Morgunblaðið - 29.11.1998, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
, Morgunblaðið/Árni Sæberg
GUÐRUN Vigfúsdóttir við vefstólinn sem fylgt hefur henni í meira en hálfa öld og var útskriftargjöf frá föður hennar.
Draumar hafa orðið
mér til góðs
Guðrún J. Vigfúsdóttir hefur lagt fram
stóran skerf til íslenskrar veflistar 1 meira
en hálfa öld. Hún lætur ekki þar við sitja
heldur er að gefa út bók, Við vefstólinn í
hálfa öld. „Mér var ætlað það hlutverk og
ég hlýddi kallinu,“ sagði þessi jákvæða og
bjartsýna kona og trúði Hildi Friðriksdótt-
ur ennfremur fyrir því að hún væri ber-
dreymin og fínndi hluti á sér. Það hefði
alltaf verið sér til góðs að fara eftir því,
eins og berlega kemur fram í bókinni.
AF ÞVÍ að þú þekkir
kannski ekki mikið til
íbúða aldraðra, þá ætla
ég að sýna þér heimili
mitt á meðan ég hita kleinurnar,“
segir Guðrún J. Vigfúsdóttir er
blaðamaður heimsótti hana í
Kópavoginn einn morguninn þeg-
ar enn var ekki farið að birta af
degi.
Heimili Guðrúnar ber það með
sér að henni er margt til lista lagt,
því mörg af listaverkum hennar
prýða heimilið. Þarna eru ofin
verk af ýmsu tagi; veggmyndir,
ábreiður, borðreflar, púðar, en
einnig útskorin hilla, blýantsteikn-
ingar og vatnslitamyndir. A vegg í
ganginum eru fjölskyldumyndir,
meðal annars brúðarmynd af
einkadótturinni, Eyrúnu ísfold, að
sjálfsögðu í brúðarkjól ofnum af
Guðrúnu. Þarna er einnig mynd af
látnum eiginmanni Guðrúnar,
Gísla S. Kristjánssyni.
Listhneigð fjölskylda
Guðrún er fædd á Grund í Þor-
valdsdal á Árskógsströnd, dóttir
Vigfúsar Kristjánssonar og Elísa-
betar Jóhannsdóttur. Systkinin
urðu níu, sex bræður og þrjár
stúlkur, en tveir yngstu bræðurnir,
sem fæddust á Litla-Árskógi létust
ungir.
Mikið listfengi er í fjölskyldunni.
Faðirinn var húsasmiður og mikill
hagleiksmaður, sem smíðaði báta
og einstaka hús. Bræður Guðrún-
ar, þeir Kristján, Hannes og Jón,
fóru snemma að skera út og síðar
búa til lágmyndir og höggmyndir
úr gifsi, einkum Kristján. Þegar
Kristján og Hannes voru komnir á
fullorðinsár hönnuðu þeir og skáru
út skímarfonta, sem þeir urðu
landsfrægir fyrir.
„Ég er svo jákvæð“
Guðrún mundar sig til við að
kveikja á kertum þegar við komum
aftur inn í stofuna og segir um leið,
að hún kvíði ekki vetrinum, öfugt
við marga aðra. „Af hverju ekki?
Ég held að það sé vegna þess að ég
er svo jákvæð. Mér finnst allar árs-
tíðir hafa sinn sjarma og þegar vet-
urinn kemur og myrkrið, þá er svo
yndislegt að geta kveikt á kertum,"
segir hún og hlær eins og svo oft í
viðtalinu, enda kemur í ljós að hún
hefur ákaflega gaman af lífinu og
sér lítið af neikvæðum hliðum þess.
Guðrún, sem er nýlega orðin 77
ára, ber aldurinn ótrúlega vel, er
kvik í hreyfingum og heilsan hefur
alla tíð verið góð, enda eru aðeins
tvö ár síðan hún hætti að leiðbeina
öldruðum Kópavogsbúum við vefn-
að. Ástæðan fyrir því var ekki sú
að hún væri búin að fá nóg, heldur
var kominn tími til að sinna öðrum
verkefnum, það er að segja að gefa
út bók.
