Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjóri gagnrýndur á Alþingi Segja bréf henn- ar dónalegt TVEIR sjálfstæðismenn gagnrýndu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra harðlega í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær fyrir bréf sem hún sendi fjár- laganefnd Alþingis um miðjan síð- asta mánuð. Bréfið er svar borgarstjóra við boðsbréfi fjárlaganefndar þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með fjárlaga- nefndinni. Borgarstjóri kveðst hafa mætt takmörkuðum skilningi Ingibjörg segir m.a. í bréfinu að með vísan í fyrri reynslu þyki rétt að láta fjárlaganefnd það eftir að ákveða hvort forsvarsmenn Reykjavíkur skuli koma á fund nefndarinnar til þess að gera frekari grein fyrir mál- efnum borgarinnar. Segir hún einnig að á fyrri fundum með fjárlaganefnd- inni hafi sjónarmið forystumanna borgarinnar mætt takmörkuðum skilningi og viðræðumar lítinn ár- angur borið. Árni M. Mathiesen og Árni John- sen, þingmenn Sjálfstæðisflokks, sögðu að þetta bréf borgarstjóra væri dónalegt. Auk þess sagði Jón Kristjánsson, þingmaður Fram- sóknarflokks og formaður fjárlaga- nefndar, að sér þætti það leitt ef borgarstjóri teldi það ekki svara kostnaði að tala við fjárlaganefnd. „Aldrei séð svona bréf áður“ ,Á sjö ára tímabili í fjárlaganefnd hef ég aldrei séð svona bréf áður,“ sagði Árni Mathiesen. Hann sagði ennfremur að það væri dónaskapur að láta það í hendur fjárlaganefndar að ákveða hvort forsvarsmenn Reykjavíkur ættu að koma á fund nefndarinnar. „Þetta er svar við boði nefndar- innar og að svara á þennan hátt er ekki bara dónaskapur heldur er þetta bamalegt og minnir á lítil böm sem láta ganga á eftir sér,“ sagði þingmaðurinn. ■ Markmið frumvarpsins/10 Morgunblaðið/Kristinn Laxaspjöld á víð og dreif ÞAÐ var heldur óskemmtilegt verkefni sem beið mannanna tveggja á myndinni eftir að laxaspjöld fuku af bretti á palli vörubfls þeirra. Spjöldin átti að nota undir reyktan lax í lofttæmdum pakkning- um, en sennilega hafa þau endað á haugunum fyrir utan þau fáu spjöld, sem manninum á pallinum tókst að koma ábreiðu yfir. Atburðurinn gerðist á Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Banaslys á Hólmavík UNGI MAÐURINN, sem lést þegar hann ók á vigtarhús við höfnina á Hólmavík síðastlið- inn sunnudagsmorgun, hét Stefán Lúðvíksson til heimilis að Kópnesbraut 7, Hólmavík. Hann var fæddur 23. mars 1980. Hann lætur eftir sig eitt bam, tveggja mánaða dreng. Stúlka á sama aldri, sem var farþegi Stefáns í bifreiðinni, slapp lítið meidd, en hún var í bílbelti. Lögreglunni á Hólmavík hafði verið tilkynnt um að ölv- aður ökumaður væri á ferð um bæinn, en þegar hún mætti umræddri bifreið tókst ekki að stöðva akstur öku- mannsins, sem ók mjög greitt. Eftir að lögregla hafði farið eftir ábendingum vegfarenda um akstursátt bifreiðarinnar ók hún fram á slysstaðinn. Var ökumaðurinn látinn þegar að var komið. Hann hafði ekki verið í bílbelti. Framvinda í máli Jóns Gunnars Gijetarssonar fréttamanns Lögfræðiálit lagt fyrir útvarpsráð LÖGFRÆÐIALIT Félags frétta- manna á Ríkisútvarpinu og Ríkissjón- varpinu, vegna þeirrar ákvörðunar stofnunarinnar að endumýja ekki samning við Jón Gunnar Grjetarsson fréttamann, liggur nú fyrir, en eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrir skömmu hugðist Félag fréttamanna höfða mál á hendur RÚV til að fá hnekkt þeirri ákvörðun stofnunarinn- ar. Álitsgerð lögfræðings RÚV um málið verður lögð fyrir á fundi út> varpsráðs í dag, ráðinu til upplýsingar. Áð sögn Bjama Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarps, snýst