Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 38

Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Milljón hæða hús „Daubinn sjálfur verður víst ekki umflú- inn endalaust en égget treyst því ab beitt verbur fullkomnustu tækni sem völ er á í heiminum til ab treina í mér lífib löngu eftir ab ég er orbinn elliær og vil ekkert frekar en ab fá hvíldina. “ Stundum er ég furðu lostinn yfir því hve vel gengur að fá fólk til að svara erfiðum spum- ingum í skoðanakönn- unum. Auðvitað er vandalaust að svara því hvort maður noti frem- ur Watergate-tannkrem en Vi- agral. En spurningar eins og ertu hamingjusamur? Tja, hm, það fer nú eftir því hvernig á málið er litið, hvenær dagsins er spurt, hvort ég á að bera mig saman við atvinnufýlupoka eða óforbetranlega æringja. Sumt er ekkert mjög erfitt. Við erum ekki öll steypt í sama mótið en ef við erum spurð hvað við viljum að sé VIÐHORF gertfyrirokk- —---- ur er akveðmn Eftir Kristján kjarni í svör- Jónsson unum. Við vilj- um að okkur líði betur og það hlýtur að gerast fyrr eða seinna. En meðan við bíðum látum við okkur dreyma. Einhvern tíma á næstu öld verður tilveran í táradalnum kannski ekki lengur óbærilega létt og þung heldur fyrst og fremst Ijúf og góð. Skemmtileg og spennandi hlýtur hún að verða, morðið á tímanum okkar verður aldrei upplýst og við þurfum því ekkert að óttast. Þjónustan, þessi opinbera, verð- ur orðin miídu betri en núna. Ég fæ þá eins og allir aðrir fullkomna þjónustu hjá læknum og öðrum hjúkrunarstéttum ef ég er fársjúkur eða bara með einhverja lurðu. Dauðinn sjálfur verður víst ekki umflúinn enda- laust en ég get treyst því að beitt verður fullkomnustu tækni sem völ er á í heiminum til að treina í mér lífið löngu eftir að ég er orðinn elliær og vil ekkert frekar en að fá hvíldina. Herskari hvítklæddra og mis- kunnsamra samverja hagræðir koddanum mínum og sinnir öll- um óskum mínum, líka þeim sem ekki er hægt að sinna af neinu viti. Öryrkjar lifa mannsæmandi lífi allir sem einn og geðsjúkir verða ekki olnbogabörn samfé- lagsins. Atvinnulausir fá fjölda tilboða og geta valið og hafnað. Dagraumar eru engin bann- vara, þeir eru oft upphaf góðra verka og gefa virku dögunum lit. En munurinn á þeim og veru- leikanum verður að vera ljós, annars getur farið illa. Nýlega kom í ljós í skoðana- könnun BSRB að 70% aðspurðra vildu aukna opinbera þjónustu þótt skattarnir hækkuðu í kjöl- farið. Einhverju hljóta nú að- stæður að ráða um það hvemig svarið verður. Ef ég til dæmis svík nú þegar megnið af tekjun- um mínum undan skatti hef ég litlar áhyggjur af aukinni skatt- byrði, hún lendir á öðrum. Voru skattsvikararnir ekki með í úr- takinu? Á móti kemur að aðeins þriðjungur landsmanna greiðir nú tekjuskatt, einhverjir þeirra hafa kannski mótmælt þeirri misskiptingu í könnuninni. Aðrir eru svo af ýmsum lög- mætum ástæðum algerlega háð- ir opinberri þjónustu og ekki skal ég lá þeim að vilja að hún verði aukin og bætt. Það er varla nema mannlegt. Loks má ekki gleyma því að umtalsverður hluti þjóðarinar vinnur hjá opinberum stofnunum eða sinnir verkefnum íyrir þær. Ekki vill þetta fólk draga úr op- inberri þjónustu, skárra væri það nú, maður sagar ekki í sund- ur greinina sem maður situr á. Ef sá sem þetta ritar væri opin- ber starfsmaður hefði hann fjall- að öðruvísi og af meiri velvilja um skoðanakönnunina sem BSRB kostaði. Eiginhagsmunir gætu svæft allar viðvörun- arraddir í huganum um að þjak- aðir