Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 31
LISTIR
ICALT BORÐ
OG HEITT
SJÓJWARP
Stuttmyiiil
KALT BORÐ
Handrit og leikstjórn Anna Th. Rögn-
valdsdóttir. Framleiðandi Ólafur
Rögnvaldsson. Leikmynd Eggert
Ketilsson. Búningar Linda Björg
Árnadóttir. Tónlist Þórólfur Eiríks-
son. Leikendur: Edda Arnljótsdóttir,
Hilmir Snær Guðnason, Þrúður Vil-
hjálmsdóttir, Harald G. Haraldsson,
Guðrún Þ. Stephensen. Sjónvarpið
sunnudaginn 4. októher.
ÞÁ ER Sunnudagsleikhús
Ríkissjónvarpsins farið af stað og
verður ekki annað sagt en byrjun-
in lofi góðu. í fyrrakvöld var í
boði eins konar forréttur, stutt-
myndin Kalt borð sem reyndar er
unnin á öðrum forsendum en
sunnudagsleikritin, því Kalt borð
lýtur sömu lögmálum og kvik-
mynd, tekin á eina myndavél, úti
og inni, eftirvinnslan tímafrekari
og ef vel tekst til þá eru mynd-
gæðin meiri, einstakar tökur
bjóða upp á myndrænni sviðsetn-
ingar, lýsing er hnitmiðaðri
o.s.frv.
Sunnudagsleikritin eins og efnt
er til þeirra eru tekin upp með
sjónvarpstækni, allar tökur fara
fram í upptökuveri, notaðar eru
3-4 sjónvarpsmyndavélar samtím-
is, sviðsmynd og lýsing eni til
muna einfaldari, vinnslutíminn er
og miklum mun styttri. Ekki þarf
heldur að spyrja að því að leikið
sjónvarpsefni framleitt með þess-
um hætti er mun ódýrara í vinnslu
en sé fyrrnefnda aðferðin notuð.
Þetta eru í raun ekki sambærilegar
aðferðir, önnur hentar ágætlega
ákveðinni tegund leikins efnis fyrir
sjónvarp og getur aldrei gengið
sem kvikmynd, hin aðferðin er
klassískari, gengur ágætlega í
sjónvarp og sú eina sem hægt er að
nota fyrir kvikmynd. Fyrir sjón-
varpsstöð með metnað til að fram-
leiða leikið efni við takmörkuð
fján’áð er engu að síður skynsam-
legt að beita sjónvarpstækninni við
framleiðsluna. Þetta hafa sjón-
varpsstöðvar um víða veröld gert í
áratugi, hér var þetta gert á
ákveðnu tímabili og gleðilegt að
framleiðsla leikins efnis í Ríkis-
sjónvarpinu tekur nú aftur mið af
því að það er sjónvarpsstöð en ekki
kvikmyndaver.
Kalt borð er vel samin og vel
sögð lítil kvikmyndasaga, gæti á
vissan hátt verið sögð formúlu-
mynd þar sem handritið lýtur
mjög fagmannlega öllum
dramatískum lögmálum, hvert at-
riðið af öðru er vel samið og vel
útfært, og kvikmyndatakan bless-
unarlega laus við alla tilgerð.
Anna Th. Rögnvaldsdóttir hefur
gi-einilega hæfileika á sviði hand-
ritsgerðar, henni tekst vel að
skapa trúverðugar persónur, þótt
forsendurnar séu meira og minna
kunnuglegar. Ekki síðri kostur við
handritið er hversu kunnáttusam-
lega er unnið með upplýsingar
sem fram koma um persónurnar
og aðstæður þeirra, þannig dýpk-
ar sagan og atriðin fá sterkari
undirtón. Þetta er vissulega
hefðbundin aðferð til að skapa
dramatíska spennu á milli persón-
anna og fylla áhorfandann eftir-
væntingu um framhald sögunnar
en alls ekki á allra færi. Á hinn
bóginn má finna að því að handrit-
ið víkur ekki af hefðbundinni slóð,
fátt kemur í sjálfu sér á óvart, og
eina spurningin sem undirritaður
stóð uppi með í lokin var hvort
konan hefði drepið hundinn eða
ekki, var þetta slátrið úr hundin-
um sem hún rauð rúmið með eða
hvað?
Leikararnir og leikstjórinn eiga
sérstaklega hrós skilið fyrir að
sjma áreynslulausan og vel hugs-
aðan leik, Edda Amljótsdóttir og
Hilmir Snær áttu virkilega góða
spretti og tókst að gæða samband
persóna sinna þeim hita og krafti
sem nauðsynleg eru til að þessi
litla saga um afbrýðisemi, hefnd
og uppgjör nái að halda allt til
enda. Edda átti einnig góð augna-
blik sem hin illkvittna eiginkona
og gaf þar eins konar sýnishorn af
því hvers hún er megnug ef á
reynir. Á aðra leikara reyndi
minna, Guðrún Þ. Stephensen var
sannfærandi móðir af ákveðinni
gerð, Þrúður Vilhjálmsdóttir hefur
sýnt það oftar en einu sinni að
henni tekst að gæða heimskar
ljóskur meiri greind en efni standa
jafnvel til og Harald G. Haralds
hafði lítið fyrir að sýna hinn mjög
svo óspennandi eiginmann, en
skapaði með því mjög skiljanlega
forsendu fyrir eiginkonuna að leita
á önnur mið.
