Morgunblaðið - 07.10.1998, Page 54
54 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Kjúklingar
Ekki eru mörg ár síðan kjúklinganeysla
hófst almennt hér á landi, segir Kristín
Gestsdóttir, en veitingahúsið Naust reið á
vaðið með kjúklinga á matseðlinum.
Upp úr 1960 risu fyrstu raun-
verulegu kjúklingabúin hér-
lendis og hefur framleiðslan
aukist jafnt og þétt síðan og ís-
lendingar borða orðið geysimik-
ið af kjúklingum. Um daginn las
ég grein í blaði um lífræna
kjúklingaræktun sem farið er
að stunda hér á landi, það verð-
ur gaman að fylgjast með henni.
Lengi vel var ekki hægt að fá
annað en frosna kjúklinga en nú
er líka hægt að fá þá ferska,
sem eins og allt annað kjöt er
mun betri vara. Nú orðið eru
kjúklingarnir oft seldir sundur-
hlutaðir bæði ferskir og frosnir
og getur verið mikil hagræðing
að því. Algengasta matreiðslu-
aðferð Islendinga er að grilla
kjúklinginn heilan, en ég kýs
frekar að matreiða hann í bit-
um, ýmist steiktan eða soðinn,
og tek gjarnan skinnið af.
Vissulega er bragð af skinninu
en í því er líka mikil fita og
henni vil ég sleppa. Gott getur
verið að sjóða skinnið með í
pottrétt, fleygja því síðan og
fleyta fituna ofan af soðinu.
Mjög gott er að matreiða
kjúklinginn með bragðsterku
grænmeti svo sem lauk, hvít-
lauk og tómötum, enda er
kjúklingakjöt fremur bragðlítið
og veitir ekki af að hressa örlít-
ið upp á það.
bringunum, skerið þær í 3 sm
ræmur. Stráið á þær salti og
pipar.
2. Setjið matarolíu og karrí á
pönnu, brúnið örlítið en steikið
síðan kjúklingaræmumar við
meðalhita í karrífeitinni. Setjið á
disk og hvolfið öðrum yfir.
3. Bætið 2 msk. af matarolíu í
pönnuna. Afhýðið og saxið lauk
og hvítlauk og sjóðið í olíunni í 3-
4 mínútur. Þetta má ekki
brúnast. Hrærið síðan vatn og
tómatþykkni út í.
4. Afhýðið eplin, skerið í ten-
inga og sjóðið með í 3 mínútur.
5. Setjið kjúklingabitana út í
og hitið vel í gegn. Hrærið sýrð-
an rjóma út í, hann má ekki
sjóða. Skerið banana í sneiðar og
raðið ofan á. Berið fram á pönn-
unni.
Meðlæti: Soðin hrísgrjón.
Kjúklingapottréttur
1 kjúklingur um 1 kg
1 '/2 tsk. salt
1 hálfdós niðursoðnir tómatar
___________+ 1 dl vatn__________
1 tsk. svört piparkorn
1 lárviðarlauf
3 msk. matarolía
2 meðalstórir laukar
4 hvítlauksgeirar
3 meðalstórar gulrætur
fersk steinselja
Karríkjúklinga-
bringur
3 ófrosnar kjúklingabringur
__________(6 hálfar)_________
2 tsk. salt
______nýmalaður pipar________
1/2 dl matarolía +1/2 msk.
karrí til að steikja úr
1 meðalstór laukur
4 hvítlauksgeirar
2 msk. matarolia til að
sjóða lauk og hvítlauk í
1A lítil dós tómatþykkni (puré)
_________21A dl vatn_________
1 kjúklingasúputeningur
_________1 stórt epli________
_______2 litlir bananar______
Vi dós sýrður rjómi
1. Takið skinnið af kjúklinga-
50 g rjómaostur án bragðefna
1. Hlutið kjúklinginn sundur,
skerið frá alla sjáanlega fitu,
raðið þétt í pott, stráið salti yfir.
Setjið síðan tómatana og safann
úr dósinni út í ásamt vatni, pip-
arkomum og lárviðarlaufi og
sjóðið við hægan hita í 45 mínút-
ur. Takið allt kjöt úr soðinu og
kælið örlítið.
2. Setjið 3 msk. af matarolíu á
pönnu, hafið hægan hita. Saxið
lauk og hvítlauk, skerið gulræt-
ur í sneiðar og sjóðið þetta allt í
olíunni í 5 mínútur. Setjið í soðið
í pottinum og sjóðið áfram í tíu
mínútur. Fleytið fitu ofan af soð-
inu og fleygið.
