Stýriflaugaárásir Bandaríkianna í Afganistan og Súdan Talebanar segja Bin Laden að hafa sig hægan Islamabad og Miranshah í Pakistan, Lundúnum, Khartoum. Reuters. UM hundrað indverskir múslimar gripu til mótmælaaðgerða í gær fyr- ir framan sendiráð Bandaríkjanna í Nýju Delhí. MULLAH Mohammad Omar, leið- togi talebana í Afganistan, hefur beðið Sádí-Arabann Osama Bin La- den, sem grunaður er um að hafa staðið fyrir sprengjutilræðunum í Kenýa og Tansaníu, að hafa hægt um sig og hætta að hóta Bandaríkja- mönnum, að því er pakistanska fréttastofan Afghan Islamic Press greindi frá í gær. Haft var eftir Omar að hann hefði komið „reiði“ sinni á framfæri við Bin Laden vegna hótana þess síðar- nefnda um að svara stýriflaugaárás- um Bandaríkjamanna síðastliðinn fimmtudag á bækistöðvar Bin La- dens í Khost í Afganistan með frek- ari hryðjuverkum. „Ég sendi Bin Laden skilaboð í gær þar sem ég fór fram á það að hann kæmi ekki hernaðar- eða póli- tískum yfiriýsingum á framfæri við erlend ríki á meðan hann væri bú- settur í Afganistan," var haft eftir Omar. Mun Bin Laden hafa sam- þykkt að „hlýða“ tilmælum talebana og lofað að láta ekki frekari yfirlýs- ingar um Bandaríkin frá sér fara, að sögn Omars. „Það er ekki rúm fyrir tvær samhliða ríkisstjórnir í Afganistan," var haft eftir Omar í dagblaðinu The News á sunnudag. Talebanar hafa fordæmt árásir Bandaríkjamanna sem talið er að 21 hafi fallið í. Neita þeir jafnframt að framselja Bin Laden og hafa heitið því að verja hann gegn mögulegum árásum. Þeir vilja hins vegar sjálfir ákveða hvernig árásum Bandaríkja- manna á landsvæði Afganistans verður svarað. Breska dagblaðið The Times greindi frá því í gær að fundi, sem Bin Laden hafði hugsað sér að halda í herbúðum sínum í Khost í Afganist- an á föstudag, hafi verið frestað vegna þess að Bin Laden tók að gruna að Bandaríkjamenn væru við árás Bandaríkjamanna reið yfir. „All- ir Arabarnir voru meðvitaðir um yfir- vofandi árás. Þegar stýriflaugamar sprungu í Khost voru eingöngu varð- menn í búðunum. Flestir þeirra sem féllu í árásinni voru Pakistanar eða Kasmírbúar," sagði Haqqani. Stjórnvöld í Súdan hyggjast svara árásunum Stjómvöld í Súdan sögðust í gær áskiija sér rétt til að svara stýriflaugaárás Bandaríkjanna á A1 Shifa-verksmiðjuna í Khartoum en að þau myndu gera það innan ramma laganna. Itrekuðu þau jafn- framt að verksmiðjan hefði ekki framleitt efnavopn. Omar Hassan al-Bashir, forseti Súdans, kenndi í gær Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, persónulega um árásina. „Ibúar Bandaríkjanna era saklausir af þessum glæp. Þeir eru einnig fórnarlömb lyga og svika for- setans,“ sagði Bashir. „Við krefj- umst þess að forseti Bandaríkjanna biðji Súdana afsökunar og fórum jafnframt fram á bætur vegna verk- smiðjunnar sem varð fyrir stýriflaugunum og fólksins sem særðist í árásinni." Bashir hefur þegar beðið öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna að senda eftirlitsmenn til Súdans til að rann- saka rústir A1 Shifa-verksmiðjunnar. Hann neitar því einnig að stjómvöld í Súdan hafi nokkur tengsl við Isama Bin Laden. Sandy Berger, þjóðaröryggisráð- gjafi Bandaríkjastjórnar, sagði hins vegar á sunnudag að öraggar heim- ildir hefðu verið fyrir því að verk- smiðjan framleiddi eiturefnavopn, þ.m.t. þau sem notuð era til að búa til taugagasið lífshættulega VX. Berger kvaðst í samtali við CNN að vísu ekki geta greint frá heimildum sínum af öryggisástæðum. það að láta til skarar skríða þegar fulltrúar í bandaríska sendiráðinu í Islamabad í Pakistan voru kallaðir heim. Hefðu á þessum fundi komið saman