Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 17
Smart-bíll
kominn á
götuna
Frankfurt. Reuters.
TVEGGJA sæta Smart-bíll Daim-
ler-Benz AG og svissneska úr-
smiðsins SMH Group, sem er
kallaður „innkaupapoki á hjól-
um“ í háði, er kominn á götuna
eftir hálfs árs töf.
Þrátt fyrir nokkrar veltur í
hraðaprófunum í fyrra, sem
leiddu til breytinga á öryggisat-
riðum, og framleiðslutafa hafa
25.000 bflar þegar verið pantað-
ir. Daimler gerir ráð fyrir að
selja að minnsta kosti 120.000
Smart-bfla á ári.
GM myndar
hnattræna
skipulagsheild
Detroit. Reuters.
GENERAL Motors Corp. bílafyrir-
tækið mun sameina Norður-Amer-
íku-starfsemina og alþjóðleg umsvif í
eina hnattræna skipulagsheild til að
gera mesta bílaframleiðanda heims
fljótvirkari og skilvirkari í atvinnu-
grein, þai- sem samkeppni fer harðn-
andi.
Fyrirtækið segir að forstöðumað-
ur hnattrænu deildarinnar verði Ric-
hai-d Wagoner jr., sem var einnig
skipaður foreti stjórnar og aðal-
rekstrarstjóri. Forseti GM og aðal-
rekstrarstjóri, Jack Smith, verður
áfram stjórnarformaður og yfír-
rekstrarstjóri.
Ákvörðunin um að koma á fót
einni hnattrænni deild er í samræmi
við ráðstafanir sem Ford Motor fyr-
irtækið, annar mesti bílaframleið-
andi Bandaríkjanna, gerði fyrir fjór-
um árum. Ráðamenn GM segja að
ákvörðunin um heimsdeildina muni
breiða úr skipulagi fyrirtækisins og
einfalda það. Nýja deildin verður
kölluð GM Automotive Operations.
Einfaldara og hraðvirkara
„Við þurftum að reyna að einfalda
skipulagið svo að það yrði hrað-
virkara," sagði Wagoner frétta-
mönnum og starfsmönnum GM í að-
alstöðvum fyrirtæMsins. „Við verð-
um að koma fram sem eitt fyrirtæki
á árangursríkari hátt en við höfum
gert hingað til.“
Nýju heimssamtökin munu ná til
fjögurra svæða - Norður-Ameríku,
Evrópu, Asíu, Kyrrahafs og Ró-
mönsku Ameríku/Miðaustur-
landa/Afríku. Ronald Zarrella,
markaðsstjóri GM, verður forstöðu-
maður Norður-Ameríkusvæðisins.
Smith neitaði því að um niður-
skurð væri að ræða og kvað breyt-
inguna gera framleiðandunum Meift
að samræma aðferðir og kerfi um
allan heim til að gera framleiðsluna
skilvirkari og arðvænlegri.
Verkfóllin í verksmiðjum GM í
sumar í Flint, Michigan, nánast löm-
uðu alla Norður-Ameríkustarfsem-
ina og kostaði fyrirtæMð 2,8 millj-
arða dollara. GM hefur áður tilkynnt
að Delphi-bílapartaverksmiðja fyrir-
tæMsins verði skilin frá því á næsta
ári og sameinuð fimm bifreiðaverk-
smiðjum þess - Buick, Cadillac, Ch-
evrolet, Oldsmobile og Pontiac-GMC
- í eina miðstýrða sMpulagsheild.
Merrill bjargar bak-
tryggingarsjóðum
New York. Reuters.
MERRILL Lynch & Co. Inc. kveðst
hafa lánað baktryggingarsjóðum,
þar á meðal hinum bágstadda Long-
Tenn Capital Management, um 2,1
milljarð dollara og segir að trygging-
ar hafi verið lagðai- fyrir lánunum að
einu undanteknu, að upphæð 84
milljónir dollara.
Men'ill, sem tekur þátt í 3,6 millj-
arða dollara björgun Long-Term
Capital, kveðst eiga tryggingar upp
á tæplega 2 milljarða dollara fyrir
lánum þeim sem fyrirtækið hafi
veitt, aðallega reiðufé, bandarísk rík-
isskuldabréf og verðbréf.
Af baktryggingarsjóðum kveðst
Merrill hafa lánað Long-Term Capi-
tal mest, eða 1,4 milljarða dollara, og
segir að það lán hafi verið að fullu
tryggt.
