Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ráðamenn í Júgóslavíu ræða hótanir NATO um loftárásir Segjast stað- ráðnir í að verja landið Rússar vara NATO við afleiðing- um hernaðaríhlutunar Reuters BRESK herþota af gerðinni Harrier í flugtaki frá flugvelli í Þýska- Iandi í gær. Bretar sendu Harrier-vélar til herstöðvar í suðurhluta Ítalíu og þær verða þar til taks ákveði Atlantshafsbandalagið að gera loftárásir á serbneskar öryggissveitir í Kosovo. Belgrad. Reuters. RAÐAMENN í Júgóslavíu, sam- bandsríki Serbíu og Svartfjalla- lands, sögðust á sunnudag vera staðráðnir í að verja land sitt ef Atlantshafsbandalagið (NATO) gerði loftárásir til að binda enda á árásir serbneskra öryggissveita á albanska íbúa Kosovo-héraðs. Rússnesk stjórnvöld vöruðu við því að hemaðaríhlutun af hálfu NATO myndi stefna samskiptum Rúss- lands og Vesturlanda í mikla hættu. Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, boðaði til fundar í Landvamaráði sínu á sunnudag eftir skyndifundi með fulltrúum rússnesku stjómarinnar, m.a. Igor Ivanov utanríkisráðherra og Igor Sergejev vamarmálaráðhema. Segjast munu veijast Ráðið sagði í yfirlýsingu, sem birt var í ríkisfjölmiðlunum, að júgóslavnesk stjómvöld vildu að deilan um Kosovo-hérað yrði leidd til lykta með friðsamlegum hætti. „Ef ráðist verður á okkur ætlum við verja landið með öllum tiltæk- um ráðum. Þetta er einróma af- staða okkar,“ bætti ráðið við. Stjómvöld í nágrannaríkjum Júgóslavíu, Grikklandi, Búlgaríu og Rúmeníu, skomðu á Serba að verða við kröfu öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé í Kosovo. Nágrannaþjóð- imar óttast að stríð blossi upp á Balkanskaga geri Atlantshafs- bandalagið árásir á serbnesku öryggissveitimar og færi uppreisn- arher albanskra aðskilnaðarsinna í Kosovo hemaðaríhlutunina sér í nyt. Javier Solana, framkvæmda- stjóri NATO, sagði að Júgóslavar yrðu að taka hótun bandalagsins um hemaðaríhlutun alvarlega þar sem tíminn til að leysa málið með friðsamlegum hætti væri að renna út. George Robertson, vamarmál- aráðherra Bretlands, sagði á sunnudag að yrði deilan um Kosovo leyst með samningum myndi NATO þurfa að senda land- her til Kosovo í því skyni að fram- fylgja friðarsamningnum. Trent Lott, leiðtogi meirihlutans í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, kvaðst ekki telja að bandaríska þjóðin myndi styðja það að bandarískir hermenn yrðu sendir til Kosovo í þessu skyni. Rússar vara NATO við Rússneska stjómin varaði NATO við því að bandalagið myndi gerast sekt um „gróft brot“ á reglum Sameinuðu þjóðanna ákvæði það hemaðaríhlutun án samþykkis öryggisráðsins. Hemaðarflilutun myndi ekki auka líkumar á því að deilan um Kosovo yrði leyst með samningum, þvert á móti gera þann möguleika að engu. Stjómin hvatti Serba og al- banska aðskilnaðarsinna í Kosovo tfl að virða kröfu öryggisráðsins um tafarlaust vopnahlé og samn- ingaviðræður um stöðu héraðsins. Mannréttindahreyfing í Band- aríkjunum, Human Rights Watch, birti skýrslu um átökin í Kosovo á sunnudag og gagnrýndi stjómina í Júgóslavíu fyrir grimmdarverk gegn albönskum íbúum héraðsins. Hreyfingin sagði að grimmdar- verkin hefðu átt sér stað vegna þess að Vesturlönd hefðu látið hjá líða að taka hart á „hemaðarof- beldi Serba“ í upphafi. Frelsisherinn gagnrýndur fýrir mannrán og morð Frelsisher Kosovo, hreyfing al- banskra aðskilnaðarsinna í héraðinu, var einnig gagnrýndur í skýrslunni fyrir mannrán og morð á serbneskum íbúum héraðsins. „Þótt við fordæmum þessi ódæðis- verk er einnig tekið fram í skýrsl- unni að þau hafa verið í minni mæli en þau sem rakin eru til serbneskra öryggissveita." Breski