Morgunblaðið - 07.10.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.10.1998, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Mögulegt að bera kennsl á persónur í læstum ættartrjám um eitthvert misræmi er að ræða þá leita orsaka þess og leiðrétta vill- ur ef einhverjar eru. Þessi starf- semi er vel metin af þeim sem helst fást við greiningu krabbameina," segir Hrafn. Þegar sótt er um upplýsingar úr skránni ber m.a. að greina frá til- gangi rannsóknar og aðferðum, hverjir noti gögnin og hvernig trún- aðar verði gætt. Þurfa umsækjend- ur að staðfesta skriflega að þeir muni gæta trúnaðargagna á trygg- an hátt og að einungis þeir sem til þess hafi leyfí hafi aðgang að þeim. í 6. gi-ein reglna Krabbameins- skrárinnar segir ennfremur: „Aldrei verði haft samband við ein- stakling sem Krabbameinsskrá hef- ur veitt upplýsingar um, eða ætt- ingja hans, nema í samráði við lækni hans.“ Kostnaður umfram tekjur um 300 millj. kr. „Við svörum öllum spurningum vísindamanna ef við getum og lítum á það sem eitt helsta hlutverk okkar að vera til ráðgjafar og aðstoðar við þá sem vilja vinna að rannsóknum á orsökum eða gangi krabbameina. Ég tel að það hafi verið tilgangur- inn hjá Níelsi og Vilmundi og af þessari ástæðu hafa krabbameinsfé- lögin sennilega lagt meira í þetta verkefni en nokkui-t annað verkefni. Á síðast liðnum 17 árum var kostn- aður umfram tekjur vegna þessa verkefnis 280 milljónir króna,“ segir Hrafn. Upplýsingum í Krabbameins- skrána er ekki safnað á grundvelli upplýsts samþykkis viðkomandi einstaklinga. Að sögn Hrafns er það ekki gert við skráningu í neina krabbameinsskrá í heiminum sem hann þekkir til. Sýni úr um 5.000 manns varðveitt í lífsýnabanka Tíu ár eru liðin síðan Krabba- meinsfélagið setti á stofn rann- sóknastofu sem hefur það megin- hlutverk að stunda grunnrannsókn- ir í sameinda- og frumulíffræði tengdar krabbameini. Átti rann- sóknastofan m.a. drjúgan þátt í að finna annað af tveimur svokölluðum brj óstakrabbameinsgenum, BRCA2. Rannsóknarstofan hefur einnig með höndum umsjón skipu- legrar söfnunar lífsýna til rann- sókna á krabbameinum. I lífsýna- banka rannsóknastofunnar eru nú sýni frá um 5.000 einstaklingum. Reglur félagsins um lífsýnabankann eru að verulegu leyti sniðnar eftir reglum lífsýnabanka Norska krabbameinsfélagsins. Að sögn dr. Helgu M. Ögmunds- dóttir, forstöðumanns rannsókna- stofunnar, er í lífsýnabankanum að- allega varðveitt einangrað erfðaefni úr blóði og lifandi frostvarðar hvít- frumur úr blóði og blóðvökva. Sýnin eru einungis merkt með sýnisnúmeri og tökudegi en engar persónuupplýsingar fylgja sýnunum sjálfum. Tölvuskrá fylgir lífsýna- bankanum. Þessi tölvuskrá er ekki á tölvunetum hússins og er aðgengi- leg einungis með lykilorði, sem að- eins þrír starfsmenn kunna. Þar er skráð fyrir hvern einstakling rað- númer sýna, tökudagur, persónu- upplýsingar, ættarupplýsingar, sýnategundir, glasafjöldi, geymslu- staðir og upplýsingar um notkun þegar sýni eru tekin úr bankanum. Strangar reglur gilda um vörslu og meðferð sýnanna og hefur til- sjónarmaður Tölvunefndar eftirlit með notkun gagnanna við rann- sóknir. Þegar sýni eru tekin til rannsóknar eru persónuupplýsingar dulkóðaðar og öll sýni fá ákveðið númer. Fá aldrei einstaklings- bundnar upplýsingar „Þegar utanaðkomandi vísinda- menn sækja um afnot af sýnum úr bankanum era þau afhent þannig að við tökum til sýnin miðað við þarfir viðskiptavina okkar, sem fá sýnin merkt með nýjum raðnúmeram. Sá sem rannsakar sýnin fær aldrei neinar einstaklingsbundnar upplýs- ingar í hendur," segir Helga. „Við söfnum lífsýnum með þrenn- um hætti. Við fáum sýni úr sjúkling- um sem leggjast inn á sjúkrahús til aðgerða vegna brjóstakrabbameins. I öðru lagi söfnum við sjálf sýnum úr fjölskyldum og í þriðja lagi söfn- um við samanburðarsýnum, það er að segja úr heilbrigðu fólki og er þeim að verulegu leyti safnað í sam- vinnu við Hjartavernd,“ segir hún. Undantekningalaust