Morgunblaðið - 25.08.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 25.08.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 23 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar KRISTJANA Helgadóttir og Dario Macaluso leika á Þriðjudagstónleikunum í Siguijónssafni. Gítar- og flautuleikur Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, er heflast kl. 20.30, koma fram Kristjana Helgadóttir flautuleik- ari, ojg Draio Macaluso, gítarleik- ari. A efnisskrá er verk eftir J.S. Bach, Mauro Giuliani, Þorkel Sigurbjörnsson og Piazzolla. Kristjana Helgadóttir hóf nám við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar árið 1981. Að því loknu fór hún í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lærði hjá Bernharði Wil- kynssyni og þaðan útskrifaðist hún með kennarapróf árið 1994 og með burtfararpróf ári seinna, í bæði skiptin með hæstu ein- kunn. Haustið 1995 hóf hún nám við Sweelinck-tónlistarskólann í Amsterdam hjá prófessor Abbie de Quant og þaðan lauk hún mastersnámi með mjög góðri umsögn vorið 1998. Á árunum 1988-1995 kenndi Kristjana við Tónlistarskólann í Mosfellsbæ og frá 1988-1993 spilaði hún með Sinfóníúhljómsveit æskunnar. Sumarið 1995 komst hún í úrslit Tónvakakepninnar. Hún hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum, s.s. sem hjá Manuelu Wiesler, Peter Lukas Graf, Jacques Zoon og Peter Loyd. Kristjana hefur komið fram á mörgum tónleikum hér heima og erlendis bæði sem einleikari og í samspili. Dario Macaluso fæddist í Sikiley og stundaði nám við Vincenzo Bellini-tónlistarskólann í Palermo hjá Giuseppe Violante og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn árið 1991. Árið 1997 lauk hann UM-gráðu frá Sweelinck tónlistarskolanum í Amsterdam með hæstu einkunn, en þar var hann undir handleiðslu Les Eisen- hardt. Dario Macaluso einbeitir sér nú að kammertónlist við sama skóla. Hann hefur að auki tekið þátt í námskeiðum hjá Vladimir Mikulka og Pieter van der Staak. Árið 1994 vann hann fyrstu verð- laun í tónlistarkeppnini Vann Spadafora, sem fram fer í hafnar- borginni Messina á Sikiley, og ári síðar hlaut hann viðurkenningu í alþjóðlegri tónlistarkeppni í Lecce. Hann hefur haldið tónleika í Hollandi, Þýskalandi og á Italíu sem einleikari og eða í samspili og hefur starfað fyrir Massimi- leikhúsið í Palermo. Ingveldur Yr á sumar- tónleikum á Seyðisfírði BLÁA Kirkjan sumartón- leikar er heiti á tónleikaröð sem haldnir eru á miðviku- dögum í kirkjunni á Seyðis- fírði í sumar. Næstu flytjendur í tón- leikaröðinni eru Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran- söngkona og Muff Worden píanóleikari. Flutt verður tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum, ásamt ís- lenskri leikhústónlist. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.30. Ingveldur Ýr hóf ung ballettnám og söngnám og hélt til framhalds- náms við Tónlistarskóla Vinaborgar, þar sem hún stundaði einnig leiklist- ar- og söngleikjanám. Hún lauk mastersgráðu frá Manhatt- an School of Music í New York. Ingveldur Ýr hefur verið gestur á alþjóðlegum tón- listarhátíðum og sungið með virtum hljómsveitar- stjórum eins og Seiji Ozawa, Sir Neville Marriner og Kent Nagano. Hún hefur æ meir helgað sig tónleikahaldi og hafa leiðir hennar legið um tón- leikahús víða um heim auk þess sem hún hefur sungið á fjölda tónleika á Islandi. Aðgangseyrir er 500 kr. en ókeyp- is fyrir sex ára og yngri. Tónleika- röðin. Ingveldur Ýr Jdns- dóttir mezzósópr- ansöngkona. Málverk úr búi MfmiST Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson VATN og land, 1987, olía á léreft, 200x220 cm. G a 11 e r f II o r g MÁLVERK KRISTJÁN DAVÍÐSSON Opið til miðvikudags frá 12-18. ÞAÐ fór lítið fyrir auglýsingunni á 55. síðu blaðsins sl. laugardag, en hún vakti engu síður fondtni mína. Ekki á hverjum degi að málverk eins helsta málara okkar af eldri kynslóð komi á sölumarkað úr dán- arbúi þekkts safnara. Hvarvetna þætti slíkt drjúgur og fágætur við- burður til uppsláttar, en þetta virð- ist hafa farið framhjá flestum, því ekki varð ég var við fjölmiðlafólk á staðnum meðan ég var þar. Telst stór gloppa á okkar samfélagi hvað menn eni hér seinir til og andvara- lausir. I ógnvænlegum hraða nú- tímans virðist þeim mest hampað sem lystilegast tekst að ota sínum tota með hvers konar uppátækjum og hávaða, en þeir mæti afgangi sem hugnast að láta verkin tala. Að vísu gömul saga, en fjölmiðlar mættu engusíður vera hér á varð- bergi og í viðbragðsstöðu, og taka erlenda til fyrirmyndar um vægi frétta, svo sem sér stað allt um kring ef menn fietta á annað borð í erlendum blöðum. í stórauknum mæli á síðustu ánim eins og ég hef endurtekið vísað til í pistlum mín- um. Þá koma mikilsháttar málverk eðlilega einnig á sölumarkað á fleiri en „réttu“ stöðunum og und- arlegt að á suma þeirra koma safn- stjórar svo til aldrei. Maður gæti haldið, að í verkahring þeiixa sé framar öðru að hafa öll spjót úti er spyrst af úrskerandi myndverkum, því þeirra er að bregða upp sem sannverðugastri heimild um list samtímans í innkaupum sínum. Frímerkjasafnai-i skiptir trauðla einungis við ákveðnar verslanir, en er trúlega mættur á staðinn ef hann fréttir af sjaldgæfu skildinga- merki, jafnvel þótt það sé til sölu í húsasundi, á flóamarkaði, eða í ein- hverju kolaportinu. Nákvæmlega sama regla gildir um myndlistar- verk líkt og dæmin sanna. Engin algild regla er til um að gæði verka helgist alfarið af staðnum sem þau eru sýnd á hverju sinni, og hér þurfa einhverjir að brjóta odd af oflæti sínu. Þetta og margt fleira kom mér í hug er ég virti fyrir mér stórbrotn- ar myndir Kristjáns Davíðssonar í Gallerí Borg á laugardagskvöld, sem var fyrsti áfangastaður minn á svolitlu flakki á listanótt. Varð mér tilefni fleiri hugleiðinga sem ég festi kannski á blað fljótlega, en hér var tilgangurinn helstur að vekja athygli á þessum sérstaka og afmarkaða viðburði svo hann fari síður alveg framhjá unnendum góðra málverka. Bragi Ásgeirsson ORDABAKURKAR íslensk 'WSAOHi DSnsk islensk islensk dönsk orðnbók BoniU-it'o"**1 Frönsk islensk íslensk fröns orðnbók I 3S.O00 ísUMk uppHcHiord íslensk ensk /Ífe* orðabók Þýsk íslensk íslensk Uekmdlc-Xriglý/ j DUÖeMry I ' 1996 laata Æ D«u»íth-hl«nditth lslömHMk-Dcuhcb Wórlerbeth ítölsk íslensk ólensk itölsk orðabók ssssste Æ NoiSur- os Au.l orðabók Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, ó skrifstofuna og i ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.