Morgunblaðið - 07.10.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.10.1998, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn ANDLITSMÁLUN er næsta hefðbundinn liður á óhefðbundinni hausthátíð. Hausthátíð í Breiðholtsskóla FORELDRA- og kennarafélag Breiðholtsskóla stóð fyrir árlegri hausthátíð í skólanum síðastliðinn laugardag. Margt var á dagskrá til skemmt- unar auk þess sem aflað var fjár til starfseminnar. Ymsar nefndir starfa á vegum félagsins og er m.a. boðið upp á margs konar námskeið utan hins hefðbundna skólastarfs fyrir foreldra, böm og unglinga. Skátar komu í heimsókn á hausthá- tíðina, enda þeir öflugir í hverfinu. Einnig komu fulltrúar lögreglunn- ar og minntu meðal annars á gildi NEMENDUR, foreldrar og kennarar undu glaðir við dans og leiki á hjálmanotkunar. hausthátíð Breiðholtsskóla síðastliðinn laugardag. Landssíminn um skilyrta sölu símtækja Getur skapað óeðlilega mismun- un milli seljenda HREFNA Ingólfsdóttir, upplýs- ingafulltnii Landssímans, segir Landssimann ekki hafa í hyggju að veita sérstakan afslátt af GSM-sím- um gegn því að kaupendur gerist áskrifendur að GSM-þjónustu fyrir- tækisins en Tal hf. hefur auglýst slík kjör. Við teljum það ekki í samræmi við samkeppnislög að nota tekjur af leysisbundinni starfsemi til þess að binda viðskiptavini við eitt símaíyr- irtæki í heilt ár,“ segir hún. „Enda getur svona niðurgreiðsla á sím- tækjum skapað óeðlilega mismunun á milli seljenda notendabúnaðar.“ Þrenns konar ákrift Hjá Landsímanum er stofngjald í GSM-farsímaþjónustu 2.200 kr. og geta áskrifendur valið um fri- stundaáskrift, almenna áskrift og stórnotendaáskrift. Mánaðargjald frístundaáskriftar er 450 kr., mán- aðaráskrift almennrar áskriftar 550 kr. og mánaðaráskrift stórnotenda- áskriftar 1.250 kr. í frístundaáskrift kostar mínútan í almenna kerfinú 24 kr. og mínútan í GSM-kerfinu 22 kr. I almennri áskrift kostar mínút- an í almenna kerfinu 20 kr. og mín- útan í GSM-kerfínu 18 kr. I stórnot- endaáskrift kostar mínútan í al- menna keifinu 15 kr. og mínútan í GSM-kerfinu 13 kr. Stofngjald farsímaþjónustu Tals hf. er hins vegar 2.000 kr. og geta áskrifendur valið um að greiða 1.700 kr. mánaðargjald fyrir 60 mín- útna notkun, 3.800 kr. fyrir 180 mínútna notkun, 7.500 kr. fyrir 420 mínútna notkun eða 12.500 kr. fyrir 800 mínútna notkun. Hver umfram mínúta innan tímatalskerfisins kostar síðan 10 krónur en dagtaxti umfram mínútna í aimenna kerfinu er 20,50 kr. og kvöld- og helgartaxti 13,50 kr. Eldur í hlöðu TILKYNNT var um eld í hiöðu á bænum Efri-Gegnis- hólum í Gaulverjahreppi í gær- morgun kl. 8.34. Þegar slökkviliðið á Selfossi kom á vettvang logaði í dráttarvél og einnig hafði kviknað í nokkrum heyrúllum í hlöðunni. Slökkvi- starf gekk greiðlega og þótt ekki hafi verið um mikinn bruna að ræða hafi sú hætta verið yfirvofandi að eldurinn læstist í mjólkurhús og fjós, sem eru samliggjandi við hlöð- una. Ekki ei’u eldsupptök íylli- lega ljós en talið er að kviknað hafi í út frá rafkerfi dráttarvél- arinnar. Hitaveita Reykjavíkur og Rafmagnsveita Reykjavíkur sameinuð Orkuveita Reykjavíkur stofnuð um áramót Auglýst verður eftir forstjóra . ^ Morgunblaðið/Golli VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, og Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi, kynntu til- lögu um sameiningu Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykja víkur. TILLAGA um að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur í nýtt fyrirtæki undir vinnuheitinu Orkuveita Reykjavíkur hefur verið lögð fram í borgarráði og er gert ráð fyrir að borgarstjóm muni afgreiða tillöguna á fundi sín- um 15. október nk. Að sögn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra er gert ráð fyrir að íyrir- tækið taki til starfa undir nýju nafni um næstu áramót og að þá hefjist hið eiginlega sameiningarferli. Akveðið hefur verið að auglýsa eftir forstjóra að fyrirtækinu á næstunni. Ný sóknarfæri Borgarstjóri sagði að við stofnun íyrirtækisins yrði núverandi starfs- mönnum beggja veitna tryggður sambærilegur réttur og þeir njóta núna og að engum starfsmanni yrði sagt upp. „Tilgangur með samein- ingunni er að auka möguleika nýja íyrirtækisins á sviði rannsóknar, þróunar og markaðssóknar," sagði Ingibjörg Sólrún. „Við teljum að þarna skapist ný sóknarfæri á því sviði bæði innanlands og erlendis og að fyrirtækið verði betur í stakk búið til að mæta fyrirsjáanlegri orku- framleiðslu og jafnvel orkudreifingu á næstu öld.