Morgunblaðið - 25.08.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
I’RIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 27
AÐSENDAR GREINAR
Framsóknar-
banki Svía
SJALDAN eða
aldrei hefir íslenzk
þjóð orðið vitni að sví-
virðilegri og í senn
raunalegri uppákomu
en að undanförnu í
bankamálum. Mönn-
um býður helzt í grun,
að þeir, sem þar ráða
ferðinni kunni að vera
gengnir af göflunum.
Menn, sem hafízt hafa
handa við að selja ill-
vígustu auðjöfrum
Evrópu þjóðbanka Is-
lands í hendur, geta
tæplega talizt með
réttu ráði. Alla vega
hlýtur gömlum fylgis-
mönnum Sjálfstæðisflokksins að
blöskra og blæða í froðu yfír þess-
ari ráðabreytni.
I viðtali Morgunblaðsins við for-
sætisráðherra nýverið tók hann
þann kostinn að stikla á fyrri yfir-
lýsingum og loforðum ríkisstjórn-
arinnar um dreifða eignaraðild,
innlenda. Tók þó fram til að klappa
Finni um kjammana að hann teldi
glapræði ef ekki hefðu verið teknar
upp viðræður við Wallenberga. Sá
sem þetta ritar telur þetta örgustu
öfugmæli. Það er fullkomið
glapræði að leyfa íslenzkum fjár-
glæframönnum og valdafíklum að
ráðslaga við erlenda auðmenn um
sölu á einum af mikilvægustu horn-
steinum fjárhagslegs sjálfstæðis
Islands.
Annað tveggja er að valdahroki
ráðamanna er svo taumlaus að þeir
telji sig geta boðið almenningi hvað
sem er, eða að þeir eru slegnir al-
gjörri blindu á skynsamlega leiki á
hinu pólitíska taflborði. Þó er þriðji
möguleikinn líklegastur hvað varð-
ar Sjálfstæðisflokkinn. í honum
eiti það ekki lengur þjóðkjörnir
stjórnmálamenn, sem ráða mestu,
heldur fámennar klíkur peninga-
manna innan LIÚ, VSI og Verzlun-
arráðsins. Valda- og peninga-
Brandtex fatnaður
græðgi skeytir ekki
um landamæri eða
þjóðerni.
I Framsóknar-
flokknum er það flokk-
svæðing bankanna sem
situr í fyrimimi. Fyr-
irætlanir þein-a blasa
við: Seljum Svíum 30%
af Landsbankanum.
Síðan seljum vér
Landsbankanum 50%
eignarhlut SÍS-arms-
ins gamla í VIS og tök-
um sem greiðslu 25%
af hlutafé Landsbank-
Sverrir ans- Það nefnum vér
Hermannsson „dreifða eignaraðild".
Að svo búnu leyfum
vér Svíum að leggja stóru línurnar
í stjórn bankans og munu þeir með
því móti telja sig hafa undir hönd-
um ráðandi hlut í bankanum, sem
og er. En vér íramsóknarmenn,
með fjármálasérfræðingana Finn
og Gunnlaug Sigmundsson í farar-
broddi, stjórnum hér heima at-
kvæðakaupum, hermangi og öðrum
góðum og arðgefandi útvegum og
ábatasömum, sem gefa. oss og
flokknum sjálfum styrk í göfugii
baráttu vorri fýrir margbreytilegra
mannlífi, þar sem máttur mútunnar
fær notið sín til fulls.
Og áfram dunardansinn í
Hrana. Kristján í LIÚ og hans
menn, VSÍ og Villi í Verzlunarráði,
verðandi varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins, vilja ekki sitja hjá að-
gerðarlausir og telja í áttina að Is-
landsbanki fái að sporðrenna Bún-
aðarbankanum. Þetta telja þeir þó
ekki nóg, því að á þessum bæjum
eru menn sömu skoðunar og
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Líka
Hóf
Fákafeni 9
sími 5682866
Yfir 1.200 notendur
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Simi 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
Kambránsmenn að skipta beri
jafnt. Til að hallist ekki á stjórnar-
merinni er sala Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins til sparisjóð-
anna í aðdrögum. I Sparisjóða-
bankanum ráða sjálfstæðismenn
lögum og lofum með fyrrverandi
framkvæmdastjóra flokksins
frammá. Auk þess era útlán gömlu
ríkissjóðanna Fiskveiðasjóðs, Iðn-
lánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs, sér-
lega girnileg glás. Og spón úr aski
sínum myndi Framsóknarbanki
Það er glapræði að
leyfa íslenzkum valda-
fíklum, sefflr Sverrir
Hermannsson, að
ráðslaga víð erlenda
auðmenn um sölu á ein-
um af mikilvægustu
hornsteinum fjárhags-
lega sjálfstæðs Islands.
Svía missa þegar Sparisjóðabank-
inn færi að vinsa úr lánum Fisk-
veiðasjóðs til sjávarútvegsins og
koma árinni þar fyrir borð með
auðveldum hætti.