Kalt borð veitti ágæta skemmt-
an þótt hún krefðist ekki mikillar
umhugsunar, og náði tilgangi sín-
um að því leyti að hún hefði að
ósekju mátt vera lengri en sautján
og hálf mínúta, en tókst þó að
koma öllu til skila á þeim stutta
tíma.
Hávar Sigurjónsson
Morgunblaðið/Knstinn
HÖFUNDURINN Guðmundur Páll Ólafsson með framkvæmda- og út-
gáfustjóra Máls og menningar, Sigurði Svavarssyni og Halldóri Guð-
mundssyni, með ensku þýðingu bókarinnar Ströndin í náttúni Islands.
Nýjar bækur
• STRÖNDIN ínáttúru íslnnds eft-
ir Guðmund Pál Ólafsson er nú kom-
in út í enskri þýðingu og nefnist The
coast oflceland. Bókin fjallar um
strendur Islands og hafið umhverfis
landið sem hafa skipt sköpum í lífs-
baráttu íslensku þjóðarinnar.
The coast of Iceland er önnur
náttúrulífs- og ljósmyndabókin í rit-
röð Guðmundar Páls, um náttúru ís-
lands, sem birtist á ensku. Áður hef-
ur komið út Iceland the enchanted_
sem er þýðing á Perlum í náttúru Is-
lands.
í fréttatilkynningu segir að The
coast of Iceland sé margbrotið verk
þar sem leitast er við að skoða
ströndina, þetta heillandi svæði á
mörkum lands og sjávar, frá sem
flestum sjónarhornum. í bókinni
hefur Guðmundur dregið saman
mikinn og fjölbreyttan fróðleik um
strendur landsins, myndun þeirra,
sögu, einkenni og lífríki. Hann
kryddar líflega umfjöllun sína um
viðfangsefnið með tilvitnunum í
• TALNAP ÚKINN er eftir Hans
Magnus Enzensberger í þýðingu
Arthúrs Björgvins Bollasonar. I
fréttatilkynn-
ingu segir að
bókin ætti að
vera á náttborði
allra sem óttast
stærðfræði.
Sagan lýsi því
hvernig Róbert,
strákur sem
þolir ekki tölur
Hans Magnus og reikning,
Enzensberger gigrast á Ótta
sínum við stærðfræðina. Tólf næt-
ur í röð dreymir hann lítinn rauð-
skáld og spekinga ýmissa tíma,
þjóðtrú og forn fræði og skreytir
hana með hátt í tvö þúsund ljós-
myndum sem hann og fleiri hafa
tekið úr lofti, á landi, á sjó og neðan-
sjávar. Auk þess greiðir fjöldi skýr-
ingarmynda og korta lesandanum
leið um bókina.
Bókin um ströndina er stærsta lit-
myndaverk sem prentað hefúr verið
á Islandi og hefur hlotið marg-
háttaðar viðurkenningar, eins og
reyndar fyrri bækur Guðmundar
Páls Olafssonar í sömu ritröð.
Guðjón Ingi Eggertsson hannaði út-
lit hennar í samvinnu við höfundinn.
Enska þýðingu, sem var framkvæm-
anleg vegna liðsinnis margra fyrir-
tækja, gerði Anna H. Yates en
höfundurinn hefur endurskoðað og
bætt við íslenska textann í samvinnu
við Jon Swan. Bernard Scudder
þýddi flest ljóðanna í bókinni.
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er 463 bls. í stóru broti. Verð
kr. 14.850.
an talnapúka, hrokafullan og
göldróttan, sem leikur sér svo
skemmtilega með tölur að brátt
rennur eitt ljósið af öðru upp
fyrir Róbert - og lesendum.
Sagan er með myndum og
stærðfræðidæmum og þrautum
sem Rotraut Susanne Berner hef-
ur teiknað.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 263 bls., prentuð í
Þýskalandi. Helgi Sigurðsson
gerði kápumyndina. Tainapúk-
inn er Bók mánaðarins í októ-
ber og kostar 2.450 kr., en hækk-
ar í 3.480 kr. frá og með 1. nóv-
ember.
Hans Magnus
Enzensberger
RonWhite-
head á
Súfístamim
RON Whitehead les úr verkum
sínum á Súfistanum, bókakaffi,
Laugavegi 18, miðvikudaginn 7.
október kl. 20. Hann mun ennfrem-
ur árita bækur sínar og hljómplötu.
Sérlegir gestir verða ljóðskáldin
Michael Pollock og Birgitta Jóns-
dóttir, sem munu lesa úr verkum
sínum.
