Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
A torgi himn-
eskrar hörpu
TÓjXIJXT
Norræna húsið
KAMMERTÓNLEIKAR
Yerk eftir Bach, Bartók, Yun,
Bax, Persichetti og Jolivet. Elísa-
bet Waage, harpa; Peter Verduyn
Lunel, flauta. Norræna húsinu,
sunnudaginn 4. október kl. 17.
HARPAN er án efa meðal
sjaldheyrðustu hljóðfæra í hér-
lendu tónleikahaldi, og jafnvel
þótt víðar sé ieitað. Hér á landi
gefst aðeins ein opinber staða í
hörpuleik, þ.e.a.s. sú í Sinfóníu-
hljómsveitinni, auk þess sem ein-
leiks- og kammerbókmenntir fyr-
ir hljómtólið eru fremur tak-
markaðar. Það urðu örlög hörp-
unnar, forðum virtasta undirleik-
samboðs skálda og trúbadúra, að
verða nær eingöngu hljómsveit-
arhljóðfæri, þó að tónskáldin hafi,
oftast í Frakklandi, samið svolítið
fyrir hana á síðustu öldum, eink-
um eftir að Sebastien Erard full-
komnaði fetilstýringuna um 1810
sem fundin var upp af Georg
Hochbrucker tæpri öld áður.
Fram að þeim hugvitsmönnum
hvarflaði ekki að neinum að beita
fótum við harpslátt - nema þá í
hæsta lagi Gunnari Gjúkasyni, ef
trúa má höfundi Atlakviðu.
Það var því kærkomið að fá að
heyra í Elísabetu Waage á
sunnudaginn var í Norræna hús-
inu, sem mætti til leiks ásamt
niðurlenzkum samstarfsmanni til
fjölda ára, Peter Verduyn Lunel
flautuleikara. Hafízt vai- handa
með Sónötu Bachs fyi'ir flautu og
fylgibassa (sembal + selló) í E-
dúr BWV 1035 sem talin er sam-
in 1741, hugsanlega í Potsdam,
og þá væntanlega fyrir einvalds-
konunginn flautuelska, Friðrik
mikla af Prússlandi. Þó að teldist
„upphitunarverk“ - af einhverj-
um ástæðum virðast barokk-
stykki í sérstöku uppáhaldi
meðal kammerspilenda til þess
arna - og hefði því átt að vekja
væntingar og eftirtekt, hafði
þetta byrjunaratriði þveröfug
áhrif á undirritaðan. Mótun og
hrynræn meðferð flautuleikar-
ans, sem lék alla C-flautuparta
kvöldsins á tréflautu, var furðu
flöktandi og ómarkviss, og harp-
an hljómaði eins og ofurdauft
demparalaust píanó, er flæddi
sem svæfandi ábreiða út um allt,
ekki ólíkt hörpu Gunnars í
ormagarðinum.
En upp frá því fór allt á síbatn-
andi veg. I umritun á Sex rú-
menskum þjóðdönsum Bartóks
fyrir píanó sýndi Elísabet,
burtséð frá smáhnökrum í nr. 1
og 5, mjög vel mótaðan og inn-
lifaðan leik, og í hinu undir lokin
svolítið langdregna „Zen-im-
pressjóníska" kórverska dúói
Novelette eftir Isang Yun var
samleikur þeirra Lunels innileg-
ur og uppfullur af seiðandi
austrænni náttúrurómantík.
Lunel lék til skiptis á C-tréflautu
og altflautu í G úr málmi með
sjaldséðu aftursveigðu lagi, og af
óvenju mikilli dýnamík.
Sónatan eftir Arnold Bax eftir
hlé var ekta brezk, að maður segi
ekki keltnesk, tónsmíð; mikil að
vöxtum en andrík og fleytifull af
örvandi lagrænum hugmyndum.
Samleikur þeirra Elísabetar var
afar fallegur í hæga miðþættin-
um, og hinn þróttmikli lokaþátt-
ur, sem gerði miklar kröfur til
bæði handa- og fótafími hörpu-
leikarans, neistaði af velupplögð-
um tilþrifum.