málið um hvort útvarpsráð geti rækt lögbundið umsagnarhlutverk sitt, en í 10. grein útvarpslaga segir að út- varpsstjóri ráði fastráðna starfs- menn Ríkisútvarpsins að fengnum tillögum útvarpsráðs. í 41. grein starfsmannalaga nr. 70/1996 segir að starfsmenn RÚV megi einungis vera lausráðnir í tvö ár, eftir það skuli þeir hljóta fast- ráðningu. Þegar Jón Gunnar hafði starfað sem fréttamaður á frétta- stofu sjónvarps í tæp tvö ár var gerður við hann verkkaupasamning- ur, sem var í gildi frá 1. júní til ágústloka. Nú hefur sjónvarpið hins vegar ákveðið að endurnýja ekki verksamning fréttamannsins. Sam- kvæmt upplýsingum frá Félagi fréttamanna hefur fréttastjóri Sjón- varps mælt með því að Jón Gunnar verði áfram við störf, en hins vegar sé erfitt að fastráða hann, því þá sé verið að fjölga stöðugildum. Bjami Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, segir að lögfræðiálit verði lagt fyrir útvarps- ráð í dag, þar sem nauðsynlegt sé að upplýsa ráðið um framvindu mála áður en fjallað verður frekar um það opinberlega. Vildi hann ekki segja til um hvert næsta skref yrði að því loknu. Ákvörðunartaka er í höndum framkvæmdastjóra ef um lausráðn- ingu er að ræða og útvarpsstjóra ef um fastráðningu er að ræða, eins og áður segir, að fengnum tillögum út- varpsráðs. Félag fréttamanna beið í gær eftfr ákvörðun útvarpsstjóra í málinu. Út- varpsstjóri sagðist ekki hafa með það að gera, þar sem ekki væri um að ræða fastráðningu, og vísaði á framkvæmdastjóra, sem sagði hins vegar að yrði fréttamaðurinn ráðinn væri ráðningin ígildi fastráðningar, og því yrði útvarpsstjóri að taka ákvörðun í málinu. I Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nýtt snjó- ruðningstæki á Keflavíkur- flugvelli SLÖKKVILIÐIÐ á Keflavíkur- flugvelli er að taka í notkun nýtt snjóruðningstæki, sem sameinar snjóplóg, kúst og blásara í eina einingu. Tækið er framleitt í Þýskalandi og kostaði tæpar 27 milljónir króna. Líkamsárás í Hvera- gerði TVEIR unglingspiltar í Hveragerði veittu manni á fertugsaldri áverka þegar þeir réðust á hann með hornaboltakylfu nálægt heimili hans í Hveragerði á laugardags- kvöld. Piltamir slógu manninn einu sinni í skrokkinn með kylfunni og flúðu síðan undan honum inn í sölutum, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Átök upphófust inni í sölutuminum og börðu piltamir manninn í höfuðið með munnþurrkugeymi. Hlaut hann við það áverka í andliti, en við lækn- isskoðun kom í ljós að þefr voru ekki alvarlegir. Árásarmennirnir og mað- urinn þekkjast, en erjui' munu hafa gengið milli þeirra í sumar. Rann- sókn málsins er á lokastigi og verð- ur það síðan sent ákæmvaldinu til afgreiðslu. ------------- Islenska sveitin sækir í sig veðrið ÍSLENDINGAR sigmðu lið Kól- umbíu með 2V4 vinningi gegn IV2 og hafa nú 16 vinninga og em fyrir of- an miðju í hópi 110 sveita á ólymp- íuskákmótinu í Kalmykíu. í þriðju umferð töpuðu þeir 1-3 fyrir sterkri sveit Eista, en tapið fyrir Portúgöl- um, IV2-2V2 í fjórðu umferð, olli von- brigðum. I fimmtu umferð unnu Is- lendingar góðan sigur á sveit Perú, 3-1, og í þeirri sjöttu gerðu þeir jafntefli við Filippseyinga. Á ÞRIÐJUDÖGUM FAST hefukþu SPURNINGAR VARIMNDI FJÁRFESTINGAR ogLÍFIYRISMÁU Vf Rlf> Yf LKOMlN? Með blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað um Verðbréfadaga Búnaðarbank- ans á Akureyri dagana 7.-9. október. Auglýsingunni er dreift á Akureyri. Pétur Marteinsson næst- bestur í Svíþjóð / B1 Þórður Guðjónsson í góðri samningsstöðu / B12 Fyigstu með nýjustu fréttum www.mbl.is i-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.