íhalds- flokkurinn Gagnrýna stefnu Hagues London, Bournemouth. Reuters. EVRÓPUSINNAR í breska íhaldsflokknum gagnrýndu í gær harðlega stefnu Williams Hague, leiðtoga flokksins, gagnvart sam- eiginlegum gjaldmiðli Evrópusam- bandsríkjanna. Sagði Michael Heseltine, fyrrverandi aðstoðar- forsætisráðherra, að flokkurinn yrði að biðla til þeirra milljóna manna sem ekki gáfu honum at- kvæði sitt í þingkosningunum í maí í fyrra og það yrði ekki gert með því að halda á loft andstöðu við Evrópusamrunann. Flokksþing íhaldsflokksins hefst í dag í Boumemouth og kom gagnrýni Evrópusinna á sama tíma og kynnt voru úrsht úr at- kvæðagreiðslu þar sem flokks- menn voru beðnir að lýsa yfir stuðningi við þá stefnu að Ihalds- flokkurinn útilokaði aðild að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) á núverandi þingi og þvi næsta. Lýstu 84,4% flokksmeðlima sig hlynnta þessari stefnu en um 60% þeirra munu hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Gagnrýni Evrópusinnanna er samt sem áður vonbrigði fyrir Hague og gefur til kynna að átök muni einkenna störf flokksþings- ins. Sagði annar fyrrverandi aðstoð- arforsætisráðherra, Geoffrey Howe lávarður, að þeir sem héldu að hægt væri að binda enda á deil- ur um EMU innan íhaldsflokksins með einni atkvæðagreiðslu lifðu í draumaheimi. Fundahöld IMF og sjö helstu iðnríkja heims í Washington um helgina Varað við samdrætti en engar sérstakar aðgerðir boðaðar Óljós loforð og sundurleitar hugmyndir eina niðurstaða fundanna Washing^on. Reuters. TVEGGJA daga fundahöldum fjár- málaráðherra og seðlabankastjóra sjö helstu iðnríkja heims og nefndar, sem mótar stefiiu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF), lauk í Washington á sunnudag með viðvörunum um að hætta væri á efnahagslegum sam- drætti út um allan heim. Engar ákvarðanir voru þó teknar um hvem- ig taka ætti á vandanum og frétta- skýrendur sögðu að lítið hefði komið út úr fundunum annað en óljós loforð og sundurleitar hugmyndir um hvemig bregðast ætti við. Fjármálaráðherrar og seðla- bankastjórar sjö helstu iðnríkja heims voru sammála um að efnahag- skreppan í Asíu og víðar gæti leitt til samdráttar út um allan heim en sögðu að hvert land fyrir sig þyrfti að ákveða hvemig bmgðist yrði við vandanum. Niðurstaða fundarins dregur úr líkunum á því að helstu iðnríki heims ákveði samhæfðar vaxtalækkanir til að blása lífi í efna- haginn eins og margir fjármálamenn hafa vonast til. „Þetta hljómaði svolítið innan- tómt,“ sagði auðkýfingurinn George Soros þegar hann gekk inn í höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, þar sem nokkrir fundanna vom haldnir um helgina. Hugmyndir „gaumgæfðar“ Nefnd, sem á að marka stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði síð- ar að hún myndi „athuga gaumgæfi- lega“ tfllögu Bandaríkjastjómar um að stofnaður yrði sérstakur sjóður til að hlaupa undir bagga með ríkjum sem lenda í efnahagslegum vanda. „Gaumgæfa leiðir, taka til athug- unar, kanna frekar, endurskoða. Það er erfitt að bæta nokkm við þetta,“ sagði Carlo Azeglio Ciampi, formað- ur nefndarinnar, á blaðamannafundi. Fjármálaráðherramir og seðla- bankastjórarnir lofuðu að stuðla að auknum hagvexti í eigin löndum og aðstoða ríki, sem eiga við efnahag- skreppu að stríða, en samþykktu engar sérstakar aðgerðir. „Síðasta áratuginn hafa sjö helstu iðnríki heims ekki gert neitt, sem hefur komið að gagni eða horft til bóta, þannig að enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með þetta,“ sagði Adam Posen, hagfræðingur hjá Alþjóðahagfræðistofnuninni í Was- hington. Vaxtalækkana ekki getið Fjármálaráðherrar og seðla- bankastjórar sjö