nokkrir af hættulegustu hryðjuverkamönnum í heiminum í dag, þ.m.t. morðingi Anwars Sadats, fyrrverandi forseta Egyptalands. Mullah Jalauddin Haqqani, ráð- herra í stjórn talebana í Áfganistan, staðfesti í samtali við Reuters-frétta- stofuna í gær að Osama og helstu stuðningsmenn hans hefðu verið víðs fjarri Khost-bækistöðvunum þegar Lundúnum. The Daily Telegraph. KRABBAMEINSVAKI hefur fundist í fyrsta þvagi nýfæddra bama mæðra sem reyktu. Segja vísindamenn að efnið finnist ein- ungis í tóbaki. Magnið sem fannst í dagsgömlum börnum var meira en fannst í þvagi fullorðins reykingafólks. Vísindamenn telja að krabba- meinsvakinn kunni að safnast fyrir í líkama fósturs á með- göngu, ef móðirin reykir. Þegar bamið fæðist kunni því þá þegar að vera hættara við krabbameini. Em þetta taldar fyrstu beinu vís- bendingamar um að reykingar móður á meðgöngu auki Iíkur á að barnið fái krabbamein. Þýskir og bandarískir vísinda- menn unnu að rannsókninni og vom 48 börn athuguð. Aukaefni krabbameinsvakans NNK fund- ust í þvagi 22 barna af 31 barni reykingakvenna, en NNK er einn öflugasti krabbameinsvakinn í tóbaksreyk. Engar vísbendingar um NNK fundust í þvagi bama hinna kvennanna 17. Rannsóknir á barnshafandi konum hafa sýnt að börn þeirra era í mörgum tilvikum of létt við fæðingu og veikari fyrir ýmsum kvillum, en ekki hefur áður kom- ið í ljós að tengsl kunni að vera á milli reykinga móður á með- göngu og aukinnar hættu á að barn fái krabbamein. Dr. Stephen Hecht við krabba- meinsmiðstöð Háskólans í Minnesota sagði að niðurstöður rannsóknarinnar nú sýndu að upptaka NNK gæti hafíst fyrir fæðingu. Með rannsókninni hafí verið gerður greinarmunur á óbeinum reykingum barns þegar það er fætt og „reykingum" fóst- urs. Aung San Suu Kyi hættir annarri mótmælasetu sinni Stefnan ekki ákveðin í ráðherraráðinu? Talin við slæma heilsu Rangoon. Reuters. AUNG San Suu Kyi, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Búrma, varð í gær við áskoranum flokkssystkina sinna og sneri heim á leið eftir að hafa set- ið í bifreið sinni í 13 daga til þess að mótmæla banni er stjómvöld lands- ins settu við því að hún færi út fyrir höfuðborgina Rangoon. Suu Kyi var flutt til heimilis síns í Rangoon í sjúkrabfl síðdegis í gær að staðartíma. Stjómarerindreki hafði eftir heimildamanni í flokki hennar að hún væri að öllum líkindum við slæma heilsu. Stjómvöld hefðu sett upp stranga gæslu við bústað henn- ar. Suu Kyi hafði setið ásamt þremur aðstoðarmönnum sínum í bifreið fyr- ir utan Rangoon frá því 12. ágúst er henni hafði verið meinað áð halda áfram ferð sinni og í kjölfarið neitað að snúa til baka. Þettá var í annað sinn sem Suu Kyi efndi til mótmæla með þessum hætti. Nokkrum klukkustundum áður en hún lét af aðgerðunum í gær hafði flokkur hennar gefið út yfii-lýsingu þar sem sagði að ráðamenn flokksins skoruðu á hana að hverfa heim vegna „slæmrar heilsu“. Rúmlega eitt hundrað náms- menn höfðu efnt til mótmæla til stuðnings Suu Kyi og þeirri stefnu flokks hennar að stofnað skuli þing í landinu. Aðgerðirnar voru hinar fyrstu frá því stjórnvöld lokuðu há- skólum landsins í desember 1996 vegna mótmælaaðgerða náms- manna. Anfínn Kallsberg lögmaður Færeyja heimsækir Noreg Osáttur við Norðmenn Þórehöfn. Morgunblaðið. ÞÓTT norsk stjórnvöld hafi tjaldað öllu til vegna opinberrar heimsóknar_ Anfinns Kallsbergs, lögmanns'Fæi eyja, til Noregs í gær era Færeying- ar ekki allskostar sáttir við afstöðu Noregsstjórnar til Færeyja. „Hefðu Norðmenri verið ja/n vin- samlegir í garð Færeyja og íslend- ingar hefði málið horft öðru vísi við. Það er staðreynd