skattgreiðendur væru sumir orðnir svo reiðir að þeir gætu farið að gera uppreisn, til dæmis með því að einbeita sér að und- anskotum og öðru braski með samviskuna. Hvað mega opinberu útgjöldin vera hátt hlutfall af þjóðarfram- leiðslu án þess að allt fari um koll? Öfgafyllstu vinstrivíking- arnir víkja sér alltaf undan þeg- ar spurt er hvort til sé í þeirra huga eitthvert þak á eyðslunni, hvort það geti farið svo að kerfið hrynji undan eigin þunga ef haldið verði áfram að bæta hæð- um ofan á bygginguna. Sagan sýnir að það eru þeir sem minnst eiga undir sér sem verða undir brakinu í þannig hamförum. Hinir hafa fyrir löngu flúið, þeir hafa til þess ýmis ráð og meiða sig sjaldan mikið í sh'kum hremmingum. Samt erum við spurð hvort við viljum auka útgjöldin. Margir eru vafalaust mjög meðvitaðir um beina hagsmuni sína og svara í samræmi við þá. En við erum nú ekki öll að hugsa um pólitík og hugmyndafræði svona dags daglega. Auk þess erum ekki spurð hvort við viljum auka sum útgjöld en draga úr öðrum. Við verðum að velja allan pakk- ann eða ekkert. Ég held að margir svari því þessum spurningum án þess að velta málinu mikið fyrir sér, við- brögðin eru ekki djúphugsuð heldur meira eða minna tilfinn- ingaleg. Oftast er hringt í að- spurða og þeir hafa ekki mikinn tíma til að velta lengi fyrir sér samhengi og afleiðingum. Við lít- um okkur nær, munum eftir nánum ættingja sem verður að bíða óratíma eftir aðgerð á mjöðm eða þarf að nota fokdýr lyf án þess að hafa almennilega efni á því. Við erum að segja að við vilj- um hafa það gott og helst leggja öllum þeim lið sem eiga undir högg að sækja. Um leið erum við að biðja um gott veður ef við þurfum einhvern tíma sjálf á samhjálp að halda. En ég fullyrði að það sé út í hött að túlka jákvæðu svörin sem ósk meirihlutans um með- vitundarlausa útþenslu í opin- berri þjónustu, hvað sem hún kostar. Innst inni vitum við vel að við bætum ekki endalaust hæðum ofan á húsið og viljum að ráðamenn hafi hemil á okkur, geri ekki allt sem þeir halda að við viljum. Við viljum að þeir segi hingað og ekki iengra áður en allt er um seinan. Eða er ég bara að láta mig dreyma? Sjúkrahótel hag- kvæmur kostur _ Sigrún Gunnhildur Árnadóttir Sigurðardóttir MIKILL fjöldi sjúk- linga sem liggur á sjúkrahúsum gæti, samkvæmt athugunum sem fram hafa farið á vegum Landlæknis- embættisins, verið í mun ódýrara rými en sjúkrahúsin hafa yfir að ráða. Sjúkrahótel er það sem hentar þess- um hópi og það er bæði ódýr og góð lausn. Sjúklingum líð- ur alla jafna betur á sjúkrahótelum en sjúkrahúsi. Umhverfi þeirra er heimilislegi-a og eykur á sjálfsbjarg- arviðleitni sjúklinga og flýtir fyi-ir bata. I tæpan aldarfjórð- ung hefur Rauði kross Islands í sam- vinnu við heilbrigðisyfirvöld rekið eina sjúkrahótelið hér á landi og er það staðsett í Reykjavík. Sjúkrahót- elið hefur frá upphafi haft yfir að ráða 28 plássum en að mati sérfræð- inga sem um þessi mál hafa fjallað er eðlilegt að viðmiðunarreglan sé að eitt til tvö rúm á sjúkrahóteli þuifi fyrir hver tíu á sjúkrahúsi. Efth'- spurnin eftir plássum á Sjúkrahóteli Rauða kross Islands hefur alla tíð verið mikil og frá upphafi hefur hvert rúm verið fulinýtt. Sjúkrahótel og íbúðir Ki-abbameins- og hjartasjúklingar eru í meirihluta þeirra sem dvelja á Sjúkrahótelinu. Árlega dvelja þar milli sjö og átta hundruð einstakling- ar og er meðaldvalartími 13 dagar. Rúmlega helmingur sjúklinga á