Vincent Persichetti hét band-
arískur kennari og iðkandi
tónsmíða, sem m.a. samdi hand-
hæga en gagnmerka bók um 20.
aldar hljómfræði. Eftir hann lék
dúóið bráðskemmtilega áttþætta
Serenöðu nr. 10. Þó að allflestir
þættirnir væru vart nema ör-
myndir (míníatúrur) að kalla var
því meira um hugmyndaauðgi og
fjölbreytni, og flutningurinn var
að sama skapi brilljant. Hér fór
sannarlega verk sem mann
myndi langa að eiga á diski innan
seilingar fyrir hin óbærilegu
iéttu augnablik tilverunnar, enda
Iagrænt með afbrigðum.
I pylsuenda kom svo Alla
Rustica eftir Frakkann André
Jolivet, „Divertissement“ íyrir
flautu og hörpu, er hófst á púls-
lausu torkenndu stemmninga-
flæði, en tók síðan á sig hrynrögg
í n.k. mixolýdískum sveitadansi
með tokkötuáferð. Síðar var farið
austur á bóginn með samstígu
pentatónísku lagferli, og að lok-
um hófst mikið og ágengt „agíta-
tó“, þar sem þær Elísabet og
Lunel þurftu að taka á hinum
stóra sínum. Sýndi harpan hér
loksins á sér klærnar, og reynd-
ist mun ki'aftmeira hljóðfæri en
álykta mætti af „himneskri"
klissjuímynd hennar í leiftrandi
samspili Elísabetar við eldfjörug-
an tréflautuleik Peters Lunels.
Ríkarður Ö. Pálsson
Úr sálardjúpum á svið
Samkomuhússins
Morgunblaðið/Kristj án
ÚR SÝNINGU Leikfélags Akureyrar á Rummungi ræningja.
LEIKLIST
Leikfélag Akureyrar
RUMMUNGUR RÆNINGI
Höfundur: Otfried Preussler.
Þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og
Sigrún Valbergsdóttir. Höfundur
söngtexta: Hjörleifur Hjai-tai-son.
Höfundar tónlistar og hljóðfæraleik-
arar: Daníel Þorsteinsson og Eiríkur
Stephensen. Leikstjórn: Sigrún Val-
bergsdóttir. Leikmynd og búningar:
Messíana Tómasdóttir. Lýsing:
Jóhann Bjarni Pálmason. Leikarar:
Aðalsteinn Bergdal, Agnar Jón Egils-
son, Halla Margrét Jóhannesdóttir,
Oddur Bjarni Þorkelsson og Þráinn
Karlsson. Laugardaginn 3. október.
MINNIÐ er skrýtið fyrirbæri.
Sennilega var sagan um Rummung
ræningja í þýðingu Huldu Valtýs-
dóttur ein fyrsta bókin sem undir-
ritaður las fyrir þrjátíu árum og
þótti þá bæði spennandi og erfið.
Svo var hún lögð til hliðar að lestri
loknum og náð í næstu bók. En ein-
hvers staðar í undirmeðvitundinni
leyndust minningarnar í öll þessi ár
þó að einungis einstaka nöfn á
helstu sögupersónum væru tiltæk í
svipinn.
Þegar sagan er svo sögð á
sviðinu rifjast efnið upp lið fyrir lið.
Spennan nær hámarki þegar dyr-
unum með bannorðunum er lokið
upp einum af öðrum og streist er
við að muna hvað bíður að baki
þeirra. Upplifunin er svipuð því að
koma á gamalkunnar slóðir eftir
langar fjarvistir. Svo má bæta því
við að ýmislegt í textanum sem var
barninu torskilið er fullorðnum
áhorfanda augljóst. Þannig er
spurningum sem hafa beðið svars í
djúpum heilabúsins í þrjá áratugi
svarað á meðan leiksýningarinnar
er notið.
En þótt sagan um þá Kaspar og
Soffa og ævintýri þeirra meðal
ræningja, galdramanna og álfa-
meyja sé spennandi og málfarið
þjált og vandað þarf að leggja
mikla vinnu í að koma efninu sóma-
samlega til skila á leiksviði. Hér
hafa leikstjóri og aðrir aðstandend-
ur sýningarinnar lagt mikla vinnu í
að skapa sýningu sem er grípandi
og skemmtileg. Það er mjög vel til
fundið að bæta við sýninguna lif-
andi tónlist, leikhljóðum og
sönglögum og Daníel Þorsteinsson
og Eiríkur Stephensen standa sig
firnavel við að framkalla þau hljóð
sem söguþráðurinn krefst auk þess
sem þeir eru höfundar grípandi
smálaga. Hæst ber þó samvinnu
Messíönu Tómasdóttur og Jóhanns
Bjai'na Pálmasonar þar sem
leiktjöld og ljósahönnun renna
saman í eina litadýi'ðaiveislu sem
er svo endurspegluð í vali á búning-
um og leikmunum í mið-evrópskum
ævintýrastíl. Notkun á leikbrúðum
hentaði vel til að sýna hvernig Petr-
osilius galdramaður og Amaryllis
álfamær svífa um loftin blá en leik-
brúðurnar voru of litlar til að þær
nytu sín við þessar aðstæður.
