Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 40
WO MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Yinnan og
fjárniasnið
UM allan heim er
ólmast við að einka-
væða alla hluti. Þróunin
er að stigmagnast og
nú er svo komið hér á
landi að undir yfirskyni
einkavæðingar er verið
að selja allt, stofnanir,
^ fyrirtæki og jafnvel
eigin gen okkar og ætt-
arsögu.
Einn ágætur vinur
minn spurði mig hvort
það væri eitthvert
„svona hliðarhagræði"
af því að einkavæða eða
hvort þetta væri bara
til þess að geta sett við-
komandi stofnun eða
fyrirtæki á markað. Margir spyrja
þessarar spurningar og er það eng-
in furða því að því er stíft haldið að
fólki að nauðsynlegt sé að einka-
væða vegna hagræðingar, aukinnar
hagkvæmni eins og sagt er.
- ’ Hagræðing er að gera
hlutina betur
Sannleikuiinn er hins vegar sá að
hagræðing hefur ekkert með hlutafé
að gera. Það eru ekki verðbréfin í
hillum forstjórans eða í tölvum verð-
bréfamarkaðanna sem skapa þessa
hagkvæmni. Aukin hagkvæmni
verður alltaf með sama hætti, með
því að gera hlutina á hagkvæmari
hátt. Það er fólkið sem með vinnu
sinni nær betri árangri, starfsmenn
_^og stjórnendur fyrirtækjanna.
Hægt er að ná hag-
kvæmni innan hvaða
rekstrarforms sem
vera skal. Samvinnufé-
lög starfsmanna á
Norður-Spáni skara
fram úr einkareknum
fyrirtækjum þar í
landi hvað varðar arð-
semi og alla mæli-
kvarða velgengni fyr-
irtækja, s.s. nýtingu
fjármagns, vinnu og
hráefnis. Margir kann-
ast við Fagor heimilis-
tækin sem Rönning
flytur inn, þau eru
framleidd af þessu
samvinnufyrirtæki
sem er einn stærsti framleiðandi á
sínu sviði á Spáni. Starfsmennirnir
eiga þessi fyrirtæki.
Arðrán
En af hverju er þá verið að
einkavæða? Það er eins og þegar
verið er búa vöru í söluhæft form.
Og af hverju er það nauðsynlegt?
Það er til þess að þeir sem hafa
peninga til umráða geti keypt þessi
fyrii'tæki. Og af hverju hafa þeii’
áhuga á því? Vegna þess að þeir
hafa þá tækifæri til að græða á
þeim. Og hvemig gera þeir það?
Með því að ráða fólk, fá fólkið til að
vinna vel en borga því laun og það
yfirleitt lág og hirða síðan sjálfir
allan gróðann. Hér í eina tíð var tal-
að um þetta fyrirbrigði sem arðrán.
Starfsmenn þurfa að
hafa fullan aðgang að
ákvarðanatöku um öll
málefni fyrirtækisins,
segir Júlíus Valdimars-
son, til jafns við fjár-
magnseigendur.
Verkalýðsforingjar fyrri tíma von-
uðust til að með tímanum myndu
fjármagnseigendur vitkast og sjá
að slík framkoma gagnvart vinn-
andi fólki gengi ekki til lengdar.
Talsmenn nýfrjálshyggjunnar, sér-
staklega þegar sú trú var aðeins
ríkjandi meðal hægri manna, sögðu
að ef fyrirtækjunum væri leyft að
græða, myndu þau beina velgengn-
inni niðurá við til fólksins. Hvorugt
hefur staðist. I Þýskalandi, fyrir 4
árum, voru milljónamæringar tald-
ir 60 þúsund en 900 þúsund manns
voru undir fátæktarmörkum. Nú
eru milljónamæringar um 120 þús-
und og 2,7 milljónir undir fátæktar-
mörkum. Nýleg félagsfræðileg at-
hugun á Islandi sýnh’ að hlutfalls-
lega jafn margir einstaklingar
þurfa að leita fátækraaðstoðar nú í
dag og um síðustu aldamót.
