Morgunblaðið - 25.08.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.08.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 29 Irfðarannsóknir og gagnagrunnar Morgunblaðið/Golli •ihluta á ráðstefnu SUS um erfðarannsóknir og gagnagrunn. Lsóknafæri il varúðar * gagnagrunnar var tefnu á vegum Sam- íismanna á laugardag. ttir hlýddi á frummæl- a. um vísindasiðfræði- luvernd, einkaleyfí í líftækni. upplýsinga ei’fiðari. Dulkóðun væri ekki fullkomin og kerfið yrði aldrei fullkomnai-a en fólkið sem ynni við gagnagrunninn. Hér á landi væri hægt að þekkja einstaklinga af lífshlaupi þeiiTa, þótt upplýsingar væru ekki nafntengdar og um leið væri hægt að rekja sig áfram að öðrum á ættar- trénu. Þorgeir sagði að nýja frumvarpið tryggði vernd persónuupplýsinga bet- ur en fyrra frumvarpið og mikil réttar- bót væri að því að einstakingar réðu sjálfir hvort upplýsingar um þá færu í gagnagrunn. „Frumvarpið lætur því hins vegar ósvarað hvað eigi að gera með upplýsingar um látna einstak- linga og menn þurfa sjálfir að hafa fyr- ir því að koma neitun sinni um þátt- töku á framfæri. Það þarf ekki að vera erfitt að leita eftir skriflegu samþykki allra landsmanna. Hagstofa Islands eða landlæknir gæti haldið skrá yfir þá sem ekki vilja að upplýsingar um þá fari inn í grunninn. Þetta ætti að vera einfalt og öruggt í framkvæmd og yrði mjög til bóta.“ Sérstakt að skoða þögn sem samþykki Gylfi Magnússon hagfræðingur fjallaði um hvenær einkaleyfi ættu rétt á sér. Hann sagði gagnagrunnsfrum- varpið flókið, sérstaklega vegna þess hve margir ættu hagsmuna að gæta og erfitt væri að meta þá hagsmuni alla til fjár. Ekki væri hægt að finna lausn svo öllum líkaði, svo niðurstaða um hvort einkaleyfi ætti rétt á sér hlyti að + byggjast á gildismati, þ.e. hvaða hags- munir væru öðrum meiri. Gylfi taldi að sjúklingar og þeir starfsmenn heilbrigðiskerfisins, sem skráðu upplýsingar um hagi þeirra, gætu sameiginlega tekið ákvörðun um hvort slíkar upplýsingar færu í mið- lægan gagnagrunn. Hann gagnrýndi að frumvarpið gerði ráð fyrir að sjúk- lingar yrðu að fara sérstaklega fram á að upplýsingar um þá yrðu ekki í grunninum. „Þögn er skoðuð sem samþykki, sem er mjög sérstakt, því yfirleitt þurfa menn ekki að eiga frum- kvæði að því að taka ekki þátt í ein- hverju.“ Gylfi sagði lausnina á þessu geta falist í þvi að leita samþykkis allra skattgreiðenda, til dæmis með reit á næsta skattframtali. Hann rakti rök með og á móti einkaleyfum. „Einkaleyfi eru tæki sem stjórnvöld geta notað til að tryggja skilvirkni markaða, með því að koma í veg fyrir samkeppni. Þetta er heldur kúnstug niðurstaða í ljósi þess að á flestum mörkuðum er sam- keppni aflvaki framfara og besta trygging kaupenda fyrir góðum kaup- um,“ sagði Gylfi, sem benti einnig á að einkaleyfi tryggðu að einhver sæi sér hag í að leggja út í áhættusama fjár- festingu. Gylfi líkti einkaleyfi við höf- undarrétt og sagði að ef auðvelt væri að fjölfalda verk væri hætt við að eng- inn sæi sér hag í að framleiða fyrsta eintakið. Gylfi sagði, andstætt Sigurði Guð- mundssyni, að tólf ár væru óvenju skammur tími fyrir einkaleyfi, miklu skemmri en tími höfundarréttar að hugverkum, en einnig að ekki væri sjálfgefið að sá sem fyrstur kæmi ætti að fá einkaleyfið án endurgjalds. „Þeim mun betri sem staða einkaleyf- ishafa er eftir að hann fær leyfið, því betri er staða ríkisvaldsins þegar það semur um veitingu slíks