Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 32

Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 SJONMENNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ „KE NJARNAR" Kenjarnar, Los Capriochos, eftir Francisco Goya Y Lucientes í túlkun Guðbergs Bergssonar. Forlagið 1998. ÞAÐ telst viðburður af hárri gráðu hér á landi, að hinn nafnkenndi mynda- flokkur, Kenjarnar eftir Goya, einn höfuðsnilling myndlist- arinnar, er kominn út á bók. Ekki síst vegna þess, að með snjöllustu pennum samtíðarinnar stendur að baki lestri og túlkun myndanna, kafar djúpt og skefur ekkert af hlutunum frekar venju um safaríka og merkingarfulla kaldhæðni. Þá hefur það sýnt sig, að fátt er vin- sælla lesefni í myndlist hérlendis um þessar mundir en slík túlkun þekktra listaverka og á það við alla aldursflokka. Jafnvel einnig þá yngstu sem enn eru ekki farnir að lesa, en njóta út í fingurgóma að lifa sig inn í ólíka myndheima og fá þá útlistaða. Vegna bakgrunnsins og fróð- leiksgildisins, er rétt að rýna hér aðeins í lífsferil meistarans Francisco Goya (Saragossa 1746 - Bordeux 1828). Starfsheitið var málari og gi-afíklistamaður, og lét að því best verður vitað eftii- sig 688 málverk, 904 teikningar, 272 málm- stungur og 18 steinþrykk. Gerðist brautryðjandi í túlkun hversdags- leikans, sem frönsku raunsæismál- ararnir Courbet og Delacroix tóku upp eftir honum og þarnæst Daumier í grafíkverkum sínum. Nam málaralist hjá Don José Luz- an y Martinez í Saragossa, en sá hafði tileinkað sér mikla leikni og trausta tækni í Napoli á ítalni, en orðstír hans náði þó naumast út fyrir landamæri Aragóníu. Goya varð meðlimur akademíunnar í Ma- drid, Real Academia de San Fem- ando árið 1785. Annar yfirmaður málaradeildar frá 1785, en for- stöðumaður frá 1795. Öðlaðist nafn- bótina hirðmálari 1789 og fyrsti hirðmálari 1799. Gerði fyrstu upp- drætti fyrir góbelín 1775 og vann fyrsta verkefnið fyrir konung 1781, varð svo er tímar liðu eftirsóttasti andlitsmyndamálari hii-ðarinnar. Goya telst nokkurs konar tengiliður hinna miklu meistara 17. aldar á Spáni, Velasques, Greco, Zurbaran og Murillo við spánska módemista svo sem Picasso, Gris, Miro og Dali. En sjálfur varð hann fyrir miklum áhrifum frá Giambattista Tiepolo (1696-1770), síðasta yfirburðameist- ara Feneyska skólans sem flutti til Madrid 1762 þar sem hann ásamt sonum sínum Giovanni Domenico og Lorenzo málaði freskur í kon- ungshöllina og flentist til dauða- dags. Þá höfðu ófreskar sýnir Goya mikil áhrif á fmmherja innhverfa útsæisins eins og Edvard Munch og James Ensor og ekki síður málara hjástílsins, surrealismans. Goya var af þeirri sértæku stærð sem málari, að ekki var að vænta beinna arftaka né sporgöngumanna, þar sem hann umturnaði ekki einungis guðlegri ímynd mannsins, heldur heilu tímabili í málaralistinni og skildi hana eftir í nokkurs konar einskis- mannslandi, negation ad absur- dum. Loks má geta þess að mynd- verk Goya hlutu seint fulla viður- kenningu og hér voru þeir málaraf- urstarnir Eugene Delacroix og Edouard Manet einna fremstir í flokki talsmanna og aðdáenda. Goya átti það sameiginlegt með hinum stórgáfaða flæmska málara P.P. Rubens (1676-1740), að vera ylfrmáta þenkjandi um pólitískar hræringar tímanna, en í stað þess að bera klæði á vopnin, afstýra ófriði, eins og Rubens, var hann róttækur umbótasinni og neyddist í útlegð til Bordeaux í S. Frakk- landi. Hann hafði af ástríðu tekið þátt í hinni pólitísku þróun og um- gekkst áhrifamiklar