Klukkufroskurinn var svolítið
óskapnaðarlegur og bnmnurinn
sem hann sat á bögglaðist einhvern
veginn undir honum.
Þeir félagar Kaspar og Soffí eru
leiknir af Agnari Jóni Egilssyni og
Oddi Bjarna Þorkelssyni. Samleik-
ur þeiii'a var mjög góður og Agnari
tókst vel að öðlast samúð og eftir-
tekt ungra áhorfenda sem gáfu
honum góð ráð. Oddur gaf honum
ekkert eftir í svipbrigðaríkum ein-
feldningstöktum. Aðalsteinn Berg-
dal var stórkostlegur í titilhlutverk-
inu sem skelmirinn Rummungur og
Þráinn Karlsson tókst á loft sem
fordæðan Petrosilius Nikodamus
BERGÞÓR Pálsson tekur við hlut-
vei'kum táningsengils og Vince
Fontaine af Pálma Gestssyni í
söngleiknum Grease frá og með
laugardeginum 10. október. Enn-
fremur tekur Guðmundur Ingi Þor-
valdsson við hlutverki Kenickie af
Baldri Hreinssyni og Björn Ingi
Hilmarsson tekur við hlutverki
sem studdist dyggilega við töfra
ljósa og þurríss. Hinn hugdeigi
Ruglukollur lögregluþjónn var svo í
ráðleysi sínu alger andstæða
töframannsins í meðförum Þráins.
Halla Margrét Jóhannesdóttir lék
ömmuna af stílíseruðum trúðsskap
og Amaryllis með yfiivegaðri reisn
og þrátt fyi'ir klukkufrosksgervið
tókst henni að koma setningum
persónunnar vel til skila.
Sigrún Valbergsdóttir hefur
ásamt hjálparkokkum sínum gætt
þetta leikverk Otfrieds Preusslers
lífi á leiksviðinu og skapað úr því
mjög skemmtilega og fjölbreytilega
sýningu. Boðskapurinn um að ill-
gjörðai-menn hljóti makleg mála-
gjöld, hugdirfska sé verðlaunuð og
að hamingjan felist í nægjusemi og
trúmennsku kemst skýi-t til skila.
Það var augljóst að sýningin hreif
unga áhorfendur sem fylgdust með
af lífi og sál. Það er að ætla að
minningin um hana finni sér stað í
sálardjúpi þeirra og hafi tilætluð
áhrif; að kenna þeim að gera grein-
ai-mun á góðu og illu.
Johnnys Casino af Guðmundi Inga
Þorvaldssyni.
Rokksöngleikurinn Grease var
frumsýndur 3. júlí sl.
Sýnt hefur verið allt að sjö
sinnum á viku og nafa nú yfir tutt-
ugu og fimm þúsund manns séð
sýninguna, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Sveinn Haraldsson
Nýir leikarar í Grease
Af þekkingu og skilningi
BÆKUR
Smásögur
SVIPUR DAGANNA
Níu smásögur eftir Jennu Jensdóttur
samdar á árunum 1976 til 1997.
Reykjavík, Hjúki, 1998.
Við getum sagt svo margt
án þess að skilja
náttúrulögmálin.
(Matthías Johannessen)
eru einkunnarorð lítils heftis með
níu smásögum eftir Jennu Jens-
dóttur. Jenna er löngu landskunn
fyrir að hafa með Hreiðari Stefáns-
syni, eiginmanni sínum, samið bæk-
ur og bókaflokka fyrir íslensk börn
um áratuga skeið. Nú heldur Jenna
ein um pennann og reynir ekki síð-
ur að ná eyrum fullorðinna en
bama. Boðskapurinn er skýr því að
í hverri sögunni á fætur annarri
kemur fram hversu viðkvæmar litl-
ar barnsálir eru fyrir miskunnar-
leysi heimsins.
