Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 18

Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ _____________________VIDSKIPTI Domino ’s Pizza seld fyrir 70 milljarða THOMAS S. Monaghan, stofn- andi Domino’s Pizza, stærstu pizzusendingarkeðju í heimi, hef- ur samþykkt að selja fyrirtækið til fjárfestingarsjóðsins Bain Capital Inc. A einum áratug hefur Monaghan losað sig við miklar eignir og gefið andvirðið til góð- gerðamála. Bain kaupir af Monaghan-fjöl- skyldunni mmlega 90% hlut í Domino’s íyrir 70 milljarða ísl. kr. en það er sú upphæð, sem Monag- han vildi fá fyrir fyrirtækið þegar hann reyndi að selja það 1989. Nýju eigendurnir ætla að halda yfírstjóm fyrirtækisins óbreyttri að því undanskildu, að skipaður verður nýr aðalframkvæmdastjóri í stað Monaghans, sem verður stjórnarformaður. Mun hann einnig eiga áfram lítinn hlut í Dom- ino’s, sem hann stofnaði ásamt James, bróður sínum, 1960. James skipti á sínum hlut og Volkswagen- bjöllu fyrir löngu. Stofnandi fyrir- tækisins ætlar að helga sig góð- gerðarmálum Salan hjá Domino’s var rúmlega 210 milljarðar ísl. kr. á síðasta ári og hagnaður fyrir skatt um 4,3 milljarðar kr. Rekur það eða er með samninga við 6.100 staði um allan heim. Eignirnar trufluðu hann Þegar Monaghan, sem er 61 árs að aldri, skýrði frá sölunni sagði hann, að hann vildi verja tíma sín- um í þágu góðgerðastofnunar, sem er í hans eigu, en á síðustu árum hefur hann selt þyrlu, flugvél og skemmtisnekkju, fornmuni ýmiss konar, tvær útvarpsstöðvar, afþreyingarstað við Huron-vatn og margt fleira. Sagði hann þessar eigur hafa truflandi áhrif á sig og gaf andvirðið til ýmissa góðra mála á vegum kaþólsku kirkjunnar. 1992 seldi Monaghan einnig kylfuknattleiksliðið Detroit Tigers stofnanda Little Caesars pizza, Michael Illitch, fyrir 5,7 milljarða kr. Sami rekstur áfram Þegar Monaghan stofnaði Dom- ino’s lagði hann strax áherslu á af- hendingarþjónustuna og hætti fljótlega alveg að bjóða upp á veit- ingaaðstöðu. Vildi hann, að fyrir- tækið yrði rekið áfram á þeim grunni og er haft eftir talsmanni Domino’s, að af þeim, sem vildu kaupa, hefði Bain verið eitt af fá- um, sem ekki vildi umbylta rekstr- inum. Bain hefur ítök í alls konar neysluvöruframleiðslu og smásölu- fyrirtækjum. (Heimild: The Wall Street Journal) iví; | ntnwra NÝTTIIÞÍR DREIFINGARSTYRK MORGUNBLAÐSINS Innskot er auglýsinga- og kynningarefni sem er dreift með Morgunblaðinu Með innskoti er hægt að ná til mikils fjölda fólks í einu á öruggan og hagkvæman hátt og nýta þannig dreifingarstyrk Morgunblaðsins um land allt. Efni af ýmsu tagi er hægt að stinga inn í blaðið og jafnframt er hægt að velja það dreifingarsvæði sem hentar hverju sinni. msi Morgunblaðið er mest lesna dagblað á íslandi og samkvæmt fjölmiðlakönnunum lesa 60% þjóðarinnar blaðið að meðaltali á hverjum degi og 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið er eina dagblaðið í Upplagseftirliti og samkvæmt síðustu mælingu er meðaltalssalan á dag 53.198 eintök. Hafðu samband við auglýsingadeiid Morgunblaðsins í síma 569 1111 og fáðu nánari upplýsingar um þá möguleika sem þér standa til boða með innskoti í Morgunblaðið. