Morgunblaðið - 25.08.1998, Qupperneq 35
;
<
<
<
1
i
i
<
<
4
s
4
4
s
MORGUNBLAÐIÐ________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 35
MINNINGAR
undir heimili í borginni. En þau
undu við sitt þótt eyðileggingin
væri geigvænleg. Og þegar tímar
liðu varð heimili þeirra sérstakur
staður. Þau eignuðust lítið hús á
góðum stað í Kensington og þar
bjuggu þau uns þau fluttust heim til
Islands. Þetta var í Victoria Grove
nr. 22 og fljótlega var heimilið kall-
að Grófin af Islendingum. Grófin
varð landanum mikill aufúsugarður.
Hann stóð opinn þeim íslendingum
sem komu til borgarinnar, hvort
sem þeir voru að leita sér lækninga,
dvöldu við nám eða áttu önnur er-
indi. Karl var á þönum að veita að-
stoð ef með þurfti og Margrét tók á
móti þeim sem að garði bar með
einstakri mildi og gestrisni.
Okkur hjónum var þetta vel
kunnugt því að um skeið æxlaðist
það svo til að við dvöldum í sumar-
leyfum í Grófinni og þau hjón voru
hjá okkur þegar þau voru í fríum
heima á Islandi.
Greiðvikni Karls og fórnfýsi og
hið opna hús í Grófinni var viður-
kennd og metin af landsmönnum:
Karl var kosinn heiðursfélagi ís-
lendingafélagsins í London og Is-
lenska orðunefndin veitti honum
heiðursmerki.
Árið 1968 var Karli veitt yfir-
læknisstaðan við geðdeild Borgar-
spítalans og gegndi hann því starfi
meðan aldur leyfði.
Karl Strand ólst upp hjá tveimur
rosknum móðursystkinum sínum á
Neslöndum í Mývatnssveit. Þar var
enginn rausnargarður en ylur og
heimilishlýja. Og þótt hann væri
heimsborgari, fjölmenntaður og
norskur í föðurætt var hann samt
alla tíð Mývetningur að kjama. Og
Þingeyingur var hann af lífi og sál.
Meðan hann bjó erlendis og kom
heim í fríum og eftir að hann fluttist
alveg heim, jafnvel fram á síðustu
ár þegar heilsan var farin að gefa
sig, fannst honum ekkert sumar
sem skyldi nema hann kæmist norð-
ur og heim eins og hann kallaði það.
Þegar börn þeirra hjóna voru að
alast upp úti í London þótti þeim
hjónum sjálfsagt að senda þau til ís-
lands í fríum til ættfólksins heima.
Það kom stundum í hlut okkar hjóna
að taka á móti þeim á flugvelli og
finna þeim farkost til heimkynna
skyidfólks iyrir norðan eða sunnan.
Okkur þótti þetta ánægjulegt verk-
efni. Viðar og Hildur voru myndar-
böm og vænting þeirra heils hugar.
Það var þessi inngróna tryggð og
vinsemdarhugur sem einkenndi
kynni okkar við Karl Strand um ára-
tugi. Af sama toga er spunnin sam-
úðarkveðja okkar hjóna til Margrét-
ar og fjölskyldunnar við leiðarlok.
Stefán Júlíusson.
Haustið 1959 vorum við hjónin í
námsferð í London. Við höfðum oft
heyrt karlmannlega og skýra rödd
Karls Strand geðlæknis í útvarpi
flytja ítarlegar fréttir frá heims-
borginni. Páll hringdi í Karl, svona
rétt til að heilsa uppá hann. Lækn-
h-inn, sem við höfðum aldrei augum
litið, svaraði ljúfmannlega kveðju
hans og spurði að bragði hvort við
vildum ekki þiggja kvöldverðarboð
hjá þeim hjónum. Hann bað þess
líka að við tækjum með okkur fleiri
Islendinga, ef við vissum af þeim.