3. Fjarlægið bein og skinn af
kjötinu, setjið í pottinn og hitið
vel í gegn. Hrærið rjómaost út í.
Klippið steinselju yfir og berið
fram.
Meðlæti: Soðin hrísgrjón eða
heitt hvítlauksbrauð.
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi tii föstudags
Ættingja
leitað
VELVAKANDA barst
bréf frá Brynjari sem býr
í Noregi og biður hann um
aðstoð við leit að íslensk-
um ættingjum sínum.
Einu upplýsingarnar sem
hann hefur er að forfaðir
hans, Brynjar, og kona
hans, „Olaug Olavsdatter",
hafi flutt til Noregs í
kringum 1799. Þeir sem
kannast við þetta og hefðu
einhverjar upplýsingar
eru beðnir að hafa sam-
band við:
Brynjar W. Johansen,
Plogv. 14,
Manglerud,
0679 Osló, Norge.
Slæm þjónusta
Landssímans
EG vil lýsa undrun minni
og hneykslan á þjónustu
Landssímans og fram-
komu vissra aðila er sjá
eiga um bilanaþjónustu i
minn garð. Landssíminn
auglýsir „Láttu símann
vinna fyrir þig - notaðu
tímann i annað“, og á ég
þar við að þegar er á tali í
því númeri sem þú ert á
hringja í, þá getur þú ýtt á
5 og þjónustubeiðnin er
móttekin. Síðan leggur þú
á og síminn vinnur fyrir
þig. Til að geta þetta verð-
ur þú að vera með tónval,
ekki skífuval. Eg hef tals-
vert notað þessa þjónustu
en í byrjun september
virkaði þetta ekki. Taldi
ég það þá tilfallandi og
gerði ekkert í málinu
strax. Eftir nokkurn tíma
hringdi ég í bilanir og
kvartaði yfir þessu og því-
líkt og annað eins sem ég
fékk framan í mig! Sem
dæmi þá átti að vera illa
lagt á í viðkomandi núm-
erum, ég átti að hafa ýtt
óvart á takka sem eru á
hlið eða undir símanum.
Þessi takki er ekki til
staðar á þeim tveim sim-
um sem ég er með. Mér
var ekki trúað. Loks fékk
ég viðgerðarmann til mín
eftir mikið þref, 23. sept-
ember, en var jafnframt
bent á að hræðilegt væri
að vera að fá viðgerðar-
mann til þess eins að ýta
til einum takka, það væri
svo dýrt. Viðkomandi við-
gerðarmaður staðfesti að
allt það sem ég var búin
að segja við þessa háu
herra væri rétt. Hann
prófaði sinn síma og hann
virkaði ekki á fimmuna.
Ég fékk lánaðan full-
komnari síma í næsta
húsi. Sama sagan, fimmið
virkaði ekki. Viðgerðar-
maðurinn var ráðþrota.
Sagðist ætla að tala við
ónefndan yfirmann og sá
myndi hafa samband við
mig. Eftir viku þögn
hringdi ég aftur, ekkert
hafði verið gert i málinu.
Þá var annar viðgerðar-
maður látinn tala við mig.
Hann sagðist ekki trúa því
að hinn viðgerðarmaður-
inn hefði reynt sinn síma.
Sem þýðir, að hann segir
mig ljúga.
Svo geta þessir háu
herrar látið konur hringja
samdægurs til að bjóða
aukna þjónustu fyrir
GSM-símann.
Við hjónin borgum af
fjórum sínum, tveimur
heimasímum, GSM-síma
og farsíma. Vil ég benda
forráðamönnum Lands-
símans á að bjóða starfs-
fólki hjá bilanaþjónustu á
námskeið í samskiptum.
Ég vil bara segja áfram
Tal og komi önnur stöð
sem fyrst fyrir heimasíma.
Jæja, saga mín um sam-
skipti mín við bilana-
þjónstu Landssímans er
efni í heila bók en hér læt
ég staðar numið.
Oánægður
viðskiptavinur.
Fyrirspurn til RÚV
GETUR fréttadeild RUV
ekki komið með úrslit
íþróttaviðburða dagsins í
fjögurfréttunum á laugar-
dögum, eins og t.d. úrslit
úr enska boltanum? Það er
aldrei minnst á úrslitin
fyiT en um kvöldið.
Önnur spurning: A ekki
að sýna frá þýska fótbolt-
anum í vetur?
GFJ.
Tapað/fundið
Úr í óskilum
KVENGULLÚR fannst á
Dunhaga sl. föstudag.
Upplýsingai- í síma
551 5105.
