Morgunblaðið - 07.10.1998, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998
3Kw0tniÞlfifeife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
JAFN RETTUR
FORELDRA
SAMBAND ungra sjálfstæðismanna samþykkti á mál-
efnaþingi sínu um síðustu helgi ályktun um fjölskyldu-
mál, þar sem lagt er til að feðrum og mæðrum verði
tryggður jafn réttur til fæðingarorlofs. Þessu vilja ungir
sjálfstæðismenn haga þannig að hvort foreldri um sig eigi
rétt á þriggja mánaða sjálfstæðu fæðingarorlofi, en þar
að auki eigi foreldrar sameiginlega rétt á þriggja mánaða
orlofi, sem þeir ráði hvernig þeir skipti á milli sín. Þá
telja ungir sjálfstæðismenn mikilvægt að foreldrum sé
gefið tækifæri til sveigjanlegs fæðingarorlofs, sem t.d. sé
hægt að nýta samhliða hlutastarfi.
Þessar tillögur eru athyglisverðar og jákvæðar. Eins
og Morgunblaðið hefur margoft bent á, er jafnari þátt-
taka kynjanna í umönnun ungra barna ein meginforsend-
an fyrir jafnrétti á fleiri sviðum og aukið svigrúm foreldra
til að vera með börnum sínum er tvímælalaust hagur
barnanna og alls samfélagsins.
Lofsverð er jafnframt sú hreinskilni ungra sjálfstæðis-
manna að þessi tillaga horfi til aukningar ríkisútgjalda.
En þótt útgjöld tryggingakerfisins kunni að aukast við
það að feður fari í auknum mæli að taka sér fæðingaror-
lof, eru tryggingabætur lágar.
Þær eru svo lágar að það dregur úr líkunum á að allir,
sem eiga rétt á fæðingarorlofi, nýti sér það. Morgunblað-
ið hefur áður fjallað um nauðsyn þess að um aukinn rétt
foreldra til launagreiðslna í fæðingarorlofi verði samið í
kjarasamningum. Slíkt yrði án efa að gerast í áföngum og
hugsa mætti sér að fyrsta skrefið gæti verið einhvers
konar tilflutningur á orlofsrétti, þannig að fólk gæti tekið
sér frí frá vinnu þegar mest við lægi; við fæðingu nýs fjöl-
skyldumeðlimar.
Það er til langs tíma litið fyrirtækjum í hag að stuðla að
því að konur og karlar skipti jafnt með sér ábyrgð á börn-
um og heimili, m.a. með töku fæðingarorlofs. Ef konur
dragast aftur úr körlum í samkeppni á vinnumarkaðnum
vegna meiri fjarveru í þágu barna og heimilis verður það
til þess að fyrirtækin njóta ekki menntunar þeirra og
hæfileika sem skyldi. Jöfn tækifæri kynjanna á þessu
sviði stuðla að því að fyrirtæki fái hæfasta fólkið með
beztu menntunina til að gegna ábyrgðarmeiri stöðum.
STUÐNINGUR VIÐ
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU
ENGAN ÞARF að undra áhuga fólks á heilbrigðisþjón-
ustunni. Það er meginhlutverk hennar að lina þján-
ingar, lækna mein og endurhæfa fólk til þátttöku í dag-
legu lífi. Hátæknisjúkrahús sinna og víðfeðmum rann-
sóknum og kennslu. Þjóðhagslegt gildi heilbrigðisþjón-
ustunnar felst m.a. í lengri starfsævi fólks og minni fjar-
vistum frá störfum. Þar að auki er heilbrigði til líkama og
sálar dýrmætasta eign sérhvers einstaklings.
Stofn- og rekstrarkostnaður heilbrigðisþjónustu er að
stærstum hluta sóttur til almennings og atvinnulífs í
formi skatta, sem löggjafinn ráðstafar í fjárlögum. Ein-
staklingar, fyrirtæki og félagasamtök hafa séð ástæðu til
að bæta um betur með fjárstuðningi til að standa undir
viðunandi heilbrigðisþjónustu, eins og dæmin sanna.
