Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 27

Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 2 7 _____________________HSTIR Fyrst núna sátt við það sem ég er að gera Sólrún Bragadóttir og Margaret Singer bera saman nótur sínar. NÝLEGA er lokið upptökum á geisladiski þar sem Sólrún Bragadóttir sópransöngkona syngur íslenska ljóðatónlist. Hér er um að ræða fyrsta einsöngs- disk Sólrúnar, en áður hafa hljóðritanir með henni verið gefnar út á safndiskum sem Menningarmiðstöðin Gerðuberg hefur staðið að auk hljómplötu með Bergþóri Pálssyni og Jónasi Ingimundarsyni frá árinu 1986. Bræðurnir Hrólfur og Haukur Vagnssynir sáu um vinnslu disks- ins, sem fram fór í hljóðveri Hrólfs í Hannover í Þýskalandi, Tonstudio Vagnsson. Hrólfur sljórnaði sjálfur upptökum og eftirvinnslu þeirra. Fyrirtæki Hauks, Vagnsson Grafík, sá um gerð bæklings. Þýska útgáfufyr- irtækið CordAria, sem einnig er í eigu Hrólfs, gefur diskinn út og er útgáfan hugsuð fyrir alþjóð- legan markað. Japis mun sjá um dreifíngu disksins á íslandi. „Þetta var vandasamt val,“ sagði Sólrún um lagavalið á disk- inum. „Eg var búin að fá margar hugmyndir um uppbyggingu efn- isskrárinnar áður en endanleg niðurstaða lá fyrir. Það hefur verið ótrúlega erfítt að velja saman lög þannig að mér fínnist valið ganga upp.“ A diskinum er að finna úrval íslenskra söng- laga, þar á meðal lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Karl O. Runólfs- son og Sveinbjörn Sveinbjöms- son og einnig syngur Sólrún lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Tryggva Baldvinsson, Jón As- geirsson og Sigvalda Kaldalóns. Sólrún hefur farið sér hægt og hafnað tilboðum um að hljóðrita geisladiska. „Ég hef sjálf hingað til ekki talið mig vera tilbúna að senda frá mér slíka diska,“ segir hún. „Mér fínnst ég fyrst núna vera sátt við það sem ég er að gera. Ég er orðin þroskaðri í túlkun og vinnubrögðin þjálfaðri. Ég er því betur í stakk búin til að gefa af mér þannig að útkoman standist tímans tönn og að ég verði sjálf ánægð eftir því sem árin líða.“ Frá árinu 1987 hefur Sólrún Bragadóttir starfað við óperusöng á alþjóðlegum vett- vangi. Hún hefur sungið flest stærstu hlutverkin og komið fram í hundruðum óperusýninga víðs vegar um heim, þar sem dagsformið getur skipt sköpum. „Það sem mér finnst kannski erf- iðast við þessa vinnu í hljóðverinu er að dagsformið þessa þrjá daga sem upptökur standa yfir hefur svo mikið að segja um útkomuna. Þar spila inn í atriði eins og svefn, mataræði og andlegt jafn- vægi. Þetta hefur reynsla síðustu tólf ára í óperuheiminum kennt mér, að þekkja hljóðfærið mitt, sem er líkaminn. Það var lengi að lærast en nú bý ég að þessari reynslu og hún nýtist mér vel, hvort sem er við vinnuna í hljóðverinu, Ijóðatónleika eða annars konar uppákomur." Við gerð geisladisksins fékk Sólrún til liðs við sig amerískan píanóleikara, Margaret Singer, sem hún hefur unnið mikið með undanfarin ár. „Ég velti því Iengi fyrir mér að fá útlending til að taka þátt í flutningi á þessum aiíslensku perlum sem Islending- ar þekkja og gera svo miklar kröfur til,“ sagði Sólrún. „Ég er núna ánægð með ákvörðunina því það hefur verið mikil upplif- un