Morgunblaðið - 25.08.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.08.1998, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KARL STRAND + Karl Strand, yf- irlæknir geð- deildar Borgarspít- alans um árabil, fæddist á Kálfa- strönd í Mývatns- sveit árið 1911. Hann lést í Reykja- vík 13. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Karl Strand, versl- unarmaður og síðar kaupmaður í Nor- egi, og Kristjana Jóhanna Jóhannes- dóttir, hjúkrunar- og nuddkona á Akureyri. Karl kvæntist Margréti Sig- urðardóttur árið 1941. Þeim varð tveggja barna auðið, Við- ars Strand læknis og Hildar Strand stærðfræðings. Karl lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1934 og embættisprófi læknadeildar Háskóla Islands árið 1941. Hann hlaut bráða- birgðalækningaleyfi í Bretlandi 1942 og almennt lækningaleyfi þar árið 1948. Karl starfaði sem aðstoðar- læknir og síðan geðlæknir við West Park sjúkrahúsið í London frá 1943-1948. Hann lagði jafn- framt stund á nám í geðfræði við Institute of Psychiatry á Maudsley-sjúkrahúsinu í London og í vefrænum tauga- sjúkdómum á Maida Vale sjúkrahúsinu í London 1943- 1945. Að námi loknu sótti hann fjölmörg framhaldsnámskeið í sérgrein sinni. Karl Strand starf- aði sem geðlæknir á West Park Hospital frá 1949-1968 og starfaði jafnframt sem geðlæknir við The Psychiatric O.P. Clinic á St. John sjúkrahúsinu í London 1956-1958 og við Tlie Psychiat- ric Clinic á Wilson sjúkrahúsinu í Mitc- ham 1959-1968. Karl Strand tók við stöðu yf- irlæknis geðdeildar Borgarspít- alans, þegar hún var sett á stofn árið 1968 og gegndi því starfi til ársins 1983. Karl vann sem geð- læknir hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1983-1990. Karl flutti vikulega erindi í bresku útvarpi frá hausti 1942 til hausts 1943. Hann var kennari við geðhjúkrunarskólann við West Park sjúkrahúsið 1947-1950. Karl var kjörinn heiðursfélagi Félags íslendinga í London árið 1963 en hann sat í stjórn þess um árabil. Karl hlaut fálkaorðuna 17. júní 1953. Karl Strand skrifaði m.a. bók- ina „Hugur einn það veit, þættir um hugsýki og sálkreppur“, auk greina í innlend tímarit. Útför Karls fór fram í kyrr- þey. Það er ekki ofsagt, að með Karli Strand hverfur okkur mikill ■t* öðlingsmaður. Líf hans var litríkt og nær yfir merkilegt skeið í sög- unni þar sem heimsstyrjöld er skoll- in á, en hann og kona hans, Mar- grét, voru í London allan tímann sem loftárásirnar miklu voi'u gerðar á borgina. Þau dvöldu líka fjölda ára í London eftir að styrjöldinni lauk með yndislegum börnum sínum, Viðari og Hildi. Karl stundaði fram- haldsnám í London og að loknu sér- fræðinámi starfaði hann við margar sjúkrastofnanir í borginni og grennd. Mig minnir dvöl þeirra í London vera hart nær þrem tugum ára. Kynni okkar Karls hófust á Akureyri, þegar ég var telpa í bamaskóla, en hann að ljúka stúd- ,. entsprófi frá MA. Faðir minn bauð nokkrum vinum sínum og tveim ný- stúdentum með í ferð til Mývatns með bekknum mínum og við áttum líka að fá að fara alla leið í Ásbirgi. Annar þessara ungu manna var Karl Strand. Hann varð eftir í Mý- vatnssveit, en honum var sveitin mjög kær alla æfi, enda fæddur á Kálfaströnd við Mývatn og tengdur sveitinni ásamt móður sinni, Krist- jönu Jóhannesdóttur Strand. Krist- jönu nuddkonu á Akureyri þekkti ég vel. Hún var yndisleg kona, vel menntuð hjúkrunarkona auk síns sérsviðs og manngerðin öll ljúf og kærleiksrík. Hún stundaði móður mína um