Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
227. TBL. 86. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Verkföll og mótmælaaðgerðir
boðaðar um allt Rússland í dag
Prímakov hvetur fólk
til að sýna stillingu
Moskvu. Reuters.
Kínaheimsókn
Peking. Reuters.
JEVGENÍ Prímakov, forsætisráð-
herra Rússlands, hvatti almenning í
Rússlandi í gær til að sýna stillingu
en í dag hafa verkalýðsfélög og
kommúnistar boðað til verkfalla sem
þau spá að verði þau mestu frá því
Sovétríkin liðu undir lok. Aðrir drógu
það í efa í gær og bentu á, að verka-
lýðshreyfmgin í Rússlandi væri mjög
veik og ekki líkleg til stórræðanna.
Sagðist Prímakov skilja vel að
margir þeirra sem hygðust taka þátt
í mótmælunum hafa fyllstu ástæðu
til að vera óánægðir. Hann biðlaði
hins vegar til fólks að sýna stiilingu
því ekki þyrfti miklar gárur á hafínu
til að sigla rússnesku þjóðarskútunni
í kaf. Hét Prímakov því jafnframt að
laun fólks yrðu greidd, og það fyrr
en síðar, og sagði efnahagsáætlun
ríkisstjórnarinnar í burðarliðnum.
Alexei Súríkov, varaformaður
Sambands sjálfstæðra verkalýðsfé-
laga, sagði fyrr í gær, að 28 milljónir
manna að minnsta kosti myndu
leggja niður vinnu tO að mótmæla
ringulreiðinni og skortinum í land-
inu. Launin, þegar þau fást greidd á
annað borð, eru orðin lítils virði en
meginkrafa verkalýðsfélaganna er
samt, að útistandandi laun, um 330
milljarðar ísl. kr., verði greidd án
tafar. Auk þess verða hafðar uppi
kröfur um að Borís Jeltsín forseti
segi af sér.
Búist var við, að fjölmennustu
mótmæli yrðu í Moskvu og Péturs-
borg en þátttakan er þó talin munu
fara mikið eftir veðri. Var spáin ekki
sem best.
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, vakti í gær máls á málefnum
Tíbets og mannréttindum í því sem
hann kallaði „hreinskilnum skoðana-
skiptum" við Zhu Rongji, forsætis-
ráðherra Kína. Daginn áður höfðu
kínversk stjórnvöld undirritað sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna um
stjórnmálaleg borgararéttindi.
Blair, sem er fyrsti brezki ríkis-
stjórnarleiðtoginn sem heimsækh-
Kína í sjö ár, lagði áherzlu á hve per-
sónulegt samband þeirra starfs-
bræðranna væri gott. Eftir alllangan
fund þeirra í Peking í gær stigu leið-
togarnir fram fyrir fjölmiðla með
breitt bros á vörum til að undirstrika
hve vel færi á með þeim. Blah- sagði
að þeir Zhu, sem hann sagði að stæði
„sannarlega fyrir nútímavæðingu",
hefðu átt „hreinskilin skoðanaskipti,
jafnvel á sviðum þar sem okkur
greindi á“. Þar með átti hann við
mannréttindamálin, sem hafa verið í
brennidepli athygli umheimsins frá
því Pekingstjórnin undirritaði sátt-
mála SÞ um borgaraleg og pólitísk
réttindi í fyrradag.
Samskiptin í
„eðlilegt horf‘
Sáttmálinn kveður á um að borg-
urunum sé tryggt tjáningarfrelsi,
réttur til sanngjarnrar réttarmeð-
ferðar og vernd gegn pyntingum.
Kínverskh- andófsmenn og Mary
Robinson, yfirmaður mannréttinda-
mála hjá SÞ, sem heimsótti Kína fyr-
ir skömmu, tóku þessu skrefi Kína-
stjórnar vel, en þó með fyrirvörum.
Þótt Kínastjórn hafi nú undirritað
þennan mikilvæga mannréttinda-
sáttmála er óvíst hvenær hún muni
staðfesta hann og hvort hann muni
Blairs
þegar á reynir hafa einhverja áþreif-
anlega þýðingu fyrir mannréttinda-
baráttu innan Kína.
„Ég vil sérstaklega leggja áherzlu
á það hve vel forsætisráðherrann og
ég höfum vingazt persónulega,"
sagði Zhu. Hann hældi Blair fyrir
hinn „sögulega þátt“ sem hann hefði
leikið í því að skila Hong Kong undir
kínversk yfirráð. Það ferli hefði
gengið mjög vel og tekizt hefði að
dreifa áhyggjum þeirra sem óttuðust
breytinguna sem endalok nýlendu-
stjórnar Breta í héraðinu þýddi.
I för með Blair er fjölmenn við-
skiptasendinefnd, sem gerir sér von-
ir um að geta í ferðinni bætt upp töp-
uð tækifæri sem farið hafa forgörð-
um vegna gagnkvæmrar tortryggni
og fyrirvara sem almenningur í
Bretlandi, Hong Kong og víðar hafa
haft gagnvart Kína.
Fundir Richards Holbrookes með Milosevic Júgóslavíuforseta árangurslausir
Auknar líkur taldar á
hernaðaríhlutun NATO
Jerúsalem, Pristina, Washington, Moskvu. Reuters.
JAMES Rubin, talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, sagði í gær að Bandaríkin myndu
ekki láta andstöðu Rússa gegn hernaðaríhlutun
Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo stöðva
sig ef engin önnur leið er fær til að stöðva kúgun-
araðgerðir Serba í héraðinu. Sagðist hann telja æ
líklegra að NATO ákvæði að beita hernaðaríhlutun
og ítrekaði Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna,
einnig í gær að taki Slobodan Milosevic, forseti
Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjalla-
lands, ekki sönsum muni koma til loftárása.
