Morgunblaðið - 07.10.1998, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.10.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 45^ MINNINGAR SIGRUN PÁLSDÓTTIR + Sigrún (Stefan- ía) Pálsdóttir fæddist í Sauðanesi á Asum í Húnaþingi 12. febrúar 1917. Hún lést í Reykja- vík 26. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sesselja Þórðardóttir, 1888, d. Páll Jónsson, 1875, d. 1932, bóndi í Sauðanesi. Systk- ini Sigrúnar eru: Jón póstfulltrúi, f. 1914, d. 1985; Páll Sigþór lög- maður, f. 1916, d. 1983; Þórður bóndi, f. 1918; Gísli bóndi, f. 1920; Hermann prófessor, f. 1921; Helga verslunarmaður, f. 1922; Þórunn kennari, f. 1924; Ólafur Hólmgeir múrarameist- ari, f. 1926; Anna húsmóðir, f. 1928, d. 1956; Haukur bóndi, f. 1929; og Ríkarður tannlæknir, f. 1932. Hinn 4. aprfl 1941 giftist Sig- rún Jóhann Pétri Einarssyni frá Litlu-Gröf í Borgarhreppi, f. 14.11. 1908. Jóhann starfaði í 46 ár hjá Olgerð Egils Skallagríms- sonar, til 1986. Hann lést 11.11. 1990. Börn þeirra eru: 1) Páll verkfræðingur, f. 1941, maki Hólmfríður Pálsdóttir. Börn þeirra eru: Axel og Sigrún. 2) Magnús Einar, f. 1942, d. 1943. 3) Magnús Einar verkfræðing- ur, f. 1944, maki Judith Anne Taylor. Synir þeirra eru: Matthew Peter, Eli Magnús og Luke Taylor. 4) Gunnar lögfræðingur, f. 1946, maki Hrönn Guðrún Jóhanns- dóttir. Börn þeirra eru Jóhann Bjarni, Elín og Bjarni Stef- án. 5) Skúli verk- fræðingur, f. 1948. Fyrrv. maki Bót- hildur Steinþórs- dóttir. Börn þeirra eru: Einar, Hákon og Sigrún Huld. 6) Erlendur fóðurfræðingur, f. 1950, maki Ásta Friðjónsdóttir. Synir þeirra eru: Birgir, Egill og Stefán. 7) Gunnhildm- deild- arsljóri, f. 1952, Barn: ívar Jó- hann Arnarson. Sigrún var í föðurhúsum til ársins 1934. Hún stundaði ýmis lausastörf ásamt námi í Reyk- holti 1934 til 1936 og í eldri deild Samvinnuskólans 1938 til 1939. Hún stundaði nám í Kenn- araskóla Islands og tók kenn- arapróf vorið 1963. Hún var þingritari Alþingis 1939 til 1943 og starfandi húsmóðir í Reykja- vík þar til hún hóf kennarastörf við Vogaskóla haustið 1963. Þar kenndi hún til ársins 1976. Síð- an starfaði hún við Fellaskóla til ársins 1986. Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag er kvödd hinstu kveðju tengdamóðir mín Sigrún Pálsdóttir. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að ég hitti þessa mætu konu fyrst og á stundu sem nú leita ótal minningar á hugann. Eg gerði mér nokkuð fljótt grein fyrir því að Sigrún væri af- skaplega sérstök kona. Við höfum oft sagt í gamni að vandfundið væri annað eintak af Sigrúnu Páls. Hún var skarpgreind, mikill dugnaðai'- forkur til vinnu og lagði allan sinn metnað í að börnin hennar fengju notið góðrar menntunar. Sigiún var á margan hátt á undan sinni samtíð. Hún settist á skóla- bekk í Kennaraskólanum þegar yngsta bamið var sjö ára og það elsta að ljúka stúdentsprófi. A þess- um árum taldist það til tíðinda að konur á miðjum aldri færu í nám. Sigrún lét sig ekki muna um að taka tvo fyrstu bekkina samtímis, sam- hliða heimilisstörfum og umönnun allra barnanna sex. Kennaraprófínu lauk hún síðan með afburða námsár- angri. Nokkrum árum síðar bætti hún við sig námi í sérkennslu. Mér er minnisstætt hve oft hún sagði við mig að börn þyrftu „hálft stafrófið af vítamínum" en andlegt fóður væri ekki síður mikilvægt í uppeldinu. Hún studdi strákana mína af lífi og sál, las fyrir þá jafnt heimsbókmenntir, Islendingasögm- og þjóðsögur, kenndi þeim að tefla og spila á spil, hún var hafsjór af fróðleik sem hún óspart miðlaði til alh’a. Sigrún kunni heil býsn af vís- um og ljóðum. Jónas Hallgrímsson var í miklu uppáhaldi hjá henni og kunni hún nánast öll Ijóðin hans. Sigrún talaði gott og kjamyrt mál og var oft haldgott að geta leitað í viskubrunn hennar þegar á þurfti að halda. Hún var ávallt