Morgunblaðið - 25.08.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 37
MINNINGAR
GUÐNÝ ÞORBJÖRG
ÁGÚS TSDÓTTIR
+ Guðný Þorbjörg
Ágústsdóttir frá
Ystabæ á Sæbóli í
Aðalvík var fædd
24. febrúar 1931.
j Hún lést á heimili
sínu 15 ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
( hennar voru Ágúst
ísleifsson, f. 1.8.
1893 og Halldóra
Ingibjörg Hjálmars-
dóttir, f. 24.8 1896.
Systkini hennar
eru: Berglín Einara,
f. 9.11. 1916, látin,
Hulda Ki’istrún, f.
| 22.7 1918, látin, Guðmundur
I Snorri, f. 21.4 1922, látinn,
Kjartan Sölvi, f. 20.8 1928, lát-
' inn, Hermann Magnús, f. 23.8
1926, látinn, Hörður
Sverrir, f. 23.3
1935, Sigríður Hjör-
dís Árný, f. 19.1
1937, Guðmundur
Helgi, f. 24.9 1939,
látinn. Guðný Þor-
björg giftist Jóni
Þorsteini Magnús-
syni, f. 12.3 1927,
látin. Börn þeirra
eru: Magnús, f. 9.7
1953, Halldóra, f.
5.2 1957, Borghild-
ur, f. 11.4 1959,
Þorsteinn, f. 1.5
1962. Barnabörnin
eru 8 að tölu.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur
sem einu sinni var.
(Halldór Kiljan Laxness.)
Móðir okkar systkinanna er nú
( látin og líkt og stundin sem var
( kemur hún aldrei aftur, minning-
, arnar eru það eina sem eftir stend-
ur af heilli mannsævi. Mamma ólst
upp á Ystabæ á Sæbóli í Aðalvík á
Homströndum á miklum umbrota-
tímum í íslenskum landbúnaði og
seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún
sagði okkur gjarnan sögur af því
þegar Bretarnir komu og reistu
ratsjárstöð á fjallinu fyrir ofan Sæ-
ból, hlæjandi sagði hún frá því
hvernig Ágúst faðir hennar brást
við þegar Bretarnir skutu sér „villi-
kind“ í soðið sem Ágúst átti. Hlátur
hennar var smitandi og ef henni
þótti eitthvað virkilega fyndið sló
hún í lófa sér og varð síðan að þerra
augun á eftir.
Faðir hennar flutti alfarinn frá
Aðalvík 1948 og settist fjölskyldan
þá að í Múlakampi í Reykjavík. Þar
kynntist hún föður okkar, Jóni Þ.
Magnússyni. Þau byggðu húsið í
Langagerði 8 og bjuggu þar uns
þau skildu 1972, en þá keypti hún
íbúð á Bergþóragötu 51, þar sem
hún bjó síðan. Hún starfaði lengi í
eldhúsinu á elliheimilinu Grund.
Hún unni ferðalögum og ferðaðist
þegar tækifæri gafst, mér er til efs
að til sé sá staður á Islandi sem hún
hafði ekki komið til einu sinni eða
oftar og alls staðar þekkti hún fólk
sem hún heimsótti. Eitt sinn er
Elísabet, elsta barnabarnið, var í
pössun hjá mömmu langaði Elísa-
betu svo mikið til að fara í útilegu.
Mamma sló þá upp tjaldi í garðin-
um hjá sér og þar gistu þær svo í
svefnpokum nokkrar nætur og oft
eftir það, svona leysti mamma
gjaman litlu málin.
Mamma átti við erfíðan sjúkdóm
að etja, sjúkdóm sem fáir skilja og
engin lækning er við, sjúkdóm sem
breytti þessari annars hæglátu
manneskju í aðra persónu. Það kom
mér alltaf jafn undarlega fyrir sjónir
hve margir virtust ekki gera sér
grein fyrir því að mamma gat ekk-
ert við þessum sjúkleika sínum gert.
Við börnin þín kveðjum þig með
þökk í hjarta, elsku mamma.
Magnús Jónsson, Halldóra
Jónsdóttir, Borghildur Jóns-
dóttir, Þorsteinn Jónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju
við andlát og útför ástkærs sambýlismanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGURJÓNS ÚLFARSSONAR,
Árskógum 6,
áður Nökkvavogi 5,
Reykjavík.
Ólína Kristinsdóttir
Margrét Sigurjónsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Dorothea M. Högnadóttir,
Hanna Sigurjónsdóttir, Jón Sverrir Jónsson,
Sigríður Sigurjónsdóttir, Haraldur Jónsson,
Skæringur Sigurjónsson, Guðbjörg Ármannsdóttir,
Ólöf Sigurjónsdóttir, Hatlur Björn Hallsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð hlýhug og vináttu við andlát og út-
för okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
HRÓARS B. LAUFDAL,
Munkaþverárstræti 6,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar krabbameinssjúkra á Akureyri.
Guð blessi ykkur.
Jóhanna Jóhannsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.
Afmælis-
| og minn-
1 ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega í Morg-
unblaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal eftir-
( farandi tekið fram um lengd
< greina, frágang og skilatíma:
( Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd, -
eða 2200 slög (um 25 dálksenti-
metrar í blaðinu). Tilvitnanir í
j sálma eða ljóð takmarkast við
| eitt til þrjú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka,
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
( fram. Ætlast er til að þessar
/ upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
< Frágangur og
| móttaka
( Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textamenferð
og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Þá er ennfremur unnt að
senda greinar í símbréfi - 569
1115 - og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu,
( ekki sem viðhengi.
+
Bróðir okkar og frændi,
GÍSLI ÞORKELSSON
frá Fagurhóli,
Grundarfirði,
Torfufelli 36,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. ágúst kl. 13.30.
Jarðað verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði.
Systkini og fjölskyldur þeirra.
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
GEIR GARÐARSSON
flugstjóri,
Blikanesi 17,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 13. ágúst.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Marita Garðarsson,
Anna María Geirsdóttir,
Edda Geirsdóttir.
+
Sonur minn,
KRISTJÁN JÓNSSON
loftskeytamaður,
sem lést mánudaginn 17. ágúst síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Litlu kapellunni, Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 27. ágúst kl. 13.30.
Jón Gunnarsson.
+
Elskulegur frændi okkar,
RAGNAR ERLENDSSON,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður til heimilis
á Hringbraut 78,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju miðviku-
daginn 26. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ásdís B. Pétursdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS GUÐMUNDSSONAR
frá Ytri-Ánastöðum,
Garðavegi 19,
Hvammstanga.
Elísabet Eggertsdóttir,
Þóra Jónsdóttir, Eðvald H. Magnússon,
Helga A. Jónsdóttir, Hólmgeir Jónsson,
Sigurósk E. Jónsdóttir, Gústaf Daníelsson,
Eggert Jónsson,
Guðmundur Jónsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
STELLU GUNNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Logafold 56,
Reykjavfk,
áður til heimilis
í Sólheimum 23.
Jóhannes Norðfjörð, Sólrún L. Ragnarsdóttir,
Hermann Norðfjörð,
Ingibjörg S. Norðfjörð, Sigurður Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls og útfarar
JÓNS ÁRNA ÁRNASONAR.
Stella Pétursdóttir,
Hjördis Petra Jónsdóttir, Helgi Stefánsson,
Sigrún Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR verður
Krabbameinsfélagið, Skógarhlíð 8, lokað eftir hádegi í dag,
þriðjudaginn 25. ágúst.
Krabbameinsfélagið.