Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sambýli og heilsugæslustöð tekin 1 notkun á Grenivík Starfsemi Grenilundar mikilvæg í sveitarfélaginu GRENILUNDUR, nýtt sambýli fyrir aldraða og heilsugæslustöð var tekin í notkun á Grenivík í Grýtubakkahreppi á laugardag að viðstöddu Ijölmenni. Húsið er á svonefndu Hiaðatúni við Túngötu 2 og er 517 fermetrar að stærð, en þar af er heilsugæslustöðin í um 64 fer- metrum. Ein íbúð er í húsinu og átta einstaklingsherbergi. Margrét Jóhannsdóttir for- maður bygginganefndar rakti söguna, en hún nær aftur til árs- ins 1991 þegar fyrst var farið að huga að slíkri byggingu. Fóru forsvarsmenn víða í leit að heppi- legri lausn og á það sinn þátt í hversu vel tókst til, að sögn Margrétar. Bakslag í atvinnulífi hreppsins í kjölfar erfiðleika frystihússins og bygging íþrótta- húss höfðu þau áhrif að ekki var hafist handa fyrr en í fyrra en ákvörðun um að ráðast í þetta stórvirki var tekin í ársbyijun 1997 og fyrsta skóflustungan tekin í sumarbyrjun. Sjö íbúar eru þegar fluttir inn í húsið og fleiri hyggja á flutning á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er sannkallaður hátíðis- dagur,“ sagði Margrét við vígslu hússins „og gott þegar aldurinn færist yllr að vita af þessu skjóli hér í sveitarfélaginu." Séra Pétur Þórarinsson sókn- arprestur blessaði húsið og vígði það. Sagði hann m.a. að íbúar hreppsins gætu verið stoltir af því að sveitarfélagið gæti boðið upp á þessa þjónustu. Var sókn- arprestur sannfærður um að íbú- Morgunblaðið/Margrét Póra FJOLMENNI var við vígslu Grenilundar, sem er sambýli fyrir aldraða í Grýtubakkahreppi og jafnframt heilsugæslustöð. MARGRÉT Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson hafa komið sér vel fyrir í hjónaíbúðinni í Grenilundi, en hún heitir Látrar. Auk íbúðarinnar eru á sambýlinu einnig herbergi fyrir átta einstaklinga. FRIÐRIK Vagn Guðjónsson og Hjálmar Freysteinsson heilsugæslu- læknar, á milli þeirra stendur Sesselja Bjarnadóttir hjúkrunar- fræðingur, en þau eru þarna stödd í nýjum húsakynnum heilsugæslu- stöðvarinnar á Grenivík. Þeir Friðrik og Hjálmar koma tvisvar í viku til að sinna íbúum í Grýtubakkahreppi og hafa tekið miklu ástfóstri við þá. Þeir hafa í hyggju að setjast þar að þegar aldurinn færist yfir og skora í kjölfarið á eldri konur á elliheimilinu á Akranesi í línudans! ar Grenilundar myndu eiga nota- legt ævikvöld við góða umönnun í hinu nýja húsi. Allt nema flugvöllur Guðný Sverrisdóttir sveitar- sljóri sagði stofnunina hafa mikla þýðingu fyrir sveitarfélagið, en að geta boðið upp á þjónustu af þessu tagi gerði samfélagið vænna til búsetu en ella. Valgerð- ur systir hennar alþingismaður sem ávarpaði samkomuna sagði mikla uppbyggingu hafa orðið í hreppnum á sfðustu tveimur ára- tugum, m.a. hefði risið nýr grunnskóli og nýtt íþróttahús og í raun vantaði ekki neitt í sveit- arfélagið nema flugvöll! Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra Iauk lofsorði á góða samvinnu við hcimamenn um bygginguna en þeir hefðu verið kappsamir og duglegir. Húsið væri mikil bæjarprýði og gaman væri að sigla inn í ár aldraðra með því að taka svo glæsilegt hús í notkun. Haukur Haraldsson og Fanney Hauksdóttir á Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks á Akureyri sáu um hönnun hússins. Verktaki við byggingu þess var Trésmíða- verkstæði Þorgils Jóhannessonar á Svalbarðseyri og nam kostnað- ur við bygginguna um 47,5 millj- ónum króna, en áætlaður kostnaður var um 54 milljónir króna. Fjóla Stefánsdóttir hjúkr- unarfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður Grenilund- ar, en auk hennar starfa þar fjór- ir aðrir. Margar góðar gjafír bárust, m.a. gaf Kvenfélagið Hlín sjón- varps- og myndbandstæki, Lionsklúbburinn Þengill gaf blóðþrýstingsmælitæki og sykur- mælir fylgdi með, hönnuðir gáfu bókina Byggðir og bú í Suður- Þingeyjarsýslu, Arnbjörg Hall- dórsdóttir gaf útsaumaða mynd og íbúarnir færðu húsinu einnig útsaumaða muni