Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 45

Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 45 > þig og ömmu um allt milli himins og jarðar. Þú fylgdist vel með í lands- málunum og ekki kom maður að tómum kofunum hjá þér í boltanum. Alltaf voruð þið tilbúin að spila við okkur til þess að hafa ofan af fyrir okkur bræðrunum. Eg á nú eftir að sakna tímanna hjá ykkur síðasta vetur þegar við lásum saman þýsk- una. Við eigum eftir að sakna þín mikið en þó að þú sért farinn núna þá muntu lifa í huga okkar og hjarta um ókomin ár. Ég vona að þú hafir það gott þama uppi. Jón Helgi. Elsku Siggeir afi. Við systkinin minnumst þín með söknuði og hlýjum hug og þökkum fyrir þá samveru sem við áttum með þér og Sigríði ömmu. Við kveðjum þig með orðum Valdimars Briem: Far þú í Mði, Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðai'hnoss þú hljóta skalt Hvíl þú í Guðs friði. Siggeir, Sesselja Guðmunda og Melkorka Þöll. Margar ljúfar minningar leita á hugann þegar vinur og ferðafélagi til margra ára skal kvaddur hinstu kveðju. Leiðir okkar Siggeh-s lágu fyrst saman þegar við ásamt öðru ungu fólki stofnuðum Skíða- og skautafélag Hafnarfjarðar 1935. Það var gaman að starfa og ferð- ast með Siggeiri. Hann var alltaf svo jákvæðui’ og glaður. Okkur tókst að gera félagið drífandi og skemmti- legt. Hörðuvellimir voru gerðir að góðu skautasvæði, auk þess sem far- ið var á Urriðakotsvatn og Setberg- stjamir. Á sumrin vom famar nokkurra daga skemmtiferðir og svo vora skemmtikvöld og dansleikir öðra hvora yfir veturinn. Ófáar frístundir okkar fóra í þessa starfsemi, æsk- unni til góðs. Þá fóram við töluvert með Ferðafélagi Islands. Mér er minnisstæð ein ferðin á Snæfellsjök- ul þar sem hinn mæti ferðagarpur Kristján Skagfjörð var fararstjóri. Við voram búin að vera góða stund á jöklinum og njóta frábærs útsýnis í fögra veðri. Þegar við voram að skíða niður var Siggeir svo óheppinn að missa frá sér annað skíðið, sem skondi-aði niður allan jökul. Við dáðumst að því hvað Siggeir tók því æðrulaust að geta ekki rennt sér niður. Fjallgöngur vora töluvert stund- aðar og fengum við Siggeir gamlan skósmið sem Sigurður hét til að smíða á okkur forláta fjallgönguskó. Mikið starf var í sambandi við skíða- ferðir og byggingu skíðaskála í Hveradölum árið 1941. Mjög gott var að koma á heimili þeirra Sigríð- ar og Siggeirs. Þá sýndi hann okkur oft mjög fallegar myndir sem hann hafði tekið á ýmsum ferðalögum. Ég kveð Siggeir með kæru þakk- læti fyrir þær stundir sem við áttum saman og þá votta ég Sigríði og bömunum dýpstu samúð okkar hjónanna. Kristinn Guðjónsson. Látinn er aldraður og traustur fé- lagi, Siggeir Vilhjálmsson. Er okkur ljúft að minnast hans og koma á framfæri þökkum fyrir góð störf í félagi okkar. Siggeir gekk í félagið Akóges 1953 og hefur gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Formaður félagsins var hann 1960 til 1961. Siggeir var virkur félagi meðan heilsa hans leyfði en kannski er okkur efst í minni, hans ágæta myndataka m.a. í sumarferðum um öræfi landsins enda vel þekktur fyr- ir áhugaljósmyndun. Að leiðarlokum: Bestu þakkir fyr- ir allt og hans ágætu eiginkonu, Sig- ríði Hansdóttur og fjölskyldunni allri færum við innilegar samúðar- kveðjur. Kveðja frá Akóges í Reykjavík. ARNMUNDUR SÆVAR BACKMAN Arnmundur Sævar Backman fæddist á Akranesi 15. janúar 1943. Hann lést á Land- spítalanum 11. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 18. september. Ég sit hér einn í stof- unni heima - það er hljóð hér inni, en úti í garði er mikið sungið. Þrestir að búa sig til brottfarar. Það var ef til vill þessi lífsglaða hljómkviða þein-a, sem ýtti við hug mér og létti þeirri kvöð sem á mér hafði hvílt, að fá svör við þeim spurning- um sem hjá mér sátu svo fast. Hvers vegna? En svo hljóðnar dagsins ys og maður sættir sig við, að svar geti dregist á langinn, þeg- ar vísað er til æðra dómstigs. Elsku Addi, að sitja tímunum saman orðlaus og koma ekki orði á blað, - ekki orð um það, - en svo heyri ég allt í einu að „þrír háir tónar“ bera af, hljóma svo fallega í þessum samsöng þrastanna, og hafa orðið til þess að þessi fátæk- legu orð komust á blað. Ég held að þögnin sé að láta í minni pokann, því nú era minningamar famar að streyma til mín, já, þar er nú af ýmsu að taka og komnar til ára sinna margar hverjar, og þá var brosað og það var hlegið! Eitt dæmi af ótal mörgum þegar þú komst ungur að árum heim á Háaleitisveg- inn gamla, í búskapinn þar, þegar jafnaldrar þínir á Akranesi vora sendir út á land í sveit, en fannst svo skrítið þegar þú sagðist líka vera að fara í sveit, en til Reykjavíkur, í borgina. Það þótti svo skritið. Þú sagðir sjálfur frá og gerðir allar írásagnir svo lif- andi. Minningarnar eru allar ljúfar og bjartar og koma nú hver af annarri fram í hugann. Það verður því skiljanlegt öllum þeim sem sameig- inlega eiga slíkar minningar - öll afköst þín, þrautseigja og æðru- leysi í því stríði sem nú er á enda. - En minningamar lifa. Hvíl þú í friði, ljúfi frændi. Guð geymi þig. Valgeir. KRISTIN GUNNLA UGSDÓTTIR ODDSEN + Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen var fædd 22. desem- ber 1922. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Egilsstöðum 23. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaða- kirkju 3. október. Við þökkum frænku okkar Stínu yndislegar samverustundir í Möðrudal, Víðihóli, Löngumýri 12 og síðast hér á Egilsstöðum. Hún umvafði okkur ástúð og umhyggju sem einstök var. Stína var okkur, sem öðrum er henni kynntust, óþrjótandi upp- spretta fróðleiks, gestrisni og glað- værðar. Óli studdi hana með sínu ljúfa geði og lipurð alla tíð. Ætíð munum við minnast ástúðlegs faðm- lags og indæls kökuilms. „Svo þekk- ir hver, sem þiggur hennar beina - að þar er konan mikla hjarta- hreina." Móðir okkar, Margrét Sveins- dóttir, þakkar henni órjúfanlega vináttu í meira en 60 ár og ótal gleðistundir með vissu um góðar móttökur þér til handa. Er sálin var úr Qötrum leirsins leyst, var líkt og byggðin vaknaði af dvala. Til ijallsins heyrðist fáknum vera þeyst, af fleygum vængjum lagði nætursvala. Á bleikum jó, sem ber sitt höfuð reist, hóf brúður dalsins fór til himinsala. En móðir guðs lét móti henni fara sinn mikla, hvíta flokk, sinn englaskara. En hver á nú að annast bóndans bú og bera ljós um gólf og stofupalla og dá og elska drottin sinn og hjú í dalsins k}Trð og stormum hárra fjalla, og vaxa sjálf að vísdómi og trú, sem vekur öðrum traust og stækkar alla? Og fegra þannig fólksins líf í dalnum, og finna til með ijúpunni og valnum. Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjamið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og bamið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragamið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikia, hjaitahreina. (Davíð Stef.) Við biðjum guð að blessa ástvini hennar alla. Börn og fjölskyldur Margrétar á Eyvindará. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS HALLDÓRSSON, Ægisíðu 86, andaðist á Landspítalanum hinn 4. október. Þórunn Gröndal, Ingibjörg Júlíusdóttir, Jón Kr. Hansen, Halldór Kr. Júlíusson, Lára V. Júlíusdóttir, Sigurður Júliusson, Sigurður Konráðsson, Áslaug Konráðsdóttir, Anna Júlíusdóttir, Þórunn Júlíusdóttir, Pétur Benedikt Júlíusson, Ellen Apalset og barnabörn. Ólína Guðmundsdóttir, Þorsteinn Haraldsson, Anna Eyjólfsdóttir, Kolbrún Eggertsdóttir, Karl Júlíusson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Denise Lucile Rix, Halldór Erlendsson, Lúðvík Jóhann Ásgeirsson, Guðrún Berndsen, Hulda Þorvaldsdóttir, Stefán Daníelsson, Ásta Hallý Lúðvíksdóttir, Ásgeir Karlsson og systkini. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, MARÍA STEFÁNSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis i Bauganesi 38, Reykjavík, lést laugardaginn 3. október sl. Stefán Árnason, Ólöf Ágústsdóttir, Ásta Gísladóttir, Valur Helgason, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Gunnar A. Sverrisson. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Fossheiði 52, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 2. okt. Þuríður Gísladóttir, Jósep Helgason, Sigríður Gísladóttir, Þórarínn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. f , + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HILDUR HAFDÍS VALDIMARSDÓTTIR, Bláhömrum 2, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. október. Sverrir Davíðsson, böm, tengdabörn og barnabörn. + Móðursystir mín, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Grundarstíg 9, lést á Hrafnistu laugardaginn 3. október. Ida Sigríður Daníelsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RÍKHARÐ ÞORSTEINSSON, Grundarbraut 28, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugar- daginn 10. október kl. 14.00. * Páltna Halldórsdóttir, Sigrún Málfríður Sigurðardóttir, Hanns Peter Wensauer, Halldór Sigurðsson, Marý Anna Guðmundsdóttir, Steinar Sigurðsson, Hafdís Finnbogadóttir, Ragnar Matthías Sigurðsson, Jóhanna Margrét Hjartardóttir, Már Sigurðsson, Ólöf Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.