Við höfðum nýlega hitt hjónin Jó-
hannes Olafsson lækni og Aslaugu
Johnsen hjúkrunarkonu. Saman
sátum við tvenn læknishjón veglega
veislu hjá þeim sæmdarhjónum, frú
Margi-éti og Karli Strand. Gestrisni
og góðvild þeirra hjóna var alveg
einstök. Kvöldið leið undrafljótt við
up[)byggilegar samræður. Þau hjón
kunnu þá list að láti fólki líða vel í
návist sinni á hlýlegu heimili sínu.
Það er alkunna að ótal íslendingar,
ungir sem aldnir, nutu gestrisni,
gistingar og fyrirgreiðslu þessara
samhentu hjóna á þeim aldarfjórð-
ungi sem þau bjuggu í Lundúnum.
Karl tók við stöðu yfirlæknis geð-
deildar Borgarspítalans árið 1968,
sem var fyrsta geðdeildin við al-
mennt sjúkrahús hér á landi og
mikið heillaspor fyrir geðheilbrigð-
isþjónustuna í landinu. Geðdeildin
var ekki sérhönnuð sem slík en
nýttist vel. Ég átti því láni að fagna
að forsjónin hagaði því svo til að eft-
ir árs nám í geðlækningum í Bristol
í Englandi réðst ég um eins árs
skeið frá júlí 1970 til 1971 sem að-
stoðarlæknir hjá Karli Strand. Karl
var frábær yfirlæknir, enda hafði
hann langa læknisreynslu að baki
frá London. Honum tókst að ná
samvinnu við aðra ágæta yfírlækna
á þessum nýja spítala, auk þess sem
hann kunni vel að meta mikilvægi
góðrar samvinnu við stjómendur
spítalans. Karl hafði þá eðliskosti
sem nauðsynlegir eru góðum geð-
lækni. Hann var mannvinur, frið-
samur en fastur fyrir, samvisku-
samur og mjög starfsamur.
Á geðdeild þarf að glæða skilning
og auka öryggi, uppræta ótta og
kviða ef full lækning á að takast.
Karl hafði ríkan skilning á því að all-
ir sjúklingar þurfa á sálrænni styrkt-
arlækningu að halda. Hann íylgdist
líka vel með öllum nýjungum í lyfja-
meðferð og notaði óhikað raflækn-
ingar þar sem þær áttu best við.
Karl vakti yfir velferð sjúklinganna
á deildinni og gerði sér far um að
skapa afslappað og örvandi um-
hverfi. Vikulegar kvöldvökur voru
haldnar og urðu vinsælar hjá sjúk-
lingum og jafnvel starfsfólki annarra
deilda. Oftast voru það sjúklingamir
sjálfir eða fyrrverandi sjúklingar
sem sáu um dagskrána enda alkunna
að geðrænir kvillar fara ekki í mann-
greinarálit. Þeir geta þjáð um tíma
gáfumenn og listafólk.
Karl bar ótakmarkaða virðingu
og umhyggju fyrir þeim sem hann
stundaði sem læknir og örvaði þá til
ákvarðana þegar það var tímabært.
Gagnkvæm samvinna var markmið-
ið. Sama gilti um samstarfsfólk
hans. Hann leyfði öllum að njóta
sín, bar traust til þeirra, fól þeim
ábyrgð og kunni að meta vel unnin
störf. Og það var gott að leita til
hans um allt sem laut að meðferð og
samskiptum. Hann var fóðurlegur
án þess að vera íhlutunarsamur.
Hann hafði örugga yfirsýn yfir alla
meðferð sjúklinga, bæði á geðdeild
Borgarspítala, Arnarholti og Hvíta-
bandi, þekkti alla og fylgdist vel
með. Sjálfur fór hann á aðrar deildir
Borgarspítala og skilaði ítarlegum
skriflegum upplýsingum til starfs-
bræðra á öðrum deildum eftir sam-
ráðskvaðningar.
Kari vann aLa tíð á stríu og var að vonum
vinsæll af sjúldingum ánum scteim hæfni
sinnar. Hann var sívinnandi, ánnig efth'vak-
ldc á Bœgargítala og stariá® sem geðlækná'
hjá Ttyggmgpstofiiun ríkisins í gö á' eflir að
harmfóráeftiriaiin.
