Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 32
-32 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Um fallvelti
hugmynda
„Það er ekkert nýtt að það sé eitt-
hvað bogið við samleik hugmynda
og heims. Einhverra hluta vegna
hefurhann alltafverið falskur.
Kannski vegna þess að fallveltið,
__ hverfulleikinn nagar þau bœði. “ __
Kenningar koma og
fara. Sumar koma
með ógurlegu
brambolti en þær
hinar sömu hafa
líka tilhneigingu til að hverfa
aftur með miklum hávaða.
Marxisminn kemur fyi’st upp í
hugann sem nýlegt dæmi: Bylt-
ing á byltingu ofan. Svo eru
einnig til kenningar sem brjót-
ast fram af miklum móð, snúa
öllu við um stund en lognast svo
smámsaman út af. Ýmislegt
bendir til þess að þannig ætli að
fara fyrir freudismanum, að
minnsta kosti keppast menn við
að tilkynna um
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
dauða hans:
Freud er
dauður! Freud
er dauður! Og
í sömu mund
boða lífsleiðir, þunglyndir og
veruleikafirrtir komu nýs frels-
ara: Prósakkið er fætt!
Prósakkið er fætt! Lágvær
mótmæli heyrast þó öðru
hverju: Freud lifir! Hann er
bara annar en hann var.
Hugmyndasagan er ekki
saga um framfarir, heldur fall-
valtleika. Fyrir hvert skref
fram á við hefur maðurinn tekið
eitt aftur á bak, sumir segja
tvö. Stundum hefur hann
reyndar tekið undir sig stökk
en stundum hefur hann líka
hrasað, legið kylliflatur. Það er
ekki langt síðan þeir Marx og
Freud voru í heimildaskrá allra
sem vildu láta taka mark á sér,
enda má segja að þeir hafi í
sameiningu dekkað nánast öll
fræðileg umræðuefni aldarinn-
ar: AUt frá samfélagi til sjálfs.
Það þýddi allt að því vitsmuna-
lega einangrun að hafa kenn-
ingar þessara manna ekki á
valdi sínu. Nú er híað á Marx
og Freud er að verða goðsögn.
Við höfum í raun hafnað öll-
um tilraunum fræða og vísinda
til þess að ná utan um heiminn í
einni kennisetningu. Okkur
þykja þessar tilraunir kannski
ágætis lýrík út af fyrir sig, en
ekkert meira. Meira að segja
afstæðiskenning Einsteins er
varla orðin meira en ágætis ljóð
í augum okkar. Eða hvað?
Kannski er hún meira en það.
Kannski er hún besta ljóð ald-
arinnar: E=mc2. Lýsir þessi
jafna ekki hugarástandi tuttug-
ustu aldarinnar á táknrænan
hátt? Og gerir hún það eitthvað
síður en Odysseifur Joyce eða
Eyðiland Eliots?
Stóru frásagnirnar voru ljóð,
skáldskapur sem lýsti hugará-
standi, þankagangi, tilraun til
skilnings, tilhlaupi að sannleik-
anum. En hvað hefur tekið við?
Við getum sagt að við séum að
tína saman brotin eftir hrun
skýjaborganna sem kennismið-
irnir miklu bisuðu við að reisa.
Við getum sagt að við séum í
eins konar millibilsástandi þar
sem við erum að endurmeta
hlutina hægt og yfirvegað, rífa
niður svo við getum hugsanlega
komist inn að einhverjum
kjarna, niður á einhvern grunn
sem hægt er að byggja á. Við
getum kallað þetta póst-
módernískt ástand. Póst-
módernismi er jú einmitt
ástand en ekki heildarkenning
um heiminn. Ef við höfum ein-
hverja kenningu til að styðjast
við nú þegar aldamótin eru að
bresta á þá er það kenningin
um að það sé engin kenning til
sem hægt sé að reiða sig á í
einu og öllu. Þetta er kenningin
um kenningarleysið.
Þetta gildishrun kennisetn-
inganna birtist með ýmsum
hætti í samfélagi okkar og
menningu. Það er ekki sjón að
sjá hið pólitíska landslag:
Mannsaugað nemur ekki lengur
neinar misfellur á sléttu yfir-
borðinu. Átök snúast um
karaktera, um framkomu, um
stíl en ekki inntak. Hugmynda-
fræði er feimnismál og þeir sem
töldu sig starfa eftir ákveðinni
hugsjón sjá ekki annan kost en
að hverfa af sjónarsviðinu. Eftir
sitja þeir sem voru hvort eð er
bara í þessu út af völdunum, út
af sporslunum, út af athyglinni.
