Morgunblaðið - 07.10.1998, Page 31

Morgunblaðið - 07.10.1998, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 31 LISTIR Bræðurnir Ljónshjarta LEIKLIST Þjóðleikhúsið BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA Leikgerð eftir Evu Sköld upp úr skáldsögu Astrid Lindgren. Islensk þýðing: Þorleifur Hauksson. Söng- textar: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikarar: Anna Kristin Arngrímsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Bárður Smárason, Er- lingur Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Hafsteinn Pétursson, Hjalti Rögn- valdsson, Magnús Ragnarsson, Ólafur Darri Ólafsson, Randver Þorláksson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Stefán Jóns- son, Sveinn Orri Bragason og Valdi- mar Orn Flygenring. Leikmynd og búningar: Elín Edda Arnadóttir. Lýs- ing: Páll Ragnarsson. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Stóra sviðið, sunnu- dagur 4. október í LEIKDÓMI um frumsýningu Þjóðleikhússins á Bróðir minn Ljónshjarta var fjallað um frammistöðu þeirra Hilmis Snæs Guðnasonar og Gríms Helga Gísla- sonar í hlutverkum bræðranna Jónatans og Snúðs. En með þessi aðalhlutverk fara einnig þeir Atli Rafn Sigurðarson og Sveinn Orri Bragason. Það var síðarnefnda parið sem lék á sýningunni síðastliðinn sunnudag og gagnrýnandi brá sér því aftur á sýningu. Segja má að hlutverk yngri bróð- urins. Snúðs, sé það viðamesta í sýn- ingunni. Snúður er inni á sviðinu svo að segja allan tímann og verður það að teljast mikið afrek hjá svo ungum og óreyndum leikurum eins og Sveini Orra og Grími Helga að fat- ast hvergi flugið í textameðferð og túlkun í þá tvo tíma sem sýningin tekur í flutningi. Sveinn Orri lifði sig vel inn í hlutverkið og fór með allan textann án þess að hika. Hann er ögn viðkvæmnislegri en félagi hans Grímur Helgi og hæfir það hlutverk- inu vel. Hins vegar brá við að honum lægi of lágt rómur, þannig að stund- um var erfitt að heyra hvað hann sagði. Reyndar má segja að það sama gildi um Atla Rafn og ég velti fyrir mér hvort míkrafónar sem leikararnir bera á sér væru lægra stilltir en á frumsýningu. Atli Rafn passar vel í hlutverk Jónatans, ekki síður en Hilmir Snær, og reyndar var eftirtektar- vert hversu túlkun þeirra var sam- bærileg í stóru og smáu. Útlit þeirra er einnig hannað þannig að erfitt er að greina þá í sundur, til að mynda á ljósmyndum í leikskrá. Atli Rafn er þó strákslegri en Hilmir Snær og setur það svip sinn á túlkun hans, Jónatan var ívið þroskaðri og ákveðnari í túlkun Hilmis Snæs. Samleikur Atla Rafns og Sveins Orra var með miklum ágætum þó ekki væri hann á eins innilegum nót- um og hjá hinu leikaraparinu. Þessi sýning staðfesti fyrri skoðun mína að yfirbragð og áhersl- ur uppsetningarinnar eru full drungalegar fyrir yngsta áhorfenda- hópinn. Ég er ekki frá því að nýta hefði mátt betur þá fantasíu sem sagan býður upp á, bæði í umgjörð og efni sýningarinnar. Soffía Auður Birgisdóttir Jafnvægislist TOMJST Gerðarsafn KAMMERTÓNLEIKAR Klarinetta og píanó. Sigurður I. Snorrason og Anna Guðný Guð- mundsdóttir flytja verk eftir Robert Schumann, Jóhannes Brahms, Francis Poulenc, Atla Heimi Sveins- son og Þorkel Sigurbjörnsson. ÚRHELLI og hávaðarok á