Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐINA var löngu farið að gruna að hr. Davíð væri klónað eintak af „Herranum".
f\sV\erPr'lce
Lögreglan endurheímt-
ir týnda GSM-síma
að þegar símanum er stolið nýtist
hann engum og eigandinn þarf
ekki að hafa fyrir að endurheimta
hann, einungis tilkynna hvarfið.
Ókosturinn fyrir eigandann er hins
vegar sá að þar með mun lögreglan
ekki taka að sér að leita símans þar
sem verðmætin eru engin.
Varað við að skilja
símana eftir í bflum
„Fólk er hvatt til að passa GSM-
símana sína,“ segir í tilkynning-
unni. „Ekki skilja þá eftir í bílum
eða annars staðar þar sem óvið-
komandi getur nálgast þá. Verði
þeim stolið þarf fólk að biðja um
lokun á símanum og einnig um leit
að honum verði hann notaður síðar
af öðrum. Það er von lögreglunnar
að með því að fólk gæti síma sinna
betur megi fækka tilkynningum
um þjófnað á þeim til lögreglu.
Þess má að lokum geta að innbrot-
um hefur fækkað á starfssvæði lög-
reglunnar í Reykjavík. Fyrstu sex
mánuði ársins 1997 voru 822 inn-
brot tilkynnt, en 708 á fyrstu sex
mánuðum ársins 1998. Hér er um
að ræða jákvæða þróun, sem hafði
verið neikvæð allt frá árinu 1991 til
síðasta árs.“
-------------------
• •
Olvun-
arakstur á
Selfossi
LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði
fimm ökumenn á einum sólarhring
fyrir ölvun við akstur frá laugar-
dagsmorgni til sunnudagsmorguns.
Einn ökumanna var sviptur öku-
réttindum á staðnum. Ökumaður,
grunaður um ölvun ók bifreið sinni
út af á Skeiðavegamótum, um átta
leytið á laugardagsmorgun en slapp
ómeiddur. Að sögn lögreglunnar
var talsverður erill um helgina á
Selfossi vegna ölvunar bæjarbúa.
GSM-FARSÍMAR njóta mikiUa
vinsælda hér á landi. Þeim hefur
því fjölgað mikið á undanfómum
mánuðum. Jafnhliða aukast líkur á
að eigendur símanna tapi þeim eða
að þeim verði stolið. Síðasta hálfa
árið hafa u.þ.b. 80 tilkynningar
borist lögreglunni í Reykjavík um
að slíkurn símum hafi verið stolið
frá fólki. I sumum tilvikum er fólk
undir áhrifum áfengis þegar það
tapar símanum, leggur tækið frá
sér, gleymir því eða símanum er
beinlínis stolið í innbrotum, bæði í
bíla og á heimili eða annars staðar,
segir í fréttatilkynningu frá lög-
reglunni.
Þar kemur fram að lögreglan
endurheimti átta síma af hverjum
tíu sem tilkynntir hafa verið stoln-
ir. Nær undantekningarlaust séu
þeir þá í höndum fólks, sem að
sögn hafði keypt þá af öðrum en
þeim er stal þeim.
„Rétt er að vekja athygli á að
næstum vonlaust er fyrir fólk að
nota GSM-síma sem hefur verið
stolið og tilkynnt hefur verið um,“
segir í tilkynningunni. „Það fólk
verður ekki einungis fyrir óþæg-
indum vegna notkunarinnar heldur
og fær það í fæstum tilvikum pen-
ingana sína aftur þegar það þarf að
sjá á eftir símanum í hendur eig-
andans."
Dæmi eru um erlendis að litið sé
á símtækin sjálf sem umgjörð um
símkortið og þau því í raun verð-
laus í viðskiptum. Með sérstökum
tækjabúnaði er hægt að gera sím-
ann óvirkan með einni aðgerð í
símstöð, kemur fram í tilkynning-
unni. Sé símanum stolið er hann
„aflífaður“ og þar með getur hann
ekki nýst öðrum. Óvíst er hvort sá
háttur verður tekinn upp hér á
landi, en í honum felast bæði kostir
og gallar. Kosturinn er aðallega sá
Litrík, örugg
og skemmtileg
Fást f leikfangaverslunum, hóka-
og ritfangaverslunum,
stórmörkuðum og
matvöruverslunum
um allt land.
DREIFJNGARAÐILI
Sími: 533-1999, Fax: 533-1995
Ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk
Meginþema
er Island
tækifæranna
Áslaug Hulda Jónsdóttir
STJÓRN Sambands
ungra sjálfstæðis-
manna hefur efnt til
ritgerðarsamkeppni undir
yfirskriftinni ísland tæki-
færanna. Áslaug Hulda
Jónsdóttir sér um undir-
búning ritgerðasamkeppn-
innar.
„Aðdragandinn að þess-
ari ritgerðarsamkeppni er
að Gallup gerði skoðana-
könnun fyrir Samband
ungra sjálfsstæðismanna
og kannaði þar hvaða aug-
um ungt fólk á aldrinum
16-35 ára liti á landið okk-
ar Island.
