Morgunblaðið - 07.10.1998, Page 58
58 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
„MAGNEA Sverrisdóttir, systir mín, og Ragnheiður
Dögg Agnarsdóttir leigðu saman íbúð í Lækjargötunni
og er myndin tekin þar.“
„RIJNAR Júlíusson þekkja allir. Þetta er heima hjá hon-
um í tveggja hæða húsi í Keflavík. A neðri hæðinni er
hljóðver og þar er þetta baðherbergi. Eg geri ráð fyrir
að baðherbergið á efri hæðinni sé í öðrum stfl.“
„LEIKARAHJÓNIN Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar
Jónsson ásamt 5 ára syni sínum Róbert Ólíver Gíslasyni.
Það var fjör í stráknum sem var forvitinn um mynda-
vélagræjurnar og annað. Svo bauð Gísli Rúnar upp á
mjög gott kaffí.“
Losnaði aldrei
við delluna
►„SÆMUNDUR Pálsson lög-
reglumaður sem flestir þekkja
sem Sæma rokk. Það var
minnsta málið að fá hann til að
taka nokkur rokkspor og hann
var svo fljótur að skipta um
stellingar að flassið hafði varla
undan. Ég missti að minnsta
kosti af tveimur uppstillingum."
A „SIGURÐUR Ólafsson, bóndi
á Kjarláksvöllum, sem býr núna í
Fossvoginum. Þetta er skemmti-
legur karl sem ég kynntist þegar
ég fór til hans sem strákur að
veiða með pabba.“
•4 „RÖGNVALDUR Pálsson er ▲ „GUÐRÚN Gísladóttir leikkona heima hjá sér í Þingholtunum. Þegar
líka frændi minn. Hann er fyrr- myndin er tekin var ég að biðja hana um að fara með brot úr leikriti.
verandi forsetaframbjóðandi og Hún varð frekar feimin við það og ég notaði tækifærið og smellti af.“
er myndin tekin heima hjá hon-
um í Kópavogi."
„BRÆÐURNIR Einar, Ari og Sigfús Gunnarssynir vinna allir á Smur-
stöðinni Klöpp. Ég var í skóla með Sigfúsi og fékk hugmyndina
þannig. Pabbi þeirra og frændi eru reyndar líka að vinna þarna en
þeir voru staddir erlendis svo ég lét bræðurna duga.“
„ÉG hafði delluna í mörg ár sem unglingur og óx
aldrei upp úr þessu,“ segir Valdimar Sverrisson sem
er 31 árs og lauk nýverið ijögurra ára ljósmyndanámi
i' Boumemouth. Meðan á náminu stóð kom hann oft til
íslands og myndaði.
„Ég byrjaði á landslags-
myndum en sneri mér
fljótlega að mannlífs-
myndum,“ segir
hann. „Það höfðar
meira til mín og
þar tekst mér best
upp. Enda er það
viðfangsefni þeirra
Ijósmyndara sem ég
sæki mest til.“
Hann hefur undan-
farið unnið að myndaröð
þar sem hann heimsækir Islend-
inga á vinnustaði eða heimili
þeirra. „Fólk hefur tekið mér mjög
vel,“ segir Valdimar. Aðspurður
hvað sé framundan segist hann
ætla að opna ljósmyndastofu í
Vesturbænum í nóvember.
▲ „ÁSGEIR Már Valdimarsson,
frændi minn, er húsvörður á
Bræðraborgarstíg 7 þar sem ég
verð með ljósmyndastofuna.
Þarna eru grunnþættirnir ofn-
inn, pípurnar, lyklarnir, platan,
innstungan og glugginn og gefa
þeir vissa tilfinningu fyrir
starfínu. Þetta er hans garður.“
lir myndaalbúmi Ijósmyndara