Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
ERLENT
Reuters
GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar (fyrir niiðju), með nýjum ráðherrum í stjórn sinni. Frá vinstri:
Björn Rosengren, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og aðstoðarráðherra hans Mona Sahlin, þá Ingegerd Wörn-
ersson, menntamálaráðherra, Britta Lejon, dómsmálaráðherra, og Kjell Larsson, umhverfisráðherra.
Dregur til tíðinda á flokksþingi breska Ihaldsflokksins
Hague hótar að skilja
Evrópusinnana eftir
Bournemouth. Reuters.
Imelda
Marcos
sýknuð
Manila. Reuters.
HÆSTIRÉTTUR Filippseyja
hnekkti í gær dómi undirréttar yfir
Imeldu Marcos, ekkju fyrrverandi
einræðisherra, Ferdinands Marcos,
sem dæmt hafði hana til tólf ára
fangelsisvistar fyrir spillingu.
Þessi úrskurður olli írafári meðal
stjórnmálamanna í landinu, sem
sögðu að hann gæti orðið til þess að
ryðja Marcos-
fjölskyldunni aft-
ur leið í valda-
embætti.
„Ég er berg-
numin af ánægju
yfir réttarsigrin-
um,“ sagði
Imelda Marcos
er dómurinn lá
fyrir, að sögn
lögfræðings
hennar. Dómurinn hnekkti dómi sér-
staks spillingardómstóls, sem árið
1993 dæmdi Imeldu fyrir brot á spill-
ingarvarnalögum. I janúar sl. virtist
sem hún yrði að sætta sig við að
þurfa að afplána fangelsisdóminn,
þegar dómur skipaður fimm hæsta-
réttardómurum staðfesti undirrétt-
ardóminn. En hún fékk fullskipaðan
hæstarétt til að taka málið íyrir, sem
í gær komst með átta atkvæðum
gegn fimm að þeirri niðurstöðu, að
sýkna bæri ekkjuna. Dómurinn er
endanlegur og óáfrýjanlegur.
Fleiri málaferli
En Imelda Marcos er ekki laus
undan armi réttvísinnar. Fjöldi
málaferla gegn henni er í vinnslu á
lægri dómsstigum, þar sem hún er
m.a. sökuð um að hafa lagt eigin-
manni sínum lið við að raka saman
milljörðum dollara af almannafé á 20
ára valdaferli hans. Ekkjan hefur
neitað öllum sakargiftum.
WILLIAM Hague, leiðtogi breska
íhaldsflokksins, varaði í gær
nokkra fyrrverandi ráðherra flokks-
ins við og sagði, að þeir, sem væru
andvígir stefnu hans í Evrópumál-
um, yrðu skildir eftir ef þeir féllust
ekki á, að málið væri útrætt.
Kom þetta fram hjá Hague á
fyrsta degi flokksþings Ihalds-
flokksins í Boumemouth en flokks-
félagar hafa samþykkt með miklum
mun stuðning við þá stefnu leiðtog-
ans, að Bretar gerist ekki aðilar að
evrópska myntbandalaginu næstu
átta árin.
Hague sagði í ræðu sinni, að hann
vildi, að alhr yrðu sér samferða en
þeir, sem vildu það ekki, yrðu ein-
faldlega skildir eftir. Beindi hann
þeim orðum sérstaklega til Evrópu-
sinna í íhaldsflokknum undir for-
ystu þeirra Michaels Heseltines,
fyrrverandi aðstoðarforsætisráð-
herra, og Kenneths Clarkes, fyrr-
verandi fjármálaráðheira. Þeir
halda því fram, að atkvæðagreiðslan
um Evrópustefnuna hafi verið óþörf
og geti komið flokknum í koll.
Sama gengisleysið
Hague segir aftur á móti, að at-
kvæðagreiðslan hafi verið nauðsyn-
leg til að vilji flokksmanna kæmi
ljóslega fram og til að kveða niður
deilumar í flokknum.
Hague tók við forystunni í íhalds-
flokknum eftir kosningaósigurinn í
fyrra, þann mesta síðan 1832 en þá
fékk hann aðeins fjórðung þing-
sæta. Flokknum hefur þó ekki
vegnað neitt betur í stjómarand-
stöðunni. Samkvæmt skoðanakönn-
un, sem birtist í dagblaðinu Guardi-
an í gær, fengi íhaldsflokkurinn að-
eins 29% atkvæða nú en Verka-
mannaflokkurinn 51%.
Síðdegisblaðið Sun, sem einu
sinni studdi Ihaldsflokkinn hvað
ákafast, hæddist að honum í gær og
birti mynd af Hague í líki dauðs
páfagauks. „Þessi flokkur er ekki
lengur til, hann er bara fyrrverandi
flokkur. Banameinið: Sjálfsvíg,"
sagði blaðið.