að vinna þetta með Margaret. Hún bar svo mikla virðingu fyrir verkefninu og var svo áhugasöm að ég fór að sjá alveg nýja hlið á lögunum. Hún þekkir auðvitað ekki þennan hefðbundna flutnings- máta sumra laganna. Ég þýddi alla textana fyrir hana og lýsti stemmningu laganna og þær ábendingar, sem hún kom með, til dæmis varðandi hraða og hrynjandi, var ný upplifun fyrir mig. Á íslandi er flutningur ís- lenskra sönglaga mikið fastur í sama mótinu og þeim oft tekið sem sjálfsögðum hlut, ekki það að þau séu ekki vel flutt heldur vantar stundum að velt sé upp nýjum hliðum á tónlistinni." Auk Margaret leika einnig Franz Bumann, Ladislaus Kosak og Júrgen Norman með í lögum eftir Atla Heimi. Geisladiskur Sólrúnar kemur út samtimis á íslandi og í Evrópu og verður hann fáanlegur í versl- unum frá miðjum nóvember. Sólrún Bragadóttir og Margar- et Singer munu halda tónleika f tilefni útgáfunnar víða um Iand seinnipart nóvembermánaðar, 19. í Bolungarvík, 21. á Akureyri, 23. á Stykkishólmi og 25. í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavík ásamt kirkjukór Stykkishólmskirkju og stjórnandanum Friðriki S. J mam S®? fl iri« II 1 Kristinssyni og Peter Máte píanóleikara. Snæfellingakórinn heimsækir Snæfellsnes Morgunblaðið. Stykkishdlmur. SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavík hefur starfað í 20 árum um þessar mundir. Til að minnast þeirra tímamót hélt kórinn vestur á Snæfellsnes laugardaginn 3. október sl. og hélt tvenna tónleika. Fyrri tónleikarnir voru í Ólafsvíkurkirkju. Þar sungu með kórnum kórar Ólafsvíkurkirkju og Ingjaldshóls- kirkju. Seinni tónleikarnir voru í Stykkishólmskirkju og þar söng kór Stykkishólmskirkju með Snæfell- ingakórnum. Tónleikarnir tókust vel og voru áheyrendur mjög hrifnir af söng kóranna. I lok tónleikanna sungu kórarnir saman þrjú lög. Undirleikari á tónleikunum var Pet- er Máté. Stjórnandi Snæfellinga- kórsins er Hólmarinn Friðrik S. Kristinsson og hefur hann stórnað kórnum í 12 ár af þessum 20 árum. Fyrsti kórstjórinn var Jón ísleifs- son. Um kvöld var haldinn afmælis- fagnaður á Hótelinu í Stykkishólmi. Auk kórfélaga mætti kórfólk af Snæ- fellsnesi. Þetta var erfíður og strangur dagur íyrir félagana í Snæ- fellingakórnum, en ánægjulegur og tímamótin lifa í minningunni. V er ðlaunasaga BÆKUR Unglingasaga HELJARSTÖKK AFTUR Á BAK eftir Guðmund Ólafsson Vaka - Helgafell. 1998 -174 bls. UNGLINGSÁRIN eru mörgum unglingi erfið. I kjölfarið á líkam- legum breytingum og breytingum á félagslegri stöðu skapast óvissa um eigin stöðu, sjálfstraustið veiklast, ekki síst gagnvart hinu kyninu og stundum eru unglingar hel- teknir af óþarfa spéhræðslu. Á þessu tímabili ævinnar taka menn hins vegar út mestan þroska og læra hægt og hægt að takast á við eigið kyn- ferði, eigin sérkenni, kosti og galla. Um þetta efni öðru fremur fjallar Guðmundur Olafsson í bók sinni Heljarstökk aftur á bak sem út kom fyrir skömmu. Guðmundur hlaut íslensku barna- bókaverðlaunin fyrir þessa bók. Hana prýða líka ótal margir kostir enda þótt hún sé ekki með öllu laus við veikleika. Guðmundur tekst vafningalaust á við efni sitt. Sagan er skýr og ein- fóld í uppbyggingu. Hér segir frá Jóni