leyfis. Eðli- legt er að selja einkaleyfi þeim sem bjóða hæst eða semja um ágóðahlut seljandans. Ef aðeins einn vill kaupa leyfið er álitamál hvort hægt er að krefjast slíkrar greiðslu." Gylfi benti á að frumvarpið næði til miðlægs gagnagi'unns, sem nú væri Alvarlegar ásakanir en eiga ekki við nú FORMAÐUR siðfræðiráðs Lækna- félags íslands, Tómas Zoega, segir þau ummæli Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra á ráðstefnu um erfðafræði og gagnagrunna um helgina að sjúkrasögur einstak- Iinga hafi nánast legið á glámbekk á undanförnum áratugum mjög al- varlegar ásakanir. Anna Birna Jensdóttir, settur hjúkrunarfor- sljóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, seg- ist vel geta trúað því að þessi lýs- ing forsætisráðherra hafi getað átt við einhvers staðar áður fyrr en með tölvuvæðingu sjúkraskráa og nútímavinnuaðferðum hafi öryggi persónuupplýsinga aukist til muna. „Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir sem forsætisráðherra hefur þama í frammi og að mínu mati rangar. Reyndar mátti skilja orð hans þannig að hann væri að vísa til reynslu sinnar þegar hann var forstjóri Sjúkrasamlagsins á sínum tíma,“ segir Tómas. „Það giida lög og reglur um sjúkraskrár og á sjúkrahúsunum eru sérstakar sjúkrahúsnefndir sem fylgjast með sjúkraskrám og hvernig upplýsingar eru veittar úr þeim. En að það séu tugir eða hundrað einstaklinga sem hafa að- gang að sjúkraskrám, það er frá- leitt og beinlínis rangt. Hitt er aft- ur annað mál að ég hugsa að það þurfi að selja ítarlegri reglur, kannski lög, um það þegar sjúkra- ski-ár eru tölvuvæddar. Það hefur sýnt sig í nágrannalöndunum, sem sum hver eru komin lengra en við, að reglur um aðgang að tölvu- væddum sjúkraskrám eru ekki nægilega góðar og það þarf að vinna þær betur. En ég held að það hafi nú ekki verið það sem for- sætisráðherra meinti," segir hann ennfremur. Tómas segir það Iiggja í augum uppi að því verðmætari sem upp- lýsingarnar séu þeim mun meiri hætta sé á að þeir sem ekki eigi aðgang að þeim reyni að komast yfir þær. „En einstakar sjúkra- skrár í geymslum spitalanna, á heilsugæslustöðvum eða lækna- stofum, hafa í eðli sínu ekki markaðsvirði," segir hann. Anna Biraa Jensdóttir er á því að opin umræða síðustu ára, mikii skerping á siðareglum heilbrigðis- stéttanna og betri menntun hafi ýtt við faghópum og bætt mjög alla meðferð persónuupplýsinga. „Það er alveg ljóst að tímarnir eru breyttir, bæði er aukin vitund meðal almennings um það hvaða gögnum er safnað um fólk og með- al heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna í félagslegri þjónustu um hveraig þeim ber að fara með gögn er varða einkahagi skjól- stæðinga sinna. Og allt þetta helst í hendur. En ég held að það þurfi ekki að fara neitt óskaplega langt aftur til þess að kannast við eitt- hvað af því sem Davíð er þarna að fullyrða," segir Anna Birna og bætir við að það séu t.d. ekki svo mörg ár síðan sjúkraskýrslur voru jafnvel geymdar í ólæstum skjala- skápum á göngum sjúkrahúsanna. Nú séu þær hins vegar vandlega geymdar í læstum hirslum sem fá- ir hafi aðgang að. ekki til og ekki hefði staðið til að koma á áður en Islensk erfðagreining kom fram á sjónarsviðið. Þá væri tekið fram í frumvarpinu að það næði ekki til annarra gagnagrunna, sem þegar væri búið að vinna. Þetta skipti höfuð- máli, því í raun ætti þetta ákvæði að þýða að aðgengi annarra að gögnum versnaði