Lognmolla ríkir í íslenskum
listum. Það eru engin átök,
hvorki listræn né hugmyndaleg.
Séu bókmenntirnar skoðaðar
einkennast þær af afstöðuleysi
og ótta við margslunginn og
sundurtættan samtímann.
Sjaldgæft er að sjá raunveru-
lega glímu við ríkjandi ástand
og fyrir vikið skortir allan
frumleika, alla leit, allan leik.
Einsleitnin er ríkjandi. Allir
eru að skrifa eins sögur og eins
ljóð. Það er engin sköpun. Texti
er eins og sjálfstæð höfuð-
skeppna sem viðheldur sér
sjálf, nærist á sjálfri sér. Á
henni liggja höfundarnir eins
og hver önnur sníkjudýr. Þiggj-
endur.
Sköpun og átök er helst að
finna á sviði fræða og vísinda.
Mikið uppbrot á sér stað í
mannvísindum. Nýjar aðferðir
takast á við gamlar og þótt
hefðin sé sterk þá hefur tekist
að skapa nýtt sjónarhorn á
manninn og umhverfi hans sem
er dýrmætt. Breytingin felst
meðal annars í efasemdum um
viðteknar hugmyndir og viðtek-
in viðmið í rannsóknum;
ákveðnar stærðir hafa verið
rifnar niður og í kjölfarið hefur
fengist margþættari og víðari
sýn yfir viðfangsefnin. Þróun á
sviði raunvísinda verður sífellt
hraðari og ógnvænlegii og á
fljótlega eftir að kalla á víðtækt
siðferðilegt uppgjör við fram-
faratrúna. Spurningar um til-
gang, hlutverk og réttmæti vís-
indanna verða sífellt háværari.
Það er ekkert nýtt að það sé
eitthvað bogið við samleik hug-
mynda og heims. Einhverra
hluta vegna hefur hann alltaf
verið falskur. Kannski vegna
þess að fallveltið, hverfulleikinn
nagar þau bæði. Maðurinn er
auðvitað í klemmu þarna á milli
en haldreipið er vonin um að
þetta harmóneri að lokum.
Óþverralegur fyrir-
buri ritstjóra Dags
I DAGBLAÐINU
Degi laugardaginn 15.
ágúst sl. birtist óvenju-
lega óþverralegur fyr-
irburi frá ritstjóranum
Stefáni Jóni Hafstein í
formi leiðara sem ber
fyrirsögnina Þing-
mannabandalag?
Samkvæmt formúl-
unni I L, 2. og 3. lagi,
sem ritstjórinn skrifar
eftir og ég hef ekki enn
áttað mig á hvort sé
arfleifð frá Jóni Bald-
vini eða eigi að vera
fyndið; fjallar hann um
mögulega stofnun
þingflokks óháðra
Steingrímur J.
Sigfússon
þingmanna. Það er þeirra þing-
manna sem sæti eiga á Alþingi en
ekki eiga aðild að stjórnmálaflokki
um þessar mundir.
Það merkilega og lágkúrulega við
nálgun ritstjórans er í senn það að
hann gefur sér að eini tilgangurinn
með stofnun þingflokks væri að
tryggja hagsmuni í formi valda og
peninga og að skapa sér stöðu um-
fram það sem menn hefðu gert sem
óháðir þingmenn. Þessa hugmynd
telur ritstjórinn þar af leiðandi ekki
bjóða af sér góðan þokka og lái hon-
um hver sem vill ef hann leggur
þennan skilning í málið.
Um þetta er það að segja að í
fyrsta lagi er ótímabært fyrir rit-
stjórann að hafa af þessu stórar
áhyggjur. Þótt frést hafi að fólk
sem svipað er ástatt um í pólitíkinni
hafi af eðlilegum ástæðum borið sig
saman þá hefur engin ákvörðun ver-
ið tekin um að slíkur þingflokkur
verði til.
I öðru lagi er auðvitað ljóst að
þingflokkar þjóna margvíslegum til-
gangi sem skipulagslegar einingar í
störfum Alþingis. Ekkert er við það
að athuga að fólk sem á samleið,
þótt það komi úr mismunandi átt-
um, velji að skipuleggja starf sitt í
þinginu sameiginlega. Þingflokkur
hefur margskonar hlutverki að
gegna og öðlast réttindi sem grunn-
eining í starfi þingsins og skipu-
lagningu allri umfram staka þing-
menn. Teknir eru frá sérstakir tím-
ar fyrir fundahöld þingflokka. For-
menn allra þingflokka hittast reglu-
lega til að ræða málin. Af og til eru
haldnir sérstakir fundir með forseta
þingsins eða forsætisnefnd og for-
mönnum þingflokka. Á slíkum fund-
um er tilkynnt, rædd og frágengin
dagskrá næstu daga í þinginu.