Enn meira arðrán
Auk hins hefðbundna arðráns er
nú hafið nýtt ferli stórtækara arð-
Júlíus
Valdimarsson
ráns. Heilu auðlindirnar eru gefnar
þeim sem mesta peninga eiga eins
og á sér stað með gjafakvóta út-
gerðarinnar. Þetta gerist einnig
þegar heilu bankarnir, síminn og
orkuver okkar eru seld í hendur
stóra alþjóðafjármagnsins. For-
mæður þeirra sem berjast nú fyrir
sölu lands og lýðs stóðu bognar yfir
saltfiskkörunum og dóu margar
hverjar úr vosbúð og harðræði
langt fyrir aldur fram. I Lands-
bankanum skreyta myndir af þess-
um konum veggina sem tákn um þá
sem skópu þjóðarauðinn. Nú ætla
afkomendur saltfiskkvennanna að
afhenda afrakstur vinnu þeirra feit-
um Wallenbergum heimsins á
fægðu silfurfati. Við verðum þannig
hluti af umfangsmiklu og miskunn-
arlausu arðránskerfi þeirra.
Og hvernig má það vera að svo
stórfellt rán er framið um hábjart-
an dag fyrir framan alla þjóðina og
það í flóðljósi fjölmiðla? Það er
vegna þess að fjölmiðlarnir eru
undir stjórn sama fjármagns eða
stjórnmálaafla sem ábyrg eru fyrir
peningahyggjunni. Þetta fjármagn
og þessi stjórnmál eru framlenging
þeirra afla sem kúguðu saltfiskkon-
urnar, formæður okkar. Þessum
völdum hefur tekist, með innræt-
ingu menntakerfis og fjölmiðlunar
að koma á þeim alheimstrúarbrögð-
um að hagkvæmni og hagræðing sé
aðeins möguleg með því að afhenda
öll okkar ráð í hendur hinna ríku.
Allirvita ...
Allir vita að upplýsingar eru i
slæmum höndum og að stjórnað er
með ofríki og fjárkúgun. Allir vita
að núverandi stefna skapar fleiri fé-
lagsleg vandamál og mannlegar
hörmungar en hún leysir. Allir sjá
að leiðtogarnir svífa ofar skýjum og
vita lítið um þær hönnungar sem
þeir valda. Allir vita að það er
valdamikill minnihluti sem ræður
ferðinni en hinn almenni maður
engu.
Þetta er ekki það ástand sem við
viljum búa við. Húmanistar vilja að
allir hafi jöfn tækifæri og það getur
einungis orðið með byltingu. Og
hvað eigum við við með byltingu?
Bylting er gjörbreytt réttarstaða
vinnunnar gagnvart fjármagninu.
Hagnaður renni til fyrirtækis
og starfsmanna
Starfsmenn þurfa að hafa fullan
aðgang að ákvarðanatöku um öll
málefni fyrirtækisins til jafns við
fjármagnseigendur, þar með talin
ráðstöfun hagnaðar. Hagnað ætti
ekki að taka út úr fyrirtækinu til að
nota í spákaupmennsku utan
rekstrar, heldur til uppbyggingar
fyrirtækisins og til að auka fjöl-
breytni og atvinnutækifæri. Einnig
eiga starfsmenn að njóta hlutdeild-
ar í þeim hagnaði sem þeir hafa
skapað með vinnu sinni.
Hefjumst handa tafarlaust!
Eg segi, látum þá ekki ræna öllu
því sem foreldrar okkar og foreldrar
foreldra þeirra hafa byggt upp hér á
umliðnum öldum. Við erum fullfær
um að taka örlög okkar í eigin hend-
ur. Við erum ekki heimsk og við
stöndum öllum Wallenbergum
heimsins á sporði. Við erum líka
kjörkuð þjóð, við gerðum jafntefli við
heimsmeistarana í fótbolta, við
sigruðum Breta í landhelgisstríðinu,
og við bratum af okkur einokun
Dana. Hvað viljið þið hafa það betra?