Fyrir utan foreldra er skólinn
stór áhrifavaldur í lífi barna. Þar er
Jenna á heimavelli enda gamal-
reyndur kennari. Jenna leynir því
ekki að henni þykir ýmislegt hafa
misfarist í skólunum síðustu ára-
tugina. Hæst ber gagnrýnina á
skólann í smásögunni Guðrúnu
Guðmundu og grunnskólanum.
Guðrún Guðmunda stingur upp á
því með varfæmislegum hætti að
komið sé til móts við son hennar í
smærri hópi nemenda á svipuðu
róli í náminu enda hafi hann engar
forsendur til að fylgja eftir náms-
hraða í blönduðum bekk. Kennar-
inn bregst við af yfirlæti og hörku.
„Það getur enginn ætlað skólanum
það að hann vanræki nemendur
sína eða ofgeri þeim. Sammannleg
viðhorf eru ríkjandi í skólakerfi
okkar í dag. Öllum nemendum er
nú jafnt gert kleift að stefna til
sömu nýtingar með markmiðum er
leiða til félagslegra þroskaðra sam-
skiptahátta. Auk þess sem
samþættingar hinna ýmsu greina
eru reifaðar eins fyrir öllum. Þetta
ættu allir foreldrar að kynna sér í
hinu nýja menntakerfi (bls. 21),“
segir hann og láir víst Guðrúnu
Guðmundu enginn skilningsleysið.
Gjáin á milli
heimilis og skóli
er óbrúanleg.
Guði-ún Guð-
munda grípur til
sinna eigin ráða
enda er greini-
legt að Láfa er
aðeins ætlað að
vera tilraunadýr
í skólanum. Til-
finningar hans
og líðan skipta engu máli.
I fleiri sögum gagnrýnir Jenna
hvernig skólinn reynir að þröngva
hugmyndum kvennabaráttunnar
um óhefðbundin kynjahlutverk
upp á nemendurna. Hin kotroskna
Asta Sóllilja fer ekki varhluta af
því. „I skólastofunni okkar er eitt
hornið bara með bílum og stráka-
dóti og annað horn með brúðum og
stelpudóti. Svo eiga strákarnir að
leika sér að stelpudótinu og við
stelpurnar að strákadótinu. Þá er
jafnrétti í okkur þegar við verðum
stór“ (bls. 45). Skólinn gefur til
kynna að feður séu betri ef þeir
sinna húshaldinu á við mæðurnar
eða meir. Börnin gleypa við skila-
boðunum og verða miður sín ef
raunveruleikinn á heimilinu reyn-
ist vera annar.
Kvennabaráttan er Jennu reynd-
ar ofarlega í huga. Engum fær þar
blandast hugur um að konur eru
aðalsökudólgurinn. Brestir fara að
myndast í hamingjuríkt fjölskyldu-
líf unglingsstúlkunnar í sögunni
Barátta þegar móðirin fer að verða
meðvituð um stöðu sína í samfélag-
inu. Fyrsta fórnarlamb kvenfrelsis-
baráttunnar er faðirinn. Ekkert
ferst honum lengur nógu vel úr
hendi. Hann fer að drekka og flytur
loks að heiman. Móðirin heldur
baráttunni áfram utan heimilisins
og börnin eru æ oftar ein heima. Að
lokum er ljóst að enginn hefur sigr-
að. Móðirin fellur saman í uppgjöf -
og faðirinn - vinkona hans er kven-
réttindakona - þau vinna saman
húsverkin.
Svipur daganna er ágætt sam-
heiti fyrir sögm-nar því ekki aðeins
eru sögumar smábrot úr hvers-
dagslífi bama heldur litast boð-
skapurinn oft á tíðum af um-
ræðunni í þjóðfélaginu hverju sinni
og gaman að sjá hvenær á árabilinu
1976 til 1997 hver saga er skrifuð.
Aðrar sögur em óháðar tíma og
segja frá því hvernig börn verða
undir í tengslum við brostnar fjöl-
skyldur, óreglu og aðra erfiðleika í
heimi hinna fullorðnu. Ljósir
punktar em að fyrir kemur að börn
hitta fýrir hlýju og kærleik þegar
síst varii'.
Svipur daganna er vönduð og fal-
leg bók. Fyrst og fremst er hún þó
skrifuð frá hjarta þess sem þekkir
og skilur. Ekkert skiptir meira
máli.
Jenna skrifar bókina í minningu
móður sinnar og rennur andvirði
200 eintaka óskert til Krabba-
meinsfélagsins.
Anna G. Ólafsdóttir