Um síðustu helgi fór fram almenn fjársöfnum á vegum
SÍBS, sem skilaði á fjórða tug milljóna króna til endur-
bóta á endurhæfingarstöð að Reykjalundi. Komandi laug-
ardag selur Kiwanishreyfingin K-lykil til að fjármagna
endurbætur á húsnæði Geðhjálpar. Krabbameinsfélag ís-
lands, sem lengi hefur skilað farsælu starfi í heilsugæzlu,
stendur þessa dagana fyrir fræðsluátaki um krabbamein
hjá körlum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið.
Hér eru aðeins nefnd þrjú dæmi úr fréttum síðustu
daga um framtak félagasamtaka, en fjölmörg önnur
mætti til tína. Og vert er að minna á, að drjúgur hluti
nauðsynlegs tækjakosts heilbrigðisstofnana eru gjafir fé-
lagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga.
Aðhald í ríkisútgjöldum er nauðsynlegt. Sitthvað bend-
ir þó til þess að um of hafi verið saumað að heilbrigðis-
þjónustunni síðustu 10 til 15 árin. Hlutur frjálsra félaga-
samtaka hefur á hinn bóginn vaxið jafnt og þétt og gegnt
ómetanlegu hlutverki í vörn og sókn þjóðarinnar á heil-
brigðissviðinu. Viðbrögð almennings tala sínu máli. Þau
eru stuðningsyfirlýsing í fjárframlögum.
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 33.
-
Tillögur nefndar um breytinffar á kosningalögum og kjördæmaskipan
Fjórum núverandi
kj ördæmum skipt upp
SAMKVÆMT tillögum nefndar
forsætisráðherra um breyting-
ar á kjördæmaskipan og til-
högun kosninga til Alþingis
verður landinu skipt upp í sex kjör-
dæmi, þrjú þéttbýliskjördæmi og þrjú
dreifbýliskjördæmi með 9 til 11 þing-
menn hvert. Dreifbýliskjördæmunum
fækkar og þau stækka og Reykjavík-
ur- og Reykjaneskjördæmi verður
skipt. Gert er ráð fyrir að há-
marksmisvægi milli kjördæma
megi ekki vera meira en 1 á
móti 2 og verði ákvæði þar að
lútandi sett inn í stjórnarskrá.
Þá verður persónukjöri geflð
aukið vægi og nefndin hvetur
til þess að þingmenn í dreifbýl-
iskjördæmunum fái aukna að-
stoð, þar sem aðstaða þeirra til
að sinna kjósendum verði önn-
ur gn áður.
I skýrslu nefndarinnar til
forsætisráðherra er fjallað um
ýmsa möguleika á því að
breyta kjördæmaskipaninni,
allt frá því að setja á laggirnar
einmenningskjördæmi til þess
að gera allt landið að einu kjör-
dæmi. Þá er fjallað um ýmsa
möguleika á að færa til og
breyta núverandi kjördæma-
mörkum. Meginmarkmiðin,
sem nefndin setti sér, voru að
gera kosningakerfíð einfalt og
auðskiljanlegt; að draga úr
misvægi atkvæða þannig að
hlutfall kjósenda að baki
hverju þingsæti þar sem mun-
urinn er mestur á milli þing-
sæta yrði sem næst 1:1,5 til
1:1,8; að þingsætafjöldi í hverju kjör-
dæmi yrði sem jafnastur; að áfram
yrði jöfnuður á milli stjórnmálasam-
taka á landsvísu til að fjöldi þingsæta
hvers flokks yrði í sem bestu hlutfalli
við kjósendatöluna og að þingmenn
yrðu áfram 63 eins og nú er.