tíma og fór vel á með þeim. Saga Karls Strand verður ekki skráð hér en aðeins settar á blað þakkir frá þeirri er hér skrifar fyrir vináttu hans og tryggð sem entist allt lífið. Þegar ég hélt til London í lok desember 1945 hafði ég að sjálfsögðu meðferðis böggul frá móður hans og eftir fyrstu heim- sókn til Karls og Margrétar fann ég glöggt, að hér átti ég hauk í homi meðán ég væri í London. Það fór líka svo og ógerlegt að tíunda alla vinsemdina og örlætið, sem ég varð aðnjótandi, þó get ég ekki stillt mig um að minnast þess þegar ég varð lasin um sumarið og hjónin, sem ég bjó hjá, voru ekki í borginni kom Karl með mat til mín og bækur. Hann kenndi mér að lesa Tolstoy enda sjálfur mikill bókamaður og víðlesinn. Hann unni góðri tónlist og myndlist; sagðist stundum sjálf- ur elska fornmuni mest, og þegar stund gafst var hann stundum á * rölti í Church Street en þar, meðal annarra staða í hverfinu, voru margar forngripaverslanir. Oft hefi ég undrast, hvemig þessi góðu hjón með ekki mikil efni gátu gert jafn mikið fyrir jafn marga, jafnvel ókunnuga, og þau gerðu, en þeiiTa fjársjóður var fólginn í kærleiksríku hugarþeli og örlæti. Karl var afar góður viðræðumaður, mjög fróður og gaman að spjalla við hann, hann var líka spaugsamur og oft var hlegið dátt í Victoria Grove eða Grófinni, eins og landar í London nefndu heimili þeirra í South Kens- ington. Stundum fannst mér þau vera eins og sendiherrar landsins og hygg, að ég hafí ekki verið ein um þá skoðun. Fyrsta gamlárskvöld að heiman var ég í faðmi þessara yndislegu hjóna. Þau fóm með mig á hverfis- krána, Harrington, og við skáluðum fyrir nýju ári, sem var rétt ókomið. Síðan var haldið heim til þeirra og beint ofan í kjallara en þar var píanó og þar bjó frændi minn, Þor- steinn Hannesson óperusöngvari, og var við nám. Píanistinn okkar var Jóhann Tryggvason frá Hvai'fi í Svarfaðardal og fleiri landar í hópn- um og var nú sungið af hjartans lyst. Það líkaði Karli vel. Þegar klukkan sló tólf stóðum við öll á fæt- ur og sungum fullum hálsi „Nú árið er liðið í aldanna skaut“. Síðan þetta var er fjöldi ára liðinn „í aldanna skaut“ en minningarnar um Karl Strand og hans góðu konu Margréti „munu vaka“ eins og skáldið segir í áramótaljóðinu. Eg kveð hann með virðingu og inni- legri þökk og ástvinum öllum vott- um við hjónin einlæga samúð. Anna S. Snorradóttir. Sá er eftir lifír deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pét.) Fyrir áttatíu árum hittust tveir mývetnskir drengir í kirkjugarðin- um á Skútustöðum. Höfðu þeir læðst út úr kirkjunni í miðju guðs- orðinu og þama innan um puntustrá, sóleyjar og legsteina forfeðranna hófst þeirra ævivinátta sem aldrei bar skugga á. Sveinamir ungu vora góðum gáfum gæddir og fetuðu síðar menntaveginn saman þrátt fyrir bág kjör mæðra þeirra, sem báðar vora þá einstæðar. Þessir sjö ára snáðar, Karl Strand og Eggert Steinþórs- son, faðir minn, urðu báðir farsælir læknar er fram liðu stundir. Hinn 13. ágúst síðastliðinn andað- ist þessi mikli vinur okkar fjölskyld- unnar, Karl Strand, tæplega 87 ára að aldri. Hann var einn af þekkt- ustu læknum landsins í hálfa öld. Karl Strand var um margt óvenjulegur maður. Hann var mikl- um og fjölskrúðugum gáfum gædd- ur, víðlesinn og bókhneigður og lét sér fátt óviðkomandi. Enginn þurfti að fara í grafgötur um meiningar hans, hann var hreinn og beinn í öllu. Lundin var stór og ör og hann var ákaflega hjartahlýr og gæddur 1010(1 