mánudagskvöldið kom ekki í veg fyrir góða aðsókn á tónleika Sig- urðar Ingva Snorrasonar klar- inettuleikara og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara í Gerðarsafni. A efnisskrá þeirra voru tvö rómantísk verk: Fantasiestúcke op. 73 eftir Robert Schumann, og Sónata í f-moll ópus 120 nr. 1 eftir .Jóhannes Brahms; tvö íslensk verk: Rek, eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Novelette eftir Atla Heimi Sveinsson, og loks Sónata eftir Francis Poulenc. Það var líka notalegt að koma inn úr nöpru haustveðrinu og setjast í bjartan salinn prýddan heillandi vefskúlptúrum Ólafar Einarsdótt- ur og hlusta á þessa vel völdu efn- isskrá tónlistarlegra vefskúlptúra. Fantasiestúcke eftir Schumann eru indælar tónsmíðar, - fullar af ljóðrænum léttleika og hlýju. Schumann samdi verkið á örfáum dögum á besta tíma ævi sinnar, þegar allt lék í lyndi, áður en veik- indi rændu hann ráði og rænu. Þau Sigurður Ingvi og Anna Guðný léku þessi innilegu smáverk af of mikilli varfærni. Leikurinn var daufur og náði ekki ílugi; hann var yfirvegaður en vantaði eldinn. Rek eftir Þorkel Sigurbjörnsson, samið 1984, var fallega spilað. Flúrað dulúðugt stef klarinettunnar, spunnið ki’ingum rísandi mollþríund, er endurtekið í tilbrigðum. Píanóið leggur til hið gegnsæja hljómahaf sem stefið rekur um. Það var skýrt jafnvægi í leik Sigurðar Ingva og Önnu Guðnýjar. Ekki var samleikurinn síðri í Nóvelettu Atla Heimis Sveinssonar frá 1987, sem heyrðist hér í fyrsta sinn í nýrri gerð frá 1996. Þar er sam- skiptaháttur hljóðfæranna er átakamikill; _ samræðan spennt. Klarinettan stagast á fjögurra tóna þrástefi sínu, _ reynir ítrekað að brjótast úr viðjum þess, en píanóið hamlar för, með þungum massívum hljómum sem brjóta upp framvinduna. Stefið er frelsað úr viðjum tónanna fjögurra og miðbik verksins er rismikil sam- ræða hljóðfæranna tveggja á jafn- ræðisgrunni, en undir lokin leitar klarinettan til baka í upphafsstef- ið. Þetta skemmtilega verk var feiknar vel leikið; _ af mikilli inn- lifun af beggja háifu í kröftugu og dýnamísku samspili. Það er eins og það sé innbyggð nostalgía í tónlist Francis Pou- lencs. Er það ekki vegna þess hve hún gerir sig heimakomna í huga manns, með þessar Ijúfsáru og seiðandi laglínur sem seytla viðnámslaust inn að hjartarótum? Poulenc samdi klarinettusónötuna árið sem hann lést, _ 1962, fyrir klarinettuleikarann heimskunna, Benny Goodman. Þetta er hrífandi tónsmíð og undur ljúf, þótt hún sé á skjön við þær hræringar sem voru í tónsköpun á fyrri hluta sjöunda áratugarins; _ hún gæti vel hafa verið samin hálfri öld fyrr. Mjúkur og gisinn tónn í túlkun klarinettunnar léði flutningnum draumkennda angurværð. Þetta var virkilega þokkafull og falleg túlkun. Lokaverkið á efnisskránni og það stærsta var Klarinettusónata Brahms ópus 120 nr. 1. Þetta er mikið verk að burðum, samið á sumardvalarstað tónskáldsins í Ischl sumarið 1894 fyrir klar- inettuleikarann Richard Múhlfeld sem frumflutti það með tónskáldið við píanóið í september sama ár. Það má segja að hér hafi verið sama upp á teningnum og í verki Schumanns; það var deyfð yfir flutningnum. Það vantaði meiri ástríðu og dýpt í hann og hömlu- lausari spilamennsku. Þó