Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 47^ KIRKJUSTARF ANNA BJORG ÞOR VALDSDÓTTIR + Anna Björg Þorvaldsdóttir var fædd á Víkur- bakka á Árskógs- strönd hinn 3. sept- ember 1934. Hún andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 10. maí síðastliðinn, 63 ára að aldri. Hún var dóttir hjónanna Þorvalds Árnasonar og Sigríðar Þóru Björnsdóttur á Vík- urbakka á Árskógs- strönd. Eftirlifandi eiginmaður Onnu Bjargar er Ti’austi Adolf Ola- son og eignuðust þau sex börn: Þorvald Óla, Víking Trausta, Hermann Anton, Orn, Önnu Þuríði og Sigríði Þóru. Útför Önnu Bjargar fór fram frá Stærra-Árskógskirkju 18. Kveðja frá söngfélögum í kór Stærra-Árskógskirkj u Það gat oft verið kátt á hjalla í „kaffipásunni" á kirkjuloftinu í Stærra-Árskógi þegar Anna Alla hló sínum dillandi hlátri og hreif aðra með sér. Hún söng í kirkjukórnum í 35 ár og var sárt saknað þegar hún tók að missa röddina og ákvað að hætta. Anna var mjög músíkölsk og fljót að læra. Hún var mikill tónlistarunn- andi og hafði sérstakt yndi af harm- oníkutónlist og naut þess mjög hin síðari ár að hlusta á hana. Anna var mjög félagslynd og hrókur alls fagnaðar hvort heldur það var við kaffiborðið heima, í vinnunni eða á fundum í Árskógi. Anna léði krafta sína félagsstarfi og íþróttum í sveitinni fram efth aldri. Hún keppti lengi í kúluvarpi og handbolta með Ungmennafélaginu Reyni og var boðin og búin að rétta öðrum félögum í sveit- inni hjálparhönd fram undir það síðasta. Anna og Alli bjuggu allan sinn búskap á Hauganesi, þau byggðu sér hús á Klapparstíg 16 og fluttu í það árið 1966. Eins og nærri má geta hefur lífíð ekki alltaf verið dans á rósum, börnin ung og erfið húsbygging, en þau undu glöð við sitt og samheldni fjölskyld- unnar aðdáunai-verð. Sagt er að í lífinu skiptist á skin og skúrir og eflaust hefur svo verið hjá þeim. Árið 1996 tók mjög að dimma yfir lífshlaupi Önnu Alla. Hún greindist með ólæknandi vöðva- hrörnunarsjúkdóm, sem herjaði fyrst á talfæri og hafði þau áhrif að hún missti málið, ásamt því að sjúk- dómurinn markaði mjög þessa hnarreistu og hvatskeytslegu konu. Að það skyldu verða öriög þessarar ski-afhreifnu konu að missa málið er ákaflega torskilið, en Anna brást ekki frekar en fyrri daginn, hún hélt sinni eðlislægu glettni og tjáði sig óspart með því að skrifa á blað það sem hún vildi sagt hafa. Það er mikil eftirsjá í persónu eins og Önnu Alla, slíkar perlur fyrh'finn- ast því miður sjaldnar og sjaldnar, allt er að verða steypt í sama mótið. Þegar hugsað er um lífshlaup -Önnu og hún kvödd með söknuði, kemur ósjálfrátt upp í hugann ljóðlínurnar „en sama rósin sprettur aldrei aft- ur, þótt önnur fegri skreyti veginn þinn“. Anna mín, hafðu þökk fyrir liðnu samverustundirnar, alla vin- áttuna og hjálpsemina. Við sem eft- ir stöndum trúum því að þið Rósa, gömlu vinkonurnar sem kvödduð þennan heim með svo stuttu milli- bil, séuð búnar að hittast og farnar að syngja og tralla saman. Okkur finnst vel við hæfi að kveðja ykkur vinkonurnar með ljóði Þuríðar Kri- stjánsdóttur, Mætti söngsins. Söngurinn göfgar og glæðir guðlegan neista í sál. Lyftir oss hærra í hæðir helgarvortbænamál. Sameinar óhka anda eykur kærleikans mátt, bægir frá böli og vanda bendir í sólarátt. Harmur úr huganum vflri, hamingjan taki völd, ástin að eilífu ríki eflist hún þúsundfóld. Farsæld og fegurð glæðir, forðast hatur og tál, söngurinn sefar og græðir, söngur er alheimsmál. Við sendum eftirlifandi eigin- manni og afkomendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styðja þau og styrkja. Blessuð sé minning Önnu Bjargar Þorvaldsdóttur. Söngfélagar. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfór er á mánudegi), er skila- frestur sem hér segir: í sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyi'ir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birt- ingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Safnaðarstarf Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, veitingar. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl. 18. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara" (6-9 ára börn) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13- 15 ára) kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10- 12. Ungar mæður og feður velkom- in. Kaffi og spjall. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16. Umsjón Kiástín Bögeskov, djákni. Bæna- messa kl. 18.05. Umsjón Kristín Bögeskov, djákni. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús. Félagsstarf aldraðra í Borgarnesi sótt heim. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 13. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakkar- ar“ starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æskulýðsfundur kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Sarf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Áskirkja. Kópavogskirkja. Staf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára börnum kl. 17.45-18.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið (eldri hópur) kemur saman í Kirkju- lundi kl. 20. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra fimmtudagskvöldið 1. okt. kl. 20. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10-12 mömmumorgunn, opinn öllum heimavinnandi foreldrum og börn- um þeirra. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Vetrarstarfið byrjar. • • Oðruvísi haustlaukar GULLLAUKUR - kenjóttur en fallegur. TITILLINN á þessari gi-ein virð- ist dálítið skrítinn, en hann er samt réttur. Laukar er ein teg- und haustlauka, rétt eins og túlip- anar, páskaliljur eða krókusar. Orðið lauk tengja flestir við mat- jurt, gula, venjulega laukinn, sem við borð- um svo mikið af og mörgum finnst ómissandi við matseld, að ég tah nú ekki um með pylsum. „Viltu hráan eða steiktan“ er algeng spurning. En laukar er íslenska heitið á ættkvíshnni Allium, sem er stór og mikil, sumir segja með 800-1.000 tegundum. Margar tegundir af laukum eru góðar matjurtir, eins og sá guli, cepa- laukurinn, púrran, graslaukurinn eða höfuðlaukurinn. í okkar görð- um getum við ræktað margar teg- undir af ætilaukum, meira að segja matarlaukinn algenga. Hægt er að sá fyrir honum, en þó er betra að setja niður smálauka á vorin, svo kallaða sáðlauka, til að flýta fyrir vextinum. En hér var ekki ætlunin að tala um lauka sem matjurtir, heldur lauka sem blómjurtir, já lauka sem haust- lauka. Þetta fer nú að verða æði þvælukennt, best að koma sér að efninu. Fjölmargar tegundir af Allium geta vaxið á íslandi, en þessi ætt- kvísl er þó ekki verulega algeng í görðum. Garðyrkjufélagið hefur haft ýmsar tegundir á haustlaukalista sín- um um langt árabil, þannig að félagar hafa prófað margar Alhumtegundir, sem reynst hafa misvel eins og gengur. Sameiginlegt ein- kenni laukanna er blómskipunin, sem er kölluð sveipur. Blóm- in eru sett saman úr mörgum stjörnu- eða klukkulaga smáblóm- um, sem standa hvert um sig á stuttum legg. Sveipm'inn get- ur síðan verið flatur eða mismikið kúlulaga og eins eru smáblómin í sveipnum mismörg eftir tegundum. Laufblöðin koma beint upp úr lauknum en eru ekki á blómstönglinum, blaðjaðrarnir era beinir og blöðin ýmist flöt eða þráðlaga, stundum hol að innan, eins og hjá graslauknum. Hjá mörgum laukum visna blöðin um svipað leyti og blómgun hefst. Hæð laukblómsins er mjög mis- munandi, allt frá nokkram sm upp í á annan metra. Rósalaukur (All. oreophilum) er líklega sú lauktegund, sem oft- ast er á lista GÍ þótt hann sé ekki með nú í haust. Rósalaukurinn er lágvaxinn, 10-30 sm hár og virðist oft lægri en hann er, því blóm- stönglarnir þurfa helst stuðning til að halda uppi blómsveipnum, sem er mjög stór miðað við heild- arhæð plöntunnar. Rósalaukurinn hefur skærrósrauð blóm, en blöð- in era grágræn. Rósalaukurinn er mjög skemmtilegur í steinhæðum og skínandi vel harðger. Hann fjölgar sér smám saman og getur myndað fallegar breiður. Hvolflaukur (All. cernuum) er mikill uppáhaldslaukur hjá mér. Hann er liðlega 30 sm á hæð. Blöðin era mjó, nánast eins og strik. Blómstönglarnir era stinnir og blómsveipurinn, sem er sam- settur úr tiltölulega fáum blóm- um, eins og hangir á bognum stilk, er á hvolf. Blómin geta verið ýmist hvít, bleik eða purpuralit. Hvolflaukurinn hefur reynst mér mjög harðger og fjölgar sér jafnt og þétt. Gulllaukurinn (All. moly) hefur fengið frekar slæmt orð á sig, en það finnst mér mesta vitleysa. Reyndar má segja að hann sé kenjóttur, a.m.k. lætur hann ekki bjóða sér hvað sem er. Hann hefur oft verið á laukalista GÍ og ég féll fvrir honum fyrir nokkram áram, hikandi þó. Til að tryggja mig setti ég nokkra lauka á 3 mismun- andi staði í suðurgarðinum. Það reyndist líka jafn gott, á einum staðnum komu aðeins upp fáein lauf fyrsta vorið, á næsta stað kemur myndarlegur blaðbrúskur á hverju ári en á þriðja staðnum blómstrar hann og blómstrar og fjölgar sér í gríð og erg. Eg er far- in að gefa laukana vítt og breitt til að halda honum í skefjum. Það er líklega óþarfi að geta þess að gull- laukur er með gulum, tiltölulega stórum blómum, í frekar flötum sveip. Hann er 30-40 sm á hæð. Margar fleiri Alliumtegundir hef ég prófað og get mælt með, en einhvers staðar verðm’ að hætta. Laukar þurfa yfirleitt ft'ekar hlýjan og sólríkan stað, eigi þeir að vera langlífir. Sumir þurfa dá- lítið raka mold, aðrir þurrari. Engir vilja þó vera „blautir í fæt- urna“ allan veturinn. S.Hj. BLOM VIKUMAR 398. þáttur limsjón Ágósla B j örnsdótti r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.