Svíþjóð
Stjornar-
stefnan
óbreytt
GÖRAN Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, kynnti í gær við setningu
sænska þingsins stefnu nýi'rar rík-
isstjórnar sinnar. Sagði hann mark-
miðið um þriggja prósentustiga
hagvöxt og lágmarksverðbólgu eftir
sem áður njóta forgangs.
Persson ítrekaði í stefnuræðunni
það takmark stjórnarinnar, að
koma atvinnuleysi í landinu niður
fyrir fjögur prósent árið 2000. Hann
sagði nauðsynlegt að efna til víð-
tækrar upplýsingaherferðar um
Efnahags- og myntbandalag Evr-
ópu (EMU), sem ellefu aðildarríki
ESB verða stofnaðilar að um næstu
áramót. Svíþjóð er ekki í hópi stofn-
aðildarríkja EMU, en Persson sagði
að ítarleg umræða um kosti og galla
aðildar yrði að fara fram. Ákvörðun
um þátttöku yrði að bera undir
þjóðaratkvæði. Hann útilokaði þó
að efnt yrði til slíkrar atkvæða-
greiðslu samhliða kosningum til
Evrópuþingsins næsta sumar.
Sahlin aftur í stjórn
Persson upplýsti ennfremur í
gær, hvaða breytingar hann hygðist
gera á stjórninni. Anna Lindh, fyrr-
verandi umhverfisráðherra, á að
verða utanríkisráðherra í stað Lenu
Hjelm-Wallén. Tekur Hjelm-Wallén
við embætti aðstoðarforsætisráð-
herra. Mona Sahlin, sem nefnd var
sem líklegt leiðtogaefni jafnaðar-
manna fyrir þremur árum en
neyddist síðan til að segja af sér
ráðherraembætti, kemur inn í
stjórn að nýju sem aðstoðarráð-
herra.
Imelda Marcos
Mannréttindasamtökin Amnesty International efna til herferðar
Mannréttindabrot í
Bandaríkjunum gagnrýnd
Washington. Reuters.
AFTÖKUHERBERGI í fangelsinu í Lucasville í Ohio. Þar bíða nú 180
fangar aftöku, í rafmagnsstól eða með banvænni lyfjagjöf.
Amnesty Intemational hófu í gær al-
þjóðlega herferð til varnar mann;
réttindum í Bandaríkjunum. f
tengslum við herferðina hefur verið
gefin út skýrsla, þar sem meðal ann-
ars er fjaliað um lögi’egluofbeldi,
dauðarefsingar og slæma meðferð á
fóngum og flóttafólki.
í skýrslunni segir að greina megi
„stöðugt og víðfeðmt mynstur mann-
réttindabrota" í Bandaríkjunum, og
þar er meðal annars farið fram á að
dauðarefsingar verði afnumdar, að
lögregluofbeldi verði rannsakað af
óháðum aðilum og að alþjóðareglur
um mannréttindi verði virtar. Sam-
tökin hvetja einnig Bandaríkjastjóm
til að setja strangari reglur um út-
flutning vopna og tækja sem notuð
eru til pyndinga.
Fangar fórnarlömb alvar-
legra mannréttindabrota
Lögregluofbeldi er víðtækt vanda-
mál í öllum fylkjum Bandaríkjanna,
að því er fram kemur í skýrslunni.
Flestar kvartanir em vegna meið-
inga og barsmíða við handtökur, og
algengt er að fólk, sem er í haldi lög-
reglu, sé beitt raflosti eða úðað með
piparúða, og því sé haldið í fjötrum
eða stellingum sem hindra öndun.
Einnig era dæmi um að óvopnað fólk
hafí orðið fyrir byssukúlum lögreglu.
Nærri tvær milljónir manna era á
bak við lás og slá í Bandaríkjunum,
og verða fangar oft fórnarlömb al-
varlegra mannréttindabrota, að sögn
samtakanna. Rannsóknir benda til
þess að algengt sé að fangar verði
fyrir líkamlegri og kynferðislegri
misbeitinu af hendi fangaverða. í
trássi við alþjóðlega samninga eru
jámhlekkir viða notaðir í bandarísk-
um fangelsum og þess eru jafnvel
dæmi að vanfærar konur hafi verið
hafðar í hlekkjum. í skýrslunni er
lýst áhyggjum vegna skorts á lækn-
isaðstoð í fangelsum og fjölgunar ör-
yggisdeilda, þar sem fóngum er
haldið í einangi'un til langs tíma.
