Morgunblaðið - 06.10.1998, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNB L AÐIÐ
Georg Lárusson verður varalögreglustióri 15. növember:i
Gefnar 33 milljónir
til Reykjalundar
Á SUNNUDAGSKVÖLD höfðu
safnast 33 milljónir króna í söfnun
SÍBS fyrir endurbótum á endur-
hæfíngaraðstöðu á Reykjalundi.
Ingólfur Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri söfnunarinnar, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær
að söfnunin hefði gengið ágætlega
miðað við það að símakerfi hennar
datt út um tíma á föstudagskvöld.
„Við stefndum á að safna 40
milljónum króna um helgina en
miðað við þessi skakkaíoll erum
við þokkalega ánægðir." sagði
hann. „Við vitum að við hefðum
getað safnað meiru hefði þetta
ekki komið upp á en erum sérstak-
lega ánægðir með þann mikla og
breiða stuðning sem við fundum
fyrir meðal landsmanna. Krafa
þjóðfélagsins um endurhæfingu
eykst frá ári til árs og við finnum
ekki síst fyrir henni hjá fyrirtækj-
um sem leggja mikið fé í að þjálfa
starfsmenn sína. Lendi starfs-
mennirnir í skakkaföllum er það
Söfnun
SÍBS haldið
áfram næstu
tvær vikur
hagur fyrirtækjanna að þeir geti
fengið endurhæfingu og komið aft-
ur til starfa.“
Verðlögðu skegg
vinnufélagans
Ingólfur segir mikið sjálfboða-
liðastarf hafa verið unnið þessa
helgi bæði á vegum SÍBS og Ör-
yrkjabandalagsins. Einnig hafi
vistmenn og starfsmenn á Reykja-
lundi lagt söfnuninni lið. Þá segir
hann mörg skemmtileg atvik hafa
komið upp við söfnunina. Á laugar-
dagskvöld hafi hann t.d. fengið
upphringingu frá hópi fólks sem
var úti að skemmta sér. Fólkið hafi
skorað á einn starfsfélaga sinn að
fylgja í fótspor Össurar Skarphéð-
inssonar, sem lagði skegg sitt und-
ir í beinni útsendingu á fóstudags-
kvöld. Það hafi verðlagt skegg
vinnufélagans á 70 þúsund krónur
og gert það að skilyrði fyrir af-
hendingu peningana að aðstand-
endur söfnunarinnar sendu rakara
á staðinn innan hálftíma.
„Villi rakari var ræstur út og
þar sem hann hafði engan rakspíra
við höndina var notast við það sem
fannst á barnum.“ segir Ingólfur
„Þetta varð síðan til þess að fleiri
starfsmenn ákváðu að láta snyrta
sig og að því loknu kom Villi til
baka með um 90 þúsund krónur."
Söfnunarfé verður varið til
byggingar nýrrar sundlaugar og
æfingaraðstöðu á Reykjalundi.
Sími söfnunarinnar, 800 6060,
verður opinn næstu tvær vikur
auk þess sem gíróseðlar munu
liggja frammi í bönkum og spari-
sjóðum.
Nýkomið!
Gardínuefni-prentuð báðum megin,
6 nýir litir, verð kr. 1.550
Tvíofin áklæðaefni,
henta í púða, dúka, áklæði og margt fleira,
verð kr. 1.770
bgu<
gluggatjaldadeild, Skeifunni 8
Námskeið um íþróttalæknisfræði
Algengustu
meiðsl á hnjám,
ökklum og öxlum
Heilbrigðisrað
íþrótta- og ólymp-
íusambands íslands
stendur fyrir námskeiði um
íþróttalæknisfræði sem
haldið verður dagana 8.-10.
október næstkomandi.
Birgir Guðjónsson hefur
ásamt samstarísmönnum
sínum staðið að undirbún-
ingi þessa námskeiðs.
„Álþjóðaólympíunefndin
og alþjóðasérsambönd og
læknanefndir þeirra hafa
lengi stuðlað að betri og
fræðilegri umönnun
íþróttamanna. Þetta er
gert með útgáfu fræðslu-
efnis, námskeiðahaldi eða
styrkveitingu til námskeiða
um íþróttalæknisfræði.
Læknaráð fyrri Ólympíu-
nefndar hélt slík námskeið
ý þrígang með styrk frá
Ólympíusamhjálpinni. Þátttaka á
þeim námskeiðum var mjög mik-
il. Eftir samruna hreyfinganna
kemur þetta í hlut Heilbrigðis-
ráðs íþrótta- og ólympíusam-
bands Islands."
Birgir segir að námskeiðið að
þessu sinni sé einkum ætlað
læknum, sjúki-aþjálfurum og
íþróttaþjálfurum og með því sé
verið að reyna að bæta undirbún-
ing og árangur íþróttafólks og
meðferð ef slys ber að höndum."
- Hefur undirbúningi íþrótta-
fólks verið ábótavant?