Kosningakerfíð einfaldara
Nefndin segir að rökin fyrir því að
skipta landinu upp í 6-7 kjördæmi, 3-4
á landsbyggðinni og þrjú á höfuðborg-
arsvæðinu með áþekkum fjölda þing-
sæta í hverju þeirra, séu einkum þau
að kosningakerfið verði einfaldara og
ekki þurfí að beita flóknum aðferðum
við úthlutun þingsæta eins og nú sé. I
öðru lagi að ef fjöldi kjördæmasæta í
hverju kjördæmi sé nokkurn veginn
sá sami þurfi ekki nema níu jöfnunar-
sæti í heild til þess að tryggja jöfnuð
milli stjórnmálasamtaka á landsvísu.
Ef kjördæmin yrðu fleiri með færri
þingsætum eða eitt þeirra miklu fá-
mennara en önnur þyrfti að fjölga
jöfnunarsætum eða taka upp flóknari
úthlutunarreglui’ en d’Hondt til að
tryggja jöfnuð milli stjórnmálasam-
taka. í þriðja lagi verði nokkurn veg-
inn jafnerfítt fyrir ft’amboðslista að ná
kjördæmasæti hvar sem er á landinu
miðað við hlutfall kjósenda og loks að
þingmannahópar kjördæmanna verði
tiltölulega jafnir að stærð sem ætti að
tryggja jafnræði á milli þeirra. Helstu
ókostii’nir séu hins vegar þeir að
stækkun kjördæmanna valdi því að
erfiðara verði að halda uppi persónu-
legum samskiptum milli þingmanna
og kjósenda og núverandi kjördæmi
séu stjórnsýsluumdæmi sem erfítt sé
að hrófla við.
Eftir ítarlega umfjöllun um þessar
leiðir og hvaða kostir séu fyrir hendi
varðandi breytingar á kjördæma-
mörkum sem ná ofangreindum mark-
miðum gerir nefndin meg- _________
intillögu um að fjórum af
núverandi kjördæmum
verði skipt, þ.e. Reykjavík-
ur-, Reykjanes-, Austur-
lands- og Norðurlands- “
kjördæmi vestra og kjördæmin verði
sex í stað átta. Nýju kjördæmin verða
Norðvesturkjördæmi, sem tekur yfir
Vesturland, Vestfirði og Húnavatns-
sýslur; Norðausturkjördæmi, sem tek-
ur yfir Skagafjarðarsýslu, Sigluíjörð,
Norðurland eysti-a og Múlasýslur;
Suðurkjördæmi, sem tekur yfir Aust-
Róttækar breytingar á mörkum núverandi
kjördæmaskipanar líta dagsins ljós ef tillög-
ur nefndar forsætisráðherra um kosningalög
og kjördæmaskipan verða samþykktar, en í
nefndinni áttu sæti fulltrúar allra þingflokka.
Morgunblaðið/Golli
NEFNDIN kynnti skýrslu um kjördæmamálið á fundi með fréttamönnum í gær.
Megintillaga að nýrri skipan kjördæma
Kjördæma-
mörk sem
nú eru í gildi
Norðvesturkjördæmi
(Vesturland, Vestfirðir
og Hjnavatr.ssýslurj
Reykjavík-V
Reykjavík-A
Suðvestur-
kjördæmi
(Reykjanes
án Suðurnesja)
Suðurkjördæmi
(Suðurnes, Árnessýsla. Rangárvallasýsla
og Skattafellssýslur);
Kjördæmi Kjósendur Þingsæti (kjördæma- og jöfnunarsæti) Kjósendur að baki hvers þingmanns
Norðvesturkjördæmi 18.291 8+1 2.032
Norðausturkjördæmi 30.276 9+2 2.752
Suðurkjördæmi 26.696 9+1 2.670
Suðvesturkjördæmi 40.312 9+2 3.665
Reykjavík vestur 39.517 9+2 3.592
Reykjavík austur 39.516 9+2 3.592
Landið allt 194.608 53+10 3.089
Ókostur að
stækka
kjördæmin
ur-Skaftafellssýslu, Suðurland og Suð-
urnes; Suðvesturkjördæmi, sem tekur
yftr Reykjanes án Suðurnesja og
Reykjavík vestur og Reykjavík austur.