Bandarísk fangelsi era gjarnan yf-
irfull, að því er fram kemur í skýrsl-
unni. í sumum fylkjum hefur verið
reynt að draga úr kostnaði með því
að einkavæða fangelsi, en að mati
Amnesty getur það aukið líkurnar á
slæmri meðferð fanga. Samkvæmt
heimildum samtakanna eru að
minnsta kosti 3.500 ungmenni undir
18 ára aldri vistuð í fangelsum fyrir
fullorðna í Bandaríkjunum, en það
brýtur í bága við alþjóðlega mann-
réttindasáttmála.
Aftökum fjölgar
Dauðarefsingar eru leyfðai' í 38
fylkjum Bandaríkjanna, og frá því að
hæstiréttur heimilaði þær á ný árið
1976 hafa nær 500 afbrotamenn ver-
ið teknir af lífi. Öfugt við þróunina í
flestum iðnvæddum ríkjum hefur
dauðadómum þar fjölgað, og hvergi í
heiminum bíða nú fleh'i aftöku, eða
um 3.300 menn. I Bandaríkjunum
era leyfðar aftökur á andlega veilu
fólki, í bága við alþjóðlega mannrétt-
indasáttmála, og gagnstætt alþjóða-
lögum heimila 24 fylki dauðadóm
vegna glæpa sem ungmenni fremja
fyrir 18 ára aldur.
Vakin er athygli á því að fólk sem
tilheyrir minnihlutahópum, eða er
félagslega eða efnahagslega illa sett,
verður helst fyrir mannréttindabrot-
um. Svertingjar, sem dæmdir hafa
verið fyrir að nauðga eða myrða
hvíta manneskju, eru til dæmis mun
líklegri til að hljóta dauðadóm en
hvítir afbrotamenn, og síður er kveð-
inn upp dauðadómur ef fórnarlambið
er svart. 60% fanga í Bandaríkjunum
tilheyra minnihlutahópum, og þar af
er helmingurinn svertingjar, en þeir
eru aðeins 12% af heildarmann-
fjölda.
Bandaríkin sein til að
staðfesta alþjóðasáttmála
Samtökin benda á að Bandaríkin
hafi verið sein tU að staðfesta alþjóð-
lega mannréttindasáttmála og reynt
að komast hjá_ eftii'liti með fram-
kvæmd þeirra. I skýrslunni segir að
Bandaríkin vísi óhikað tU alþjóðalaga
þegar það þjóni hagsmunum þeiira,
en sniðgangi þau ella. Þau hafi tU-
hneigingu til að gagnrýna mannrétt-
indabrot ríkisstjóma sem taldar séu
óvinveittar, en sitji aðgerðalaus hjá
þegai' brot séu framin í vinveittum
ríkjum.
Þá er hai-ðlega gagm-ýnt að marg-
ir flóttamenn, sem æskja hælis í
Bandaríkjunum, séu settir á bak við
lás og slá þegar þeh' koma til lands-
ins. Þeir fá þá sömu meðferð og aðrh-
fangar, og eru jafnvel fjötraðir og
settir í einangrun. Fjölmörg dæmi
era um að flóttafólki sé meinað að
hafa samband við ættingja, lögfræð-
inga eða flóttamannasamtök. Einnig
er fullyrt að Bandaríkin stuðli að
mannréttindabrotum með því að
veita tækniaðstoð og selja tækjakost
til ríkisstjórna og vopnaðra hópa,
sem vitað er að beri ábyrgð á pynd-
ingum, pólitískum morðum og öðrum
mannréttindabrotum.
Heldur
Prodi
velli?
ROMANO Prodi, forsætisráð-
herra Ítalíu, sagðist í gær
ætla að bjóða Oscar Luigi
Scalfaro, forseta Italíu, afsögn
sína ef stjórn hans fellur í
traustsyfirlýsingu þings, sem
fram fer í dag. Kommúnistar
hættu stuðningi við stjórnina í
síðustu viku vegna óánægju
með fjárlög hennar en einn
kommúnista sagði í gær að
meirihluti þingmanna flokks-
ins styddi ekki þá afstöðu
flokksins að hætta stuðningi
við Prodi.
Mubarak leit-
ar lausnar
HOSNI Mubarak, forseti Eg-
yptalands, flaug í gær til
Tyrklands til að reyna að
finna friðsamlega lausn á deil-
um tyrkneskra og sýi’lenskra
stjórnvalda sem hafa farið
stigvaxandi undanfarna daga.
Sýrlendingar saka Tyrki um
samvinnu við Israela á meðan
Tyrkir hafa haft í hótunum við
Sýrlendinga fyrir að styðja
uppreisnarlið Kúrda í Tyrk-
landi. Sagði Mesut Yilmaz,
forsætisráðherra Tyrklands,
að hann hefði gefið Sýrlend-
ingum lokaviðvöran í þessu
máli en sýrlensk stjórnvöld
neita statt og stöðugt ásökun-
um Tyrkja.