Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 21

Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 21 Reuters FERNANDO Henrique Cardoso ásamt Ruth, eiginkonu sinni, og barnabarninu Pedro. í gær benti allt til, að Cardoso hefði sigrað með yfírburðum, fengið allt að 56% atkvæða. Forsetakosningarnar í Brasilíu Sigur Cardosos talinn öruggur Sao Paulo. Reuters. FERNANDO Henrique Cardoso, forseti Brasilíu, virtist í gær, þegar um helmingur atkvæða hafði verið talinn eftir fyrstu umferð forseta- kosninganna í landinu á sunnudag, hafa hlotið stuðning hreins meiri- hluta kjósenda til að gegna embættinu annað kjörtímabil. Þegar talinn hafði verið um helmingur hinna 106 milljóna at- kvæða sem söfnuðust saman í um- fangsmestu kosningum sem fram hafa farið í Suður-Ameríku var staðan sú, að 50,35% atkvæðanna féllu jafnaðarmannaleiðtoganum Cardoso í vil, en tæp 35% studdu Luiz Inacio Lula da Silva, vinstri- sinnaðan mótframbjóðanda forset- ans. Brasilíumönnum ekki hátíð í hug vegna efnahagsvandans Með því að annar frambjóðand- inn hlýtur yfír helming atkvæða í fyrstu umferð kosninganna fellur önnur umferðin niður. Með sigri yrði Cardoso fyrsti þjóðkjörni for- setinn í sögu Brasilíu sem næði endurkjöri með lýðræðislegum hætti. En Brasilíumönnum er ekki hátíð í hug, þrátt fyrir þessi sögu- legu tímamót. Helztu fjölmiðlar landsins, sem strax í gær lýstu yfir naumum sigri Cardosos, beindu at- hygli forsetans að hinum gífurlega efnahagsvanda sem landið er í. Milljarðar dollara hafa „flúið“ fjár- málamarkaði Brasilíu og vextir hafa verið hækkaðir upp í 50% í því skyni að hamla gegn því að gjald- miðill landsins, realinn, fari sömu leið og rússneska rúblan, en geng- ishrun hennar fylgdi í kjölfar efna- hagsöngþveitisins þar eystra. A fundi Alþjóðagjaldeysrissjóðs- ins í Washington var fyrirsjáanleg- um sigri Cardosos fagnað með lófa- klappi. Alþjóðlegir fjármálamarkað- ir og margir Brasilíumenn sjá í Car- doso beztu trygginguna fyrir efna- hagslegum stöðugleika í Brasilíu, stærsta lands Suður-AmeiTku með yfn-150 milljónir íbúa. Swissair-flugslysið við Nova Scotia Upptökur flug- rita og hljóð- rita brenglaðar RANNSÓKNARMENN sem rannsaka flugslys Swissair-flug- vélarinnar við strendur Kanada í síðasta mánuði, þar sem 229 manns fórust, segjast eiga í erfið- leikum með að skera úr um hvort flugriti og hljóðriti vélarinnar muni geta hjálpað þeim að ákvarða orsök slyssins. Greindi The Globe and Mail frá því í gær að ekki einungis hefðu ritarnir ekki tekið upp síðustu sex mínút- ur flugsins heldur voru þeir í ólagi jafnvel fyi'ir þann tíma. Eru upptökur frá þeim tíma sem líklegt er að vandræði flug- vélarinnar hófust svo brenglaðar að þær eru ekki sagðar geta gefið meira en lauslega vísbendingu um hvar bilanirnar áttu upptök sín. Segir Vic Gerden, sem fer fyi-ir rannsókn á orsökum slyss- ins, að þeir hafi lítt getað endur- bætt þá kenningu sína að raf- magnsbilun hafi orðið í flugvél- inni sem líklega setti af stað þá hrinu bilana sem síðan ollu slys- inu. Nú er allt kapp lagt á að bjarga meginhluta flugvélarbraksins af hafsbotni áður en vetur skellur á en Gerden og menn hans telja brakið geta gefið mikilvægar vís- bendingar um orsök slyssins. ERLENT Þingkosningar fóru fram í Ástralíu um helgina Hægristjórn Howards hélt naumlega velli Sydney, Ipswich. Reuters. JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, á kjörstað. HÆGRISTJORN Johns Howards hélt velli í þingkosningum í Ástralíu á laugardag en hefur mun veikari þingmeirihluta en áður. Talningu atkvæða er enn ekki lokið en líklegt