Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 56
•*: 56 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnór SIGURVEGARARNIR í minningarmót- inu, Jakob Kristinsson og Asmundur Pálsson. Þeir félagar eru á góðu róli þessa dagana en þeir voru í sigursveit- inni í bikarkeppninni á dögunum. BRIIIS Umsjón Arnór G. Ragnarsso n Ásmundur og Jakob unnu minningar- mótið á Selfossi JAKOB Kristinsson og Ás- mundur Pálsson sigruðu í minningarmótinu um Einar Þorfinnsson, sem fram fór á Selfossi um helgina. Hörkukeppni var um efstu sætin, enda góð verð- laun í boði. Jakob og As- mundur fengu 103 stig yfir meðalskor en helztu and- stæðingar þeirra, heima- mennirnir Rristján M. Gunnarsson og Helgi G. Helgason, voru með 99 og Aðalsteinn Jörgen- sen og Sigurður Sverrisson þriðju með 90. Næstu pör: Jón Þorvarðarson - Sverrir Kristinss. 78 Kristján Blöndal - Rúnar Magnússon 60 Stefán Guðjohnsen - Guðm. Páll Amarson 55 Stefanía Skarphéðinsd. - Svala Pálsd. 55 Þátttakan í mótinu var afar dræm, eða 22 pör, en þátttaka al- mennt í bridsmótum sem og á spilakvöldum bridsfélaga virðist vera í mikilli lægð um þessar mundir. Verðlaunin í mótinu voru ekki af verri endanum. Sigurvegaramir .. fengu 85 þúsund kr., silfursætið gaf 45 þúsund, bronssætið 25 þús- und og fjórða sætið 15 þúsund kr. Keppnisstjóri var ísak Öm Sig- urðsson. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 29. sept. var mjög góð þátttaka og spiluðu 29 pör Mitchell-tvímenning. Eftirtalin pör urðu efst í N/S: Þórarinn Ámason - Þorleifúr Þórarinss. 387 Sæmundur Bjömss. - Magnús Halldórss. 381 Garðar Sigurðsson - Baldur Ásgeirsson 369 Eysteinn Einarss. - Láras Hermannss. 340 Lokastaða efstu para í A/V: Guðm. Ár. Guðmundss. - Stígur Herlufsen 401 Viggó Norðquist - Oddur Halldórsson 397 Heiður Gestsdóttir - Þorsteinn Sveinsson 359 Bent Jónsson - Magnús Jósefsson 356 A föstudaginn var spiluðu 23 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannss. 238 Helga Amundad. - Hermann Finnbogason 237 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn davíðsson 235 Lokastaðan í A/V: Einar Markússon - Hörður Davíðsson 259 Halla Ólafsdóttir - Sigurður Pálsson 256 Ernst Bachman - Jón Andrésson 249 Meðalskor á þriðjudag var 312 en 216 á föstudag. Opna Hornafjarðarmótið Opna Homafjarðarmótið fór fram fyrir nokkm og lauk tvimenn- ingnum með sigri Júlíusar Sigur- jónssonar og Sigurðar Vilhjálms- sonar sem skomðu 256 yfir meðal- skor. Jakob Kristinsson og Sveinn R. Eiríksson vom í öðm sæti með 240 stig og bræðurnir Pálmi og Guttormur Kristmannssynir þriðju með 174. Einnig var spiluð sveitakeppni sem lauk með sigri Sverris Ar- mannssonar, Magnúsar E. Magn- ússonar, Jakobs Kristinssonar og Sveins R. Eiríkssonar. Vesturlandsmót í einmenningi Aðeins 12 einstaklingar mættu í Vesturlandsmótið í einmenningi, sem fram fór í Borgarnesi sl. laug- ardag. Akurnesingurinn Hreinn Björnsson sigraði í mótinu, Guðjón Ingvi Stefánsson Borgarnesi varð í öðru sæti og Rúnar Ragnarsson Borgamesi í þriðja sæti. Að sögn heimildarmanns þáttarins var mótið góðmennt þótt fámennt væri. Jakkapeysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60 sfmi 551 2854 B arnamyndir Jólagjafir sem slá allt annað út B ARNA ^FJÖISKYLDI) LJOSMYNDIR Ármúla 38 • sími 588-7644 Gunnar Leifur Jónasson Póstlisti Frábærar breskar hannyrða- vörur Listinn kostar kr. 400,- sem endurgreiðist við 1. pöntun. Ný tilboð í hverjum mánuði sími/fax: 564 4131 í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skiltamerkingar í Vatnsleysu- strandarhreppi FYRIR mánaðamótin ágúst-september birtust í blaðinu spurningar til Vegagerðarinnar vegna skiltamerkingar í Vatns- leysustrandarhreppi, V- Skaftafellssýslu og Mos- fellsbæ. Eitt skiltið sem spurt var um, þ.e. skiltið sem vísaði á