kímnigáfu - alþjóðaborgari en þó meiri Islendingur en flestir, þrátt fyrir 27 ára vera í London. Því betur sem við kynntumst Karli þeim mun vænna þótti okkur um hann. Hugur hans stóð mjög til fagur- fræði og var hann einkar vel ritfær eins og bók hans „Hugur einn það veit“ ber vitni um. Auk þess þýddi hann bækur og greinar og skrifaði um bókmenntir í tímarit. Ekki er hægt að tala um Karl án þess að Margrét, hans vitra og góða kona, komi upp í hugann. Samstillt- ari hjón er varla hægt að hugsa sér. Þau áttu afar vel skap saman og varð þessi glæsilega kona hans hamingjudís. Gestrisnari hjón en Karl og Margréti er ekki hægt að hugsa sér og vora þau hverjum manni glaðari á góðri stund. Yfir minningu Karls ríkir heið- ríkja og gleði frá ótal ánægjustund- um á Fróni og í Englandi; ferðalög; veiðiferðir, heimsóknir og boð. I London var heimili þeirra eins og við þjóðbraut. Þeir voru ófáir ís- lendingamir sem Karl og Margrét tóku á móti í 22 Victoria Grove og greiddu götu meðan á Lundúnadvöl stóð. Þau voru þar, allt í senn, góðir vinir og sálusorgarar, þar sem þau bjuggu yfir djúpri lífsvisku og hjartahlýju. Vitur maður sagði: „Lífið heimtar börn, áhugamál og störf.“ Allt þetta hlotnaðist Karli og Margréti. Mesta gæfa þein-a í lífinu voru þeirra góðu börn, Viðar, læknir í Svíþjóð, og Hildur, stærðfræðingur í Englandi, og fjölskyldur þeirra. Nú er komið að leiðarlokum. Langri og gifturíkri ævi Karls Strand vinar okkar er lokið. Hann verður ógleymanlegur öllum sem kynntust honum, þar sem hann „eitt sinn gekk, en framar ei og virðist þó nýgenginn hjá“. Við fjölskyldan öll sendum Mar- gréti, Hildi og Viðari innilegar sam- úðarkveðjur. Megi hin eilífa nvíld verða honum góð. Guðrún Eggertsdóttir. Með Karii Strand, fyrrverandi yf- irlækni á geðdeild Borgarspítalans, er hoifinn af sjónarsviðinu svipmik- ill íslendingur, sem lengi verður minnst fyrir mikilvæg störf sín hér á landi og erlendis. Meðal þeirra, sem kynntust honum, lifir minningin um mannkosti hans, skapfestu, trygg- lyndi og fórnfúsan stuðning við vini sína og alla þá, sem til hans leituðu. Fundum okkar Karls bar fyrst saman daginn, sem ég kom til náms í London síðla hausts árið 1943, en Karl hafði komið þangað til fram- haldsnáms í læknisfræði tveimur árum fyrr. Margrét Sigurðardóttir kona hans hafði fylgt honum til Englands nokkra síðar. Höfðu þau búið sér hlýlegt heimili í gömlu húsi nr. 22 við Victoria Grove í Kens- ington, sem stóð þeim ungu Islend- ingum, sem sótt höfðu til náms í Englandi, ætíð opið sem þeirra eig- ið. Var þar sannkölluð íslensk vin í hinni stríðshrjáðu borg. Eg var frá fyrsta degi heima- gangur í Grófinni, eins og heimili þeirra var venjulega kallað, og þótt ég byggi þar aldrei nema skamman tíma í senn, var það athvarf mitt og annað heimili öll námsár mín í Englandi. Og þegar Dóra, sem síðar varð kona mín, kom til náms í borg- inni varð hún ekki síður handgengin þeim hjónum. Þannig hófst sú vin- átta milli fjölskyldna okkar, sem aldrei hefur síðan borið skugga á. Eftir að styrjöldinni lauk fjölgaði brátt þeim Islendingum, sem sóttu England heim, og um leið nutu æ fleiri gestrisni og margvíslegrar að- stoðar Karls og Margrétar. Meðal annars fór það nú mjög að tíðkast að fólk kæmi af Islandi til að leita sér lækninga í London, og kom það þá oftast í hlut Karls að greiða götu þess bæði gagnvart sjúkrahúsum og á annan hátt. Hlóðust af þessum sökum oft miklar annir á Karl til