var margt fallega leikið, eins og dans- inn í þriðja þætti, sem var leikinn með mikilli reisn. Þau Sigurður Ingvi og Anna Guðný eru bæði góðir tónlistar- menn. Það er synd að þau skuli ekki hafa leikið meira saman en raun ber vitni, _ því samleikur þeirra er fima fallegur, og í mjög góðu jafnvægi. Fleiri tækifæri og fleiri tónleikar myndu án efa gera þau að harðsnúnu dúói. Það er vonandi að þau styttist hléin milli þess sem við fáum að heyra í þeim saman. Bergþóra Jónsdóttir MÁLÞING UM MIÐLÆGAN GAGNAGRUNN Á HEILBRIGÐISSVIÐI Háskólar hafa frá fornu fari með miðstöðvar opinberrar og málefnalegrar umræðu um þjóðþrifamál. í anda þeirrar hefðar boðar rektor Háskóla íslands til opins málþings um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði þar sem bæði innlendir og erlendir fræðimenn og stjórnmálamenn munu hafa framsögu. Málþingið fer fram í hátíðasal Háskóla íslands í Aðalbyggingu dagana 10. og 11. október n.k. og er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. DAGSKRÁ Laugardagur, 10. október Kl. 09:30-09:45 Sunnudagur, 11. október Kl. 09:45-10:00 Kl. 10:00-11:00 Kl. 11:00-11:15 Kl. 11:15-12:15 Kl. 12:15-13:30 Kl. 13:30-14:00 Kl. 14:00-14:30 Kl. 14:30-15:00 Kl. 15:00-15:15 Kl. 15:15-15:45 Kl. 15:45-16:15 Kl. 16:15-16:45 Um málefnalega umræðu. Páll Skúlason rektor Háskóla íslands. Ávarp. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Hvert er vísindalegt gildi miðlægs gagnagrunns? Guðmundur Þorgeirsson dósent og læknir. Kaffihlé. Hugmyndir að baki miðlægum gagnagrunni á heil- brigðissviði. Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Matarhlé. Einkalíf í tölvuheimi. Ástríður Stefánsdóttir læknir og heimspekingur. Some Observations about the Legal Framework in Europe. Peter J. Hustinx forseti Gagnaverndar- stofnunar Hollands. Umræður. Kaffihlé. Persónutengdar og ópersónutengdar heilsufarsupp- lýsingar ísiðfræðilegu Ijósi. Mikael M. Karlsson prófessor í heimspeki. Persónutenging heilsufarsupplýsinga í miðlægum gagnagrunni. Guðmundur Sigurðsson læknir. Umræður. Kl. 10:00-11:00 Kl. 11:00-11:15 Kl. 11:15-12:15 Kl. 12:15-13:30 Kl. 13:30-14:00 Kl. 14:00-14:30 Kl. 14:30-15:00 Kl. 15:00-15:15 Kl. 15:15-15:45 Kl. 15:45-16:15 Kl. 16.15 Erindi. Lady Mary Warnock heimspekilegur siðfræð- ingur og ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar á sviði gagnasöfnunar og persónuverndar. Kaffihlé. Tillaga að nafnleyndarkerfi fyrir miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði. Hákon Guðbjartsson yfirmaður upplýsingatæknideildar íslenskrar erfðagreiningar. Matarhlé. Gagnagrunnur: Rannsóknir og rannsóknafrelsi. Einar Árnason prófessor í þróunar- og stofnerfðafræði. Á að krefjast upplýsts samþykkis? Vilhjálmur Árna- son prófessor í heimspeki. Umræður. Kaffihlé. Miðlægur gagnagrunnur frá sjónarhóli hagfræðinnar. Gylfi Magnússon viðskipta- og hagfræðideild H.í. Umræður. Pingslit. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra slítur málþinginu. Fundarstjórar: Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar, Sigríður Þorgeirsdóttir lektor í heimspeki, Þorgeir Örlygsson prófessor í lögfræði, Þórdís Kristmundsdóttir prófessor í lyfjafræði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.