að íslendingar hafa gefið Færeyingum fiskveiði- réttindi án þess.,að fá nokkuð sér- stakt í staðínn. Það er þétta sétn maður kallar virkilegt bræðralag og það væri óskandi að Norðmenn væru jafn vingjarnlegir í okkar garð og íslendingar," sagði í yfir- lýsingu Kallsbergs áður en heim- sókn hans, sem standa mun í fjóra daga, hófst. Allt útlit er fyr- ir að Norðmenn óski eftir að sam- ; starf við Færey- inga verði aukið, m.a. í olíumálum, að því er best verður ráðið af undirbúningi heimsóknarinnar. Það er norska rík- isstjórnin sem hiýður lögmannin- mun hann ekki fá áheyrn konungshjónanna, en hins Anfinn Kallsberjj um og norsku vegar eiga fundi með ekld færri en fimm norskum þingmönnum. Þar á meðal era forsætisráðherra, utanrík- isráðherra og sjávarátvegsráðherra. Á sama tíma og Kallsberg er í Noregi er olíumálaráðherra fær- eysku landstjórnarinnar, Eyðunn Elttor, þar einnig, ög mun hann eiga fund með norskum starfsbróður sín- um. I gær átti Kallsberg fund með norsku stjóminni og heimsótti kon- ungshöllina í Ósló, en í dag og næstu tvo daga verður rætt um fátt annað en olíu og mun lögmaðurinn m.a. heimsækja olíuborpallinn Snorra, flaggskip olíufélagsins Saga Petroli- um. í Færeyjum er uhdirbúningur fyr- ir olíuvinnslu kominn vel á veg og er þess vænst að fyrstu leyfin til olíu- borunar verði gefin á þessu ári eða því næsta. Hefur fjöldi alþjóðlegra olíufélaga, þ.á.m. mörg norsk, sýnt mikinn áhuga á að gera tilraunir til olíuvinnslu í Færeyjum. Fj ármálafulltrúi Bandaríkjanna hjá ESB til Frankfurt FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI Banda- ríkjanna hefur ákveðið að færa aðal- fulltrúa sinn, sem sér um samskipti við Evrópusambandið (ESB) á sviði fjármála, frá Brassel til Frankfurt. Þar sem hinn nýstofnaði Seðlabanki Evrópu (ECB) hefur aðsetur í Frankfurt hafa bandarísk stjórn- völd komizt að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að gera þessa breyt- ingu á skipulagi samskipta sinna við ESB, að því er talsmaður sendiráðs Bandaríkjanna hjá ESB í Brussel tjáði Reuters. Þessi breyting verður vafalaust túlkuð sem greinileg vísbending um hvar Bandaríkjamenn gera ráð fyr- ir að mikilvægustu ákvarðanimar varðandi Efnahags- og myntbanda- lag Evrópu, EMU, verði teknar, jaf- vel þótt gert sé ráð fyrir því í Ma- astricht-sáttmálanum að fjármála- ráðherrar aðildarríkjanna taki - eft- ir tilkomu myntbandalagsins um næstu áramót sem áður - allar stefnumarkandi ákvarðanir um gengis- og peningamál. Óljóst um pólitískan talsmann ESB í alþjóðafjármálum Ljóst er að aðalbankastjóri Evr- ópska seðlabankans sé sá fulltrúi Evrópusambandsins sem verður í sambærilegri stöðu og seðlabanka- stóri Bandaríkjanna, en að minnsta kosti frá bæjardyrum Bandaríkj- anna séð er það álitið vandasamara að finna mann sem með réttu mætti kalla pólitískan mótleikara banda- ríska fjármálaráðherrans. Þetta ástand veldur því að óljóst er hver myndi svara fyrir hönd ESB ef bandaríski fjármálaráðherrann þyrfti að ráðgast skyndilega við fulltráa ESB um viðbrögð við sveifl- um á alþjóðlegum peningamarkaði. Innan ESB.{er enn tekizt á um hver eigi að vera æðsti pólitíski talsmað- ur þess í alþjóðlegum efnahags- og peningamálum, sem gæti setið sem fulltrái ESB t.d. á fundum fjármála- ráðherra sjö helztu iðnríkja heims, G7. Rfldsstjórnir ESB-landanna eru mjög fráhverfar því að fela fram- kvæmdastjórn sambandsins að skipa slíkan fulltráa, en ekki liggur heldur fyrir neitt um það hvort for- maður ráðs ESB-fjármálaráðherr- anna (ECOFIN) eigi að gegna þessu hlutverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.