viðbótar fullu starfi hans sem spít- alalæknis. Er ekki ofsagt, að Karl og Margrét hafi á þessum árum rekið á eigin vegum nokkurs konar félagsmálastofnun fyrir Islendinga í London, svo að notað sé nútímalegt orðalag. Efnahagur almennings í Bretlandi var lengi erfiður eftir styrjöldina, og ungir læknar bjuggu yfirleitt við frekar þröngan kost. Þetta hefði því vafalaust orðið þeim hjónum ofviða, ef ekki hefði komið til samheldni þeirra og sú gestrisni og hjálpsemi, sem tíðkast hafði í ís- lenskum sveitum í uppvexti þeirra og þeim var báðum í blóð borin. Karl og Margrét kunnu vel við sig í London og með tímanum fór hagur þeirra þar batnandi. Það var þó ætíð ætlun þeirra og draumur að snúa aftur heim til Islands. Gott tækifæri til þess bauðst, þegar Karli var boð- in staða yfirlæknis geðdeildar við hinn nýstofnaða Borgarspítala. Tók hann við því starfi vorið 1968, og þá fluttu þau Margrét loks heim eftir rámlega aldarfjórðungs dvöl erlend- is. Við Borgarspítalann fékk Karl það mikilvæga hlutverk að byggja upp og stjórna geðdeild hins nýja spítala, og því starfi gegndi hann, það sem eftir var reglulegrar starfsævi sinnar. Karl Strand var ekki borinn til veraldarauðs frekar en margir aðr- ir, sem ruddu Islendingum brautina á fyrra helmingi aldarinnar. For- eldrar hans giftust ekki og norskum fóður sínum kynntist hann aldrei. Aðeins fáiTa daga gamall var hann tekinn í fóstur á fátæku sveitaheim- ili, Syðri Neslöndum við Mývatn, þar sem hann ólst upp við gott at- læti og trausta menningu sveitar- innar. Og þegar hann ákvað fyrir áeggjan sóknarprestsins að reyna að brjótast til mennta af eigin rammleik, því að efni vora engin, kom brátt í ljós, hve drjúgt vega- nesti menningar og mannúðar hann hafði með sér frá uppeldisárunum. Þótt Karl hyrfi ungur úr sveitinni til langskólanáms og aldarfjórð- ungsdvalar erlendis var málfar hans og tungutak alltaf jafn þingeyskt og þvi fylgdi einlæg ást á íslenskum bókmenntum og menningararfí. Á yngri áram fékkst Karl nokkuð við ritstörf og þýðingar og síðar á æv- inni ritaði hann ýmislegt einkum um fræði sín, enda ágætlega ritfær. Þekktust er bók hans Hugur einn það veit. Þættir um hugsýki og sál- kreppur, sem út kom 1960 og vakti mikla athygli. Karl byrjaði snemma að safna bókum og eignaðist með tímanum mjög gott bókasafn, enda var hann víðlesinn og margfróður, einkum um íslenskar bókmenntir. Hin breiðu húmanisku áhugamál hans ásamt þekkingu og reynslu geðlæknisins gerðu Karl að glögg- um mannþekkjara og vitmanni, sem hafði mikið að miðla vinum sínum og samferðamönnum. Að leiðarlokum þökkum við Dóra allt sem Karl hefur verið okkur og fjölskyldu okkar og vottum Mar- gréti og afkomendum þeirra inni- lega samúð. Jóhannes Nordal. Karl Strand var einstakur maður; skarpgáfaður, hreinskiptinn og fylginn sér. Þó hann væri mikill vin- ur vina sinna, var hann framar öllu mannvinur, sem kom gjörla fram í öllu því _sem hann tók sér fyrir hendur. Eg tel það hafa verið mikil forréttindi að fá tækifæri til að kynnast honum svo náið, því að hann var alls ekki allra, og fáir vissu í raun hve fjölgáfaðan mann hann hafði að geyma. Karl var alla tíð órofa hluti fjölskyldu foreldra minna. Hann tók þátt í gleði hennar og styrkti hana á erfiðum stundum. Hann var sannur vinur okkar allra. Það fannst alltaf skjól, góð ráð og styrkur hjá Karli. Megi guð styrkja Margréti, sem alltaf stóð sem klettur bak við Karl, og börn hans, Hildi og Viðar. Bera