“ Rúmt ár er síðan undirbúnings- vinna hófst að sameiningu fyrirtækj- anna undir yfirstjóm borgarstjóra og borgarfulltrúanna Alfreðs Þor- steinssonar og Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar auk þess sem starfshóp- ur skipaður þeim Skúla Bjarnasyni hrl., Sveini Andra Sveinssyni hdl. og dr. Valdimar K. Jónssyni prófessor hefur unnið að úttekt og að verkinu í heild í umboði nefndarinnar. í samstarfi við starfsmenn Sagði borgarstjóri að kappkostað hafi verið að hafa sem best samstarf við starfsmenn fyrirtækjanna og að tillagan hafi verið kynnt þeim bréf- lega auk þess sem ráðgert er að halda fund með þeim þegar borgar- stjóm hefur tekið endanlega ákvörð- un um sameininguna og framtíðar- sýn. „Það er mikil vinna framundan og við gerum ráð fyrir að sameining- arferlið taki að minnsta kosti allt næsta ár,“ sagði borgarstjóri. í greinargerð með tillögunni segir að meginforsendur sameiningar séu aukin hagkvæmni og hagræðing til hagsbóta fyrir borgarbúa, möguleik- ar á sviði rannsókna, þróunar og markaðssóknar innanlands og er- lendis og er lögð áhersla á að stofnuð verði ný deild innan fyrirtækisins til að annast þau verkefni. Fram kemur að nýja fyrirtækið yrði fjárhagslega sterkt auk þess sem þar væri að finna víðtæka fagþekkingu. Bent er á að horfur væm á vaxandi sam- keppni í orkuframleiðslu og jafnvel orkudreifingu innan tíðar og að öfl- ugt orkufyrirtæki yrði betur í stakk búið til að takast á við samkeppni en núverandi orkuveitur. Alfreð Þorsteinsson benti á að nýja fyrirtækið myndi annast orku- öflun og orkudreifingu til 57% þjóð- arinnar. Heildarvelta íyrirtældsins yrði á bilinu 7-8 milljarðar á ári og nefndi hann til samanburðar að velta Landsvirkjunar væri 8 milljarðar. Fastráðnir starfsmenn verða um 390 en hjá Landsvirkjun em þeir 250. Eiginfjárstaða nýja fyrirtækisins er um 34 milljarðar en eiginfjárstaða Landsvirkjunar er 30 milljarðar. Sagði hann að árleg arðgreiðsla hita- og rafmagnsveitna í borgarsjóð hefði á undanfórnum árum verið um 1,4 milljarðar en arðgreiðslur Lands- virkjunar til borgarinnar hefðu verið 204 milljónir. Vatnsveitan ekki með Borgarstjóri sagði að horfið hefði verið frá því að Vatnsveita Reykja- víkur yrði einnig með í sameining- unni en lítillega hafi verið kannað hvort ekki ætti að sameina að- og fráveitu borgarinnar eins og víða væri gert erlendis. Spurningunni um hvort ekki hafi komið til greina að stofna hlutafélag um nýja veitu- fyrirtækið, svaraði borgarstjóri á þá leið að það hefði ekki þótt fýsilegt. „Það skiptir auðvitað ekki miklu máli fyrir ríkið þegar það gerir sín fyrirtækið að hlutafélögum, þar sem þeir fá ýmist arð eða tekjuskatt af sínum fyi-irtækjum í ríkissjóð,“ sagði borgarstjóri. „Fyrirtæki okk- ar eru undanþegin tekjuskatti sem borgarfyrirtæki en við fáum af þeim arð.“ Gagnrýnir vinnubrögð fjárlaga- nefndar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki skilja hversu illa þingmennirnir Árni Mathiesen og Árni Johnsen hefðu tekið bréfi sínu til fjárlaganefndar en þingmennirnir gagnrýndu bréf hennar harðlega í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi á mánudag. í bréfinu segir borgar- stjóri m.a. að sjónarmið forystu- manna borgarinnar hafi mætt tak- mörkuðum skilningi á fundum þeirra með nefndinni og að í ljósi fyrri reynslu þyki sér rétt að nefnd- in ákveði hvort ástæða sé til þess að forsvarsmenn borgarinnar komi á hennar fund. „í fyrsta lagi var þetta bréf mitt afskaplega kurteislegt," segir borg- arstjóri, „og engin stóryrði þar á ferðinni, ólíkt því sem var í við- brögðum þessara ágætu manna.“ Ingibjörg segir að með bréfinu hafi hún viljað koma á framfæri ákveðinni gagnrýni á vinnubrögð nefndarinnar sem sér fmnist dálítið gamaldags. Nefndin boði fólk til fundar við sig 21. til 24. september, áður en fjárlagafrumvarp sé komið fram og að því sé ekki hægt að nota þessa fundi til að ræða neitt það sem þar standi. Þessir fundir verði því lítið annað en almennir málfund- ir sem oftar en ekki vilji detta í póli- tískt karp. Þjónar takmörkuðum tilgangi „Mér finnst þetta þjóna takmörk- uðum tilgangi og því valdi ég þá leið að senda nefndinni nokkuð ítarlegt yfirlit yfir ýmislegt sem varðar fjár- hagsleg samskipti ríkis og borgar," segir hún. „Mér hefði síðan þótt nær að nefndin læsi þessi gögn yfir og kæmi á fundi með okkur eftir að fjárlagafrumvarpið er komið fram.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.