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is TVEIR nýir SAAB 9-5 bflar í árekstursprófi en bfllinn fékk bestu ein- kunn Alþjóða ferðaþjónustusambandsins nýlega. BMW, Saab og Toyota öruggastir Briissel. Reuters. BMW 5, Saab 9-5 og Toyota Camry eru meðal öruggustu fjölskyldubíla af stærri gerðinni samkvæmt niður- stöðum árekstraprófana evrópskra bifreiðafélaga. Bílar af þessum gerðum hlutu beztu einkunn, fjórar stjömur, fyiir öryggi farþega eftir prófanir á veg- um Alþjóða ferðaþjónustusambands- ins AIT (Intemational Tourism Alli- ance) og alþjóðlega bifreiðasam- bandsins FLA (International Automobile Federation). Audi A6, Mercedes E línan, Opel Omega og Volvo S70 fengu þrjár stjörnur. Prófanimar vom hinar fjórðu í röð prófana samkvæmt svokölluðu Euro NCAP kerfi AIT/FIA. Prófanir á litlum og meðalstómm bflum hafa þegar farið fram og niðurstaða próf- ana á fjölnota bílum verða biiiai- í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Öryggi hefur aukizt Richard Woods, einn framá- manna FIA, telur að framleiðendur hafí aukið öryggi farþega á margan hátt vegna niðurstaðna fyrri Euro NCAP prófana. Hann telur þó að framleiðendur geti gert margt fleira til að draga úr hugsanlegum meiðslum vegfarenda sem verða fyrir bíl. Af þeim sjö síðustu bflum sem gengust undir Euro NCAP prófan- irnar fengu sex tvær stjörnur að því er varðar öryggi vegfarenda. BMW 5 línan fékk aðeins eina stjörnu. Woods sagði að auk þess að stuðla að endurbótum til að auka öiyggi beitti FIA sér fyrir því að dregið verði úr útblæstri bifreiða. FIA hefur í hyggju að verðlauna þann framleiðanda í Evrópu, sem fyrstur fær fjórar stjörnur íyrir öryggi samkvæmt Euro NCAP mælikvarða og fullnægir nýjum og ströngum reglum Evrópusambands- ins um útblástursmörk bifreiða. Reglurnar taka gildi árið 2005 og FIA telur að þær muni minnka út- blástur bifreiða um þrjá fjórðu. Einkunnir 5 evrópskra ibanka lækkaðar London. Reuters. MOODY’s Investors Service, hin kunna matsstofnun, hefur lækkað einkunnir sem hún hefur veitt við mat á fimm evrópskum stórbönk- um og framtíð þeiira og vísar til tengsla þeirra við baktryggingar- sjóði og lánveitinga á nýtilkomnum og bágstöddum mörkuðum. Hlutaðeigandi bankar eru Barclays Bank í Bretlandi, Deutsche Bank og Dresdner Bank í Þýzkalandi, ING Bank í Hollandi og franski bankinn Pari- bas. Moody’s sagði að fleiri vestur- evrópskir bankar vektu svipaðar áhyggjur, en tillit hefði verið tekið til þess í núverandi mati á þeim og framtíðarhorfum þeirra. Bankar hafa orðið óþyrmilega fyrir barðinu á erfiðleikum bak- tryggingarsjóða vegna þess að verð hlutabréfa þeirra hefur hrun- ið. Stærsti banki Evrópu, UBS, hefur skýrt frá gífurlegu tapi vegna tengsla við Long-Term Capital Management, sem nú er verið að bjarga. Moody’s benti hins vegar á að fjárhagsstaða flestra evrópskra banka væri góð vegna þess að þau tilheyrðu traustum bankakerfum og að veruleg niðursveifla á fjár- hagsstöðu þeiri-a væri ólíkleg. Þó yrði haldið áfram að fylgjast með framvindunni á þessu sviði. Nýsköpunarsjóður atvinnulífeins hefur ákveðið að selja 145% hlut í Þróunarfélagi íslands hf. Um er að ræða hlut að nafnvirði 160 m. kr. Ákveðið hefur verið að selja hlut þennan í einu lagi. Tilboð berist til Nýsköpunarsjóðs að Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavlk fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 14. október nk. Tilboðin verða opnuð i húsakynnum sjóðsins að Suðurlandsbraut 4 kl. 13.00 fimmtudaginn 15. október 1998. Bjóðendum er heimilt að vera viðstaddir opnun tilboða. Miðað er við að hlutabréfin verði afhent gegn staðgreiðslu eigi síðar en 26. október 1998. Tilkynning verður gefin út um niðurstöðu málsins eigi síðar en 27. október 1998. Nýsköpunarsjóður áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum. MÝSKÖPUNARSjÓÐUR Suðurlandsbraut 4 • 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.