Bara þetta: Valdamennirnir
munu ekki færa okkur breytingarn-
ar á silfurfati, þeir ætla að nota sín
silfurföt til annars. Það verðum við,
fólkið, fjöldinn sem mun gera þess-
ar breytingar. Hefjumst handa taf-
arlaust.
Höfundur er í stjórn
Húmanistaflokksins.
Landupplýsingar
og landamerki
UM ALLAN heim
er vaxandi þörf á upp-
lýsingum um land,
sem eru grundvöllur
fyrir skipulagningu,
þróun og stjórnun á
gæðum landsins. Það
er stöðugt kallað á
* betri landnýtingu og
stjórnun á þróun
mála, sem varða land
og landnotkun.
En hvemig verður
skipulagt og stjórnað
án þess að hafa nægj-
anlega þekkingu á og
upplýsingar um þann
grunn, sem allt bygg-
ist á, landið sjálft. Al-
menn þekking er ekki nægjanleg.
Það sem er nauðsynlegt em upp-
lýsingar í smáatriðum um land-
notkun, hver er eigandi landsins,
nýting landsins, hver nýtir það,
takmörk landsins, kvaðir sem hvfla
landinu, leiguskilmálar o.fl.
Landeignaskrá
Til að varðveita og miðla slíkum
Óðinn
Elísson
upplýsingum eru haldnar svokall-
aðar landskrár (land records). Upp-
runa skráningar á landi má rekja
langt aftur í tíðina. Til eru heimildir
frá Forn-Egyptum um slíkar skrár
allt frá 3000 árum f. Kr.
í skipulags- og byggingarlögum,
sem tóku gildi 1. janúar 1998 eru
ákvæði þess efnis, að sveitarstjórn
getur krafist þess af eigendum
Sigurhjörtur
Pálmason
Það er mikilvægt, segja
--y-------------------
Oðinn Elísson og Sig-
urhjörtur Pálmason,
að þeir sem geta haft
hagsmuni af glöggum
landamerkjum, láti yf-
irfara þau og hnitsetji
með nútímatækni.
landa og jarða, að gerður sé full-
nægjandi hnitsettur uppdráttur af
nýjum landamerkjum eða lóða-
mörkum til afnota fyrir landeigna-
skrá og þinglýsingarstjóra. Skrán-
ing landamerkja í landeignaskrá
með hnitasetningu er mikil fram-
för og tryggir betur en núgildandi
lög um landamerki gera, að mörk,
sem landeigendur hafa komið sér
saman um, varðveitist og auðvelt
sé að endurstaðsetja mörkin,
hvenær, sem á því þarf að halda.
Það, sem veldur því, að það er í
dag orðinn raunhæfur kostur að
staðsetja landamerki í viður-
kenndu hnitakerfi er fyrst og
fremst þær miklu framfarir, sem
hafa orðið á allra síðustu árum í
gerð landmælingatækja og tilheyr-
andi hugbúnaði. Þar má fyrst og
fremst nefna GPS- mælitæki.
Mælingar með þessari aðferð
byggjast á staðsetningu út frá
gervitunglum og hentar sérstak-
lega vel á stöðum, sem langt er á
milli þekktra fastmerkja, þar sem
með venjulegum eldri mælingaað-
ferðum hefði þurft að framkvæma
kostnaðarsamar þéttingar á
mælinetinu, áður en hafist yrði
handa við mælingar marka.
Lög um landamerki
Eins og áður er getið er skrán-
ing lands ævaforn. Hér á landi eru
til lagaákvæði um landamerki allt
frá þjóðveldisöld. Samkvæmt Grá-
gás var manni skylt að leggja lög-
garð um land sitt, ásamt þeim, er
land átti að því, ef sá krafðist þess,
og löggarði var á sama hátt skylt
að halda við. En menn þurftu ekki
að girða, ef báðir voru sammála að
gera það ekki. Þegar land var selt,
var seljanda skylt að greina merki
og ganga á merki, ef kaupandi
krafðist þess. I Jónsbók eru sömu
meginreglur um merkjamál og í
Grágás. Þegar sameignarlandi var
skipt skyldi, samkvæmt Jónsbók,
niðursetja merkjasteina og grafa
sem menn urðu ásáttir. En engin
önnur trygging en hagsmunir
landeigenda var almennt fyrir því.