lög- heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Eins og málum er háttað hafa ein- ungis sjúkrahúslæknar heimild til að senda inn beiðni um dvöl fyrir sjúk- linga. Þetta fyrhkomulag er ekki í takt við nútímaheilbrigðisþjónustu þar sem mikill hluti lækninga fer fram utan sjúkrahúsa og einnig veit- ir það læknum mismunandi mögu- leika á að koma sjúklingum sem þess þurfa til dvalar á Sjúkrahótelinu. Rauði krossinn hefur leitast við að fá þessum reglum breytt en ekki hlotið til þess leyfi heilbrigðisyfirvalda. Til þess að koma til móts við þarfir þeirra sjúklinga sem dvelja þm-fa lengi á Sjúkrahótelinu festi Rauði krossinn nýlega kaup á íbúð í ná- grenni þess og á að auki íbúðir fyi-ir sjúklinga með Krabbameinsfélaginu Sjúkrahótel þýða sparnað fyrir samfélag- ið, segja Sigrún Arna- ddttir og Gunnhildur Sigurðardóttir, og rannsóknir sýna að fólki líður þar vel. og Landssambandi hjartasjúklinga. Þá keypti Rauða kross deildin á Akureyri íbúð fyrir sjúklinga þar í bæ. Otvíræður sparnaður Starfsemi Sjúkrahótelsins er fjár- mögnuð með daggjöidum frá heil- brigðis- og tryggingamálai-áðuneyti og með framlögum frá Rauða krossi íslands. Óhætt er að fuliyrða að dag- gjöldin eru þau lægstu sem þekkjast á sólarhringsstofnun eða rúmar 3.500 krónur á sólarhring. Framlag Rauða krossins nam rúmum fimm milljónum króna á síðasta ári. Auk þess lögðu sjálfboðaliðar Kvenna- deildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins sitt af mörkum. Nýlega fór fram könnun meðal sjúklinga á hót- elinu þar sem spurt var um viðhorf og mat á þjónustu, til staðsetningar, fæðis og fleira í þeim dúr. Almenn ánægja var með þau atriði sem leitað var mats á og þar kom einnig i ljós að flestum þætti eðlilegt að greiða eitthvert lágmarksgjald fyrir dvölina en samkvæmt lögum er óheimilt að taka greiðslu fyrir þjónustu af þessu tagi. Sparnaður með rekstri sjúkra- hótela fyrh’ samfélagið er ótvh’æðm- ef borinn er saman kostnaður á sól- arhring á sjúkrahóteli og sjúkrahús- um. Það er erfiðara að setja peninga- lega mælistiku á líðan fólks en er- lendar rannsóknir sýna að fólki líður betur á sjúkrahótelum. Fjölga þarf plássum Nefnd á vegum Rauða krossins skipuð fulltrúum hans, Ríkisspítala, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Land- læknisembættisins hefur nú með höndum það verkefni að gera tillög- ur um framtíðarskipan Sjúkrahótels- ins. Það er mat nefndarinnar að nauðsynlegt og skynsamlegt sé að fjölga þeim plássum sem Sjúkj-ahót- elið hefur yfir að ráða. Gert er ráð fyrir að sjúklingar á Sjúkrahótelinu séu eins og verið hefur nægilega sjálfbjarga til þess að sjá um sig að mestu sjálfir en hafi þó ekki heilsu eða möguleika til að vera heima. Gert er ráð fyrir sjúklingum frá hin- um ýmsu deildum sjúkrahúsanna, ki’abbameinssjúklingum í geisla- og lyfjameðferð, og sjúklingum utan af iandi sem ekki þurfa innlögn á sjúkrahús. Núverandi heilbrigðis- ráðhen’a hefur sýnt þessu máli skilning og hvatti til viðræðna milli þeirra aðila sem sæti eiga í fyrr- nefndri nefnd um framtíðarskipan Sjúkrahótelsins. Það er vilji til þess innan Rauða krossins að koma til móts við þarfir sjúklinga með því að stækka Sjúkrahótelið og auka um leið sparnað í samfélaginu. Það ger- ist þó ekki nema með samvinnu við sjúkrastofnanir og heilbrigðisyfir- völd. Sigrún Árnmlótlir er framkvæmdn■ stjóri Rnuða kross íslnnds. - Gunn- hildur Sigurdardóttir er formaður stjómar Sjúkrahótels Rauða Kross Islands. Rannsóknir Hj arta verndar