er talið að samsteypustjórn Þjóðar- flokks Howards og Frjálslynda demókrataflokksins hafi þegar upp er staðið tryggt sér 78 sæti í neðri deild þingsins, þar sem sitja 148 fulltrúar, en hafði fjörutíu og fjög- urra sæta meirihluta áður. Er talið að Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, hljóti 69 þingsæti og bætti verulega við sig en einn óháður frambjóðandi náði kjöri á neðri deild þingsins. Pauline Hanson, og flokkur henn- ar, Ein þjóð, galt hins vegar afhroð í kosningunum og tapaði Hanson sjálf þingsæti sínu. Hlaut flokkur- inn einungis átta prósent fylgi á landsvísu en fékk 23% í ríkiskosn- ingum í Queensland í sumar og tekst líklega aðeins að tryggja sér eitt þingsæti. Heather Hill, sem að öllum líkindum vann sæti í efri deild þingsins, sagði hins vegar í gær að varast bæri að afskrifa Eina þjóð. Stjórnarandstaðan spáði því á sunnudag að atlaga yrði gerð að Howard sem leiðtoga Þjóðarflokks- ins í ljósi slakrar útkomu flokksins í kosningunum. Segja fréttaskýrend- ur a.m.k. ljóst að Howard muni eiga í erfiðleikum með að koma áætluð- um efnahagsumbótum í gegnum þingið enda hefur hann innan raða Þjóðarflokksins nokkra uppreisnar- menn sem hafa lýst óánægju með tíu prósent skattlagningu á vörur og þjónustu sem fyrirhuguð er. Sagði Bob Katter, þingmaður Þjóð- arflokksins, að forsætisráðherrann gæti farið flatt á því að reyna að þröngva frumvarpinu óbreyttu í gegnum þingið enda sýndu skoðanakannanir að meirihluti Astrala væri því andsnúinn. Verkamannaflokkurinn hefur lýst sig andvígan skattinum og það gæti valdið Howard enn frekari erf- iðleikum að svo virðist sem stjórn- arandstaðan hafi aukið meirihluta sinn í efri deild þingsins í kosning- unum, en efri deildin getur hæg- lega komið í veg fyrir staðfestingu lagafrumvarpa. Flestir nýrra þing- manna efri deildarinnar eiga reynd- ar ekki að taka sæti sín fyrr en um mitt næsta ár og er því talið líklegt að Howard reyni að koma frum- varpinu í gegn fyrir jól. Til þess þarf hann samt sem áður að tryggja sér stuðning tveggja óháðra þingmanna og það mun reynast þrautin þyngri því annar þeirra, Brian Harradine, lýsti því yfir í gær að eitthvað mikið yrði að gerast til að hann fengi sig til að styðja skatt á nauðsynjavörur sem fyrst og fremst myndi koma illa niður á þeim er minna mega sín. þvsk gæðatæhni B \ <$> 28" Black Line D myndlampi | Jp <a> Nicam Stereo magnari <® Textavarp með íslenskum stöfum <$> Sjálfvirk stöðvaleitun 1 <s> Valmyndakerfi <s> Tvö Scart-tengi I «s> RCA tengi að framan | <s> Einföld fjarstýring t REYKJAVlK: Heimskringlan, Kringlunni. VESIURLAKD: Hljómsýn, Akranesi. Kaupfélag Borgfiröinga. Borgarnesi. Blómslurvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrimsson, Grundarliröi. VESIFIRBIR: Ralbúö Jnnasar Þórs. Parreksfiröi. Póllinn, Isafirði. MOHBURIAND: Kf Steingrímsljaiöar. Hnlmavik. Kf V-Húnvetninga. Hvammslanga. If Húnvetninga. Blönduósi. Skagfiröingabúð. Sauðárkróki. KEA Oalvík. Bnkval. Akureyri. Ljnsgjalinn. Akureyri. Ff PingeYinga. Húsavík. Urö, Raularhöln. IURIAND: Kf Héraösbúa. fgilsstöðum.VersluninVik Neskaupsstað Kauptún. Vopnaf irðl KF Vopnfirðinga. Vopnafirði. Kf Héraösbúa. Seyöisfirði.Iumbræður. Sevðisfirðí.KE fáskrúðsfjaröar. Fáskrúðsfiröi. KASK Djúpavogi KASK. Höln Homafírði. SUÐURLAND. Ralmagnsverkstæði KR. Hvolsvelli. Mosfell. Hellu. Heimstækni. Selfossi. Ú. Seltossi. Rás. Þorlákshöfn. Brimnes. Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Grindavík. Raflagnavinnust. Sig Ingvarssonar. Garði Rafmætli, Hafnarliröi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.