Mönnum kann að virðast þessi
sýn órum líkust. En taki kjósand-
inn ekki hið fyrsta í taumana mun
hann vakna upp við það sem stað-
reyndir, sem hann hyggur martröð
nú.
Fyrir þá sem lifðu hamingju-
stund íslenzku þjóðarinnar 17. júní
1944 er það þyngra en tárum taki
að horfa á valdhafana leggjast í
sölumennsku við aðrar þjóðir um
fjöregg hennar. Og oddviti þeirra
lýsir því yfir að það væri glapræði
að gera það ekki, þótt reynt sé að
öðra leyti að brynja sig með froðu-
kenndum skvalduryrðum.
Höfundur er fyrrv. bankastjóri.
Einbýli — raðhús
á Seltjarnarnesi óskast snarlega
Við leitum að ofangreindri eign fyrir ailt að 18-20 millj. í skiptum fyrir
140 fm lúxusíbúð í lyftuhúsi við Eiðistorg, með giæsilegu útsýni, auk
bílskýlis. Einnig gætu bein kaup komið til greina.
Upplýsingar gefur Bárður hjá Valhöll, fasteignasölu, Síðumúla 27a,
sími 588 4477.
Frábær fyrirtæki
1. Gamalgróin hársnyrtistofa sem hefurverið á sama stað í 25
ár. Pumpustólar, sanngjörn leiga, langur leigusamningur. Fastir
viðskiptavinir. Sanngjarnt verð.
2. Sérstakt þjónustufyrirtæki á Vesturlandi, það eina sinnarteg-
undar, húsnæðið fylgir með. Hentugt fyrir hjón eða tvo einstak-
linga. Laust strax. Þjónustar allt Vesturland.
3. Heildverslun með gjafavörur og blómavörur. Lítil og nett heild-
verslun með mörg sambönd og góð umboð. Laus strax fyrir
haustvertíðina.
4. Aldrei þessu vant höfum við til sölu góða dagsöluturna bæði
í Reykjavík og Hafnarfirði. Snyrtileg fyrirtæki með siðlegan
opnunartíma.
5. Frábær sérverslun til sölu staðsett við Laugaveginn. Glæsileg
veslun með fallegar og snyrtilegar vörur.
6. Lítil kertaverksmiðja sem framleiðir ilmkerti til sölu. Hægt að
hafa í bílskúr, þarf ekki mikið pláss og getur verið hvar á land-
inu sem er. Gott verð.
7. Heilsustúdíó til sölu á góðum stað. Ný tæki og mikil vinna
fyrir duglegt fólk.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIASAUIN
SUÐURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755. REVNIR ÞORGRÍMSSON.
\Cr<\€ri,
Gœðavara
Gjafavdra - matar- og kaffistell.
Allir verðflokkar. +
Heimsírægir hönnuöir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Ltiugavegi 52, s. 562 4244.
Skíðaveisla
Heimsferða
til
Austurríkis
frá kr. 48.930
20.000 kr.
Heimferðir bjóða nú glæsilegt afQláffnr fwvin
úrval skíðaferða til bestu .... a*,Ur *”'■*
skíðastaða Austurríkis með *jOISlCSf|(flllia
beinu flugi til Munchen viku-
lega frá 23. janúar 1999. Fyrstu
200 farþegarnir njóta 5.000 kr. I afcláfflir
kynningarafsláttar og nú getur I *llllll
þú tryggt þér ævintýralega
skíðaferð á betri kjörum en þú
hefur nokkra sinni séð. Við
höfum valið Zell am See og Saalbach-
Hinterglemm sem okkar aðaláfangastaði. Þeir sameina stór-
kostlegt úrval skíðabrekkna við allra hæfi, afbragðs gististaði
og síðast en ekki síst feiknarlega skemmtilegt mannlíf á
kvöldin, mikið úrval góðra veitinga- og skemmtistaða. Hér
getur þú valið um yfir 60 lyftur á hverju svæði, snjóbretta-
svæði og yfir 100 km af skíðagöngubrautum. Og að
sjáfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða
allan tímann.
200 sæti með sérafslætti. Bókaðu strax ■ ...
ELiðrJ
Verð kr.
29.630
Flugsæti p.mann m.v. hjón með
2 böm, 2-11 ára.
Verð kr.
48.930
Flug, hótel og flugvallarskattar m.v.
hjón m. 2 böm, vika 23. janúar,
Pinzgauer Hof.
Verð kr.
56.960
Flug, hótel og flugvallarskattar m.v.
2 í herbergi.
Beint
morgunflug
tii Munchen
Brottför kl. 8:30 á
laugardögum:
23. janúar
30. janúar
6. febrúar
13. febrúar
20. febrúar
27. febrúar
6. mars
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ s(mi 562 4600. www.heimsferdir.is