persónur m.a. Don Gaspar de Jovellanos ráð- herra í tíð Karls IV, sem seinna hrökklaðist í útlegð. Sjálfstæðis- barátta spönsku þjóðarinnar gegn hinum napólönsku drottnurum, kom í þeim mæli fram í málverkum hans og málmstungum að engan veginn varð misskilið. S Itíð Ferdinands VII var staða Goya við hirðina að vísu árétt- uð, en hann tók þar fyrir þátt í baráttu frelsisaflanna á Spáni, á móti afturkomu rannsóknarréttar- ins, pyndingum og algjöru einræði. Eftir 1820 málar hann svörtu mál- verkin, pintura nero, á veggi Qu- inta del Sordo, húss hins heyrnar- lausa, þar sem hann lifði aleinn og einangraður eftfr andlát konu sinn- ar 1812. Sjálfur var hann þá búinn að missa heyrnina að mestu og þjáðist af suði fyrir eyrunum, tinnitus, fékk reglulega köst og mun hafa séð alls konar ófreskar sýnir. Sjónin hafði einnig daprast, en þessi áfóll skerptu einungis at- hyglisgáfu Goya, líkt og gerðist seinna hjá impressjónistanum Mo- net, sem gerði sín nafnkenndustu verk, Vatnaliljurnar, svo nærsýnn að hann varð að vera með nefið of- an í þeim í öllum skilningi. Um 1823 efldust samtök endurbóta- sinna og 1824 jukust ofsóknir á hendur frjálslyndum umbótasinn- um sem börðust fyrir nýrri stjórn- arskrá. Goya varð að fara í felur, en eftir sakarappgjöf bað hann um leyfi til að fara sér til heilsubótar til Bordeaux. Þessi leyfi vora svo endurnýjuð og hann heimsótti Ma- drid tvisvar fyrir andlát sitt. Gerði 50 uppdrætti fyrir góbelín, suma mjög stóra, og sem svo erfiðir vora í útfærslu að vefurunum stóð ekki á sama og börmuðu sér°hástöfum. etta allt og umrót tímanna er bakgrunnur myndaflokksins Kenjamar, en kímið að hon- um og fyrstu myndirnar urðu til á veikindaferlinu sem orsakaði að Goya missti heymina, en það jók honum einmitt áhuga á landamær- um mannlegs veraleika og skynj- unar. Trúarofstæki, loddaraskapur og sagnarandi í bland við galdra og óvætti urðu nú leiðistefið í mynd- heimi hans... Guðbergur Bergsson hefur líkt Eldri borgarar í Laugardalnum, rétt við sundlaugarnar, eru Samtök aldraðra að byggja fjögurra hæða hús að Dalbraut 16. 1 húsinu eru 22 íbúðir og aðeins er óráðstafað tveimur 3ja herbergja íbúðum með bílageymslu. Húsið verður afhent fullbúið með frágenginni lóð 1. apríl nk. Skrifstofa Samtaka aldraðra er opin alla virka daga milli 10-12 og 13-15, sími 552 6410. JAFNVEL afi hans (39). „Ættstór asni lítur í ættartölu sína í stóru bókinni og kemst sér til mikillar ánægju að því að hann er hreinræktaður asni.“ ÞÚ sem ert vanmegnugur (42). „Á frumteikningunni sem var dregin með rauðum vatnslit, virðist maðurinn, burðarjálkurinn til vinstri, stynja annað hvort af þreytu eða unaði yfir þeim heiðri að hann, aum- ur maður, skuli fá að burðast með þvílíkan asna á bakinu. Með þessum hætti ráða ferðinni asnar með opin augu, ekki þegnarnir, og þannig eiga þjóðfélögin að vera!“ myndaflokknum við Eddukvæðin og Völuspá og telur hann að vissu leyti viðvöran til mannkynsins, auk þess að í myndunum era galdrar eða eins konar völuspá. Má vel vera rétt, en hér er ég ekki á sama hátt og rithöfundurinn inni í samtíð listamannsins né hinum foma kveðskap, þjóð- og forlagatrú, hef aðallega rannsakað hið sjónræna, þótt hitt sé líka heillandi viðfangs- efni. Sýn rithöfundarins á þessum fyrirbærum er skiljanlega önnur en málarans, þó svo í þessu falli sé gerandinn vel meðvitaður um inn- tak myndlistar. Einnig nálgast list- sögufræðingar myndaflokkinn á allt annan hátt en þeir sem era gæddir skapandi innsæi á ritað