Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ í dreiföum iðriksson ; og hvaða —.... - Gagnabankar og persónuvernd Víða í íslenska heilbrigöis- kerfinu er að finna gagna- banka og skrár þar sem við- kvæmum upplýsingum um heilsufar skjólstæðinga heil- brigðisþjónustunnar hefur verið safnað skipulega um langt árabil. Mjög verðmæt söfn vefja- og blóðsýna úr mönnum er einnig að finna, sem geyma allar upplýsing- ar um erfðaeiginleika mannsins. Þó eru engin dæmi þess að safnaö hafi verið saman í einn tölvu- gagnagrunn heilbrigðisgögn- um af ólíku tagi Ifkt og fyrlr- hugað er að gera í miðlæg- um gagnagrunni á heilbrigð- issviði. Innan stjórnkerfisins eru haldnar skrár með per- sónubundnum upplýsingum um sjúkdóma vegna eftirlits og stjórnunar í heilbrigðis- kerfinu. Ýmis heilsufélög safna upplýsingum og haida skrár um tiltekna sjúk- dóma. í mörgum tilvikum hefur verið safnað gifurlegu magni persónubundinna upplýsinga á heilbrigðis- sviði. Þessi gögn eru oft varðveitt á nöfnum eða kennitölum einstaklinganna en vernd persónuupplýsing- anna er tryggð með ströng- um aðgangstakmörkunum. Þegar vísindamenn fá að- gang að skránum vegna rannsókna eru persónuupp- lýsingar yfirleitt dulritaðar og Tölvunefnd setur stranga skilmála um meðferð þeirra. Upplýsingar um sýkta einstaklinga Landlæknisembættið hefur yfirum- sjón með fjölda nafntengdra skráa á heilbrigðissviði í samræmi við lögboðið hlutverk embættisins um faglegt eftirlit með heilbrigðisþjónustu í landinu. Þess- um skrám hefur ekki verið safnað í einn tölvugagnagrunn, heldur er haldið að- skildum. Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir telur að embættið muni áfram halda þessar skrár óháð væntan- legri starfsemi miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði og að umræddar skrár landlæknis verði því ekki lagðar inn í gagnagrunninn. Meðal þeirra skráa sem landlæknir heldur er smitsjúkdómaskrá. Henni er skipt í tvo flokka. í annarri skránni er að finna viðkvæmar upplýsingar yfir sýkta einstaklinga með persónuupplýs- ingum og faraldsfræðilegum upplýsing- um. Hin skráin geymir upplýsingar um fjölda sjúkdómstilfella, án persónuauð- kenna. Eru upplýsingarnar tölvuskráð- ar og fylgt er ströngum reglum um per- sónuvernd við meðhöndlun og verð- veislu skránna. Er það fyrst og fremst gert með ströngum aðgangstakmörkun- um. Landlæknir heldur einnig sérstakar skrár yfír alnæmissjúklinga, fóstureyð- ingar, fæðingarskrá, skrá um ófrjósem- isaðgerðir og lyfjaskrá, samkvæmt skil- málum sem Tölvunefnd hefur sett og fær embættið auk þess reglulega afrit af skrá yfír eftirritunarskyld lyf frá Lyfjaeftirliti ríkisins. Fæðingarskráin er í umsjá Reynis Tómasar Geirssonar, prófessors á fæð- ingardeild Landspítalanum, í umboði landlæknis. Haraldur Briem sóttvama- læknir hjá landlæknisembættinu hefur yfirumsjón með smitsjúkdómaskránni fyi-ir hönd landlæknis. Ef landlæknisembættið ætti sjálft að geta haldið utan um allar þær heilsu- farsskrár sem heyra undir embættið þyrfti að efla tölvubúnað þess og manna- hald til muna, að sögn Matthíasar. Fóstureyðinga- og ófrjósemisskrár „Skrá landlæknisembættisins yfir einstaklinga með alnæmi er mjög vel varðveitt og með ströngum aðgangstak- mörkunum, að sögn Matthíasar. Skráin er