10 uppbótarsæti
Kjördæmasæti yrðu 53 og uppbót-
arsæti yrðu 10 talsins. Þing-
menn í hverju kjördæmi
yrðu 9 til 11, fæstir í Norð-
vesturkjördæmi 9 og 10 í
Suðurkjördæmi, en II í hin-
________ um fjórum kjördæmunum.
Þar eru einnig tveir uppbót-
arþingmenn samanborið við einn í
tveimur fyrstnefndu kjördæmunum.
Kjósendur að baki þingmanni yrðu
fæstir í Norðvesturkjördæmi 2.032, en
flestir í Suðvesturkjördæmi 3.665.
Mesta misvægi milli kjördæma yrði
1:1,80.
Nefndin segir að það sem mæli
einkum með þessari skipan umfram
aðra kosti sé að það yrði of stórt skref
að steypa þremur af núverandi kjör-
dæmum saman í eitt kjördæmi, þ.e.
V esturlandskj ördæmi, Vestfj ar ðakj ör-
dæmi og Norðurlandskjördæmi
vestra. Þá sé æskilegt að Akureyri
sem höfuðstaður Norðurlands verði
ekki í jaðri kjördæmis ------------------
heldur meira miðsvæðis. Aðstoð við
Einnig segir að ekki hafi þingmenn
verði aukin
verið unnt að færa mörk
Vestur- og Norðaustur-
kjördæmis meira til vest-
urs vegna þess að með því móti yrði
annað hvort að fækka þingmönnum í
sjö í Vesturkjördæmi eða farið fram
úr þeim mörkum sem nefndin taldi
viðunandi í misvægi milli atkvæða
kjósenda. Þá segir að ef mörk Vestur-
og Norðausturkjördæma yrðu færð
lengra til vesturs yi’ði Vesturkjör-
dæmi áberandi fámennast og það gæti
kallað á fjölgun jöfnunarsæta til að
tryggja jöfnuð milli stjórnmálasam-
taka. Loks segir að ef Norðaustur-
kjördæmi næði frá Vatnsskarði til
Skeiðarár yi’ði kjördæmið mjög stórt
og jafnfram mun fjölmennara en Suð-
urkjördæmi og af þeim sökum sé lagt
til að A-Skaftafellssýsla tilheyri Suð-
urkjördæmi.
Eins og fyi’r sagði leggur
nefndin til að D’Hondt reikni-
reglunni verði beitt. Jöfnunar-
sætin verða öll bundin kjör-
dæmum og úthlutað á hlutfalls-
tölur og horfið er frá þeirri
reglu að samtök þurfi að fá
kjördæmasæti til að koma til
greina við úthlutun jöfnunar-
sæta. I þess stað er miðað við
að stjórnmálasamtök sem fá
5% atkvæða á landinu öllu geti
fengið jöfnunarsæti, hvort sem
þau hafa fengið kjördæmasæti
eða ekki.
Hægt að breyta kjördæma-
mörkum í Reykjavík
Þá leggur nefndin áherslu á
að breytingar á kjördæmaskip-
aninni nú geti orðið til nokk-
urrar framtíðai’ og lagt er til að
stjórnarskrárákvæði um kjör-
dæmaskipan verði þannig orð-
að að gera megi breytingar á
kjördæmamörkum til að bregð-
ast við breyttri íbúadreifingu í
landinu innan einhverra ákveð-
inna marka og að í ákvæðinu sé
einnig heimilt að breyta þing-
sætatölu kjördæma ef veruleg
röskun verði á íbúafjölda. Þá er einnig
gerð tillaga um að setja í stjórnarskrá
ákvæði um breytingar sem gera skuli
á kosningaskipaninni án nýiTa laga og
stjórnarskrárbreytinga. Annars vegar
er um að ræða heimild til handa lög-
gjafanum að gera breytingar á þing-
mannatölu í kjördæmum ef mismunur
á kjósendafjölda að baki hverju þing-
sæti er orðinn meiri en 1:2 og hins
vegar heimild til handa landskjör-
stjórn að breyta mörkum milli
Reykjavíkurkjördæmanna eftir bú-
setuþróun í höfuðborginni, þannig að
henni verði skipt upp í nokkurn veg-
inn jafnstór kjördæmi.