Niðurstöðumar voru
sláandi en þar kom í ljós að
ungt fólk gefur Islandi
ekki háa einkunn sem landi
tækifæranna. Meðalein-
kunn sem landið fékk var
5,7 og rúmlega 60% þeirra
sem tóku afstöðu fannst líklegt
að tækifæri sín myndu aukast
með því að flytjast til annars
lands.
Okkur hjá Sambandi ungra
sjálfstæðismanna leist ekkert á
þær fregnir að ungum íslend-
ingum finnist möguleikar þeirra
aukast _með því að flytja til út-
landa. I kjölfar þessara niður-
staðna ákváðum við því að reyna
að koma með nýjar hugmyndir
sem gætu fært ísland nær því að
vera land tækifæranna í hugum
ungs fólks. Það er mikilvægt að
ísland mótist eftir þörfum og
vilja einstaklinganna. Ritgerðar-
samkeppnin sem stjóm SUS
ákvað að efna til er þáttur í
þeirri vinnu.“
- Setjið þið einhverja skilmála
um efnistök í samkeppninni?
„Þátttakendur hafa frjálsar
hendur með efnistök en megin-
þemað er ísland tækifæranna.
Við vonumst auðvitað til að þar
komi fram hvernig ungt fólk vill
að Island sé og hvaða væntingar
það hefur til framtíðar."
Aslaug Hulda segir að grunn-
hugsunin á bakvið þessa rit-
gerðasamkeppni sé að fá ungt
fólk til að hugsa um það hvernig
land það vill byggja og að fá fólk
til að velta fyrir sér stjórnmálum
í þessu samhengi. „Við gerum
okkur auðvitað vonir um að í rit-
gerðunum komi fram ferskar og
nýstárlegar hugmyndir sem
hægt er að koma á framfæri í
framtíðinni. Við erum í þessu
sambandi ekki að tala um ein-
hverjar skammtímalausnir held-
ur hugmyndir sem til lengri tíma
litið geta tryggt að ísland sé
land tækifæranna í hugum ungs
fólks.“
- Hverjum er ritgerðarsam-
keppnin ætluð?
,^AIlir á aldrinum 16-35 ára
geta tekið þátt í
þessari ritgerðar-
samkeppni."
Þegar Aslaug
Hulda er spurð hvort
skilyrði sé að unga
fólkið sé starfandi í Sambandi
ungra sjálfstæðismanna segir
hún það af og frá. „Samband
ungra sjálfstæðismanna hélt
málefnaþing um síðustu helgi
þar sem ungir sjálfstæðismenn
fengu tækifæri tl að fjalla um Is-
land tækifæranna. Þar lögðum
við lokahönd á ályktanir sem
málefnanefndir SUS hafa lagt
drög að síðasta hálfa árið í
tengslum við Island tækifær-
anna. Ungir sjálfstæðismenn
►Áslaug Hulda Jónsdóttir er
fædd í Reykjavík árið 1976 og
uppalin í Garðabæ.
Hún er nemi við Kennarahá-
skóla Islands og er fyrsti vara-
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins í bæjarstjórn Garðabæjar.
Áslaug Hulda var um skeið
formaður Hugins sem er félag
ungra sjálfstæðismanna í
Garðabæ og situr nú í stjórn fé-
lagsins. Hún er einnig í stjórn
sus.
Hún er verkefnisstjóri Jafn-
ingjafræðslunnar.
Unnusti Áslaugar Huldu er
Sveinn Áki Sveinsson nemi.
hafa því gert nokkuð af því að
velta þessum málum fyrir sér og
með ritgerðasamkeppninni vilj-
um við ekki síður ná athygli
þeirra sem ekki eru félagar í
SUS.“
Áslaug Hulda segir að skila-
frestur renni út 26. október
næstkomandi og hún bendir á að
ritgerðin megi ekki vera lengri
en fimm blaðsíður.
„Við mat þeirra sem eru í
dómnefnd verður litið til frum-
legrar hugsunar, rökleiðslu, mál-
fars og alls þess sem prýtt getur
góða ritsmíð. 100.000 krónur
verða veittar fyrir bestu ritgerð-
ina.
Dómnefndina skipa Friðrík
Sophusson formaður dómnefnd-
ar, Eyþór Arnalds fram-
kvæmdastjóri OZ og borgarfull-
trúi, Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir fulltrúi SUS og stjórnmála-
fræðingur, Inga Lind Karlsdótt-
ir blaðamaður, Jakob F. Ás-
geirsson rithöfundur og Kári
Stefánsson framkvæmdastjóri
íslenskrar erfðagreinigar."
-Munið þið kynna þær hug-
myndir sem fram
koma í þessum rit-
gerðum?
„Við áskiljum okkur
rétt til að nota efni
innsendra ritgerða að
vild. Markmið okkar er auðvitað
að koma á framfæri góðum og
nýstárlegum hugmyndum sem
berast. Þá munum við leggja
áherslu á að fá verðlaunaritgerð-
ina birta.“
- Hvernig nálgast lesendur
nánari upplýsingar um sam-
keppnina?
„Nánari upplýsingar er að
finna á Netinu en slóðin er
www.xd.is/sus/island. Þá er net-
fang Áslaugar khi8182@khi.is.“
ísland mótist
eftir þörfum
einstaklinga