Þarna koma fram tilkynningar um
utandagskrárumræður. Á slíkum
fundum er leitað samkomulags um
tilhögun þinghaldsins ef ágreining-
ur kemur upp. Hlutir eins og funda-
tími, það hvort um kvöldfundi verði
að ræða, eru ræddir þar o.s.frv.
o.s.frv. Þingmenn sem starfa án
slíkra tengsla við yfirstjórn þings-
ins, skipulagningu vinnuvikunnar
og vinnudagsins eru lakar settir af
ýmsum ástæðum.
I þriðja lagi er misskilningur að
þó að þingmenn myndi einingu sem
þingflokkur þá öðlist þeir sjálfkrafa
við það einhver umframréttindi.
Slíkt á að minnsta kosti ekki við
hvað varðar nefndaskipan og annað
þvíumlíkt. Þar er einfaldlega beitt
vinnureglum sem byggjast á hlut-
fallslegum styrkleika stjórnar og
stjórnarandstöðu og
síðan eru málin leyst
með samkomulagi þar
sem hver fær sem næst
sínum hlut miðað við
þingstyrk. Það hefur
ekki verið venjan að
sýna sjálfstætt starf-
andi þingmönnum eða
litlum þingflokkum sér-
staka óbilgirni við slík-
ar aðstæður.
Þá er eftir það sem
Stefán Jón Hafstein
nefnir í leiðara sínum
og telur óeðlilegt að
fólk sem hafi undir-
strikað málefnalega
sérstöðu sína geti síðan
átt samleið í þingflokki. Það er með
öllu ótímabært að gefa sér að það
fólk sem Stefán Jón nefnir eigi erf-
iðara með að ná þokkalega góðri
málefnalegri samstöðu en aðrir
starfandi þingflokkar. Mætti auðvit-
að fara yfir það með ritstjóranum
við tækifæri hversu oft og iðulega
einstaklingar í þingflokknum eða
hálfir og heilir þingflokkar skiptast
í afstöðu sinni til mála.
Þingflokkar og fjármál
Ógeðfelldast er þó í umfjöllun rit-
stjórans vangaveltur hans um pen-
inga og það hvort einstakir þing-
Skuldirnar, segir
Steingrímur J. Sigfús-
son, eru í nafni stjórn-
málaflokksins Alþýðu-
bandalagsins.
menn geti farið með fjármuni, sem
þeir fá starfa sinna vegna, að vild.
Að sjálfsögðu er Kristín Ástgeirs-
dóttir fullfær um að svara fyrir
sjálfa sig og hefur þegar gert það
en sverust er aðdróttun Stefáns
Jóns að henni.
Hvað undirritaðan varðar þá hef
ég ekki svo mildð sem leitt hugann
að þessum hlutum enn sem komið
er. Eg hef reynt að forðast það í
lengstu lög að láta fjármál þvælast
fyrir mér þegar um grundvallarat-
riði og samviskuspurningar í stjóm-
málum er að ræða. Hvort reynslu-
leysi í að glíma við samviskuspum-
ingar veldur hér hinu þrönga sjón-
arhorni ritstjórans veit ég ekki, en
víst getur það verið mín vegna.
Verði til nýr þingflokkur óflokks-
bundins fólks til vinstri í íslenskum
stjórnmálum sem situr á Alþingi þá
gengur hann að sjálfsögðu inn í það
skipulag og þær reglur sem um
þessi mál gilda. Svo einfalt er það
mál. Eða ætlar einhver að reyna að
halda því fram að annað væri eðli-
legt?
Það ég best veit em áhyggjur
Stefáns Jóns Hafstein um mögulegt
yfirvofandi gjaldþrot þingflokks Al-
þýðubandalagsins og óháðra með
öllu ástæðulausar því mér er ekki
kunnugt um að sú stofnun skuldi
eina einustu krónu. Mestur hluti af
þeim tekjum sem renna til þing-
flokks Alþýðubandalagsins og hlut-
fallslegur styrkur á þingi ræður
deilingu á hefur að vísu á undan-
fórnum árum runnið til að greiða
inn á skuldir Alþýðubandalagsins.
Á undan timanum
i 100 ár.
g_ Góö varahlutaþjónusta
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
fyrir
steinsteypu.
Léttir
meðfæriiegir
viðhaldslitlir. ] ]
Ávallt fyrirliggjandl. / '
Ármúlo 29, sími 553 8640
FYRIRLIGGJmiDI: GðLFSLfPIVÉLAR ■ RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR
STEYPUSAGIR - NRIRIVÉLRR - SA6ARBLÖB - Vönduð (ramleiðsla.