ekki frá því sem hefði orðið, ef miðlægi gagnagi-unnurinn hefði ekki orðið til. Ekki væri loku fyrir það skotið að öðrum vísindamönnum hefði síðar dottið í hug að setja saman mið- lægan grunn, en nú yrði þeim það óheimilt og einnig væri hugsanlegt að þau gögn, sem þeir hefðu aðgang að, yrðu ekki lengur þau bestu fáanlegu. Gylfi sagði hægt að hugsa sér að skattgreiðendur greiddu fyrii- gerð gagnagi’unnsins, en slíkt væri þó dæmi um verkefni sem félli sérlega illa að ríkisrekstri. Kostnaður væri óviss, sem og tekjur. Ávinningurinn erfiðleikanna virði Kári Stefánsson forstjóri Islenskr- ar erfðagreiningar lagði áherslu á að Islendingar yrðu að skapa skilyrði fyrir vel menntað fólk að snúa aftur heim frá námi. Hann sagði mannkosti erfast og því mætti þjóðin ekki við því að missa allt besta fólk einnar kynslóðar úr landi. Hugvitsiðnaður skapaði mestu verðmætin. Hann benti á að hjá íslenskri erfðagrein- ingu hefði þegar náðst mikill árangur í leit að sjúkdómagenum. „Það er ekki nóg, við þurfum líka að ná ár- angri í meðferð sjúkdóma og fyrir- byggingu þeirra. Erfðafræðina er hægt að þróa sem stýritæki í heil- brigðisþjónustu.“ Kári sagði að ávinningurinn af mið- lægum gagnagrunni gæti verið sá, að unnt yi’ði að smíða líkön í fyrirbyggj- andi læknisfræði, líkön í kostnaðar- stjórnun í heilbrigðisþjónustu, skiln- ingur á flóknustu erfðaþáttum heilsu og sjúkdóma myndi aukast og stjórn heilbrigðisþjónustu batna. „Það er þess virði að setja saman gagna- grunn, þrátt fyrir erfiðleika sem við blasa.“ Kári sagði að fyrsta mögulega vandamálið varðaði persónuvernd. Upplýsingum þyrfti að safna og dulkóða þær á þeim stofnunum þar sem þær yrðu til. Þær færu því dulkóðaðar inn í grunninn. „Þetta yi’ðu upplýsingar um sjúkdómsgrein- ingar, lyf, niðurstöðm’ úr rannsóknum og svo framvegis, en aldrei upplýsing- ar um samræður læknis og sjúklings um önnur viðkvæm persónuleg mál. f grunninum yrði aftur sett dulkóðun á upplýsingarnar og lyklar að kóðunum tveimur yrðu ekki í höndum sama að- ila. Að auki yrðu notaðar aðgengis- hindranh’ til að tryggja að aldrei væri hægt að fá upplýsingar um einstak- linga, jafnvel þótt einhverjum tækist að brjótast inn í grunninn, heldur ein- göngu hægt að fá upplýsingar um hóp manna. Eg held því fram að með þessu móti dragi mjög úr aðgengi að persónuupplýsingum.“ Kári sagði að taka þyrfti á fleíri vandamálum en persónuvernd, til dæmis hverjir ættu upplýsingarnar. „Samkvæmt lögum hafa stofnanir um- ráðaskyldu og sjúklingum er ekki heimilt að eyða gögnunum. Ef við lít- um til hefðarinnar er ljóst að við drög- um þegar upplýsingar af þessu tagi saman. Gagnagrunnur bryti því ekki í bága við hefð í íslensku samfélagi." Kári sagði að grundvöllur læknis- fræðinnar væri söfnun upplýsinga um fólk, hvemig sjúkdómar væru og hvernig bregðast ætti við þeim. „Læknisfræðin þróast ekki áfram nema við leyfum söfnun upplýsinga. Vestrænai’ þjóðir eiga erfitt með að fjármagna heilbrigðisþjónustuna og þar þarf að leita nýrra leiða. Markaðs- setning heilsufarsupplýsinga er ein leiðin.