Morgunblaðið - 07.10.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 55
í DAG
FRÉTTIR
fT /VÁRA afmæli.
Ov/Fimmtugur er í dag,
miðvikudaginn 7. október,
Skúli Gunnar Böðvarsson,
Hæðarbyggð 19, Garðabæ.
Eiginkona hans er Laufey
Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri. Þau, ásamt
fjölskyldunni, taka á móti
gestum á heimili sínu, Hæð-
arbyggð 19, frá kl. 17 í dag.
Ljósm. Nýmynd, Keflavík.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 31. desember ‘97 af
sr. Hirti Magna Jóhanns-
syni Hafdís H. Friðriksdótt-
ir og Kristinn Guðmunds-
son. Heimili þeirra er að
Brekkustíg 20, Sandgerði.
BRIDS
Lmsjóii (iuðniiiiiilur
I'áll Arnarson
TAKK fyrir útspilið, makk-
er,“ sagði austur brosandi og
vestur svaraði í sömu mynt,
eins og til var ætíast: „Þakka
þér sömuleiðis fyrh’ snjalla
vörn, makker minn.“ Suður
leit þreytulega til lofts, en
gat svo sem ekkert sagt. Því
óneitanlega höfðu AV staðið
sig vel.
Suðm- gefur; enginn á
hættu.
Norður
♦ KG5
V 542
♦ D109
♦ KG109
Vestur Austur
A 7432 A D106
VDG7 V K1098
♦ 742 ♦ Á63
*654 *D73
Suður
A Á98
VÁ63
♦ KG85
*Á82
Vestur Norður Austur Suður
1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Utspil: Hjartadrottning.
Lítum nú á hvernig suður
spilaði. Hann gaf fyrsta slag-
inn og vestur hélt þá áfram
með hjartagosa, sem austur
yfirtók með kóng og spilaði
níunni til baka, þegar suður
gaf aftur. Suður byrjaði auð-
vitað á tígiinum og austur
tók strax á ásinn, en í stað
þess að taka slag á þrettánda
hjartað spilaði hann tígli
hlutíaust til baka!
Bæði útspil vesturs og
vörn austurs bentu til að
vestur ætti síðasta hjartað,
svo sagnhafi var nánast
dæmdur til að fara vitlaust í
laufið. Eftir að hafa tekið
þrjá slagi á tígul tók hann á
laufás og svinaði gosanum.
Austur drap og dró nú loks-
ins fram hjartatíuna, sem var
fimmti slagur varnarinnar.
Vissulega góð vörn, en það
er kannski óþarfi að mala
eins og köttur við eld.
Arnað heilla
Ljósm. Nýmynd, Keflavík.
BRÚÐKAUP Gefin voru
saman 30. maí sl. í Borgar-
neskirkju af sr. Þorbirni
Hlyni Arnasyni Svanhildur
Björk Svansdóttir og Sig-
urður Arilíusson. Heimili
þeiira er í Sæunnargötu 8,
Borgai'nesi.
Ljósm. Nýmynd, Keflavík.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 27. júní í Keflavíkur-
kirkju af sr. Sigfúsi B.
Ingvasyni Guðlaug Ólöf Sig-
fúsdóttir og Björn Sigur-
björnsson. Heimili þeirra er
í Tulsa, Bandaríkjum.
Ljósm. Nýmynd, Keflavík.
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 24. janúar sl. í Kefla-
víkurkirkju af sr. Sigfúsi B.
Ingvasyni Magnea Helga
Siguijónsdóttir og Júlíus
Steinar Birgisson. Heimili
þeirra er í Tulsa, Bandaríkj-
unum.
Ljósm. Nýmynd, Keflavík.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 4. apríl sl. í Grinda-
víkurkirkju af sr. Jónu Krist-
ínu Þorvaldsdóttur Anna
Magnúsdóttir og Bjarki Sig-
marsson. Heimili þehra er
að Túngötu 3, Grindavík.
Með morgunkaffinu
ÞESSI tæknibylting er
skrýtin. Það var ekki ný
tölva sem leysti mig af
hólmi, heldur var bara
stækkað minnið í þeirri
gömlu.
COSPER
MAMMA! Ég veiddi svartan sporðdreka.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drakc
VOG
Afmælisbarn dagsins: Þú
fylgir ávallt innri rödd sem
hveturþig tii dáða. Þjóðieg-
ar hefðir eni í miklu uppá-
haldi hjá þér.
Hrútur
(21. mars -
Þótt þér
fyrir að
ekki láta
um um
Breyttu í
-19. apríl)
hafi tekist að leggja
undanförnu ættirðu
ginnast af gylliboð-
skjótfenginn gróða.
engu háttum þínum.