Ron Whitehead er Band-
aríkjamaður, ljóðskáld, rithöfund-
ur, fræðimaður, ritstjóri og útgef-
andi. Hann er prófessor í bók-
menntum og kenndi um árabil við
háskólann í Louisveille í Kentucky.
Whitehead hefur ferðast um heim
allan og lesið úr verkum sínum og
haldið fyrirlestra. Þetta er í fyrsta
sinn sem Whitehead kemur til Is-
lands, segir í fréttatilkynningu.
Ron Whitehead er útgáfustjóri
The literaty renassance, White
fields Press og Published in hea-
ven. í starfi sínu þar hefur hann
gefið út verk fjölda listamanna og
rithöfunda, þeirra á meðal má
nefna Nóbelsskáldið Seamus Hea-
ney, Dalai Lama, Bono, Yoko Ono,
Allen Ginsberg og William
Buroughs.
Aðgangur að dagskrá Súfistans
er ókeypis.
Málverkasýning’
í Breiðholtslaug
í SALARKYNNUM Breiðholts-
laugar stendm- nú yfir sýning
tveggja starfsmanna laugarinnar,
þeirra Beritar Ryland og Gísla
Hafsteins Einarssonar.
Á sýningunni eru 32 verk, vatns-
litir, olía og leður.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma
sundlaugai-innar, virka daga kl.
6.50-22 og um helgar kl. 8-20.
Henni lýkur 31. desember.
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ • S: 581 2922
www.utilif.is
Dagfínniir
brúar bilið
KVIKMYJVDIR
Regnboginn, Laug-
arásbfó, Bfóhöllin,
Borgarbfð, Akureyri
DAGFINNUR DÝRALÆKNIR
(„DR. DOLITTLE") irk'k
Leikstjóri Betty Thomas. Handrits-
höfundar Larry Levin og Nat
Mauldin, eftir sögum Hughes Loft-
ing. Tónsmiður Richard Gibbs.
Kvikmyndatökustjóri Russell Boyd.
Aðalleikendur Eddie Murphy, Ossie
Davis, Oliver Platt, Richard Schif-
fer, Kristen Wilson. Raddir: Albert
Brooks, Chris Rock, John Leggu-
izamo, Julie Kavncr, Ellen
DeGeneres, o.fl. 85 mín. Bandarisk.
20th Century Fox 1998.
HUNDAEIGENDUR þekkja
þá tilfinningu að stundum sé ekk-
ert annað eftir en að ferfætlingam-
ir taki til máls. Eg er búinn að eiga
hundinn minn í 14 ár, stundum
finnst mér við þekkja hvor annan
alltof vel. Dagfínnur dýralæknir
brúar bilið. Hún er nokkuð óvenju-
leg, þar sem handritshöfundunum
er fátt heilagt, persónurnar, dýr og
menn, láta gjarnan allt flakka, á
köflum er þessi ágæta barna- og
fjölskyldumynd allt að því klúr.
Flestir kannst við ævintýri Hug-
hes Loftings, sem hann samdi til
að flýja óhugnaðinn sem hermaður
í siðari heimsstyrjöld, og póstlagði
síðan til dóttur sinnar. Þessi nýja
kvikmyndagerð á lítið skylt við
bréfin hans Loftings, jafnvel enn
minna við kvikmyndagerðina frá
1967. Sem betur fer, hugsa þeir
ömgglega hjá Fox, því hörmungin
sú var svo gott sem búin að setja
kvikmyndaverið á hausinn. Þeir
reyndu svo að gera sér mat úr sög-
unum þrjátíu árum síðar. Með að-
stoð nútíma tölvutækni og stuðsins
á Eddie Murphys í titilhlutverkinu
tókst svo ætlunarverkið í annarri
tilraun. Myndin ein sú al-
vinsælasta í ár. Fyrir utan
Murphy, sem hefur ekki verið
betri í óratíma, og sannar hér enn
einu sinni hversu flinkur gaman-
leikari hann er, og frábæra
frammistöðu tæknimanna, dýra og
radda, er handritið oft meinfyndið.
Það kemur á óvart í svörgulslegum
galgopaskap sem fátíður er í fjöl-
skylduafþreyingu frá Hollywood
og breiðir yfir gallana. Dýrin og
brellurnar stela senunni ásamt
Murphy, frá öðrum leikumm, þeir
Oliver Platt, Ossie Davis og Peter
Boyle era til uppfyllingar. Leik-
stjórinn, Betty Thomas, keyrir
hlutina áfram og fipast hvergi í
átökum við tækni, dýr og menn.
Sannar að gálgahúmorinn í Pri-
vate Parts var engin tilviljun.
Sæbjörn Valdimarsson
Góðir skór á betra verði
á Skómarkaðinum 3. hæð Kringlunnar.
Opið frá kl. 12-18 alla daga nema sunnudaga.
Skómarkaðurinn
3. hæð, Kringlunni, sími 568 2888.
www.mbl.is