“ Kári lagði mikla áherslu á að sér- leyfi eins fyrirtækis til að gera gagna- grunn mætti aldrei vega að vinnu ann- arra vísindamanna. „Sérleyfi er þó nauðsynlegt. Hugmyndin er sú að markaðssetja gagnagrunninn til lyfja- iðnaðarins, sem byggist á einkaleyfum og höfundarrétti. Kostnaður við að gera gagnagmnn er mjög hár, ég held því fram að það kosti um 12 milljarða króna. Svona vara hefur aldrei verið seld áður og þótt menn nefni háar töl- ur hafa þeir engar fyrirmyndir." Kári benti á að samkvæmt frum- varpinu gætu vísindamenn fengið að- gang að gagnagrunninum, að fengnu samþykki þriggja manna nefndar, sem væri skipuð fulltrúa Háskóla ís- lands, heilbrigðisráðuneytis og sér- leyfishafa, svo þai’ væri sérleyfishaf- inn í minnihluta. „Sérleyfi yrði bara til uppbyggingar og rekstrar á grannin- um, en ekki til að halda öðrum frá rannsóknum." Greiðslur fyrir lífsýni í einn sjdð Bemharð Pálsson prófessor og stjórnarformaður líftæknifyrii’tækis- ins Urðar, Verðandi, Skuldar, flutti erindi um tækifæri í þróun líftækni á íslandi. Bernharð rakti þróun sam- eindalíffræði og sagði að áætlað væri að lokið yrði við að raðgreina litninga í mönnum snemma á næstu öld. Um leið gæfist tækifæri til að finna erfða- fræðilegan grunn sjúkdóma. Vandinn væri sá, að flestar þjóðir væru mjög blandaðar og gífurlegan fjölda erfða- mengja þyrfti til að ákvarða lítinn genamismun. Sjúkdómar þróuðust einnig á mjög löngum tíma og erfitt að finna hvaða sjúkdómar framkölluðust síðar. Því væri ákjósanlegt. að geta lit- ið aftur í tímann, eins og hægt væri að gera hér, hjá einsleitri þjóð, með ná- kvæmar ættarskrár, aðgangur að líf- sýnum væri auðveldur, heilsufarsupp- lýsingar góðar og nægur sýnafjöldi. Bernharð sagði að framundan væri vinna við að greina litningai’öð, finna gen á litningaröðum, hvernig þau væru tjáð og hvernig þau tengdust í starfsemi. Á öllum þessum sviðum væru tækifæri á Islandi. „Við höfum núna góð tækifæri til að finna mein- gen á íslandi, en eftii’ 10-15 ár verða greiningaraðferðir orðnar svo hraðar að forskot okkar verður ekki eins mik- ið.“ Bernharð lýsti hugmyndum sínum um hvernig mætti nýta sérstöðu Is- lands. „Hérna er hægt að setja saman gagnagrunna, einn eða fleiri. Þá starf- semi væri hægt að fjármagna með ýmsum hætti, til dæmis af erlendum stofnunum. Úr slíkum gi-unni er hægt að búa til upplýsingaveitu, ýmist með því að veita aðgang að hluta grunnsins eða honum öllum. Eitt fyrirtæki gæti leitað að meingenum, annað einbeitt sér að þvi að skoða tjáningu gena, hið þriðja gæti byggt líkön um starfsemi frumanna og loks þarf svo að leita lyfja. Fyrh’tækin yrðu því ekki öll tengd erfðafi’æði, heldur einnig lyfja- fræði, efnafræði, stærðfræði og tölvu- fræði.“ Bernhai’ð sagði að erlendis tíðkaðist að greiða fyrir lífsýni, 100 til 120 doll- ara fyrir hvert [7.000 til 8.400 krónur]. „Hér era lífsýnin enn verðmætari. Ég hef gert tillögu um að stofnaður verði sjóður, sem greiðslur fyrir lífsýni rynnu í. Þessi sjóður gæti svo skilað arði inn í mennta- og heilbrigðiskerf- ið.“ Löggjafinn má ekki hefta þróun Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði í samantekt sinni á efni ráðstefnunnar að löggjafinn mætti ekki hefta þróun í líftækni með skammsýni. Hann sagði, vegna umræðu um líf- sýni úr látnu fólki, að hann tryði ekki öðru en hefðir hefðu skapast um slíkt innan læknisfræðinnar og þær ætti að skoða. Með frumvarpi um miðlæg- an gagnagrunn væri ekki verið að einoka rannsóknir, heldur bæta heilsufar og afla tekna með sölu upp- lýsinga og skýrari markmiðum í stjórnun heilbrigðismála. „Við verð- um að taka á málinu og skapa fyrir- tækjum, sem telja íslendinga gott rannsóknarandlag, grundvöll til þess að starfa hér.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.