er leitað upplýsts samþykkis þeiiTa einstak- linga sem Rrabbameinsfélagið sjálft safnar sýnum frá og er tilgangur sýnatökunnar útskýrður. „Þegar við fáum sýni frá sjúkrahúsum getum við sjálf ekki leitað upplýsts sam- þykkis. I þeim tilvikum er því um að ræða þetta svokallaða ætlaða sam- þykki,“ segir Helga. Skrár keyrðar saman og síðan er dulkóðað Þegar rannsóknastofan fær heim- ild Tölvunefndar til að keyra saman eigin skrár við skrár annarra aðila, t.d. Hjartaverndar, í afmörkuðum tilgangi berast skrámar með kenni- tölum. Eftir að þær hafa verið keyrðar saman er búinn til listi yfir þá sem rannsóknin nær til, er sá listi þvínæst dulkóðaður og per- sónutengdu skránni er eytt. Helga segir mjög þýðingarmikið við vísindarannsóknir að geta tengt saman skrár með heilsufarsupplýs- ingum í dreifðum gagnagrunnum í ákveðnum afmörkuðum tilgangi. Þegar upplýsingarnar hafa verið bornar saman era tengslin rofin á ný. „Þegar við tengjum saman upp- lýsingar er það gert í afmörkuðum tilgangi. Við tengjum í rauninni aðeins saman fáein atriði hverju i7^ sinni, sem tengjast : viðkomandi rann- sókn. Ef við hugsum okkur nokkra dreifða •4 gagnagrunna og í gagnagrunni A kem- ur upp hugmynd að rannsóknarverkefni og af því tilefni er bú- in til skrá úr grannin- Á RANNSÓKNASTOFU Krabba- meinsfélagsins eru m.a. stund- aðar ýmsar erfðafræðirannsókn- ir á krabbameinum. Rann- sóknastofan varðveitir einnig lífsýnabanka. um yfir sjúklinga með sjúkdóminn x. Síðan er gerð fyrirspum í gagna- grunn B um tiltekin atriði sem hugsanlega tengjast þessum sjúk- dómi. Leggja verður fyrirspurnina fyrst fyrir Tölvunefnd og Vísinda- siðanefnd. Þegar leyfi er fengið má fara fram tenging á milli grann- anna. Á því stigi er oft sett það skil- yrði af hálfu Tölvunefndar að per- sónuupplýsingar séu kóðaðar og að upphaflegu gögnunum sé eytt. Þess er þó ekki alltaf krafist að upphafs- gögnunum verði eytt heldur er greiningarlykill stundum varðveitt- ur vegna þess að það getur verið mikilvægt að mögulegt sé að rekja sig til baka. Á vinnslustiginu er ein- göngu unnið með kóðaðar upplýs- ingar. Næst þegar hugmynd vaknar að rannsóknarverkefni er mikilvægt að hægt sé að nota sömu aðferðir við að tengjast öðram gagnagrann- um. Jafnframt er nauðsynlegt að eiga þess kost að bæta inn nýjum heilsufarsupplýsingum um einstak- linga í gagnagrunnana og skiptir mjög miklu máli að merkja og tíma- setja upplýsingarnar, vegna þess að orsakaþættir sjúkdóma geta sagt til sín á löngum tíma,“ segir hún. Þetta segir Helga vera mun markvissari leið en að koma á fót einum miðlæg- um gagnagranni með þeim tak- mörkunum sem honum fylgi. Tekið er fram í gagnagrunns- framvarpinu að það taki ekki til sjúkraskrárkerfa einstakra stofn- ana, skráa sem stjórnvöld halda eða gagnasafna vegna vísindarannsókna á einstökum sjúkdómum eða sjúk- dómaflokkum. Lögin taki þannig t.d. ekki til skrár Hjartavemdar eða Krabbameinsskrár og rétt er að benda á að væntanleg lög ná ekki yfir lífsýni. Hafi hins vegar niður- staða rannsóknar á lífsýni verið skráð í sjúkraskrá hefur rekstrar- leyfishafi gagnagrunnsins aðgang að þeim upplýsingum. Helga segir aðspurð að starfsemi miðlægs gagnabanka gæti engu að síður haft ýmis áhrif á starfsemi rannsóknastofu Krabbameinsfélags- ins. „Það er lykilatriði fyrir alla að Krabbameinsskráin fái að halda sínu sjálfstæða lífi og hún hverfi ekki inn í miðlægan gagnagrunn," segir hún. „Samskipti við aðra gagnagrunna ganga ágætlega fyrir sig í dag. Það er hins vegar hugsanlegt að ýmsar skrár sem við höfum fengið aðgang að verði settar inn í miðlægan gagnabanka. Ef við ætlum að sækja um aðgang að upplýsingum í honum er þar fyrir aðgangsnefnd og í henni situr fulltrúi sérleyfishafans. Það skapar auðvitað hættu á hug- vitsstuldi.