„Það hefði mátt gera meira af
því að leita ráðgjafar í upphafi
æfingaferlis. Það skiptir miklu að
vinna skipulega mað þjálfun
strax frá upphafi og þekkja
þannig álagsmöguleika og forð-
ast slys sem hafa viljað hrjá
íþróttamenn fram eftir öllu.“
-Eru íþróttameiðsl algengari
hér á landi en annars staðar í
heiminum?
„Það höfum við því miður litlar
upplýsingar um en algengustu
meiðsl eru á hnjám, ökklum og
öxlum.“
Hann segir að á námskeiðinu
verði farið yfir meiðslamöguleika
á liðum og hvað vöðvar líkamans
þola. Ýmsir sérfræðingar koma
að þessari umræðu á námskeið-
inu. „Sigurjón Sigurðsson læknir
ræðir um ökklameiðsl, Ragnar
Jónsson læknir um bakmeiðsl,
Atli Þór Ólason læknir mun fjalla
um hnémeiðsl og Ágúst Kárason
læknir um axlameiðsl. Að lokum
munu Gauti Grétarsson og Stef-
án S. Ólafsson sjúkraþjálfarar
kenna plástrun á -------------
meiðslum."
-Þið komið líka inn
á lyfjanotkun í íþrótt-
um.
„Já, lyf hafa verið
notuð í íþróttum hér á “
landi eins og annars staðar og þá
aðallega í kraftagreinum og
frjálsum íþróttum. Einn hand-
boltamaður hefur orðið uppvís að
því að nota lyf hér á landi.
Ástæðan fyrir því að við förum
í lyfjamálin sérstaklega eru þeir
atburðir sem hafa átt sér stað úti
í heimi undanfarið. Þar ber helst
að nefna hjólreiðarnar í Frakk-
landi og við ræðum um þau lyf
sem þar voru misnotuð." Auk
þess sem Birgir mun ræða um
lyfjamisnotkun mun Sigurður
Magnússon líffræðingur ræða
um lyfjaprófanir.
Birgir segir að efni námskeiðs
sem þessa mótist af aðalfyrir-
lesurum hverju sinni og að þessu
sinni er aðalfyrirlesarinn dr.
Birgir Guðjónsson
► Birgir Guðjónsson er fæddur
á Akureyri árið 1938. Hann
lauk eand.med. prófi frá lækna-
deild Háskóla fslands árið 1965
og fór síðan í sérfræðinám í lyf-
læknisfræði og meltingarsjúk-
dómum við Yale háskólasjúkra-
húsið í New Haven í Connect-
icut ríki í Bandaríkjunum.
Birgir var aðstoðarprófessor
við Yale háskólann í nokkur ár
og rekur nú eigin lækninga-
stofu í lyflæknisfræði og melt-
ingarsjúkdómum. Hann er yfír-
læknir við Hrafnistu í Hafnar-
firði.
Birgir stundaði íþróttir og
þjálfaði á sínum skólaárum.
Hann hóf aftur þátttöku í fé-
lagsstörfum eftir heimkomu ár-
ið 1978 og er nú m.a. formaður
Laga- og tækninefndar Frjálsí-
þróttasambands Islands og situr
í Læknanefnd Aþjóðafrjálsí-
þróttasambandsins.
Birgir er í varastjórn fþrótta-
og ólympíusambands Islands og
formaður Heilbrigðisráðs þess.
Eiginkona hans er Heiður A.
Vigfúsdóttir og eiga þau þrjú
börn og þrjú barnabörn.
Walter Frontera prófessor og yf-
irlæknir í endurhæfingu við Har-
vard-háskóla. Hann er félagi
Birgis úr læknanefnd Alþjóða-
frjálsíþróttasambandsins og er
mikilvirkur í íþróttalæknisfræði.
„Hann heldur tvo fyrirlestra
og fjallar sá fyrri um styrkleika-
þjálfun. Þar skýrir hann frá því
hvernig best er að ná styrkleika-
þjálfun á réttan hátt,
án þess að fara yfir
markið og hversu mik- ‘
ið má leggja á vöðva
líkamans. Seinni iyrir-
lesturinn fjallar um
“ endurhæfingu íþrótta-
manna sem hafa lent í meiðsl-
Styrkleika-
þjálfun án
þess að fara
yfir markið
- Hvað mun fleira verða fjallað
um á námskeiðinu?
„Fríða Rún Þórðardóttir nær-
ingarfræðingur og Pétur Magn-
ússon lyfjafræðingur ræða um
næringarfræði og fætubótarefni.
Margrét Jónsdóttir fótaaðgerða-
fræðingur talar um fótaaðgerðir
vegna álags á fætur og Stefán B.
Sigurðsson lífeðlisfræðingur
ræðir um þreytu auk þess sem
Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkr-
unarfræðingur og Lárus H.
Blöndal ræða um sálfræðiundir-
búning. Þá mun ég fjalla um
ferðasmitsjúkdóma."
Hægt er að skrá sig á nám-
skeiðið hjá skrifstofu ÍSÍ.