Nefndin leggur einnig til að áfram
verði heimilt að breyta kjörseðli með
því að breyta röð frambjóðenda eða
strika þá út og að vægi þessara að-
gerða kjósenda verði aukið. Eru gerð-
ar ákveðnar tillögur í þeim efnum sem
í meginatriðum eru þær sömu og giltu
fram til breytinga á kosningalögunum
1959, en nefndin tekur jafnframt fram
að henni hafi ekki gefist tækifæri til
þess að ræða þennan þátt kosninga-
kerfisins jafn rækilega og hún hefði
kosið.
Loks segir í skýrslu nefndarinnar að
verði tillögur hennar að lögum sé ljóst
að aðstaða þingmanna til að sinna kjós-
endum í hinum landfræðilega stæni
kjördæmum verði önnur en áður.
Nefndin hvetur því tif þess að aðstoð
við þingmenn úr þessum kjördæmum
verði aukin, til dæmis þannig að þing-
menn fái styrk til að njóta liðsinnis
starfsmanns eða til annars konar að-
stoðar.
Þá tekur nefndin ekki afstöðu til
þess hvenær skuli kosið fyrst sam-
kvæmt hinni nýju skipan. Ef horfið
yrði að því að kjósa sem fyrst eftir
nýju kerfi, t.a.m. næsta haust, yrði að
taka sjálfstæða ákvörðun um það.
________ í nefndinni áttu sæti
Friðrik Sophusson, formað-
m-, sem vai’ skipaður án til-
nefningar, og fulltrúar
þeirra þingflokka sem voru
....... á Alþingi þegar nefndin var
skipuð, Geir H. Haarde, Valgerðui’
Svemsdóttir, Guðmundur Árni Stef-
ánsson, Svavar Gestsson og Guðný
Guðbjörnsdóttir.
Skýrslu nefndarinnar í heild með
kortum og fylgiskjölum er að fmna á
Fréttavef Morgunblaðsins, www,-
mbl.is.
+
Morgunblaðið/Kristinn
FRÁ blaðamannafundi nefndarinnar á Litlu-Brekku í gær. Frá vinstri: Stefán Már Stefánsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Árni Kolbeinsson.
Frjálsræði takmarkað
án lagaheimilda
Nefnd á vegum forsætisráðherra segir
verulegan misbrest á að lögleiðing EES-
reglna hér á landi standist kröfur stjórnar-
skrár og íslenzkra laga. Olafur Þ. Stephen-
sen sat blaðamannafund nefndarinnar.
ERULEGUR misbrestur
er á því að lögleiðing reglna
hins Evrópska efnahags-
svæðis hér á landi samræm-
ist reglum íslenzkrar stjórnskipunar.
Þetta er meginniðurstaða nefndar,
sem Davíð Oddsson forsætisráðherra
skipaði í júní í fyiTa til að fjalla um
þetta efni. Nefndin skilaði af sér 16.
september síðastliðinn og var álit
hennar gei’t opinbert í gær á blaða-
mannafundi.
I nefndinni sátu Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstaréttarlögmaður, sem
var formaður, Stefán Már Stefánsson
lagaprófessor og Ámi Kolbeinsson. í
álitinu, sem þeir kynntu í gær, er bent
á að hér á landi sé litið svo á að reglur
þjóðaréttar, sem íslenzka ríkið kunni
að vera bundið af gagnvart öðrum
ríkjum, gildi ekki sjálfkrafa sem
landsréttur heldui’ verði að leiða þær í
landslög með þeim hætti, sem gildi um
lagasetningu innanlands samkvæmt
stjómskipun ríkisins. Reglur EES
verði ekki að innanlandsrétti nema
þær hafi verið teknar þar upp í sam-
ræmi við reglur íslenzkrar stjómskip-
unar; með lagasetningu á Alþingi eða
setningu reglugerða og annarra
stjórnvaldsfyiTrmæla.