reiðubúin að líta efth- strákunum okkar og létta undir með okkur þegar við vorum að eignast fyrsta húsnæðið. Strákunum þótti spennandi að vera hjá afa og ömmu í Fýlshólum þar sem þeir fengu ómælda athygli, máttu leika sér og byggja hús í stofunni, eða smíða með alvöru verkfærum. Það voru líka oft og iðulega fleiri frænd- ur og frænkur í pössun hjá ömmu svo húsið iðaði af lífi og amma alltaf þátttakandi. Það var líka gott að eiga ömmu sem gat hjálpað til við námið og gat gert það svo lifandi að jafnvel það leiðinlegasta varð nokk- uð skemmtilegt. Sigrún var ótrúlega fróðleiks- og námfús, jafnvel þegar hún og Jó- hann fóru í dansskóla á efri árum, þá dugði það henni ekki að læra danssporin í tímunum, hún keypti sér kennslubók í dansi til þess að geta lært heima. Sigrún og Jóhann réðust í það stórvirki á efri árum að byggja sér hús í Fýlshólum á falleg- um stað með útsýni yfir alla borgina. Það var ótrúlegt að fylgjast með Sigrúnu í byggingarvinnunni, hún vann linnulaust og gekk í hvaða verk sem var á öllum byggingarstigum. Sigrún greindist með Alzheimer- sjúkdóminn fyrir allmörgum árum. Það hefur verið þungbært fyrir fjöl- skyldu hennar að horfa á þessa greindu og góðu konu smátt og smátt hrörna og hverfa inn í tómið. Eftir að sjúkdómur Sigrúnar ágerð- ist dvaldi hún á Laugaskjóli og Skjóli en síðustu árin var hún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Fjölskylda Sigiúnar þakkar af einlægni lækn- um, hjúkrunarfólki og öðram sem annast hafa hana af mikilli alúð og virðingu. Ég kveð tengdamóður mína með þakklæti og bið henni allr- ar blessunar. Ásta. Á næstsíðasta ári fyiTÍ heims- styrjaldarinnai- fæddist hjónunum í Sauðanesi í Húnaþingi þriðja barn- ið, stúlka sem skírð var Sigrún Stef- anía. Barnahópurinn átti eftir að stækka eftir því sem árin liðu. Börn- in urðu tólf og rekur sá lestina, er þetta ritar. Sigrún lifir einhverja þá mestu breytinga- og umbrotatíma sem íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum á ellefu alda vegferð sinni, stökki frá moldarkofum í stein- og glerhallir, frá reiðingshestum í gámavörubíla og frá strjálum viku- blöðum í hundrað síðna dagblöð auk sjónvarps og intemets. Kreppuárin sem Sigrún upplifði á táningsárum sínum hafa án éfa haft mikil áhrif á líf hennar seinna meir. Framundir tvítugt var Sigrún heima í Sauða- nesi. Þar var mannmergð og þröngt í búi en heimilisfaðirinn lést 1932. Strax á táningsaldri fór Sigrún að ná í þá vinnu sem tiltæk var, slátur- hússtörf, heimilisaðstoð og fleira er til féll, en á vinnumarkaðnum var ekki um auðugan garð að gresja. Sigrún aflaði sér þeirrar menntunar sem kostur var á við hennar aðstæð- ur. Hún gekk í Alþýðuskólann í Reykholti og einnig Samvinnuskól- ann. Hún lærði hraðritun og starfaði í nokkur ár á Alþingi sem hraðritari en þá voru allar ræður þingmanna skrifaðar upp. Síðar tjáði hún mér að sig hefði langað afar mikið í menntaskóla en fjárhagsástæður leyfðu það ekki. í apríl 1941 giftist Sigrún Jóhanni P. Einarssyni starfsmanni í Olgerð Egils Skallagrímssonar. Þeim varð sjö barna auðið sem lifa öll utan einn drengur sem lést í frumbemsku. Þegar börnin voru komin nokkuð á legg lét hún sinn gamla draum rætast og settist í Kennaraskólann þar sem hún lauk námi 1963. Sigrún starfaði síðan við kennslu við barna- skóla í Reykjavík til ársins 1976 er hún lét af störfum. Allmörg síðustu ár hafði Sigrún barist við sjúkdóm þann er kenndur er við Alzheimer og var hún af þeim sökum á hjúkr- unarheimili síðasta hálfan annan áratug ævi sinnar. Mér er Ijúft að þakka fyrir þann tíma sem Sigrún systir skaut yfir mig skjólshúsi og gaf mér að borða af litlum pfnum á menntaskólaárum mínum. Ég hefi oft dáðst að þraut- seigju og dugnaði hennar við að koma krökkum sínum til mennta. Má vera að hún hafi viljað bæta