Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 19 Fatnaður í heima- sölu KOMINN er út bæklingur með haust- og vetrarlínu frá GreenHouse. Að sögn Bjargar Kjartansdótt- ur, umboðsmanns GreenHouse á íslandi, er fyrirtækið danskt og selur vandaðan dömufatnað. Fatnaðurinn er aðallega seldur á kynningum í heimahúsum og heima hjá sölukonum. Einnig er hægt að hringja og panta flíkur. Bæklingar eru ókeypis. Fyrir- tækið er til húsa að Rauðagerði 26. NEYTENDUR Húðflúr meðal unglinga Þurfa skrif- legt leyfi for- ráðamanna FÓLK þarf að huga að ýmsu áður en það fær sér húðflúr eða húðgötun. Að sögn Arnýjar Sigurðar- dóttur, hjúkrunarfræðings hjá heilbrigðissviði Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur, þarf umhverfi stofunnar að vera hreinlegt og fólk að fá upplýsingar um mögulega fylgikvilla inngripsins og umgengni og meðhöndlun svæðisins. Áhersla á hreinlæti „Húðflúrari eða húðgatari þarf að þvo hendumar milli við- skiptavina og nota einnota hanska. Þá er nauðsynlegt að áhöld séu innpökkuð og dauð- hreinsuð og einungis notuð fyr- h- einn viðskiptavin og síðan þrifin, endurpökkuð og dauð- hreinsuð." Ámý segir að húð þurfi að sótthreinsa fyrir inn- grip. Þá þarf að blanda liti fyrir hvem viðskiptavin og nota einnota bikara undir þá. „Við viljum gjaman brýna fyrir forráðamönnum unglinga að það er bannað að húðflúra eða húðgata einstakling undir 18 ára aldri nema með skriflegu leyfi forráðamanns og benda á að forráðamaður kynni sér mögulega fylgikvilla og meðferð á meðhöndlaða svæðinu." Foreldrar spyrjast talsvert fyrir Þegar Árný er spurð hvort margar kvartanir berist vegna aðstæðna á stofum sem sjá um húðflúr eða húðgötun segir hún að slíkt sé óalgengt hjá stofum sem em í rekstri í borginni og hafa tilskilin leyfi. „Foreldrar hringja á hinn bóginn talsvert til að spyijast fyrir um húðflúr og hreinlæti í því sambandi en þeir þurfa að gefa bömum sín- um og unglingum skriflegt leyfi. Við brýnum fyrir þeim sem hringja að ef þeir láta fram- kvæma húðflúr eða húðgötun á stað sem ekki hefur tilskilin leyfi og útbúnað þá er það á þeirra ábyrgð. Verðhjöðnun á sérvörum FÉLAG sérvöruverslana hefur að undanförnu verið að vekja athygli á því að það borgi sig að að versla ýmsa sérvöru hér á landi. „Ef bor- ið er saman verð á sömu vöru hef- ur komið í Ijós að verslanir hér á landi em sammkeppnishæfar um verð á flestum sviðum. En verð- hjöðnun hefur átt sér stað á sér- vörunni nú undanfarin misseri," segir Björn Ágústsson, formaður í Félagi sérvöruverslana. „Ég get tekið dæmi um barnafatnað. Það hefur komið í ljós að sambærileg- ur bamafatnaður sem seldur er án virðisauka í útlöndum er ekkert ódýrari þar en hér á landi þótt fatnaður sé hér seldur með virðis- auka. Það er nærtækt fyrir mig að taka dæmi um verð á úmm og klukkum, þar eð ég rek verslunina Meba í Kringlunni. Þegar ég ber saman nákvæmlega sömu hlutina þá er verðið á sumum vörutegund- um ódýrara hér eða á sama verði. I tiskufatnaði hefur framboðið sí- fellt verið að aukast hér á landi. Ef gerður er samanburður á sam- bærilegum fatnaði sem seldur er hér og í útlöndum þá er hann síst dýrari hér auk þess sem dýrari merkjafatnaður er ódýrari hér. Það getur verið ýmislegt óhag- ræði af því að versla erlendis. Fólk getur til dæmis ekki skipt vöranni sem keypt hefur verið er- Iendis. Ef um fatnað er að ræða þá getur hann verið of stór eða of lít- ill eða þá að varan er gölluð. Ef varan er ekki keypt hér á landi er ef til vill ekki hægt að fá í hana varahluti. Ég get tekið dæmi um úrakeðjur. Það hefur komið til mín fólk sem vantar hlekk í keðj- una á úrinu sínu sem það keypti erlendis en þar eð þessi tegund af úri er ekki seld hér fæst ekki hlekkurinn. Það er ýmislegt sem hefúr gert það að verkum að hægt hefúr verið að lækka vömna hér á landi. Má nefna lækkuð flutnings- gjöld og hagkvæmari samningar við framleiðendur erlendis," sagði Björn. KULDAGÖLLUM FYRIR KRAKKA Á ÖLLUM ALDRI Orginal Beaver fóöraður útigalli Stærðir: 90 -150 Litir: Blár, rauður og gulur ÞÍn FRÍSTUND OKKfiRFfiG Sterkur útigalli Stærðir: 90 -150 Litir: Rauður, gulur, khaki sportvórov Lu» /o V.INIERSPORT BILDSHÖFÐI 20 - 112 REYKJRVIK 1510 8020 V Ath. tæki ekki innifaKn i verði Sf§L fk, &éM§,r Sf§L Vib Fellsmúla Sími 588 7332 Ath. tski ekki innifalin í verði VERSLUN FYRIR ALLA ! Við sníðum innréttinauna inauna að þínum þörfum. Láttu hugmyndir þínar verða að veruleika L C OHKfímBLUfí Rk 55X4!®%-’ SffL Ath. tæki ekki innifolin í verði Tilboðs- og teiknivinna án skuldbindinga § o i 1 1 jWji: 9JALF VFhltÍ MAÖSVM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.