Lögmætisreglan mikilvæg
Nefndin segir, og vitnar þar í rit
Gunnars G. Schram lagaprófessors, að
sum fyrirmæli verði aðeins sett með
lögum. Þetta eigi t.d. við um þau
ákvæði stjómarskrárinnar, sem áskilji
berum orðum að eitthvað skuli ákveð-
ið með lögum. Þá geti aðeins löggjaf-
inn sjálfur breytt lögum, sem hann
hafi sett. Þegar þessum tilvikum
sleppi, verði að ætla að löggjafar þurfi
við þegai’ setja skuli almennar réttar-
reglur, hvort sem þær mæli fyrir um
háttsemi manna eða leggi viðurlög við
ef út af sé brugðið, og hvort sem þær
lúti að lögskiptum á sviði einkaréttar
eða allsherjarréttar. „Eink-
anlega sé það viðurkennd
grundvallarregla í íslenzk-
um rétti, að skerðing á
eignum eða frjálsræði ein-
stakra aðila geti aðeins átt
sér stað samkvæmt lögum eða heimild
í lögum," segir í nefndarálitinu.
Að því er snertir heimildir stjórn-
valda, þ.e. ráðherra, til að setja al-
menn stjórnvaldsfyrii’mæli (yfii’leitt
með reglugerð) segir nefndin taiið að
slík fyrirmæli, sem geyma almennar
réttarreglur sem snúa að borgurun-
um, verði yfirleitt að eiga stoð í sett-
um lögum. En meginreglan um sér-
staka lagaheimild til handa stjórnvöld-
um sé einkum óumdeild, þegar um sé
að ræða réttarreglur sem á einn eða
annan hátt skerði eða takmarki eignú’
eða frjálsræði borgaranna. Þessi regla
sé nefnd lögmætisreglan.
Nefndin segir að það sé hreint ekki
víst að ákvæði settra laga, sem veita
ráðherrum formlega heimild tii að
setja reglugerðh’ eða önnur almenn
stjórnvaldsfyrirmæli, dugi til að heim-
ila þeim að festa í slíkar reglur tak-
mai’kanir eða skerðingar á frjálsræði.
Til þess þurfi jafnframt að vera ljóst
að sett lög heimili sjálf hina efnislegu
takmörkun.
Mannfæð og tímaskortur
í ráðuneytum
Hér á landi eru árlega lögfestir tug-
ir tilskipana EB, sem hlotið hafa sam-
þykki í sameiginlegu EES-nefndinni.
„Við þessar breytingar á landsrétti er
að sjálfsögðu nauðsynlegt að gætt sé
þeirra meginreglna um þörf settra
laga og heimildh’ stjórnvalda til setn-
ingar almennra stjórnvaldsfyrirmæla,
sem fyiT var getið,“ segir nefndin.
I skýi’slu hennar kemur fram að
nefndin hafi óskað efth’ upplýsingum
frá öllum fagi’áðuneytum um máls-
meðferð þehTa þegar þau meti til
hvaða ráðstafana sé gripið vegna
ákvarðana sameiginlegu EES-nefnd-
arinnar, einkum varðandi það hvort
þörf sé talin á að breyta settum lög-
um. Einnig var óskað eftir upplýsing-
um um hvort og þá hvernig reglur
þær, sem felast í þessum ákvörðunum,
eru teknar upp í landsrétt í þeim til-
vikum að ekki er talin þörf á breyting-
um á settum lögum.