Þær skuldir em hins vegar í nafni
stjórnmálaflokksins Alþýðubanda-
lagsins og hann er skuldarinn og
þær eru ekki á vegum eða í nafni
þingflokksins og hafa aldrei verið.
Þriðja Iagið
Skrýtnust er þó slaufan á leiðar-
anum hjá ritstjóranum. Þá snýr
hann allt í einu við blaðinu og fer að
fjalla um mikilvægi lýðræðisins og
að þingflokkar og stjórnmálaflokkar
þurfi að hafa nægjanlegt fé handa á
milli til að geta stundað starfsemi
sína með eðlilegum hætti. Auðvitað
vaknar strax sú spurning hvort
þriðja lagið í leiðara ritstjórans sé
ekki í fullkominni mótsögn við
óþverralegar aðdróttanir hans í
garð nafngreindra stjórnmálamanna
í tveimur fyrri hlutum leiðarans.
Undir eitt og aðeins eitt get ég
tekið og það er að forystumenn í ís-
lenskum stjórnmálum hefðu betur
fyrir lifandis löngu komið betra
skikk á þessi mál og fjárstuðningi
við stjórnmálastarfsemi og lýðræðið
í Iandinu á hreint. Ég hef verið tals-
maður þess lengi og endurtekið
hreyft því á Alþingi að hér verði
sett lög um fjárstuðning við stjórn-
málastarfsemi. Megininntak þeirra
laga á að mínu mati að vera fjár-
stuðningur við framboð, bæði þau
sem fyrir eiga menn á þingi og eins
ný framboð til að hlúa að nýgræð-
ingi á akri stjórnmálanna. Éf ekki
er um slíkan sjálfstæðan fjárstuðn-
ing að ræða við öll framboð í kosn-
ingum hverju sinni hamlar það eðli-
legri endurnýjun og kemur í veg
fyrir að nýjar stefnur og straumar
og nýtt fólk geti reynt fyrir sér í
stjórnmálum.
I öðru lagi (svo notuð sé fram-
setningaraðferð ritstjórans) þarf
slík löggjöf að fela í sér skýrar regl-
ur um fjárstuðning við starfandi
þingflokka á hverju kjörtímabili og
starfandi stjórnmálahreyfingar.
Jafnvel hreyfingar sem þó hafa ekki
náð tilskildu fylgi til að fá menn
kjörna en starfa eftir sem áður.
I þriðja lagi á slík löggjöf að
kveða með mjög skýrum og afdrátt-
arlausum hætti á um fýrirkomulag
og reglur um fjárstuðning annarra
aðila en hins opinbera við stjóm-
málaflokkana, þ.m.t. og ekki síst
fjárstuðning fyrirtækja eða hags-
munasamtaka við stjórnmálaflokka.
í slíkum reglum er víða í nálægum
löndum að finna ákvæði um þak eða
hámark á upphæðir og annað í þeim
dúr, sem getur verið nauðsynlegt til
þess að tryggja að fjársterkir aðilar
geti ekki keypt sér áhrif og ítök í
stjórnmálasamtökum. Það væri
ánægjulegra að sjá ritstjóra Dags
verja plássi í blaði sínu undir mál-
efnalega umfjöllun um þessa hluti
en ekki skítkast í garð einstakra
nafngreindra þingmanna eins og
leiðari hans í blaðinu laugardaginn
15.ýgúst hlýtur að flokkast undir.
Ég hef ekki í hyggju að kvarta
þótt Stefán Jón Hafstein beiti blaði
sínu með þeim hætti sem raun ber
vitni í þágu heittrúnaðar á samein-
aðan krataflokk. Hann ræður að
sjálfsögðu sinni ritstjórnarstefnu og
frammistaða hans að öðru leyti og
almennt er höfuðverkur vinnuveit-
enda hans en ekki minn. Það eina
sem ég fer fram á er að ritstjórinn
reyni að vinna hugðarefnum sínum
brautargengi með frambærilegum
rökum og með því að tala fyrir sín-
um málstað, en láti lágkúrulegt
skítkast í garð þeirra sem ekki eru
honum sammála vera.
Að lokum skal tekið fram að
greinarhöfundur ákvað að biðja
Morgunblaðið fyrir birtingu í stað
þess að svara í blaði ritstjórans,
vonandi er hann ekki of stór upp á
sig til þess að skrifa í annarra blöð
vilji hann svara á sama vettvangi.
Höfundur er óflokksbundinn vinstri-
maður og þingmaður fyrir Norður-
landskjördæmi eystra.