mál, eða liti og form, þræða söguna og setja myndirnar í samhengi við tímana, sem Guðbergur gerir raun- ar einnig. Málarinn og/eða grafík- listamaðurinn verður hins vegar heillaður af útfærslunni, meðhöndl- un nálarinnar og hinum mikla og þó einfalda blæbrigðaríkdóm. Kærir sig kollóttan um söguna og tímana en gleymir sér yfir þessum atriðum og næmi listamannsins á efniviðinn milli handanna. Og þessu næmi Goya má líkja við ófreski og galdra, því hann virðist hafa séð útkomuna nákvæmlega fyiir, þannig mun hann aldrei hafa séð afþrykk af sumum grafíkverk- um sem hann gerði og hafði þannig enga möguleika til að laga þær eða endurvinna, sem annars er svo al- gengt í hinu sérstaka vinnuferli. Þetta er verklag snillings, einnig var sjónrænu minni Goya við- brugðið, eins og þegar hann brá upp sviðsmyndum af löngu liðnum atburðum. / Anámsárum mínum fyrir hálfri öld kynntist ég þess- um myndum af bókum sem fengust í bókabúð Máls og menn- ingar í Alþýðuhúsinu, ásamt myndaflokknum um stríðshörm- ungarnar og höfðu þær sterk áhrif á mig, sem skólafélaga mína. Löngu seinna komst ég að því að sjálf afþrykkin af plötunum eni til stórra muna áhrifaríkari, jafnvel í þeim mæli að á stundum verður maður höggdofa. Sá nokkur yfir- máta fín afþrykk í kjallaranum í Prado fyrir fáum árum, einkum eru dökku tónarnir dýpri, myrkrið öðlast þá innra líf sem eykur á óræði myndana og magnar upp tjáháttinn. Fyrir framan slíkar myndir eru öll orð óþörf, því tjá- krafturinn segir allt. Hins vegar geri ég ekki upp á milli þessara tveggja myndaflokka og tel slíkan samanburð óraunhæfan sé litið til vinnubragðanna þá best lætur. Og ekki get ég verið því fullkomlega sammála, að myndir eigi almennt líf sitt undir orðum sem málhagir láti falla um þær í riti, að auk era myndlistarmenn ekki upp til hópa á móti frásögu í sjálfri sér í mynd- verki heldur harðsoðnu bók- menntalegu inntaki. Þannig getur myndverk sagt drjúga sögu án þess að það höfði til ytri veraleika og mér er fyrirmunað að koma auga á hið bókmenntalega í þess- um myndum. Hins vegar er hið frásagnarlega til muna víðfeðmara og altækara, en það skal síður lagt að jöfnu við bókmenntahugtakið. Það er hins vegar meira en eðlilegt að myndir, sem bera í sér jafn sjálfsprottna læ- vísa margræða og andríka frásögn af hinu sviptingarmiklu sögusviði við aldahvörfín, æsi upp andagift- ina í rithöfundi, sem býr yfii- jafn miklu ímyndunarafli og frumleika samfara aðdáun á alþýðunni og Guðbergur Bergsson. Upprana myndanna má vel að merkja rekja til ádeilu á aðalinn í líki asnans, og hinar menntaðri þjóðfélagstéttir í líki apans, sem er þema sem kom fram í sex ætimyndum frá 1796-97, (nr. 37-42 í bókinni) og út frá þeim spinnur Goya hina margi-æðu frá- sögu. Menn geta skemmt sér kostulega við lestur hins safaríka texta Guðbergs, og þótt útgáfa bókarinnar sé hið mikilsverðasta framtak er kannski ennþá eftir- tektai’verðara að allar 80 myndirn- ar birtust á síðum Þjóðviljans á ár- unum 1973-74. Ádeilan gat þá allt eins beinst að heimskapítalisman- um og stéttaþjóðfélaginu, hið mót- sagnakennda er óneitanlega að hún gat jafnvel enn betur átt við kommúnismann, ofsóknir á menntamenn, kúgaða alþýðu og Gulagið. Þannig endurtekur grimmdin og valdið sig í ýmsum óhugnanlegum myndum, lítum einungis til nýjustu atburða í Kosovo, en frelsi og frásögugildi listarinnar blífur. Hönnun bókarinnar er látlaus og klár, bókbandsvinna með ágæt- um. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.