Nefndin segir að í svörum nokkurra
ráðuneyta hafi komið fram að mann-
fæð og tímaskortur hái starfi þeiiTa á
þessu sviði og valdi því að ekki sé unnt
að veita málum þá skoðun sem verð-
ugt væri. Hvað það varði hvort breyta
þurfi lögum eða ekki vegna ákvarðana
EES-nefndarinnar eður ei,
segir nefndin: „Virðist
mega ráða af svörunum að
afstaða um þetta sé að
minnsta kosti stundum
mótuð í tímaþröng og jafn-
vel án þess að sérstök lögfræðileg at-
hugun fari fyrst fram. Þetta þarf þó
ekki endilega að ieiða til þess að
ákvarðanir hafi farið úrskeiðis í þessu
efni.“
fþyngjandi ákvæði lögfest án
breytingar á settum lögum
Nefndin tekur í skýi’slu sinni sex
dæmi, sem hún telur sýna atriði sem
fai’ið hafi úrskeiðis við_ lögleiðingu
reglna EES hér á iandi. í sumum til-
vikum telur nefndin að reglurnar séu
íþyngjandi fyrir íslenzka borgara, en
hafi engu að síður verið lögfestar með
reglugerð ráðherra eða auglýsingum í
stjórnartíðindum, án efnislegrar heim-
ildar í lögum. Jafnframt eru nefndh’
annmarkar á borð við þann að ekki sé
grein fyrir því gerð hvernig laga beri
tilskipanir EB að íslenzkum aðstæð-
um.
í skýrslu nefndarinnar segir að að-
ildarríki EES hafi oftast nær val um
form og aðferð við að taka ákveðna
gerð ESB upp í landsrétt. I íslenzkum
rétti gildi sú hefð, að settar lagareglur
skuli vera skýrar og með ákveðnu
efni, þannig að þær henti til að mæla
fyrh’ um réttarstöðu þeirra aðila, sem
reglunni sé ætlað að ná til. „Margar
tilskipanir EB hafa inni að halda texta
með efni sem engan veginn getur tal-
izt henta í settar lagareglur sam-
kvæmt þessari íslenzku hefð. Til dæm-
is fer oft fyrir tilskipun inngangur þar
sem lýst er almennum markmiðum
hennar og kveðið á um viðfangsefni
sem samningsríki vilji takast á hend-
ur. Oft er orðalag tilskipana með þeim
hætti að samningsríki skuli tryggja
eitt og annað með löggjöf sinni. Stund-
um eru gefnir valkostir um, hvernig
haga megi reglum á ákveðnu sviði. Þá
koma fyrir tilvik sem gera ráð fyrir að
aðildaiTÍki geti sett reglur sem gangi
lengra en viðkomandi reglugerð segir
til um og ennfremur að ríki geti
ákveðið undanþágur frá reglum til-
skipunar í lögum sínum. Loks er þar
oft að finna ákvæði sem ráðgera að að-
ildamkin skuli gera sérstakar ráðstaf-
anir til að framfylgja ákvæðum tilskip-
unai’ fyi’h’ tilsettan tíma og tilkynna
þær síðan til framkvæmdastjórnarinn-
ar,“ segir nefndin. Hún bætir síðan
við: „Við könnun sína hefur nefndin
rekizt á ýmis dæmi um auglýsingar og
tilkynningar, þar sem því er lýst, að
tilskipanir með þess háttar
efni sem að ofan greinir hafi
í heild verið teknar í ís-
lenzkan rétt, án þess að
unnar séu úr þeim réttar-
reglur sem geta talizt full-
nægjandi sem slíkar miðað
við íslenzkar hefðir um settan rétt eða
jafnvel þær kröfur sem tilskipun sjálf
gerir til setningar slíki’a reglna."