upp þá menntun sem hún fór á mis við í uppvexti sínum. Ég votta bömum og afkomendum Sigrúnar hluttekningu mína og minnar fjölskyldu. Hvíl þú í friði. Ríkarður Pálsson. Amma mín, Sigrún, er dáin. Á stundu sem þessari eru margar minningar sem sækja að. Ég minn- ist þess sérstaklega þegar við systk- inin vorum í heimsókn hjá afa og ömmu í Fýlsó. Þar var ávallt tekið vel á móti okkur krökkunum og fengum við Malt, Sinalco, Spur eða Appelsín, sem okkur þótti meirihátt- ar. Amma var alltaf á fleygiferð, enda hörkudugleg kona. Það var líka sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Alltaf var það af mikilli ákveðni og dugnaði sem hjálpaði henni mikið á lífsleiðinni. Síðustu árin dvaldi amma á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafar- vogi, þar sem einstaklega vel var hugsað um hana. Amma, ég þakka fyiár að hafa kynnst þér og allar góðu stundimar sem við áttum saman. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín svo blundi rótt. Nú veit ég að þér líður vel. Hafðu þökk fyrir allt. Hvíl í friði. Þín sonardóttir, Elín Gunnarsdóttir. Okkar langar í nokkrum orðum að minnast ástkænrar ömmu okkar sem er jarðsungin í dag. I huga okk- ar var amma Sigrún tengd miklum innri styrk, ákveðinni framkomu en jafnframt alúð og kærleika. Við vor- um ávallt aufúsugestir í Fýlshólum, þaðan sem farið var í leiðangra út í garð eða niður í Elliðaárdalinn. Þeg- ar heim var komið var vinsælt að fá samloku með osti úr ristinni hjá ömmu og ef réttur árstími var þá voru nýjar kartöflur, rófur eða ribs- ber einnig á borðum. Hún var ávallt boðin og búin að aðstoða á hvers kyns hátt við námið á meðan heilsan leyfði og þreyttist aldrei á að boða gildi menntunar fyrir manninn. Samverustundimar eiu margar sem lifa í minningunni og standa þar upp úr fjölskylduboðin á annan í jólum. Þar kom fjölskyldan saman, borðaði góðan mat og fór síðan í bingó eins og gerðist í mörg ár. Við krakkamir komum með sýnishorn af jólagjöf- unum og svo áttum við skemmtileg- ar stundir saman fram á kvöld. Elsku besta amma. Við þökkum þér fyrir allar stundirnar og hugg- um okkur við það að eiga ylríkar minningarnar um ókomna tíð. Einar, Hákon og Sigrún Iluld. + Elskuleg sambýliskona mín, móðir og dóttir, ÍRIS EGGERTSDÓTTIR, Heiðarholti 12, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 5. október. Sigurður J. Guðmundsson, Einar Már Sigurðsson, Eggert Sigurðsson, Eygló Björg Óladóttir, Kristinn Þorsteinsson, bróðir, tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN VALGEIR ILLUGASON, Reykjahlíð 1, Mývatnssveit, lést fimmtudaginn 1. október síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 10. október kl. 15.00. Guðrún Jakobsdóttir, Kristjana Ó. Valgeirsdóttir, Mark Brink, Matthildur H. Valgeirsdóttir, J. Valgerður Valgeirsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Guðrún María Valgeirsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN E. H. SKÚLADÓTTIR, Frostafold 135, lést á heimili sínu laugardaginn 3. október. Jónas Björnsson, Birna Jónasdóttir, Pétur Gunnarsson, Jónas Pétursson, Guðrún E. Pétursdóttir, Grétar Jónsson, Sandra Jónsdóttir. + Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMASJÓNSSON frá Norður-Hvammi, Mýrdal, fyrrum bátsmaður á Karlsefni, lést mánudaginn 5. október á Hrafnistu í Reykjavík. Þórunn Tómasdóttir, Þórunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær móðir okkar og amma, JENNÝ DAGBJÖRT JÓRAMSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, lést sunnudaginn 4. október. Ragnhildur Ragnarsdóttir, Guðný Ragnarsdóttir, Geirmundur Kristinsson. + Bróðir minn, EINAR KR. EINARSSON fyrrverandi skólastjóri í Grindavík, lést mánudaginn 5. október. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Einarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.