í vörslu Haraldar Briem og hefur hann einn aðgang að skránni. Sérstakur starfsmaður á vegum land- læknis sér um skrár sem embættið heldur yfir fóstureyðingar og ófrjósem- isaðgerðir. Þar eru skráðar persónu- tengdar upplýsingar, sem eru mjög vel varðveittar, að sögn Matthíasar. Er nú til umræðu að afmá einstaklingsauð- kenni úr skránum og að þar komi aðeins fram fæðingarmánuður og fæðingarár viðkomandi einstaklinga en nöfn þeirra verði afmáð. Þegar Morgunblaðið leit- aði skýringa á því af hverju haldnar væru skrár um fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir sagði Ólafur Olafsson landlæknir það bundið í lög að land- læknisembættinu bæri að halda þessar skrár, vegna þess eftirlitshlutverks sem embættinu er falið í heilbrigðiskerfinu. Safna upplýsingum um öll lyf frá apótekum landsins Landlæknisembættið fær í hverjum mánuði afrit af skrá Lyfjaeftirlitsins yf- ir eftirritunarskyld lyf til yfirferðar á útgáfu og notkun þessara lyfja. Þar er um að ræða ýmis ávanabindandi lyf og talin er sérstök hætta á misnotkun. Skráin er geymd undir kennitölum við- komandi einstaklinga. Aðeins landlækn- ir, aðstoðarlandlæknir og eiðsvarinn starfsmaður embættisins, sem annast söfnun upplýsinganna, hafa aðgang að þessum gögnum. „Eg fer reglulega yfir þessa skrá til þess að athuga meðal annars hvort ein- hverjir læknar hafa ávísað óeðlilega miklu af lyfjum eða hvort ákveðnir ein- staklingar hafa fengið óeðlilega mikið af lyfjum. Landlækni ber lögum sam- kvæmt að sinna slíku eftirliti," segir Matthías. Landlæknir heldur einnig sérstaka lyfjaskrá, þar sem safnað er viðkvæm- um upplýsingum um öll lyf sem gefin eru út á ákveðnu tímabili frá öllum apó- tekum landsins. Þessum upplýsingum er safnað á tölvudisklingum frá apótek- unum og unnar upp úr þeim ýmsar upp- lýsingar sem á þarf að halda. „Upplýs- ingarnar eru með nöfnum eða kennitöl- um viðkomandi þegar þær berast emb- ættinu en þær eru síðan dulkóðaðar þegar embættið vinnur upp úr þeim,“ segir Matthías. Mikiö magn heilsufarsupplýsinga um Islendinga er gagnabönkum og sérstökum skrám um sjúkdóma. kynnti sér varðveislu þessara viökvæmu persónuup reglum ber aö fylgja viö meöferö þeirra í vísindarann Yfir 40 þúsund ein- staklingar á skrá HJÁ Hjartavernd hefur verið safn- að miklum heilsufarsupplýsingum vegna baráttunnar gegn hjarta- og æðasjúkdómum með hinni umfangs- miklu Hóprannsókn, sem hófst árið 1967 og stóð yfir í þrjá áratugi. í grein sem rituð var í tilefni af 30 ára afmæli Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar íyrr á þessu ári segir dr. Nikulás Sigfússon yfirlæknir að í hóprannsókninni hafi safnast saman geysilegt magn heilsufarsupplýs- inga. „Um það bil 850 atriði eru skráð um hvern einstakling í hóp- rannsókninni, samtals þannig um 25 milljón atriði,“ segir í greininni. Frá upphafi voru allar niðurstöður rann- sóknarinnar tölvuskráðar. Rannsókn á erfðaþáttum hjarta- og æðasjúkdóma Um þessar mundir stendur yfir Afkomendarannsókn Hjartaverndar sem er gerð í beinu framhaldi af fyrri hóprannsóknum og er henni beint að erfðaþáttum í hjarta- og æðasjúkdómum. Eru í þessari rann- sókn bornir saman afkomendur þeirra einstaklinga sem fengið hafa kransæðasjúkdóma við afkomendur einstaklinga sem ekki hafa fengið þá sjúkdóma. Alls eru um 8.000 manns þátttakendur í þessari rannsókn. Er gert ráð fyrir að gagnasöfnun ljúki árið 2000. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur einnig frá árinu 1981 tekið þátt í svo- nefndri MONICA- rannsókn, sem er fjölþjóðleg rann- sókn á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Hefur þessi rann- sókn m.a. falið í sér skráningu allra tilfella kransæðastíflu hér á landi meðal fólks á aldrinum 25-74 ára. Rannsóknargögn sem Hjarta- vernd býr yfir eru bæði notuð til rannsókna á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma en einnig í þjón- ustu við heilsugæslu- og heimilis- lækna, sem hafa fengið heilsufars- upplýsingar frá samtökunum um skjólstæðinga sína, sem hafa komið til rannsókna hjá Hjartavernd. Fylgt er fyrirmælum Vísindasiða- nefndar og Tölvunefndar við alla meðferð og úrvinnslu þessara upp- lýsinga. Nafnleynd tryggð í gagnasafni Hjartavemd aflar sjálf allra þeirra heilsufarsupplýsinga og líf- HJARTAVERND Sjúkdómsgreiningar í skrá hei Ibrigðisráðu neyt is HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur um nokkurra ára skeið safnað og tölvuskráð með samþykki land- læknis og að fengnu leyfi Tölvu- nefndar, svo- kallaðar vist- unarupplýs- ingar frá sjúkrahúsum landsins. Þar er skrásett hverjir leggjast inn á sjúkrahús, legutími sjúklings, sjúk- dómsgreining hans og aðgerðir. Að sögn Matthíasar Halldórsson- ar verður þessi skrá væntanlega fal- in landlækni til varðveislu innan tíð- ar. Upplýsingamar em í umsjá eins sérfræðings í ráðuneytinu og hafa ekki aðrir starfsmenn aðgang að skránni. Sjúkdómsgreiningar era skráðar með sérstökum kóða samkvæmt kerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar, en það er notað á sjúkra- stofnunum um heim allan. Við færslu upplýsing- anna úr sjúk- lingabókhaldi sjúkrahúsanna fylgja með persónu- auðkenni sjúklinganna svo unnt sé að fylgja einstökum sjúklingum eftir á milli sjúkrahúsa og sjúkradeilda, en til að tryggja persónuleynd eru kennitölur þeirra brenglaðar með sérstökum aðferðum. Heimild Tölvunefndar hefur frá upphafí verið m.a. bundin þeim skil- yrðum að kennitölum einstaklinga í þessari skrá verði breytt, þannig að ekki sé unnt að rekja upplýsingarn- ar til einstakra manna, að fullkom- innar nafnleyndar sé gætt og að óheimilt sé að nota upplýsingarnar í öðram tilgangi. Ráðuneytið og landlæknir nýta upplýsingar sem unnar eru upp úr þessum gögnum við stjómun og skipan sjúkrahúsmála í landinu og tölfræðilega úrvinnslu í heilbrigðis- þjónustunni. „Það er í verkahring landlæknis- embættisins að íylgjast með sjúk- dómum og hafa eftirlit með sjúkra- húsunum. Að okkar mati eiga þessar upplýsingar i raun og vera að vera hjá landlæknisembættinu en ekki ráðuneytinu, vegna þess að það er ekki við hæfi að þetta sé geymt und- ir pólitískri stjórn," segir Matthías. HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ Vinnuferli við vísindarannsókn 2Nafnalisti dulkóðaður. Vísindamaðurfær leyfi Tölvunefndartil að tengja listann við upplýsingar úr öðrum skrám. IVísindamaður vill kanna ættgengi sjúkdóms.Vísindasiðanefnd eða siðanefnd sjúkrahúss samþykkir rannsóknaráætlunina. Tölvunefnd heimilar aðgang að sjúkraskrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.