Guðrún er spurð hvað hún eigi
við þegar hún segir í formála bók-
arinnar: „Það kom mér sannarlega
á óvart að ég ætti að gefa út bók -
satt að segja fannst mér nóg komið
með afskiptasemina, en mér var
ekki stætt á öðru en hlýða kallinu."
„Já, þú spyrð um það,“ segir
Guðrún og verður í senn dularfull
og sposk á svip. „Já, elskan mín, ég
er berdreymin og finn hluti á mér.
Þetta á fólk erfitt með að skilja
sem verður ekki fyrir þessu," segir
hún svo eins og pínulítið afsakandi
með sínum norðlenska framburði.
„Þegar ég var eitt sinn að koma
gangandi frá því að leiðbeina
öldruðum í prestshúsinu hér fyrir
ofan lýstm- niður í mig, að nú fari
ævi mín hreinlega senn að styttast.
Ég er nú orðin gömul svo það er
ekki nema eðlilegt. En nú átti ég
að gefa út bók,“ segir hún og hlær
sínum smitandi hlátri og breiðir út
hendurnar, því henni er tamt að
nota hendurnar til að leggja
áherslu á orð sín.
Leiðbeina þjóðinni
Þetta var árið 1996 og Guðrún
segist hafa skynjað, að hún væri
komin svo langt í þessu starfi, að
nú væri kominn tími til að taka
nýtt starf að sér og hreinlega yið
leiðbeina þjóðinni með vefnað. „Áð-
ur fyrr var ofið á nærri öllum heim-
Uum, en nú átti ég að segja frá því
sem ég hef unnið við í meira en
hálfa öld. Með þessari bók er ég að
reyna að lyfta handvefnaði á dálítið
hærra stig í landinu en hann er
núna. Ég held að sú sé meiningin
með bókinni."
Henni fannst þetta í fyrstu af-
skaplega fjarlægt og ekkert starf
fyrir hana. „Svo líður tíminn og
þetta var yfir mér. Ég hugsaði
með mér að ég þyrfti að minnsta
kosti að ljúka við námskeiðið hjá
eldri borgurum, því ég sá að ég
gat ekki gert hvoru tveggja.
Einn daginn, þegar ég sit í stól
eftir að hafa verið að taka til, rýk
ég upp úr stólnum og hugsa með
mér: Æ, það er þessi bók. Geng
síðan um gólf eins og ég geri
stundum þegar mikið liggur við og
velti fyrir mér hvernig maður
byrji á því að skrifa bók. Ég hafði
ekki hugmynd um það. Mér fannst
þó að ég yrði að byrja á bókinni,
sérstaklega ef ég ætti nú bara fá-
einar vikur eða mánuði á lífi,“ seg-
ir hún og hlær mikið.
Séra Jakob birtist óvænt
Þar sem hún var í þessum vand-
ræðum sínum hringir dyrabjallan
og fyrir utan stendur séra Jakob Á.
Hjálmarsson, gamall vinur frá ísa-
firði. Hann ætlaði að hitta mann í
Kópavogi en sá var ekki heima, svo
honum datt í hug að líta til Guði-ún-
ar. Þegar þau voru búin að spjalla
saman segist hún hafa sagt við
séra Jakob: „Ja, það eru mikil
vandræði hjá mér. Ég á að gefa út
bók og ég veit ekkert hvemig ég á
að fara að því. Getur þú ráðlagt
mér?“
Jú, honum datt í hug Elísabet
Þorgeirsdóttir blaðamaður og rit-
höfundur. „Hún er ísfirðingur og
bjó í sama húsi og ég þegar hún
var lítil. Þetta fannst mér góð hug-
mynd og Elísabet sló til. Ég vildi
sjálf skrifa kaflana og hafa þá eftir
mínu höfði, en Elísabet ritstýrði
síðan bókinni. Margrét Rósa Sig-
urðardóttir, sem er einnig ættuð
frá ísafirði, hefur borið hita og
þunga af hönnun og umbroti bók-
arinnar með miklum ágætum. Hún
reyndist mér afskaplega vel við
valið á myndunum og að koma
þeim á réttu staðina.
