Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 15

Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ Nýr leiktækja- og knatt- borðssalur LASER Chaser, er nafn á nýjum leiktækja- og knattborðssal sem nýlega var opnaður í 500 fer- metra húsnæði að Óseyri 4 á Akureyri. Þar er m.a. hægt að fara í byssuleik með laserbyssur í 330 fermetra völundarhúsi. Þessi Ieikur hefur vakið mikla athygli og þá ekki síst á meðal fólks á aldrinum 20-40 ára. Hins vegar eiga allir aldurs- hópar að geta fundið eitthvað við sitt hæfí á staðnum en þar eru einnig ýmis önnur leiktæki og snókerborð. A myndinni eru eig- endur staðarins, f.v. Halldór Kristjánsson, Friðfínnur Magnús- son og Gunnar H. Gunnarsson. Þjónusta stofnana við fatlaða ÞJÓNUSTA stofnana við fatlaða og mat á þeirri þjónustu er heiti íyrir- lesturs sem dr. Chris Fyffe og Jeffery McCubber frá Viktoríufylki í Astralíu flytja á vegum endur- menntunarnefndar Háskólans á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 7. október kl. 16 í stofu 16 i húsa- kynnum háskóla við Þingvallastræti. Þau munu kynna hvernig starfs- menn stofnana sem veita fótluðum þjónustu geta metið gæði þjónust- unnar. Matstækið sem kynnt verður er notað í Viktoríufylki í Astralíu og er þvi ætlað að meta hvort þjónusta við fatlaða er í raun í samræmi við gæðastaðal fylkisins í þjónustu við fatlaða. Nokkur reynsla er fengin nú þegar og er þetta einn þáttur þar- lendra yfii'vaida til að standa vörð um gæði veittrar þjónustu. Auk um- fjöllunar um matsfyrirtækið verður gerð grein fyrir þvi hvernig hvetja má starfsmenn til að bæta þjónustu. Halldór teflir fyrir Island UNGUR Akureyringur, Hall- dór B. Halldórsson, sem er 14 ára gamall, mun tefla fyrir Is- lands hönd á heimsmeistara- móti barna 14 ára og yngri, en það fer fram á Spáni um næstu mánaðamót. I kjölfar góðs árangurs á Skákþingi Norð- lendinga síðasta vor náði Hall- dór efsta sæti á stigalista skák- manna 14 ára og yngri og reyndar eiga Akureyringar ekki einungis fyrsta sætið á þeim lista, heldur líka það næsta, en það skipar Stefán Bergsson, félagi Halldórs. Stefán fór með sigur af hólmi á Fischerklukkumóti hjá Skák- félagi Akureyrar nýlega, fékk 5 vinninga af 7 mögulegum. Atdagur Skákfélagsins var haldin á sunnudag og sigraði Þór Valtýsson með 7,5 vinn- inga af 9 mögulegum. Næsta mót verður á fimmtu- dagskvöld, 8. október og hefst það kl. 20, þá hefst Haustmót félagsins næstkomandi sunnu- dag, 11. október, kl. 14. AKSJÓN Þriðjudagur 6. oktober 12.00ÞSkjáfréttir 18.15ÞKortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45,19.15,19.45, 20.15 og 20.45. 21.00ÞBæjarmál Fundur í bæjarstjórn Akureyrar frá fyiT um daginn sýndur í heild. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 1 5 Lifur er holl og góð Lifur er járnríkasta kjötafurðin. 100g in/iihalda: 5,18 mgaf járni Aðeins 4,7 g fitu (l,5g mettuð) 3.06 mg A-vítamín 20 mg C-vítamín Kjötmarkaður GOÐA Kirkjusandi v/Laugarnesveg alltaf göour www.mbl.is AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Antonsson I '• , -. i-.i ws&kPmmŒzP m. ■' ZZ" BREVTINC Á MITSUBISHI PAJERO KOSTAR AOEINS KR. IPRJEROI MO ERU ABS HEMLAR OC ORVGCISPUDAR HLUTI AF RIKULECUM STADALBÚNADI Í ÖLLUM PAJERO JEPPUM. ÞRATT FVRIR PAD ER VERDID OBREVTT. HtKIA KRAFTINN, ÍBURDINN OC ÞJEGINDIN ! MITSUBISHI iitiií’hwi un’/nni!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.