Að loknu sérfræðinámi í desem-
ber 1975 hóf ég aftur störf á geð-
deild Borgarspítala og nú sem sér-
fræðingur. Á tíu ára afmæli Borgar-
spítala kom út veglegt afmælisrit
sem fylgirit Læknablaðsins með
greinum eftir lækna spítalans. Þá
hvatti hann mig til þess að skrifa
grein. Það varð úr vegna skamms
fyrirvara að ég og Páll skrifuðum
greinina „Sjálfsvígstilraunir". í
þehTÍ grein, þeirri fyrstu um sjálfs-
vígstilraunir, er fyrst notað orðið
sjálfsvíg í stað orðsins sjálfsmorð,
að hans áeggjan.
Karl var mjög ritfær og orðhagur
með afbrigðum. Hvorki í ræðu né
riti lét hann neitt frá sér fara sem
ekki var vandað og vel valið. Það
lýsir Karli vel, að hann skrifaði
merka bók fyrir leikmenn um hug-
læga kvilla og tilfinningaleg vanda-
mál. Hann taldi að starf læknisins
yrði mun auðveldara, ef sjúklingar
og aðstandendur þeirra hefðu
nokkra þekkingu og skilning á
hvernig sjúkdómar verða til, um or-
sakir þeirra og afleiðingar, um
rannsóknir og lækningar í þágu
læknavísindanna á hverjum tíma.
Þessi bók, sem kom út 1960, lýsir
Karli vel. Stílsnilld hans nýtur sín
ótrúlega vel þar sem fjallað er um
hugtök á erfiðu sérsviði.
Eftir starfslok Karls á geðdeild
Borgarspítala hitti ég Karl og Mar-
gréti oft. Það var ánægjulegt að sjá
hversu þessi samhentu hjón geisl-
uðu af hamingju, hlýju og góðvild til
allra. Við Páll sendum frú Margréti,
börnum þeirra, tengdabörnum og
barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum þeim blessunar
Guðs í öllu.
Ég læt Karl eiga lokaorðin, sem
tekin eru úr bókinni „Hugur einn
það veit“: „Þeir sem kunna að hafa
lesið hana í þeirri von að finna for-
skriftir er hlýða mætti í blindni
verða fyrir vonbrigðum. Hinum,
sem öðlast hafa eilítið víðari sýn yfir
vandamál andans, hlutverk ástar,
skilnings, öryggis, þurftar og full-
nægingar í lífi hvers manns frá
fyrsta til hinsta dags, er þakkað fyr-
ir samvinnu við höfundinn.“
Guðrún Jónsdóttir.
Karl Strand var yfirlæknir geð-
deildar Borgarspítalans frá upphafi
og leiðir okkar lágu saman er ég
gerðist eftirmaður hans í því starfi.
Á næstu árum tókust með okkur
Karli góð kynni og einnig kynnt-
umst við hjónin Margréti konu hans,
meðal annars á samkomum innan
Borgarspítalans. Okkur var mikil
ánægja að því að fá að kynnast þeim
hjónum betur, þótt tækifærin hefðu
gjarnan mátt vera fleiri.
Geðdeild Borgarspítalans tók
formlega til starfa 25. júní 1968 og
hefur því gegnt hlutverki sínu í geð-
heilbrigðisþjónustunni um þrjátíu
ára skeið. Hin eiginlega forsaga
geðdeildar Borgarspítalans var sú,
að allt frá 1955, og einkanlega frá
1964, var fengist við lækningar á
geðsjúkdómum á farsóttarsjúkra-
húsinu í Þingholtsstræti. Sú starf-
semi var síðan flutt yfir í Borgar-
spítalann þegar hann tók til starfa á
árinu 1968.
Karl stundaði framhaldsnám í
geðlækningum í Englandi og hafði
starfað þar um árabil áður en hann
tók að sér stöðu yfirlæknis geð-
deildar Borgarspítalans. Karl
stundaði nám í geðlæknisfræði við
fremstu stofnanir á því sviði í Bret-
landi, gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um og naut verðskuldaðrar virðing-
ar landa sinna.