Háubjöllu við Vogastapa í Vatnsleysu- strandarhreppi, hefur ver- ið tekið niður en ekkert opinbert svar hefur borist ennþá við spurningunum. Hvað veldur þessum drætti á svari? Sesselja Guðmunds- dóttir, Urðarholti 5, Mosfellsbæ. Fyrirspurn vegna strætisvagnaskýlis VIÐ verslunina „Þín versl- un“ í Seljahverfi vantar til- finnanlega strætisvagna- skýli eða staur. Þarna er ekkert sem segir að vagn- inn stoppi öðrum megin á götunni og fólk bíður mjög oft vitlausum megin eftir vagni því þar er skýli en missir svo af vagninum þegar hann brunar fram- hjá. Eg hef spurst fyrir um þetta hjá SVR en ekki fengið nein almennileg svör. Þetta er sérstaklega bagalegt á vetrum. Hvenær er ætlunin að bæta úr þessu? Svar óskast. Jóhanna. Hver keypti Phonograf ÞEIR sem keyptu Phonografinn af Gísla vin- samlega hafið samband við Margréti í síma 567 6178. Gott framtak að birta handavinnugreinar ÞAÐ kom mér skemmti- lega á óvart þegar Morgun- blaðið fór að birta handa- vinnugreinai'. Það er til- breyting að lesa eitthvað annað en þurrar ft'éttir í blaðinu. I blaðinu í síðustu viku var góð uppskrift að værðarvoð. Kemur þetta sér vel fyrir fólk sem hefur ekki efni á að kaupa sér handavinnublöð og það mætti birta svona greinar oftar en einu sinni í mánuði. Guðbjörg. Engar fréttir um ár aldraðra ÞANN 1. október sl. var ráðstefna sett í Gullsmára 13, félagsmiðstöð aldraðra. I þessari ráðstefnu tóku þátt m.a. ASÍ, BSRB og Landssamband eldri borg- ara. Var ráðstefnan haldin í tilefni af ári aldraðra, 1999. Mig rak í rogastans vegna þess að ég hef ekki séð minnst á þetta í fjöl- miðlum. Þarna voru ljós- myndarar en hvergi var minnst á þetta í fréttum. Finnst mér að fjölmiðlar mættu birta eitthvað um þetta því það er aldrei of mikið um þetta rætt. Eldri borgari. Blý í kristal? EG las í blaðinu 26. sept. í þættinum Vikulokin gi'ein um að drekka vín úr krist- allsglösum. Hef ég fyrir nokkrum árum lesið, lík- lega í Morgunblaðinu, að þegar vinanda er hellt í kristallsílát þá leysist upp blýið í kristailinum og fer út í vínið og maður drekk- ur blýið með víninu. Það hefur alltaf verið í háveg- um haft hvað þetta væri fallegt og viðeigandi, þ.e. að drekka vín úr kristalls- glösum. En þetta er stór- hættulegt því kristall inni- heldur mildð af blýi. Eftir að ég las þetta fyrir nokkrum árum fargaði ég öllum kristallsílátum sem vín er drukkið úr. Er ein- hver sem getur svarað því hvort þetta sé rétt hjá mér að áfengi eða vínandi leysi upp blý i kristall. Elísabet. Tapað/fundið Drengjahjól í óskilum í Skipasundi BLÁTT og gi'átt drengja- hjól Pro Style er í óskilum í Skipasundi. Hefur verið þar í ca. 6 vikm-. Þeir sem kannast við hjólið hafi samband í síma 553 6039. Kvenúr týndist TVÍLITT gullúr með áletrun á bakhlið týndist fyrir ca. 3 vikum. Þeir sem kannast við úrið hafi sam- band í síma 554 5280. Úr týndist GULLÚR, nett karl- mannsúr með gullfesti, týndist sl. miðvikudag. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 567 4678. Drengjaúlpa og flíspeysa týndust við Ásgarð Tapast hefur svört drengjaúlpa og blá flís- peysa, líklega við Ásgarð. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 588 1416. Dýrahald Tamlin er týnd 2JA ára dökk og gulbrönd- ótt læða, hvít undir höku með hvitar loppur, hefur ekki komið heim til sín að Fitjasmára í Kópavogi í heila viku. Hennar er sárt saknað. Hún er með rauða og bláa köflótta ól með bláu hengi með nafni og heimilisfangi í. Ef einhver hefur séð Tamlin er hann beðinn um að láta vita í síma 554 1666. SKAK Uinsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á Ólympíuskákmótinu í Elista í Kalmykíu i Rússlandi sem nú stendur yfir. Hún er úr keppni stórveldanna, Rúss- lands og Bandaríkjanna. Sergei Rúblevskí (2.685), Rússlandi, hafði hvítt og átti leik gegn