Guðmundssyni, busa í MR, fjölskyldu hans, vinum og stelpu sem hann er skotinn í og svo líka átökum hans við annan pilt og vini hans. Sagan er sögð á lipran en hófstilltan hátt og hún fer aldrei út af sporinu ef svo mætti segja. Sögu Jóns er fylgt útúrdúralaust enda nægir hún til að halda athygli okk- ar vakandi. Einn helsti kostur bókarinnar er hversu margar persónur sög- unnar eru eftirminnilegar og vel upp dregnar. Bæði á þetta við um aðalpersónuna sem býr yfír óvæntum hæfileikum og ýmsar aukapersónur sögunnar, svo sem Hreggvið menntaskólakennara, andstæðing Jóns, Drauminn, og fleiri. Nokkuð byggir Guðmundur frásögn sína á samtölum sem eru fjörleg og innihalda ýmsar hnittn- ar glósur sem gera hana skemmti- lega. Það hefur löngum verið mæli- kvarði á unglingabækur hversu vel tekst til í þeim að takast á við málefni unglingamenningarinnar. Guðmundur leitast við að takast á við þau. Víða drepur hann á ýmis málefni sem tengjast unglingum í texta sínum, svo sem unglinga- drykkju, lærdóm og anorexíu, þótt þau íþyngi textanum aldrei um of. Á bak við umfjöllun þessara málefna er vitaskuld fahnn siðferðislegm- boðskapur sem ég held að komist vel til skila. Ef til vill hefði Guð- mundur mátt fara dýpra ofan í sumt sem þama er á ferð. Það er oft eins og hann rétt tæpi á vandamálunum eins og af skyldurækni. Aðalveikleikar sög- unnar eru þó að mínu mati hversu lítið vægi sú persóna, sem er þó að mörgu leyti aflvaki sögunnar, hefur í henni. En það er rauðhærða draumadís- in sem verður kveikj- an að því að Jón fer í MR. I sögunni er hún fyrst og fremst íjarlægt viðfang hugsana Jóns og einhvern veginn tekst ekki að klæða hana holdi og blóði. Á sama hátt hefði Guðmundur mátt eyða meira púðri í sögufléttuna sem ekki er áberandi fyrirferðar- mikil. Mjög margar prýðilegar sög- ur hafa verið skrifaðar um svipað efni og því þörf á mörgum frumleg- um og óvæntum hugmyndum til að bókin skeri sig úr. Slíkar hug- myndir eru fyrir hendi í bók Guð- mundur og gefa bókinni mikið gildi. En þær hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Langstærsti kostur bókarinnar er þó lipur texti sem er hlaðinn kímni sem kallar fram bros og hlát- ur. Hún er fyrst og fremst skemmtileg lesning og uppbyggi- leg fyrir sálina. Hér er því á ferðinni góð bók og ánægjuleg og í flesta staði vönduð og víst að Guð- mundur er vel að Islensku barna- bókaverðlaununum kominn. Skafti Þ. Halldórsson Guðmundur Olafsson Hjá Heimsferðum finnur þú sérfræðinga í sérhúpum Hjá Heimsferðum starfar starfsfólk með áralanga reynslu af skipulagn- ingu hópferða um allan heim. Hvort sem um er að ræða ráðstefnu, árs- hátíðarhóp, skólahóp eða fyrirtækjaferð, þá getur þú treyst því að hjá okkur fínnur þú hagkvæmustu leiðina. Við nefnum hér nokkra af þeim áfangastöðum sem við höfum skipulagt ferðir til, fyrir hópa, á síðustu árum. Hafðu samband og við gerum þér tilboð í ferðina. Acapulco Austurríki Bahamas Barbados Barcelona Benidorm Boston Brasiiia Cancun Costa del Sol Hawaii Jamaica Japan Kanari Kúba London Los Angeles Madrid Malasía Mallorca Mexico Clty New York Paris Prag San Franclsco Singapore Thailand Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.