Ég var þó nokkuð marga mánuði
að skrif'a bókina. Það er svo merki-
legt að þegar ég fór að rifja upp
æskuárin blöstu þau við mér eins
og á filmu. Meira að segja mundi
ég hvað fólk sagði. Ég varð að
skrifa af eldmóði til að koma mynd-
inni frá mér áður en næsta mynd
hófst. - Það var eins og ekkert mál
væri að skrifa þessa bók,“ segir
hún. Spyr síðan: „Er svona farið
að þessu?“
Til að gefa út bókina hlaut hún
styrk frá Menningarsjóði, sem hún
segir að hafi gert gæfumuninn.
Hún varð jafnframt að taka jafn-
stórt lán og nam styrkupphæðinni,
en auk þess hlaut hún smæiri
styrki frá Framleiðnisjóði landbún-
aðarins, Kópavogsbæ, Visa-ísland,
Kristnisjóði og Héraðssjóði ísa-
fjarðarprófastsdæmis. Állt eru
þetta sjóðir sem tengjast ævistai-fi
Guðrúnar með einhverjum hætti.
Hún segir að strax og fréttist að
hún ætlaði að gefa út bók hafí
pantanir streymt að. „Það er frá-
bært að gefa út bók á ári aldraðra
og halda þannig uppi heiðri aldr-
aðra í Kópavogi,“ segir hún.
Draumurinn breytti
stefnunni
Upphaflega fór hún í vefnaðar-
nám í Húsmæðraskólanum á Hall-
ormsstað vegna draums sem hana
dreymdi. „Draumurinn sagði mér
að ég ætti að fara í vefnað. Hann
var svo skýr að ég hugsaði með
mér, að þetta væri einn þeirra, sem
ég yrði að fara eftir. Daginn eftir
ákvað ég að fara í vefnaðarkenn-
aradeildina. Ég ætlaði alls ekkert
að fara í vefnað heldur vildi ég fara
til Reykjavíkur og sauma fína
kjóla,“ segir hún og dregur seim-
inn í síðasta orðinu. „Þannig að ég
játaðist ekki undir þetta fyrr en á
síðustu stundu og hélt reyndar að
umsóknarfresturinn væri útrann-
inn.“
Hún segist alltaf hafa verið hrif-
in af fallegum fötum og litum. Hún
safnaði því ekki servíettum eins og
margar aðrar stúlkur heldur höfð-
uðu spottar í öllum litum mjög til
hennar og þá geymdi hún í litlum
kistli. „Það er skrýtið hvað áhuginn
fyrir litum, garni og efni kom fljótt
til. Þessu gat ég endalaust raðað
saman. Það er eins og forlögin hafi
komið þarna við sögu.“
Hún segii' að allt sem henni sé
sagt að gera eða hún finnur á sér sé
henni til góðs. „Ef ég hefði farið öf-
ugt að og gert það sem ég ætlaði, þá
er bara ekkert víst að ég væri
ánægð. En það hefur verið mín lífs-
hamingja að læra vefnað, því þama
hef ég haft svo gríðarlega mörg
tækifæri til þess að fá aðra til að tjá
sig, til dæmis nemendur mína.
Þetta viðhorf mitt hefur fengið þá
til þess að fá miklu meira sjálfs-
traust og það finnst mér mikilvægt.
Mér fannst sérstaklega gaman
að leiðbeina öldraðum. Þeim fannst
vefnaðurinn svo spennandi og hann
örvaði hjá þeim sjálfstraustið.
Og heilsan,“ segir hún og bandar
hendinni út í loftið, „hún rýkur upp
ef fólk er ánægt við það sem það er
að gera. Heilsan er eitt af því sem
gefur lífinu fullt gildi. Ef fólk er
hamingjusamt þá rennur þessi
hamingja til líkamans og fólk heil-
ast,“ segir hún þar sem hún situr
grafkyn- í stólnum með báðar
hendurnar teygðar upp í loftið.