helstu iðnríkja heims - Bandaríkjanna, Japans, Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Kanada - vöraðu við vís- bendingum um að kreppan í Asíu og víðar í heiminum myndi magnast. Fulltrúar Bandaríkjanna hvöttu Evrópuríkin og Japan til að leggja sitt af mörkum til að koma á efna- hagslegum stöðugleika í heiminum. Ríkin lofuðu að „gaumgæfa" til- lögu Bandaríkjastjórnar um að VERÐLÆKKANIR A MORKUÐUM Gengi verðbréfa lækkaði í fyrstu í evrópskum kauphöllum í gær vegna vonbrigða með niðurstöðu fundar fjármálaráðherra og seðlabanka- stjóra sjö helstu iðnríkja heims en hækkaði aftur síðar um daginn. BREYTINGARNAR Á MÖRKUÐUNUM í ÁR 30. des. 1997 2.998,91 5. okl. 1998 kl. 10.00 3.042,95 30. des. 1997 30. des. 1997 30. des. 1997 30. des. 1997 30. des. 1997 7.908,25 15.258,74 10.722,76 5.135,50 4.249,69 2. okt. 1998 5. okt. 1998 5. okt. 1998 5. okt. 1998 5. okt. 1998 við lokun við lokun við lokun k). 10.00 kl. 10.00 7.784,69 12.948,12 7.564,54 4.733,40 4.057,82 y 0 'S V 7 O o Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting -1,56% -15,14% -29,45% -7,80% -4,50% Breyting +1,47% Bandaríkin Japan Hong Kong Bretland Þýskaland Frakkland DowJones Nikkei HangSeng FTSE DAX CAC m d BREYTINGAR SIÐUSTU VIKU 28. sepl. 1998 8.108,84 2. okl. 199S við lokun 7.784,69 Breyting -4,00% 28. sept. 1998 13.909,37 5. okt. 1998 viðlokun 12.948,12 V7 Breyting -6,91% 28. sept. 1998 7.829,74 5. okt. 1998 við lokun 7.564,54 Breyting -3,40% 28. sept. 1998 5.093,50 5. okt. 1998 kl. 10.00 4.733,40 Breyting -7,1% 28. sept. 1998 4.653,94 5. okt. 1998 kl. 10.00 4.057,82 \z Breyting -12,80% 28. sept. 1998 3.337,64 5. okt. 1998 kl. 10.00 3.042,95 Breyting -8,80% auðvelda ríkjum að fá lán áður en í óefni er komið. Tillaga Japansstjórn- ar um að Asíuríkjum yrðu veitt lán að andvirði 30 milljarða dala, 2.100 milljarða króna, var ekki einu sinni nefnd í lokayfirlýsingu fundarins. Ekki var heldur minnst á sérstak- ar aðgerðir í peningamálum í yfirlýs- ingunni. Kröfur um að helstu iðnríki heims ákveði samhæfðar vaxtalækk- anir hafa orðið æ háværari eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði vexti sína í vikunni sem leið, en flest Evrópuríkjanna telja að engin þörf sé á vaxtalækkunum sem stendur. Þjóðverjar segja að vextir sínir hafi aldrei verið lægri og að frekari vaxtalækkun í Þýskalandi myndi tor- velda aðildarríkjum Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) að samhæfa vexti sína áður en banda- lagið verður að vemleika í janúar. Fulltrúar Breta, sem verða ekki stofnaðilar að myntbandalaginu, lögðust einnig gegn samhæfðum vaxtalækkunum á fundinum. Evrópuríkin hafa sagt að hvert ríki þurfi að fara eigin leiðir til að blása lífi í efnahaginn og skírskotað var til þeirrar afstöðu í yfirlýsingu fundarins. „Við vorum einnig sam- mála um að úrlausnarefnin, sem rík- in þurfa að takast á við, eru mismun- andi,“ sagði í yfirlýsingunni. Aðstoð við Brasiliu rædd Fjármálakreppan, sem hófst í Taílandi í fyrra, breiddist fyrst út um Asíu, síðan til Rússlands og ógn- ar nú löndum í Rómönsku Ameríku, einkum Brasilíu. Michel Camdessus, framkvæmdastjóri IMF, sagði að stofnunin kynni að geta boðið Brasilíu aðstoð bráðlega en lagði áherslu á að landið hefði ekki enn óskað formlega efth- lánum. Embættismenn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins hafa sagt að hann sé fær um að aðstoða Brasilíu ef þörf krefur en þar sem Bandaríkjaþing hefur ekki enn samþykkt tillögu stjórnarinnar um aukaframlag til sjóðsins er hann að verða uppiskroppa með fé eftir umdeildar lánveitingar til Rússlands og Asíuríkja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.