Alexander Shabalov (2.645), Bandaríkj- unum. 16. Bxb7! - axb5 17. Rxe6 - fxe6 (Svartur lætur drottn- inguna af hendi íyrir þrjá menn, því 17. - Dc4 18. Rxfó - Kxf8 19. Bxc8 - Dxc8 20. Dd6+ - Kg8 21. Hadl lítur illa út) 18. Bxc5 - Hxc5 19. Be4 - Be7 20. Dd4! (Svarta stað- an er töpuð, menn hans vinna illa saman og kóngsstaðan er varhugaverð. Lokin urðu) 20. - Hf8 21. Hadl - Bc8 22. b4 - Hc4 23. Db6 - Kf7 24. Dxb5 - Hxc3 25. Hcl - Hxcl 26. Hxcl - Bd7 27. Bxg6+ - KÍ6 28. Db7 - hxg6 29. f4 - Rd3 30. Hc7 og svartur gafst upp. HVÍTUR leikur og vinnur Þessi skák réði úrslitum í viðureigninni, Rússar sigr- uðu 2V2-U/2 og tóku foryst- una á mótinu. Ást er... . . að hjálpa henni að renna upp. Víkverji skrifar... SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna efndi til árlegs markaðs- fundar fyrirtækisins í síðustu viku en þangað koma sölumenn þess úr öllum heimshornum og blanda geði við framleiðendur víðs vegar að af landinu. I tengslum við markaðs- fundinn var haldin sýning á helztu framleiðsluvörum, sem fulltrúar SH bjóða á einstökum markaðs- svæðum, svonefnt Markaðstorg SH. Það vekur óneitanlega athygli hve þróuð þessi starfsemi er orðin. Áratugum saman var Bandaríkja- markaður mikilvægasti fiskmark- aður okkar og afurðaverð þar réð úrslitum um afkomu þjóðarinnar. Það er liðin tíð. Nú byggjum við út- flutning okkar á mörkuðum víðs vegar um heiminn. Á Markaðstorgi SH vöktu þær framleiðsluvörur, sem við erum að selja á Japansmarkaði, mesta at- hygli Víkverja. Japanir og raunar aðrar Asíuþjóðir borða fisk á annan hátt en við. Einu sinni var haft eftir kínverskum sendiráðsstarfsmanni, að það væri undarlegt með Islend- inga, að þeir hentu öllu því bezta af fiskinum. En þótt við séum fast- heldnir á okkar matarvenjur er því ekki að leyna, að fiskafurðir eins og Japanir borða þær eru mjög góm- sætar, þótt þær komi okkur svolítið sérkennilega fyrir sjónir. Þá vakti líka athygli á Markaðs- torgi SH eldisfiskur, barri, afar bragðgóður sem sölumenn segja, að sé að verða tízkufiskur á veit- ingahúsum um alla Evrópu. XXX EN ÞAÐ var ekki bara fiskur, sem vakti athygli þeirra, sem heimsóttu Markaðstorg SH, heldur líka fólk. Ekki eru mörg ár frá því, að útflutningsstarfsemi okkar byggðist á örfáum einstaklingum, sem byggðu upp sölufyrirtæki okk- ar erlendis. Jón Gunnarsson var frumherjinn, sem átti mestan þátt í að þróa markað í Bandaríkjunum fyrir íslenzkar fiskafurðir, og síðan komu til sögunnar Þorsteinn Gísla- son og Magnús Gústafsson. Af hálfu Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga var það ekki sízt Guð- jón B. Ólafsson, sem þar hafði mest umsvif. Nú er ný kynslóð komin til sög- unnar, ungt og vel menntað fólk, sem starfar um allan heim við að selja fiskafurðir okkar og býr yfir mikilli þekkingu á markaðsaðstæð- um á hverjum stað. Það var ekki sízt ánægjulegt að sjá þennan fjöl- menna hóp af tiltölulega óþekktu fólki, sem bersýnilega kann sitt fag mjög vel. Frumherjarnir hefðu orðið stoltir af að fylgjast með þessum eftirmönnum sínum og þeim árangri, sem þeir hafa nú þegar náð. xxx EN JAFNFRAMT fer ekki á milli mála, að veður eru vá- lynd. Vangaveltur um nýja heimskreppu verða stöðugt meiri og ástandið á sumum mörkuðum okkar ískyggilegt. Það á ekki sízt við um Rússland. Áhrif kreppunn- ar í Asíu virðast enn ekki hafa komið fram að ráði á mörkuðum okkar þar en spurning, hversu lengi þeir geta staðið af sér þau miklu vandamál, sem við er að etja í þeim heimshluta. Raunar vekur undrun, að þeir skuli yfirleitt hafa gert það svo lengi, sem raun ber vitni. Sjálfsagt er helzta skýringin á því, sem fram kom í máli Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, að fram- boð á fiski hefur stórminnkað á rúmum áratug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.