Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 43

Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 43 v Ég er að velta því fyx-ir mér Hann er 150 fetum hvers vegna hinn leikmaðurinn yngri. slær kúluna lengi-a en þú. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Forystuþjóð í erfðafræði Frá Guðmundi Rafni Geirdal: VIÐ Islendingar getum státað af því að vera á háu tæknistigi með gott heilbrigðiskerfi og ágætt menntun- arstig. Á síðustu mánuðum hefur mikið verið rætt um hvemig við gætum nýtt okkur það að erfðafræð- in er komin á það stig að það vantar upplýsingar um þjóð sem er einsleit, hefur góðar ættfræðiupplýsingar, hefur gott heilbrigðiskerfi og þar sem auðvelt er að afla lífsýna. Þetta allt höfum við Islendingar. Á nýlegri ráðstefnu sem Samband ungra sjálfstæðismanna hélt í Val- höll útskýrðu dr. Kári Stefánsson og fleiri ágætir menn hvernig staðan er og að einmitt nú beinist athygli manna að Islendingum. Mikilvægt sé að vera fljót að ákveða okkur hvort við viljum fara út í miðlægan gagnagrunn eða ekki, sem gengur út á að safnað sé heilsufarsupplýs- ingum um sem flesta Islendinga á einn stað. Ef við séum ekki nógu snögg að ákveða okkur sé líklegt að erfðafræðin leiti annað. Þessir ágætu menn segja að erfðafræðin þróist hratt og líklegt sé að hún sé farin að leita á önnur mið eftir 5-15 ár. Því sé þetta spurning um nokkurra ára stór verkefni ef út í það færi. Ég legg til að við leggjum þessu lið á þann hátt að fylgjast vel með umræðunni og að sem flestir fag- menn komi að þessu máli til að auka líkur á að þetta sé vel unnið og af samhentum hópi. Með því aukast líkur á að við gætum tekið skynsam- lega ákvörðun í þessu máli, hvort sem svarið væri já, nei eða einhvers staðar þar á milli. Ef svarið er já gæti þetta verið stórkostlegt tækifæri til að afla tekna á sviði hátækni þar sem fjöldi íslendinga með góða menntun gæti starfað og vonandi kæmu þarna vís- indaniðurstöður sem gætu orðið öllu mannkyni til gagns. Eg vona að svo verði. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri og félagsfræðingur. Hvers virði er lækning? Frá Olafi Reyni Guðmundssyni: ALLUR samanburður er í eðli sínu vandmeðfarinn. Sérstaklega vandast málið, þegar tölur eru annars vegar, virðist meðferð þeirra ekki vera okkar sterkasta hlið. Samt sem áður viljum við yfirleitt snúa öllu upp í krónur þegai' hugmyndir eru á lofti. Ymsum góðum hugmyndum höf- um við kastað á glæ í tímans rás, oft vegna þess, að hagsmunahópar hafa ekki sætt sig við sinn hag. Ékki síð- ur berjumst við gegn hugmyndum, jafnvel þótt heildin njóti - ef spónn úr aski okkar er tekinn. Önnur ástæða þess, að hugmyndir fá mótbyr, er sú að nútíma þjóðfélagi er skipt upp í hópa: lögfræðinga, lækna, hjúkrunarfólk, opinbera starfsmenn o.s.frv. Menn finna til sín, þegar hugmyndir tengjast þeirra eigin hópi, þeirra eigin stétt, þá þurfa allii- að tjá sig opinberlega (eins og undirritaður), helst vera á móti og blása sem móður maður í viðtali á sjónvarpsstöð yfir alvarleika málsins. Ög þannig blása ýmsir lög- fræðingar og læknar sem aldrei fyrr um hina ógurlegu gagnagrunnshug- mynd - já, þeir segja að misnotkun geti átt sér stað. Þar með er þó verið að finna upp hjólið í annað sinn. Hvað skyldi það vera, sem yfir annað er hafið, í sambandi við fyrir- hugaðan gagnagi-unn? Fleiri störf fyrir menntað fólk? Hvað fáum við fyrir okkar snúð, spyrja menn? Hvað verða krónurnar margar? Það verður aldrei of oft minnt á þá stað- reynd, með hliðsjón af hinni miklu ki'ónutöluumræðu, að fyrirliggjandi hugmyndir um gagnagi'unn gera okkur að frekari þátttakendum í því stórkostlega ferli - að finna lækn- ingu við sjúkdómum. ÓLAFUR REYNIR GUÐMUNDSSON, laganemi, Lálandi 6,108 Reykjavík. Fjárglæfrar Frá Böðvari Böðvarssyni og Bjarn- eyju Sólveigu Gunnarsdóttur: OKKUR hættir stundum til að hæða réttarkerfi Afríku- og Asíu-landa, en verðum nánast hjáróma í saman- burði við þessi lönd, vegna þess að þau taka flest mjög hart á hvers konar glæpum og eru þeir yfirleitt afgreiddir með langri fangelsisvist, hýðingum eða aftökum. Um er að ræða fjái-glæframann sem virðist hafa gott aðgengi að bankakerfinu þrátt fyrir mikla óráðsíu í fjármálum til margra ára. Viðkomandi hefur kúgað móður sína til að veðsetja eign sína fyrir á ann- an tug milljóna króna, þó er hann sjálfur hátekjumaður með 6-8 millj- ónir í árstekjur, er stýrimaður á frystitogara hjá virtu útgerðarfyrir- tæki í Reykjavík, ættuðu að vestan. Fjárglæfraferill hans spannar 12-15 og er sambýliskona hans þátt- takandi í þessu með honum. Er nú svo komið að það á að fara að bjóða upp íbúð okkar vegna þess að hann er að láta falla á okkur lán upp á 3 milljónir og neitar að greiða af þeim. Og þannig er ástatt hjá fleirum sem hafa komið nálægt hans málum. Er það furðulegt að nú á tuttugustu öld- inni skuli málum vera svona háttað, að menn komist upp með þessa iðju í okkar landi, í okkar réttarkerfi. BÖÐVAR BÖÐVARSSON, BJARNEY SÓLVEIG GUNNARSDÓTTIR, Suðui-vangi 14, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni _ til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.