„Kaþólskari en páfínn"
Nefndin segir jafnvel dæmi um að
meiri takmarkanh’ á athafnafrelsi hafi
verið lögleiddar hér á landi en gildi á
Evrópska efnahagssvæðinu, þótt sjálf-
sagt hafi ekki verið stefnt að slíkri nið-
urstöðu. Þannig hafi verið lögleidd
skylda til að bjóða út opinbera þjón-
ustusamninga án þess að lögleiða
neinar takmarkanir á skyldunni, væri
efni samninganna með tilteknum
hætti. „Með því að ákveða í settum
lögum á Islandi almenna útboðsskyldu
á Evrópska efnahagssvæðinu fyi’ir op-
inbera þjónustusamninga sem fai-a yf-
ir tiltekin stærðarmöi’k, án þess að
undanskilja skyldunni þá samninga
sem undan eru skildh’ í þeirri tilskipun
sem um þetta fjallar, höfum við orðið
„kaþólskari en páfinn“ án þess að séð
verði að slíkt hafi vakað fyrir nokkrum
manni,“ segir nefndin.
Birting EES-reglna ekki
í samræmi við réttarreglur
Nefnd forsætisráðherra segist sam-
þykk því sjónarmiði umboðsmanns Al-
þingis, sem kom fram í byrjun ársins,
að birting nýrra EES-gerða í EES-
viðbætinum við Stjórnartíðindi EB,
sem gefinn er út á íslenzku af útgáfu-
miðstöð EFTA í Brussel, sé ekki full-
nægjandi. Nefndin segir engan vafa
leika á að íþyngjandi ákvæðum EES-
gerða verði ekki' beitt gagnvart al-
menningi þegar þær hafi verið teknar
upp í íslenzkan rétt með því einu að
vísa til nafns og númers þeirra í lögum
eða reglugerð, en ákvæði gerðarinnar
að öðru leyti ekki birt í A- eða B-deild
stjórnartíðinda. Nefndin telur einsýnt
að þessi háttur við birtinguna standist
ekki íslenzkar réttarreglur og því hafi
ákvæði gerða, sem svona hafa verið
birtar, ekki verið leidd réttilega í
landsrétt. Þá telur nefndin að skylt sé
að birta tilkynningar um gildistöku
breytinga á EES-samningnum í C-
deild Stjórnartíðinda eða a.m.k. í
EES-viðbætinum við Stjórnartíðindi
EB.
Tillögur til úrbóta
Tillögur nefndarinnai’ til úrbóta eru
eftirfarandi:
„1. Lagt verði fyrir hvert og eitt
ráðuneyti að fai’a yfir allar reglur hins
evrópska efnahagssvæðis sem lög-
leiddar hafa verið á málefnasviði þess
allt frá því samningurinn gekk í gildi í
því skyni að athuga hvort fylgt hafi
verið þeim meginreglum íslenskrar
stjórnskipunar um setningarhætti og
birtingu sem grein hefur verið gerð
fyi’ir í skýrslu þessari. Sett verði
ákveðin tímamörk fyrir úrbótum á því
sem talið verður að aflaga
hafi farið.
2. Ráðuneyti gæti þess
framvegis að fylgt verði of-
angreindum reglum við It
meðferð á viðbótum og
breytingum á samningnum um hið
evrópska efnahagssvæði. I því efni
verði sérstaklega að því hugað, hvern-
ig taka megi EB-gerðir upp í íslensk-
an rétt, þannig að texti þeirra verði
markvissari og skýrari en nú er.
3. Ráðuneytunum verði tímabundið
eða varanlega éftir atvikum séð fyrir
mannafla og fjármunum til að annast
þetta verkefni.
4. Skipaður verði hópur t.d. þriggja
lögfræðinga til að vera ráðuneytunum
til ráðgjafar og aðstoðar við þetta
verkefni meðan verið er að koma í lag
því sem aflaga hefm’ farið í fortíðinni, :
meðal annars í því skyni að samræmis
sé gætt. Að því er framtíðina varðai’
verði hugað að því, hvort koma beri
upp stjórnardeild til dæmis í forsætis-
ráðuneyti, sem hafi það verkefni að
annast um samræmingu á starfi ráðu-
neytanna á þessu sviði og eftirlit með
því að meginreglum sé fylgt.“ v
„Ráðuneytin
oft í
tímaþröng“
„Komið verði
upp samræm-
ingardeild“