RANNSÓKNIR Hjarta- vemdar á hjarta- og æðasjúkdómum meðal Islendinga hafa staðið óslitið síðan 1967 og veitt ómetanlegai’ upplýsingar sem lagt hafa grunninn að forvörnum gegn þess- um sjúkdómum á íslandi. Ég vil í þessu sambandi nefna fáein atriði: • Þrír áhættuþættir hafa reynst skipta mestu máli í sambandi við kransæðasjúkdóma á ís- landi; reykingar, blóð- fitutruflanir (kólesteról o.fl.) og hækkaður blóð- þrýstingur. Sykursýki er einnig stór áhættuþáttur. • Þessir áhættuþættir skýra fjögur af hverjum fimm tilfellum kransæða- sjúkdóma á Islandi. Áhrif þessara þátta magnast mjög þegar sami ein- staklingur hefur fleiri en einn þeirra. Aðrfr minna þekktir áhættuþættir ásamt óþekktum erfðaþáttum skýra væntanlega önnur ki-ansæðatilfelli. Leit að þessum þáttum heldur því áfram og Afkomendarannsókn Hjartaverndar sem nú er í fullum gangi er meðal annai’s ætlað að veita frekari upplýsingai- um þessa þætti. • Kransæðasjúkdómar orsökuðu um 50% allra dauðsfaila á íslandi um það leyti sem Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína. Á síðastliðnum 15 árum hefur þessi dánartala lækkað niður í um 33%. • Eftir 1970 hefur þróun helstu áhættuþátta verið mjög hagstæð hér á landi. Mikil minnkun hefur orðið í tíðni reykinga. Á meðal karla hefur hlut- fallstalan iækkað úr 58% í um 25% en úr 44% í um 30% meðal kvenna. Blóðfita hefur lækkað um nær 10% samfara breyttu mataræði, sérstaklega minni neyslu á mett- aðri dýrafitu. Blóð- þrýstingur hefur lækkað verulega og er nú með því lægsta sem gerist meðal Evr- ópuþjóða. • Þessar breytingar á þróun helstu áhættuþátta skýra stóran hluta þein-ar lækkunar sem orðið hefur á tíðni kransæðasjúkdóma á Islandi á síðastliðnum 15 árum. • I fjölþjóðlegri rannsókn (MONICA), sem Hjartavernd hefur annast fyrir íslands hönd, hefur komið í ljós að hvergi hefur náðst jafnmikill árangur til lækkunar á kransæðadauðsföllum og á íslandi. Þar kemur vissulega inn í ný lyfja- meðferð o.fl., ásamt ki’ansæðaað- gerðum og -víkkunum og þannig hef- ur Island nú lægsta dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma meðal Norðurlandanna. • Dánartíðnin vegna heilablóðfalls hefur lækkað um helming á síðustu áratugum, sem væntanlega tengist Guunar Sigurðsson Á starfstíma Hjarta- verndar hefur hlutfall dauðsfalla sem rekja má til kransæðasjúk- dóma lækkað verulega, segir Gunnar Sigurðs- son, eða úr 50 í 33 af hundraði. m.a. bættri blóðþrýstingsmeðferð. Þessir punktar undirstrika þann árangur sem náðst hefur á íslandi síðustu tvo áratugina á sviði hjarta- og æðasjúkdóma. Þessi árangur tengist betri þekkingu á meingerð þessara sjúkdóma og foi’vörnum gegn þeim og skjótari viðbrögðum, betri heilsugæslu og bættri meðferð og skurðaðgerðum sem veittar eru á sérdeildum sjúkrahúsanna. Enn eru þó hjarta- og æðasjúkdómar ein al- gengasta dánarorsök á Islandi og allt of margir verða fyrir barðinu á þessum sjúkdómum á besta aldri. Frekari þekking á eðli og orsökum þessara sjúkdóma er því áfram mjög mikilvæg. Á vegum Hjartavemdar eru í gangi fjölþættar rannsóknii- á sviði hjarta- og æðasjúkdóma á ís- landi, jafnframt því sem unnið er úr þeim gögnum sem safnað hefur verið á síðustu áratugum. Happdrætti Hjartaverndar hefur reynst mikilvægur stuðningur til þessara rannsókna og eins og áður treystir Hjartavernd á stuðning landsmanna við Happdrætti Hjarta- vemdar. Höfundur er læknir og formaður Hjarta vern dar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.