og þá færði Hrafn Pálsson heimilinu hljómplötu. Nemendur Sjávarútvegsskóla SÞ á námskeiði við Háskólann á Akureyri Stjórnun físk- vinnslufy rirtækj a og markaðsfræði Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna. NEMENDUR í Sjávarútvegs- háskóla Sameinuðu þjóðanna hafa stundað kennslu við Háskólann á Akureyri síðustu tíu daga, en þar hafa þeir sótt námskeið um stjórn- un fiskvinnslufyrirtækja og markaðsfræði. Nemendurnir eru alls sex og koma þeir frá þremur Afríkuríkjum, Úganda, Gambíu og Mósambik. Nemendumir hafa sótt bóklega kennslu fyrir hádegi og heimsótt sjávarútvegsfyrirtæki á Eyjafjarð- arsvæðinu síðdegis. „Nemarnir hafa hvarvetna hlotið góðar viðtökur," sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri „og fært mönnum heim sönnur á að sjávarútvegur er lífvæn- leg atvinnugrein." Telur rektor að samvinna milli Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna og Háskólans á Akureyri muni eflast og dafna, en þetta námskeið væri fyrsta skrefíð í samvinnu milli þeirra. Gera mætti ráð fyrir að í kjölfar þess myndi Háskólinn á Akureyri í auknum mæli taka þátt í grunnnámi og sér- hæfmgu nemanna. Reynslan nýtist þegar heim er komið Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegháskóla SÞ, sagðist ánægður með samstarfíð við Háskólann á Akureyri. Nemamir sex eru þeir fyrstu sem sækja þetta nám, en það tekur alls sex mánuði. Byrjað er á gmnnnámi og voru nemamir að ljúka því með dvölinni á Akureyri. Þá tekur við nám á sér- sviðum og kvaðst Tumi vænta þess að hægt yrði að stunda það að ein- hverju leyti fyrir norðan. Nemamir eru allir vel menntaðir, hafa lokið háskólaprófí, eru með reynslu af störfum á sjávarútvegs- sviði og eru allir í áhrifastöðum inn- an þess í sínum heimalöndum. Við val á nemendum er að sögn Tuma haft að leiðarljósi að þeir komi frá löndum þar sem fískveiðar eru í vexti og sjávarútvegurinn að færast inn í alþjóðlegt umhverfí. Reynslan af Islandsdvöldinni ætti því að nýtast þeim er heim er komið. Norðurland eystra Atvinnu- lausum fækkar ATVINNULAUSIR á Norðurlandi eystra vom 328 um síðustu mánaðamót, 241 kona og 87 karlar og hafði atvinnulausum fækkað um 19 frá mánuðinum á undan. Af þess- um hópi eru 117 í hlutastarfí en þiggja atvinnuleysisbætur á móti. Samkvæmt yfirliti frá Svæðis- vinnumiðlun Norðurlands eystra, voru 246 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri, 183 konur og 87 karlar. Á Húsavík og nágrenni voru 9 á skrá, 8 konur og einn karl, í Olafs- firði voru 16 á skrá, 11 konur og 5 karlar og á Dalvík voru 2 á skrá, ein kona og einn karl. Helena Karlsdóttir forstöðumað- ur Svæðisvinnumiðlunarinnar sagði að atvinnuástand á svæðinu hafi verið með allra besta móti að und- anfornu, en allt eins mætti búast við að eitthvað fjölgaði á atvinnuleysis- skránni á næstunni. Nokkrir eldtraustir skjalaskápar með 20% afslætti FireKing diÉ/l Stærsti framleiðandi heims á eldtraustum skjalaskápum, hágæðavara. Gagni Sunnuhlið 1, Akureyri, símar 461 4025 og 555 0528 Aukin tengsl við Hafnai’íjörð BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum fyrir helgi að stefna að auknum tengslum milli Akureyrar og Hafnarfjarðar. Bæjarráð fól fræðslumálastjóra í samráði við fulltrúa Hafnarfjarðar- bæjar að vinna að undirbúningi að slíkum samskiptum næstu tvö ár. Starfsmenn menningarmála á Ak- ureyri og í Hafnarfirði hafa átt í viðræðum um möguleika á að koma á nánari tengslum milli bæjanna. Bæjarráði Akureyrar var gerð grein fyrir þeim viðræðum, auk þess sem lögð var fram greinargerð um hugs- anlegan ramma að slíkum tengslum. Ingólfur Ármannsson, fræðslu- málastjóri Akureyrarbæjar, sagði að gert væri ráð fyrir að hefja sam- skiptin upp úr næstu áramótum með einhverjum samkomum og til viðbótar verði 2-3 eyrnamerkt verk- efni á hvoru ári. Þar er um að ræða verkefni, þar sem aðilar geta haft eitthvert gagn hvor af öðrum, bæði á menningarsviðum og fleiri sviðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.