að menn gerðu glögg merki eða
héldu landamerkjum vel við. Með
landamerkjalögunum 17. mars
1882 var með berum orðum fyrst
lögskipað, landeigendur skuli gera
merki um lönd sín og halda þeim
við, og að gerð skuli landamerkja-
skrá fyrir hverja jörð. Tilgangur-
inn með þessum ákvæðum landa-
merkjalaganna 1882 var auðvitað
sá, að þar með næðist föst og
áreiðanleg skipun á þessu málefni,
svo ekki yrði eftirleiðis óvissa um
landamerki. Sú mun þó ekki hafa
orðið raunin.
Með núgildandi landamerkjalög-
um frá 1919 virðist hafa verið
ti-yggt eins og kostur er, að land-
eigendur gengu frá landamerkja-
lýsingum fyrír jörðum sínum og
þinglýstu þeim samkvæmt lögun-
um. En þrátt fyrir það er enn víða
óvissa um merki milli landareigna
hér á landi.
Hvað er til ráða?
Nú á síðustu árum hafa gengið
dómar í Hæstarétti íslands, þar
sem reynt hefur á mörk milli sveit-
ai'íélaga og eins mörk milli ein-
stakra landareigna. Með breyttri
nýtingu lands, sem orðið hefur á
síðustu árum, hefur einnig reynt á
atriði, sem áður voru ekki til staðar
eins og umferðarrétt og annan af-
notarétt sumarbústaðaeigenda.
Þegar niðurstaða liggur fyrir í
Hæstarétti í landamerkjamáli, má
slá því föstu að deiluaðilar hafi lagt
í verulegan kostnað. Fullyrða má,
að flest þeiira mála er varða landa-
merki og hafa verið leidd til lykta
með atbeina Hæstaréttar hefði
mátt koma í veg fyrir, ef landa-
merkin hefðu verið mörkuð hnitum
í viðurkenndu mælikerfi. Oftar en
ekki liggja fyrir í deilumálum af
þessu tagi ágætar landamerkjalýs-
ingar, en menn eru hins vegar alls
ekki sammála um, hvernig þær
beri að skilja. Astæða þess er m. a.
að menn greinir á um, hvar til-
greind kennileiti eru, en það getur
skipt miklu um hvar mörk liggja.
Ástæða þess, að menn greinir á um
landamerki er alls ekki alltaf að
rekja til þess, að landamerkjalýs-
ingar séu ekki vel gerðar eða
greinargóðar. Það, sem skapar
vandann, þegar reynir á landa-
merki er, að þá eru þeir, sem gerðu
lýsingarnar löngu fallnir frá og
þekking á kennileitum ekki til stað-
ar. Þá er það staðreynd að landið
er stöðugum breytingum undirorp-
ið, kennileiti ekki alltaf jafn augljós
og ætla mætti af orðalagi sbr. það
að stór steinn í árbakka getur 200
árum síðar verið stór steinn á
áreyri.
Það er mikilvægt, að sveitarfé-
lög, einstakir landeigendur eða aðr-
ir, sem geta haft hagsmuni af
glöggum landamerkjum, geri gang-
skör að því að yfirfara landamerki
og láta hnitsetja þau með nútima-
tækni. Kostnaður því samfara er
tiltöluleg lítill miðað við þann
kostnað, sem getur orðið af mála-
ferlum vegna landamerkjadeilna.
Það eru gömul sannindi og ný að
garður er granna sættii- og má með
sanni segja, að skýr landamerki séu
tfl þess fallin að koma í veg fyrir
deilur. Það er í flestum tilvikum
auðveldara að ganga frá landa-
merkjum áður en til deilna kemur
en eftir að þær hafa vaknað. Með
breyttum landnotum getur verið
brýnt að huga í tíma að skiptingu
lands , því bithagi í dag getur orðið
eftirsóknarverð sumarhúsabyggð á
morgun.
Óðinn Elísson er hérnðsdómslög-
maður. Sigurhjörtur Pálmason er
verkfræðingur.