NokM’h' bankar og verðbréfafyrir-
tæki hafa smám saman skýrt frá lán-
um til baktryggingarsjóða síðan
bundizt var samtökum um að bjarga
Long-Term Capital Managment,
sem tapaði stórfé með illa tímasett-
um áhættufjárfestingum á alþjóðleg-
um verðbréfamörkuðum.
Chase Manhattan Corp. skýrði
fyrstur bandan'sM'a banka frá
útistandandi lánum til baktrygging-
arsjóða, að upphæð 3,2 milljarðar
dollara. Bankers Trust Corp. til-
kynnti síðan að baktryggingarsjóðir
skulduðu þeim banka alls um 875
milljónir dollai’a.
Bæði Chase Manhattan og
Bankers Trust taka þátt í aðgerðum
samtaka 14 kunnra banka og verð-
bréfafyrirtækja til að halda Long-
Term Capital á floti.
Samkvæmt upplýsinum frá
Merrill námu lán bankans til allra
annarra baktryggingai-sjóða en
Long-Term Capital um 700 milljón-
um dollara. Lánin eru margvísleg og
það annað mesta var innan við 15%
af því sem Long-Term Capital fékk
lánað. Aðrir sjóðir en LTCM voru
ekki nafngreindir.
-----♦ ♦ ♦
AT&T
kaupir
Vanguard
New York. Reuters.
AT&T Corp. hefur keypt Vanguard
Cellular Systems Inc. til að auka um-
svif á sviði þráðlauss síma á austur-
strönd Bandaríkjanna.
Fyrir Vanguard greiðir AT&T 900
milljónir dollara í reiðufé og hluta-
bréfum og tekur við 600 milljóna
dollai’a skuld.
Vanguard veitir þjónustu undir
vörumerkinu Cellular One. Sam-
kvæmt samningi um kaupin fá hlut-
hafar í Vanguard 23 dollara í reiðufé
eða 0,3987 AT&T hlutabréf.
Boeing
greiðir 10
milljóna
dollara sekt
Seattle. Reuters.
BOEING Co. hefur samþykkt að
greiða 10 milljónir dollara í sekt
vegna ásakana um að hafa veitt
rússneskum og úkraínskum sam-
starfsaðilum hernaðarlegar og
tæknilegar upplýsingar við gervi-
hnattasmíði, að sögn embættis-
manna.
Ekkert annað fyi’irtæM hefur
orðið að greiða eins háa sekt sam-
kvæmt lögum um efirlit með út-
flutningi hergagna frá 1976.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
stöðvaði vinnu við Sea Launch-
gervihnattaverkefni undir forystu
Boeing 27. júlí þegar það frétti að
samstarfsaðilar Boeings í Rúss-
landi og Ukraínu kynnu að fá
tæknilegar upplýsingar frá banda-
rísku flugvélaverksmiðjunum.
Rannsókn leiddi í ljós að Boeing
braut lögin 207 sinnum, aðallega
með því að flytja út vöru og þjón-
ustu án nauðsynlegs samþykMs.
Þjóðaröryggi hafi þó ekM verið
stefnt í hættu.
Samkvæmt samkomulagi við ut-
anrfldsráðuneytið viðurkenndi
Boeing hvorki né neitaði að hafa
brotið af sér, en samþykkti að
greiða 7,5 milljónir dollara af sekt-
inni. Greiðslu 2,5 milljóna dollara
var frestað með því sMlyrði að
Boeing verji jafnhárri upphæð á
þremur árum til að hlíta lögunum
um vopnaútflutning.
VCUVK
fHmgtuiMaMfe
HtriWMt
NÝTTIIÞÍR
DREIFINGARSTYRK
MORGUNRLADSINS
Innskot er auglýsinga- og kynningarefni sem er dreift með Morgunblaðinu
Með innskoti er hægt að ná til mikils fjölda fólks í einu á öruggan og
hagkvæman hátt og nýta þannig dreifingarstyrk Morgunblaðsins
um land allt. Efni af ýmsu tagi er hægt að stinga inn í blaðið
og jafnframt er hægt að velja það dreifingarsvæði sem hentar
hverju sinni.
Morgunblaðið er mest lesna dagblað á íslandi og samkvæmt
fjölmiðlakönnunum lesa 60% þjóðarinnar blaðið að meðaltali •
á hverjum degi og 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Morgunblaðið er eina dagblaðið í Upplagseftirliti og samkvæmt
sfðustu mælingu er meðaltalssalan á dag 53.198 eintök.
Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111
og fáðu nánari upplýsingar um þá möguleika sem þér standa til
boða með innskoti í Morgunblaðið.
JIÍtitrjpmMðMft
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is