Lyklar í
óskilum
2 LYKLAR á langri keðju
með lás í endann fundust
við Kennaraskólann sl.
sunnudag. Upplýsingar í
síma 553 5997 eftir kl. 17.
Dýrahald
Týndur
páfagaukur
LJÓSGULUR og grár
páfagaukur (gári) flaug út
um glugga í vesturbæn-
um. Þeir sem hafa orðið
varir við hann hafi sam-
band í síma 551 8041
(Inga).
SKAK
Uinsjón Margeir
Pétursson
43. Df5 - Da7+ 44. Kfl -
Da8 45. De6+ - Kh8 og
hvítur gafst upp.
Öðrum skákum í viður-
eigninni lyktaði á sama veg
svo Bandaríkjamenn unnu
fáheyrðan stórsigur, 4-0.
Yei-molinsky vann Timman,
Seirawan sigraði Van Wely
og Kaidanov lagði Nijboer
að velli.
STAÐAN kom upp á
ólympíuskákmótinu í Élista
í sögulegri viðureign
Hollendinga og
Bandaríkja-
manna. Jeroen
Piket (2.605),
Hollandi, var
með hvítt, en
Nick deFirmi-
an (2.605),
Bandaríkjun-
um, hafði svart
og átti leik.
35. - Re5!! 36.
fxe5 - dxe5 37.
d6 - Re8 38.
Bdl - exd4 39.
e5 - fxe5 40.
Hxe5 - Rf6 41.
He7 - d3 42.
Hxd7 - Rxd7 SVARTUR leikur og vinnur
Víkverji skrifar...
*
IBUAR suðvesturhornsins hafa
svo sannarlega fengið að njóta
veðurblíðunnar í septembermán-
uði og fyrstu daga októbermánað-
ar. Það var ekki fyrr en á sunnu-
dag, 4. október, sem Víkverja
fannst vera komið raunverulegt
haust í loftið, hvassviðri og sölnað
lauf farið að fjúka um allt. Það er
ekki á hverju hausti sem svo mikl-
ar stillur eru, að helst minnir á út-
lönd. A þessum árstíma er heim-
sókn á Þingvelli árviss viðburður
hjá íjölda manns, enda var margt
um manninn á Þingvöllum fyrir
rúmri viku, í dásamlegu veðri og
óumræðilegri litadýrð. Raunar var
bíll við bíl, rétt eins og um sunnu-
dagsbíltúr á Laugaveginum væri
að ræða. Margir vilja alls ekki
missa af því að fara í haustlita-
skoðunarferð til Þing\ralla á hverju
hausti.
ALLTAF hefur Víkverji jafn-
gaman af að fylgjast með
gengi Bjarkar, söngstjörnunnar
okkar, sem fyrir margt löngu varð
einskonar þjóðareign, en á þó
sjálfa sig samt sem áður svo gott
sem fullkomlega, á þennan ein-
staka Bjarkarlega hátt. Hér í
Morgunblaðinu í síðustu viku voru
birt brot úr viðtali Roberts Hell-
erts sem hann átti við Björk fyrir
sérútgáfu tímaritsins Gramopho-
ne, Explorations 3 og var það
skemmtileg lesning. Lýsing blaða-
mannsins á sérstöðu Bjarkar í
tónlistarheiminum vakti athygli
Víkverja: „Otrúleg röddin, sér-
stakur persónuleiki og síðast en
ekki síst heimalandið Island.“ Og
eigin orð Bjarkar enn frekar, þeg-
ar hún sagði: Islensk náttúra er
kraftmikil og miskunnarlaus. I
henni eru ástríður og fegurð, sem
þó er mjög ólík „venjulegri fegurð
Alpanna eða einhverra hitabeltis-
blóma. Á íslandi má finna við-
kvæm blóm á stærð við fingurnögl
í landslagi sem einkennist af
hrikalegri, stórbrotinni fegurð.
Veðurfarið er óútreiknanlegt. All-
ar tegundir veðurs geta skollið á
sama daginn og sólarlagið er engu
líkt.“
XXX
SÖNGKONAN segir Heller að
hún sé sannfærð um að hrika-
leiki íslenskrar náttúru komi fram í
tónlist sinni. „Ég veit ekki hvemig.
Ég bara veit að áhrifin eru þar.
Samt veit ég að tónlistina, sem ég
heyri í höfðinu á mér þegar ég
geng um íslenska náttúru, hef ég
ekki ennþá samið eða skrifað um.
Kannski mun ég aldrei gera það,
en ég mun samt reyna.“ Það er
ekki að ástæðulausu sem svo marg-
ir hafa orðið til þess að kalla Björk
náttúrubarn af Guðs náð.