Undir farsælli forystu Karls
Strand mótaðist geðdeildin á næstu
árum og með atorku hans og fram-
sýni ásamt samvinnu við dugmikla
brautryðjendur, sem réðust til
starfa á deildinni, tókst að byggja
upp öfluga deildarstarfsemi, þá
fyrstu sem sett var á laggirnar hér
á landi við almennt sjúkrahús. Má
nærri geta að oft hafi starfið verið
erfitt, en allt tókst það samt giftu-
samlega, eins og við hin vitum sem
á eftir komum. Karl lét sér mjög
annt um hag sjúklinga deildarinnar
og var mjög virtur af þeim og öllum
sínum samstarfsmönnum. Hann var
maður hreinskiptinn og ákveðinn í
framgöngu, en drenglyndur og
sanngjarn. Þrautseigju hans og
starfsorku var við brugðið. Hann
sinnti, auk starfa sinna á deildinni í
Fossvogi, umfangsmiklum störfum
m.a. í Arnarholti og á Hvítabandinu.
Karl lagði mikla rækt við íslenskt
mál og tamdi sér vandað málfar í
hvívetna. Hann þýddi m.a. nokkur
fræðiheiti á íslensku og stuðlaði að
fræðslu fýrir almenning og fagfólk.
Árið 1960 kom út bók eftir hann er
nefnist „Hugur einn það veit“. Karl
lýsti því svo sjúlfui', að bókin væri
ætluð almenningi og að í henni væri
fjallað um huglæga kvilla og ýmis
tilfinningaleg vandamál. Með bók-
inni vildi hann efla þekkingu á geð-
rænum kvillum og bæta meðferð
þeirra með aukinni þekkingu al-
mennings á þessu sviði.
Karl Strand lét af störfum yfir-
læknis geðdeildar Borgarspítalans
fyrir aldurs sakir árið 1982 og eru
honum þökkuð farsæl störf og
merkilegt framlag til geðlækninga á
Islandi.
Við hjónin sendum frú Margréti
og fjölskyldunni hugheilar samúð-
arkveðjur.
Hannes Pétursson.
Hinn 13. þ.m. lést í Reykjavík
Karl Strand, fyrrverandi yfirlæknir
87 ára að aldri. Með Karli er geng-
inn merkur brautryðjandi í geð-
lækningum á íslandi. Ég átti því
láni að fagna að starfa með Karli í
tæpan áratug eða frá 1972 uns hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Það var bjart yfir málefnum
sjúkrahúsa í lok sjöunda áratugar-
ins. Borgarspítalinn var að rísa og
geðdeildin var opnuð í júní 1968.
Kai’l Strand var ráðinn til að veita
deildinni forstöðu. Sneri hann þá
heim frá Bretlandi ásamt fjölskyldu
sinni eftir námsdvöl og síðar giftu-
ríkan starfsferil sem geðlæknir í
London. Með Karli komu ferskir
andar nýjunga í geðlækningum.
Nýja deildin á Borgarspítalanum
var opin geðdeild sem var óalgengt
á þeim tíma. Þá var það líka óvenju-
legt að deildin var á almennu
sjúki'ahúsi en ekki í sérbyggingu
eins og tíðkast hafði. Þetta átti stór-
an þátt í því að brjóta niður þá for-
dóma sem ríktu á þessu sviði. Karl
lagði ríka áherslu á iðjuþjálfun og
fékk því áorkað að húsnæðinu var
breytt þannig að góð aðstaða skap-
aðist fyrir iðjuþjálfun. Þá innleiddi
Karl raflækningar á deildinni. Ýms-
um stóð stuggur af þessari lækning-
araðferð, en hún reyndist vel frá
upphafi.
Þannig var geðdeildin strax í
upphafi mikilvægur hluti af bráða-
sjúkrahúsi sem sinnti jafnt geðræn-
um sem öðrum vandamálum sjúk-
linga. Átti Karl stærstan hlut í
þeirri þróun. Karl hafði líka mikil
áhrif á almenna stefnumótun og
uppbyggingu spítalans. Hann var
formaður læknaráðs Borgarspítal-
ans á árunum 1969-1971 og miðlaði
þar af mikilyægri reynslu sinni og
þekkingu. Á sjöunda áratugnum
jukust umsvif geðdeildarinnar og
vistheimilið í Arnarholti varð hluti
af deildinni.