Nokkm- andstaða er þó við fyrirhugaðar árásir
og telja Rússar að NATO þurfi samþykki öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna til að geta látið til skarar
skríða, en þau skilaboð bárust frá Moskvu í gær-
morgun að rússnesk stjómvöld myndu beita neit-
unarvaldi í öryggisráðinu og hið sama hyggjast
kínversk stjómvöld gera. Varaði Bon's Jeltsín, for-
Rússar ætla að beita neit-
unarvaldi í öryggisráði SÞ
seti Rússlands, við því að valdbeiting NATO gæti
haft „alvarlegar afleiðingar á alþjóðavettvangi".
Bandaríkjamenn gáfu hins vegar til kynna að
NATO myndi hugsanlega hefja loftárásh- jafnvel
þótt öryggisráð SÞ gæfi ekki grænt ljós á aðgerð-
irnar. Ræddust þeir Bill Clinton og Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, við símleiðis í gær og
urðu sammála um að beita yrði valdi ef nauðsyn
krefði. „Niðurstaðan veltur algerlega á Slobodan
Milosevic,“ sagði talsmaður Blairs.
Varaði Jacques Chirac, forseti Frakklands,
Milosevic einnig við þvi að íhlutun NATO væri óum-
flýjanleg hættu Serbar ekki aðgerðum sínum í
Kosovo. Verða hafnai- viðræður um það í dag í höf-
uðstöðvum NATO hvort beita eigi hemaðaríhlutun.
Richard Holbrooke, samningamaður Banda-
ríkjastjómar, hitti Milosevic öðru sinni í gærkvöld
og hugðist gera úrslitatilraun til að telja hann á að
binda enda á kúgunaraðgerðir Serba í Kosovo.
Reyndist fundurinn hins vegar árangurslaus eins
og sá fyrri á mánudag en þar sakaði Milosevic
NATO um að undirbúa „glæpsamlegt athæfi“. Hol-
brooke heimsótti fyrr í gær Pristina, höfuðborg
Kosovo, og átti þar fund með fulltrúum Vesturveld-
anna sem haft hafa eftirlit með ástandinu í Kosovo
og framferði serbneskra hersveita þar. Létu eftir-
litsmennimir Holbrooke í té „óhugnanlegar upp-
lýsingar" um framferði serbneskra lögreglumanna
í Kosovo og slæman aðbúnað flóttamanna frá
Kosovo, sem Serbar gerðu ómögulegt að snúa aftur
til síns heima. Hitti Holbrooke einnig Ibrahim Ru-
gova, leiðtoga Kosovo-Albana.
Andstaða við norska
fj árlagafrum varpið
Allsherjar-
verkfall
skipulagt
Ósld. Morgunblaðið.
MEIRA en 1,2 milljónir Norðmanna
hyggjast taka þátt í allsherjarverk-
falli í næstu viku til að mótmæla fjár-
lagafrumvarpi ríkisstjórnar Kjells
Magne Bondeviks sem lagt var fram
á mánudag. Munu Norðmenn leggja
niður störf í 2 tíma fimmtudaginn 15.
október og er þetta umfangsmesta
vinnustöðvun í Noregi ef frá era tal-
in verkföll launþegasamtakanna.
Astæða verkfallsins er sú að í fjár-
lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir af-
námi opinbers frídags og er talið lík-
legt að annar í hvítasunnu geti orðið
fyrir valinu. Fjárlagafrumvarpið fel-
ur að öðm leyti í sér mikla lækkun
ríkisútgjalda en ríkisstjórnin hyggst
einnig hækka skatta og ýmis gjöld.
Hefur stjórnai-andstaðan þegar lýst
mikilli óánægju með frumvarpið.
Ársfundur IMF og Alþjóðabankans
Clinton segir efl-
ingu hagvaxtar
meginmarkmiðið
Washington. Reuters.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, sagði í ræðu á ársfundi Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og Al-
þjóðabankans í gær að mikilvægt
væri að stíga þegar þau skref sem
þyrfti til að sigrast á alþjóðlegum
efnahagsvanda sem magnast hefur
að undanförnu.
„Við horfumst í dag í augu við
sennilega erfiðasta efnahagsvanda í
um hálfrar aldar skeið,“ sagði Clint-
on en kvaðst sannfærður um að
vinna mætti bug á vandanum. Sagði
hann hins vegar að til að það mætti
verða yrðu allir, Evrópubúar, Japan-
ir, Bandaríkjamenn og aðrir, að
beita samtakamætti sínum. Sagði
forsetinn eflingu hagvaxtar í heimin-
um meginmarkmið þeirra sem mót-
uðu stefnu í þessum málum en lagði
að öðru leyti ekki fram sérstakar
hugmyndir um hvernig taka ætti á
vandanum.
Framkvæmdastjóri IMF, Michel
Camdessus, sagði í sinni ræðu að
ekki væri um það að ræða að einstak-
ar þjóðir ættu við efnahagsvanda að
stríða heldur væri allt fjármálakerfið
í uppnámi, enda hefði mönnum ekki
enn tekist að aðlaga það nægilega vel
þeim kostum og göllum sem fylgdu
alþjóðavæðingu í fjármálum.
Reuters
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands (t.h.), og kínverskur starfsbróðir hans, Zhu Rongji, fylgjast með heið-
ursverði hermanna fyrir framan Alþýðuhöllina í Peking við vesturenda Torgs hins himneska friðar, í gær.
Rætt um mannréttindi í
• /