“ ERFÐAFRÆÐINEFND Háskóla íslands hefur byggt upp mikinn gagnagrann á heilbrigðissviði til erfðafræðirannsókna allt frá árinu 1965. I gagnabanka nefndarinnai’ eru nú nöfn um 490 þúsund Islend-- inga. ,Aður fengu þeir sem leituðu að- stoðar nefndarinnai- upplýsingar um skyldleika og ættartengsl við sjúk- linga sem vora til rannsóknar, ásamt nöfnum og fæðingartíma. Þegar tölvuvinnsla nefndarinnar var komin í það horf sem hún er nú, á árinu 1995, var orðið mjög fljótlegt að fá fram ættar- tengsl við stóra hópa, svo að ákveðið var að afhenda ekki nöfn og kenni- tölur, heldur gervikennitölur, sem starfsmenn nefndarinnar bjuggu til fyrir skyldmenni, sem ekki höfðu þann sjúkdóm sem var til rannsókn- ar. Þetta var gert af tveimur ástæð- um, annars vegar til þess að gagna- bankinn hyrfi ekki allur til þeirra sem væru að rannsaka ættir stórra sjúklingahópa, og hins vegar þótti ekki viðeigandi, að upplýsingar með nöfnum og kennitölum allra ætt- menna þeirra sem höfðu sjúkdómana lægju á víð og dreif. Um þessa starfstilhögun hefur staðið nokkur styr milli nefndarinnar og krabba- meinsskrár, sem hefur talið sig þurfa fullkomna kennitölu á öllum ætt- mennum sjúklinga sinna,“ segir í skýrslu sem Erfðafræðinefnd hefur tekið saman um starsemi sína. Forsvarsmenn Erfðafræðinefnd- arinnar hafa bent á að allar læknis- fræðilegar upplýsingar séu að- greindar frá upplýsingum um ættar- tengsl. Vísindamenn fái svo að tengja læknisfræðileg eða mann- fræðileg gögn við ættfræðigögn í af- mörkuðum rannsóknarverkefnum og að fenginni heimild Tölvunefndar og vísindasiðanefndar ef þörf krefur. Kerfisfræðingur býr til ættartré Þegar Georg Karonina kerfisfræð- ingur Erfðafræðinefndar tók á ný eftir nokkurt skeið að sér tölvukerfi Erfðafræðinefndar á árinu 1995, var hannaður nýr gagnagrunnur, þar sem gert var ráð fyrir persónuvemd einstaklinga. Síðustu árin hefur vinnutilhögunin við afhendingu upplýsinga verið þessi: Viðskiptavinir nefndarinnar, sem fengið hafa leyfi Tölvunefndar til að afla upplýsinga hjá nefndinni, koma yfirleitt til nefndarinnar með tvær skrár, einstaklingsskrá og sjúklingaskrá. Kerfisfræðingur nefndarinnar býr til ættartré úr ein- staklingsski-ánni og ber hana saman við sjúklingaskrána. Þeir einstak- lingar í ættartrénu sem ekki finnast í sjúklingaskránni fá sérstaka gervikennitölu svo að þeir þekkist ekki í úrvinnsluskrá sem viðskipta- vinurinn fær í hendur. Nú hefur við- skiptavinurinn þær fræðilegu upp- lýsingar sem hann þarfnast en engar óþarfar persónuupplýsingar og get- ur valið þau tré sem hann hefur áhuga á að skoða nánar, t.d. ef þarf að kalla alla lif- andi fjölskyldu- meðlimi til rann- sóknar. Með leyfi tölvunefndar getur hann þá fengið kennitölur þeirra sem á þarf að halda. Með þessu eru persónulegar upplýsingar verndaðar og hagsmuna Erfðafræðinefndar HI gætt, að sögn Georgs Karonina. Georg bendir hins vegar á í sam- tali við Morgunblaðið að ef rann- sóknaraðili hefur sjálfur undir hönd- um nafntengdan ættfræðigrunn, sem hann ber saman við dulkóðað ættar- tré sé hægur vandi fyrir hann að finna samsvarandi ættarmynstur, bijóta gervikennitölurnar upp og nafngreina einstaklingana í ættar- trénu. Georg benti Tölvunefnd á þennan möguleika í bréfi í febrúar sl. Upplýsingar um tengsl, kyn og fæðingarár Georg segir að til að hægt sé að vinna úr gögnunum á fræðilegan hátt þurfi að koma fram í læstu ætt- artré upplýsingar um tengsl á milli einstaklinga, fæðingarár, kyn og dánarár. Ef tengsl milli einstaklinga í ólæstum ættfræðigögnum séu nægilega góð sé hægt að búa til ætt- artré fyrir hvern einstakling, með sömu uppbyggingu og þau læstu. „Það eina sem þarf þá að gera er að keyra saman báðar skrárnar og þar með er búið að brjótast í gegnum læsinguna,“ segir Georg í bréfi sínu til Tölvunefndar. Á MORGUN Vísindarannsóknir og persónuvernd PÁLL Þórhallsson fjallar í blaðinu á morgun um helstu meginreglur sem mótast hafa á alþjóðavett- vangi um frelsi vísindanna og per- sónuvernd og veltir fyrir sér hvern- ig miðlægur gagnagrunnur á heil- brigðissviði svarar þeim kröfum. ERFÐAFRÆÐINEFND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.