Það var mjög ánægjulegt að fá að
starfa náið með Karli á þessum ár-
um og kynnast mannkostum hans.
Hann var ákveðinn og rökfastur
maður sem gott var að vinna með.
Hann var jafnframt einn stundvís-
asti maður sem ég hef kynnst. Féll
honum það miður ef menn komu of
seint á fundi og er það trú mín að
menn hafi ekki látið slíkt endurtaka
sig. Hann var mikill áhugamaður
um íslenskt mál og á mörg nýyrði í
íslenskri tungu. Orð sem hann byrj-
aði að nota í daglegu starfí á geð-
deildinni unnu sér strax sess í mál-
inu. Má hér nefna orðin iðjuþjálfi,
geðlægð og raflækningar. Þannig
var Karl sífellt vakandi á fjölmörg-
um sviðum og fylgdist einnig vel
með þróun spítalans eftir að hann
lét _af störfum.
Ég veit að ég tala fyrir munn
margra fyrrverandi samstarfs-
manna Karls þegar ég þakka hon-
um fyrir ómetanlegt brautryðjenda-
starf við uppbyggingu geðdeildar
Borgarspítalans og starf að geð-
lækningum hérlendis. F.h. Sjúkra-
húss Reykjavíkur þakka ég Karli
samfylgdina og hið mikla starf hans
og sendi frú Margréti og fjölskyldu
samúðarkveðjur.
Jóhannes Pálmason.
Kveðja frá Geðlæknafélagi
íslands
Karl Strand fyrrum yfirlæknir
geðdeildar Borgarspítalans lést
hinn 13. þessa mánaðar og er með
honum genginn einn mætasti maður
úr hópi íslenski-a geðlækna. Karl
fæddist á Kálfaströnd í Mývatns-
sveit 24. okt. 1911 en foreldrar hans
voru Karl Strand kaupmaður og
Kristjana Jóhanna Jóhannesdóttir,
hjúkrunar- og nuddkona. Karl lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri árið 1934 og embættis-
prófi frá læknadeild Háskóla ís-
lands árið 1941. Karl var síðan við
nám og störf í London frá 1941 til
1968. Starfaði hann lengst af sem
geðlæknir á West Park Hospital
eða frá 1943 til 1948 og aftur frá
1949 til 1968. Jafnframt starfaði
hann við göngudeildir þriggja
sjúkrahúsa í suðurhluta borgarinn-
ar. Á Lundúnaárum sínum tók Karl
virkan þátt í félagslífi Islendinga
þar og var kjörinn heiðursfélagi Is-
lendingafélagsins í London árið
1963.
Árið 1968 er geðdeild Borgarspít-
alans var opnuð tók Karl stöðu yfír-
læknis þar og stýrði deildinni far-
sællega til ársins 1983. Karl starfaði
sem geðlæknir við Ti-yggingastofn-
un ríkisins frá 1983-1990.
Karl fékkst nokkuð við ritstörf og
lét sér mjög annt um íslenskt mál.
Hann sat um tíma í orðanefnd
Læknafélags íslands og var meðrit-
stjóri Læknablaðsins frá 1968-1971.
Kai'l ritaði bókina: Hugur einn það
veit, þættir um hugsýki og sál-
kreppu, sem kom út 1960 en auk
þess liggja eftir hann tímaritsgrein-
ar og þýðingar. Árið 1953 hlaut
hann riddarakross Fálkaorðunnar
og árið 1996 var hann kjörinn heið-
ursfélagi Geðlæknafélags íslands.
Stjóm Geðlæknafélags íslands
biður guð að varðveita minningu
þessa heiðursmanns og sendir frú
Margréti, börnum þeirra Karls og
ástvinum öllum dýpstu samúðar-
kveðjur.
Stjórn Geðlæknafélags íslands.