Naut
(20. april - 20. maí)
Það er að rofa til hjá þér í
starfinu og þú munt njóta
virðingar og uppskera laun
erfiðis þíns. Þú hefur unnið
til þess að vera í sviðsljósinu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) fcn
Nú er komið að því að
staldra við og koma jafn-
vægi á hlutina. Þú getur lát-
ið það eftir þér að dekra
svolítið við sjálfan þig lika.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Einhver vinatengsl veita þér
mikia lífsfyllingu og nú er
komið að þér að skipuleggja
næsta stefnumót.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ólík öfl togast á hið innra
með þér og þú veist ekki í
hvern fótinn þú átt að stíga.
Vertu staðfastur og forðastu
að falla í freistni.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) (SÍL
Einhver vandamál koma
upp varðandi ferðalag sem
þú ætlai' í svo þú mátt eiga
von á því að þurfa að gera
einhverjar breytingar.
Vog m
(23. sept. - 22. október) ö
Þótt þér þyki gott að viðra
hugmyndir þínar við aðra
skaltu fara varlega í þeim
efnum núna svo þeim verði
ekki stolið frá þér. Gættu
þess sem er þitt.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þótt einhveijar hindranir
séu í veginum varðandi fyr-
irætlanh' þínai’ og væntingar
skaltu ekki örvænta heldur
vera þolinmóður og einbeita
þér að öðru um sinn.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) ScÍ
Bai'átta þín í ákveðnu máli
hefur kannski sett sitt mark á
þig en gleymdu þvi ekki að þú
ert reynslunni ríkaii og betur
undirbúinn fyrir næstu lotu.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Von þin um viðurkenningu
og frama í starfi er nú orðin
að venileika. Láttu það ekki
stíga þér til höfuðs heldur
gefa þér aukinn byr.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) Kítb
Þótt þú viljir gera gagnger-
ar breytingar á heimilinu
ættirðu að láta þær bíða til
betri tíma. Einblíndu frekar
á minniháttar viðgerðir.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú færð tækifæri til að
ganga fram fyrii' skjöldu og
vekja máls á skoðunum þín-
um. Leggðu áherslu á að
vera skýr og skorinorður.
Stjörnuspána á að iesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindaiegra staðreynda.
Fjallað um ástand
rjúpnastofnsins
FIMMTUDAG í næstu viku, 15.
október, mega veiðar á rjúpu hefj-
ast. Til að ræða ástand rjúpna-
stofnsins flytur Olafur K. Nielsen
dýravistfræðingur erindi og svarar
spurningum á opnum félagsfundi
Skotveiðifélags Islands í kvöld,
miðvikudag 7. október, klukkan
20.30 í Ráðhúskaffi.
í fréttatilkynningu frá Skot-
veiðifélaginu er fjallað um spurn-
ingar sem væntanlega verða til
umræðu á fundinum í kvöld. I til-
kynningunni segir m.a.: „Rann-
sóknir dr. Ólafs K. Nielsen dýra-
vistfræðings hafa sýnt að veturna
1995-1996 og 1996-1997 féllu allt
að 70% rjúpna sem voru á lífi í ná-
grenni Reykjavíkur í upphafi
veiðitímans fyrir hendi veiði-
manns. Hins vegar hafa talningar í
Kvískerjum á öræfum sýnt að þar
hefur rjúpunni fækkað þó svo að á
því svæði sé hún friðuð. Ymsum
spurningum varðandi lifnaðar-
hætti rjúpunnar er því enn ósvar-
að. Er hægt að alhæfa niðurstöður
rannsókna í nágrenni Reykjavíkur
á allt Suðvesturlandið? Hverjar
eru síðustu fréttir af ástandi
rjúpnastofnsins? Hvemig stendur
á því að rjúpnastofninn á Suðvest-
urlandi fylgir ekki uppsveiflum
annars staðar á landinu? Hvernig
er ástand rjúpnastofnsins á Vest-
fjörðum? Er nauðsynlegt að grípa
til verndunaraðgerða hér á Suð-
vesturlandi?
Notað - sem nýtl
Meðal annars:
Calvin Klein-herraskyrtur kr. 1.200
Calvin Klein-silkibindi kr. 2.000
Perry Ellis-jakkaföt kr. 7.000
Daniel D,- og Windsor- dömujakkar kr. 6.000-9.000
Amerískur minkapels kr. 70,000
Stuttir og síðir kjólar, skór og töskur, þekkt merki, ótrúlegt verð.
Tökum í umboðssölu vandaðan, hreinan og gallalausan fatnað.
NYTT GILDI
, Snorrabraut 22, sími: 551 1944.
Litir: Svartir og brúnir Stærðir: 41-48 Tegund: 61409 Verð: 6.995,-
Mikið úrval af fallegum og góðum herraskóm
D0MUS MEDICA
við Snorrabraut - Reykjavík
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Reykjavík
Sími 568 9212
næringarduft með trefjum
Hefur þú prófað Nupo?
Velkomin í Borgar Apótek, við bjóðum þér að smakka.
Ráðgjöf og kynning í dag miðvikud. 7. okt.
og á morgun fimmtud. 8. okt. kl. 13:00-18:00.
20% kynníngarafsláttur
Afslátturinn gildir til 16. október
Álftamýri 1- Sími 568 1251
Opið virka daga til kl. 22:00.