Nordal. Það er í sjálfu sér merkilegur þáttur i sögu þjóðarinnar milli heimsstyrjalda hversu margir ungir menn brutust til framhaldsnáms og mennta víðs vegar að af landinu. Þeir komu úr einangrun drjúpra dala og annesja með áhugann og stefnufestina eina í farteskinu en lít- inn stuðning fjölskyldna og ætt- menna. En þeir brutust leiðina sem gat tekið áratugi og urðu þjóð sinni hollir embættismenn og framkvöðlar á mörgum sviðum. Þótt „suma skorti verjur og vopn að hæfi“ risu kolbít- arnir upp úr öskustó og bratust sína óskaleið. Oft varð þetta engin óska- braut því að þjóðinni hefur aldrei verið fyllilega ljóst hvað venjulegt langskólanám krefst mikils af ein- staklingnum ef vel á að vera. Atvikin hafa hagað því svo að ég hef á lífsleiðinni kynnst við allmarga menn sem fæddir voru í byrjun ann- ars áratugar aldarinnar og lentu í framhaldsnámi á kreppuáranum. Margir þeirra urðu að sækja annan hvorn framhaldsskólann um langan veg og dveljast síðan við kröpp kjör og fábreyttan kost í Reykjavík á há- skólaárunum. Sumir unnu fyiir mat sínum með heimiliskennslu, aðrir þurftu að njóta náðar vina eða vel- vildarmanna eða leita til ættingja sem bjuggu í bænum. Sumarvinna var stopul og slitrótt. Flestir höfðu úr litlu að spila og þurftu að spara í einu og öllu. Einn þessara kolbíta er nú allur, Karl Strand læknir, sem lést 13. þ.m., á áttugasta og sjöunda ald- ursári. Karl Strand var fæddur og uppal- inn í Mývatnssveit. Hann fór til náms í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1934 en skólinn varð menntaskóli árið 2930. Strax um haustið 1934 fór Karl til Reykjavíkur og innritaðist í læknis- fræði í háskólanum. Hann þurfti að leita allra ráða til að kljúfa háskóla- árin. Einn þáttur í þeim átökum var ritstörf. Á þessum árum gaf Vigfús Guðmundsson, kenndur við Hreða- vatnsskála, út mánaðarritið Dvöl af miklum áhuga og dugnaði. Hann fékk í lið með sér nokkra unga námsmenn sem þýddu í ritið og skrifuðu þætti og frásagnir. Tveir þessara ungu manna voru lækna- nemarnir Karl Strand og Þórarinn Guðnason, báðir ritfærir bókamenn sem urðu góðir félagar. Þeir unnu mikið fyrir Dvöl og Vigfús og þó að ritið væri síður en svo neitt gróða- fyrirtæki hefur Vigfús vafalaust greitt þeim fyrir vinnuna eins og frekast var unnt. Þeir voru miklir vinir hans til dauðadags. Þeir félagar, Karl og Þórarinn, þýddu saman og gáfu út merka bók árið 1939, Baráttuna gegn dauðan- um eftir Paul de Kruif. Þórarinn varð seinna merkur þýðandi og út- varpsupplesari og Karl gaf út fræði- rit fyrir almenning í sérgrein sinni árið 1960 sem hann nefndi Hugur einn það veifyþættir um hugsýki og sálkreppur. Á háskólaárunum var hann einnig ritstjóri félagsrita. Karl Strand lauk læknisprófi árið 1941 og sigldi um haustið til London til framhaldsnáms í geðlækningum. Áður hafði hann kvænst unnustu sinni Margréti Sigurðardóttur frá Gljúfri í Olfusi. Fylgdi hún brátt manni sínum þegar hann hafði kom- ið sér fyrir í heimsborginni. Vafalaust hefur það verið ætlun Karls að ljúka sérnámi sínu í London og halda síðan heim. En þetta snerist á annan veg. Þau hjón bjuggu í London í meira en aldar- fjórðung. Karl lauk sínu sérnámi og kynnti sér ýmsar greinar geðlækn- inga en varð síðan fastráðinn læknir við geðsjúkrahúsið í West Park skammt frá London. Þegar þau hjón reistu bú í London árið 1942 var heimsstyrj- öldin í algleymingi og ekki vistlegt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.