Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 57 í DAG Árnað heilla Q/"VÁRA afmæli. í dag, O v/þriðjudaginn 6. októ- ber, verður áttræður Svein- björn Benediktsson, fyrr- uin símstöðvarsijóri, frá Hraunprýði, Hellissandi, nú til heimilis að Skólastfg 16, Stykkishólmi. Eigin- kona hans er Ásta Frið- bjarnardóttir. Þau hjónin verða að heiman í dag. BRIDS IJin.sjón 0iiðiiiiinilur Páll Arnarsoii HIÐ árlega minningarmót um Einar Þorfmnsson var spilað á Selfossi á laugardag- inn og fóru leikar svo að Ás- mundur Pálsson og Jakob Kristinsson unnu eftir harða keppni við heimamenn, Kri- stján Má Gunnarsson og Helga Grétar Helgason, en þeir urðu í öðru sæti. Aðal- steinn Jörgensen og Sigurð- ur Sverrisson urðu þriðju. Keppendur voru heldur fæn'i nú en stundum áður, eða 22 pör, sem kannski stafar af tímasetningu móts- ins, en það var hálfum mán- uði fyrr á ferðinni en venju- lega. En lítum á fjörugt spil úr mótinu: Norður gefur; NS á hættu. Vestur ADG104 VÁ64 ♦ 7 ♦ D10974 Norður * ÁK52 V G72 ♦ 10 + ÁG832 Austur A 9763 ♦ KD ♦ KD95 + K65 Suður A 8 V 109853 ♦ ÁG86432 *- Víða voru spiluð fjögm- hjörtu í suður og sums staðar dobluð. Tromp út er best fyr- ir vömina, en einspilið í tígli er freistandi og þar komu flestir út. Ef sagnhafi tekur háslagina í svörtu litunum og fer síðan út í víxltrompun getur hann skrapað saman tíu slögum ef hann fær frið til. Og þannig fór spilið víðast hvar. En vestur á vörn til, sem þó er mjög erfið. Hann verður að trompa tígul í öðr- um slag með hjartaásnum og trompa út! Þá getur austur tekið á hjónin í hjarta og fær svo um síðir fjórða slag varn- arinnar á tígul. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættannót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbi.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. K/AÁRA afmæli. í dag, ÍJ V/þriðjudaginn 6. októ- ber, verðui- fimmtug Eydís Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 56, Kópavogi. Hún og eiginmað- iu' hennar, Bergur Thor- berg, taka á móti gestum á veitingastaðnum Creole Mex, Laugavegi 178, kl. 19- 22 í dag. Barna- og fjölsk.ljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst sl. í Hall- gi'ímskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Guðbjörg Anna Jónsdóttir og Friðrik Sigurðsson. Heimili þeirra er að Berjarima 53, Reykja- vík. ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 4.579 til styrktar Byggingasjóði nýja barnaspítalans. Þær heita Ingileif Friðriksdóttir, 5 ára og Svandís Edda Gunnarsdóttir, 7 ára. Með morgunkaffinu COSPER HANN er alveg útkeyrður, greyið, hann er búinn að borða kartöfluílögur síðan um hádegið. ÉG ætla að fá lítinn skammt af salati, til að halda þyngd- inni í lagi og stóra sneið af franskri súkkulaðitertu til að halda skapinu f lagi. STJÖRJVUSPA cftir Frances Urakc VOG Afmælisbarn dagsins: Pótt þú megir ekkert aumt sjá og viljir öllum gott gjöra ertu samt ákveðinn og fylginn þér. Hrútur (21. mars -19. apríl) Dómgreind þín er í góðu lagi ef fjáimál eru annars vegai’. Þú færð nú tækifæri til að auka tekjm-nai- og skalt leggja grunn að því sem koma skal. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú sem ert skipulagður og vanur að undirbúa þig vand- lega fyrii’ daginn skalt ekki láta hanka þig á smáatriðun- Tvíburar ^ (21. maí-20. júní) Þótt þú sért sterkur og teljir þig geta borið byrðarnar einn skaltu ekki gleyma þeim vin- um sembíða þess að þú leyfir þeim að styðja þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Gættu þess að færast ekki meira í fang en þú ert maður fyrir. Það á jafnt við um per- sónuleg mál sem önnur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) iW Láttu ekkert heltaka þig svo að þú getir ekki einbeitt þér að verkefnum dagsins. Tal- aðu út um málið við þann sem þú treystir best. Meyja (23. ágúst - 22. september) (fiu> Vertu reiðubúinn þvi allar breytingar krefjast fórna. Oft var þörf en nú er nauðsyn að þú hugir að heilsufari þínu og mataræði. Vog m (23. sept. - 22. október) A 4* Þú ert í ævintýralegum hug- leiðum og skalt bara láta þig dreyma. Leyfðu svo tímanum að vinna með þér og gerðu drauminn að veruleika. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Einbeittu þér að því að gefa og þiggja og koma til móts við aðra. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Slh' Nú er rétti tíminn til þss að endurskoða sambandið við sína nánustu. Þegar það er komið á hreint geturðu snúið þér að áhugamálunum. Steingeit (22. des. -19. janúar) Nú skaltu líta yfir farinn veg og sjá hverju j)ú hefur fengið áorkað. Leitaðu svo leiða til að breyta því sem ])ú ert ekki ánægður með. Vatnsberi (20. janúar -18. febi-úar) Þér hættir til að vera of ráð- ríkur í máli sem þig varðar ekkert um. Ef þú gerir sömu kröfur til sjálfs þín og þú ger- ir til annarra kemstu hjá vandræðum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) W*b Viljir þú ná árangri í mann- legum samskiptum skaltu byi-ja á því að leggja alla sýndarmennsku á hilluna og vera bara þú sjálfur. Stjörnuspána á ad lesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. INNLENT AÐALFUNDR Rauða kross íslands var haldinn á Húsavík 2. og 3. októ- ber og sendi fundurinn frá sér nokkrar ályktanir. Meðal annars segir að sjálfboðin þjónusta sé verð- mæt viðbót við þá þjónustu sem veitt er í velferðarkerfinu og í öryggis- kerfi þjóðarinnar. Þar segir að öflugt sjálfboðið starf á vegum félagasamtaka muni gegna æ mikilvægara hlutverki í samfélag- inu og deildir Rauða krossins hér á landi hyggist auka sjálfboðið starf á sínum vegum á næstu árum í þágu þeirra sem verst standa. í ályktunum Rauða krossins segir að mikilvægt sé að þeir sem standa höllum fæti vegna sjúkdóma, aldurs eða annaiTa aðstæðna njóti ekki síð- ur en aðrir þess góðæris sem nú rík- ir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Að- alfuyndurinn fagnar yfirlýsingum um aukin framlög til hjálparstarfs og samstarf við félög sem starfa á þess- um vettvangi. Jafnframt er lýst áhyggjum vegna minnkandi fram- laga til lijálparstarfs í veröldinni þrátt fyrir síaukna þörf. Rauði kross Islands hvetur almenning og stjórn- völd til að sýna þeim sem mest þurfa á að halda samstöðu og samhug. Stefna um móttöku flóttafólks verði inótuð til lengri tíma Rauði krossinn lýsir yfir vilja til að veita áfram alla þá aðstoð sem unnt er í málefnum flóttafólks sem kemur hingað til lands. Fundurinn telur eðlilegt að íslendingai- haldi áfram að taka við fióttafólki eins og gert " hefui- verið undanfai'in þrjú ár, en jafnframt að stefna um móttöku flóttafólks verði mótuð til lengri tíma en gert hefur verið til þessa. Jafnframt er í ályktunum fundar- ins fagnað banni við framleiðslu og notkun jarðsprengna og samningi um stofnun alþjóðlegs stríðsglæpa- dómstóls. ------------------ Málstofa á Bifröst DR. Asta Bjai’nadóttir starfsmanna- stjóri mun fjalla um nýjungar í stai-fsmannastjórnun á málstofu Samvinnuháskólans 6. október. Málstofan hefst kl. 15.30 í hátíðar- sal Samvinnuháskólans á Bifröst og eru allir velkomnir. Velourgallar, dress og kjólar , Æeyya/Yia/', < ///rs/u/vje/v', Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. Alyktanir aðalfundar Rauða kross Islands Sjálfboðastarf mun aukast á næstu árum Allt að verða upppantað í október tilboðið framlengt í nóvember. Myndataka, þar sem þú ræður hve stórar og hve margar myndir þú færð, innifalið ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. kr. 5.000,oo Þú færð að velja úr 10 - 20 myndum af bömunum, eftirfarandi stærðir færðu með 60 % afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax.endanlegt verð er þá. 13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00 20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00 30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00 Ljósmyndastofa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd sími: 554 30 20 sími: 565 42 07 Passamyndir á fimm mínútum alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.