Leiðir okkar og Karls Strand
lágu saman í byrjun júní árið 1968
við erfiðar aðstæður. Hann hafði þá
verið ráðinn yfirlæknir hinnar nýju
geðdeildar Borgarspítalans. Af hon-
um fór orð vegna starfa hans í Bret-
landi. Hér heima var nafn hans
þekkt ekki sízt vegna bókar hans,
Hugur einn það veit, sem Almenna
bókafélagið hafði gefið út.
Opnun geðdeildar Borgarspítal-
ans var mikilvægur þáttur í upp-
byggingu á aðstöðu til meðferðar á
geðsjúkum. Fram að þeim tíma var
Kleppsspítalinn eina sjúkrahúsið,
sem annaðist þá, sem áttu við þenn-
an sjúkdóm að stríða. Opnun geð-
deildar Borgarspítalans markaði
þess vegna ákveðin tímamót. Þar
var í fyrsta sinn hafin starfræksla
geðdeildar inn á almennu sjúkra-
húsi. Ekki voru allir sammála um að
það væri æskilegt eins og líka kom í
ljós, þegar geðdeild Landspítalans
var byggð. En jafnframt hafði opn-
un geðdeildar Borgarspítalans þá
þýðingu, að fleiri kosta var völ. Það
skipti máli bæði vegna þess, að
aldagamlir fordómar gagnvart geð-
sjúkum fylgdu Kleppsspítalanum,
sem að sjálfsögðu var ómaklegt en
engu að síður veruleiki, en einnig
gafst möguleiki á annars konar
meðferð. Á geðdeild Borgarspítal-
ans voru teknar upp raflækningar,
sem höfðu verið umdeildar en
skiptu engu að síður sköpum í
mörgum tilvikum.
Það féll í hlut Karls Strand að
móta þessa nýju geðdeild, starfsemi
hennar og andrúm allt. Það tókst
honum frábærlega vel og óhætt að
fullyrða, að geðdeild Borgarspítal-
ans hefur búið að því alla tíð síðan.
Þar hefur starfað gott fólk, sem
skapað hefur hlýlegt andrúmsloft
og sýnt sjúklingum og aðstandend-
um þeirra það skilningsríka viðmót,
sem þeir þurfa á að halda, sem
þangað leita.
Þessa júnídaga fyrir þrjátíu árum
kom okkur ekki til hugar, að sam-
skipti okkar og Karls Strand ættu
eftir að vérða svo mikil og náin, sem
raun varð á, en þau stóðu á þriðja
áratug. Hann varð sá klettur í lífi
okkar, sem oft þurfti á að halda og
aldrei brást.
Karl Strand var afar hreinskipt-
inn í samtölum við sjúklinga sína og
aðstandendur þeirra. Hann sagði
óþægilega og erfiða hluti á þann
veg, að það komst til skila án þess
að valda viðmælendum hugarangist
og sálarkvölum, sem oft gat þó ver-
ið tilefni til. Jafnvel þegar öll sund
virtust lokuð hafði hann lag á að
segja það með þeim hætti að eftir
stóð trúin á, að þessi merki læknir
mundi samt finna leið út úr ógöng-
unum, sem gerðist aftur og aftur.
Styrkur Karls Strand í starfi virt-
ist ekki sízt vera sá, að hann bjó
augljóslega yfir mikilli lífsreynslu
og mannþekkingu. Hann hafði
djúpa þekkingu á viðfangsefni sínu.
Við þessar aðstæður leitar margt á
hugann. Svör hans voi-u alltaf á
þann veg, að fyrirspyrjanda leið
betur eftir en áður.
Raunar var það svo, a.m.k. skv.
okkar reynslu, að fólki leið alltaf
betur eftir samtöl við Karl Strand.
Hann var sterkur en hlýr per-
sónuleiki. Hann var þeirrar gerðar,
að okkur þótti báðum afar vænt um
hann. Við eigum honum mikið að
þakka.
Við sendum konu hans og fjöl-
skyldu þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigrún Finnbogadóttir,
Styrmir Gunnarsson.
SJÁ NÆSTU SÍÐU