Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 B 7
FJÖLSKYLDUMYND upp úr 1950. Gísli Kristjánsson, Eyrún ísfold og Guðrún.
FÉLAGAR úr Módelsamtökununi sýndu ýmsa kjdla
í Laugardalshöllinni á sýningunni „Islenskt föt
1976“, sem haldin var í LaugardalshöIIinni. Myndin
er tekin úr bókinni, eins og ailar hinar myndirnir
hér á síðunni.
GUÐRÚN hefur ofið fjölda hökla, meðal annars fyr-
ir Svalbarðskirkju. „Þá datt mér í hug að taka Fað-
ir vorið utan af brúna höklinum og setja utan á
grænan hökul. Síðan óf ég önnur tákn bæði að
framan og aftan,“ segir hún.
GUÐRÚN leiðbeindi til skamms tíma öldruðum við vefnað. Hér mynd-
vefur Þuríður Þorsteinsdóttir Snæfellsjökul.
Hún er þess fullviss að engin
handavinna hafí eins skapandi
áhrif á sálina og vefnaður. Oft seg-
ist henni hafa dottið í hug að kynna
ætti afbrotaunglingum listsköpun í
hvers konar mynd og láta þá vinna
við hana með hæfum leiðbeinend-
um. „Það þarf að beisla hugann og
ímyndunaraflið og það er einmitt
það sem listsköpun gerir. Hún róar
hugann og ýtir því sem inni fyrir
býr út í verkefni. Þannig losnar
andlegt álag og spenna.“
Tók ísafjörð franiyfir
Þegar Guðrún hafði lokið námi
var hún svo gott sem búin að ráða
sig hjá Húsmæðraskólanum á
Akureyri. Einungis vantaði um-
sögn frá menntamálai-áðuneytinu
um þær tvær sem sóttu um. Guð-
rún var með próf en hin stúlkan
ekki, svo Guðrún var viss um að fá
stöðuna.
„Eg var í heyskap með pabba
þegar forstöðukonan í Húsmæðra-
skólanum á Isafirði kom í slægjuna
til mín og vildi fá mig vestur. Fyrst
fannst mér það ómögulegt, en þeg-
ar ég fór að íhuga það nánar fann
ég út að þetta var hið eina rétta,
því þá gat hinn umsækjandinn
komist að á Akureyri. Hún hafði
þar íbúð og var ekki ein síns liðs.
Eg var laus og liðug og því þá ekki
að leyfa henni að komast að á
Akureyri? Þannig er ég, að ég met
alltaf aðstæður. Eg skynjaði að ég
átti að fara til Isafjarðar og gerði
það. Eg var þar í 43 ár við hús-
mæðraskólann."
- Þama kynntist þú manninum
þínum?
„Já, eða hann mér. Hann var 14
árum eldri en ég og var pipar-
sveinn, sem aldrei ætlaði að giftast.
Það er ekki spuming að ég átti að
hitta hann þar. Við eignuðumst síð-
ar yndislega dóttur, Eyrúnu Isfold.
Gísli mátti ráða nafninu af því
þetta var stúlka. Hann sagði sem
svo, að ég væri úr Eyjafirði og
hann frá Isafirði og því væri þetta
nafn okkar beggja.
Það var nú svolítið merkilegt við
það að ég fór í rælni til spákonu á
Akureyri áður en ég fór vestur.
Hún sagði að ég yrði í fjarlægð,
umlukin háum fjöllum og þarna
átti ég að festa ráð mitt. Þetta
reyndist alveg rétt.“
Við fáum bendingar
- Trúir þú því að lífíð sé
nokkwn veginn ákveðið fyiir okk-
w?
„Ég held að við fáum ýmsar
bendingar í tilveru okkar en við
ráðum sjálf hvað við gerum. Sumir
taka ekki eftir þessum bendingum
í lífi sínu eða fara ekki eftir ábend-
ingunum. Ef maður getur
glöggvað sig nógu vel og reynt að
fara eftir þessum ábendingum
virðist það alltaf vera til góðs, eins
og hjá mér. Einnig er mai’gt hulið
okkur manna börnum. Við sjáum
það ekki en fáum tilfinningu fyrir
því. Ég finn til dæmis ef einhver
hugsar mjög sterkt til mín,“ segir
hún.
Þannig fann Guðrún eitt sinn að
séra Gunnar Ki-istjánsson, formað-
ur kirkjulistanefndar, var mikið að
hugsa til hennar, svo hún hafði
samband við hann og spurði hvort
það væri rétt, sem það reyndist
vera. Astæðan var sú að hann hafði
séð brúnan hökul, sem hún hafði
gert fyrir kirkjulistarsýningu á
Kjai-valsstöðum. Hökullinn var
sérstakur að því leyti, að Faðir vor-
ið var spjaldofið í kringum hökul-
inn, upprisan að aftan og þrír nagl-
ar að framan. Séra Gunnar kvaðst
hafa leitað í fjölda kirkjulistabóka
en hvergi fundið að notaður væri
brúnn hökull. Nú langaði hann að
vita hvort hún gæti ofið einn græn-
an með Faðir vorinu á. „Ég hafði
ekki tíma til að vefa annan hökul á
þessum tíma, svo að hann keypti
gi-ænan hökul með helgisetningum,
sem hafði einnig verið á sýning-
unni,“ segir Guðrún.
Hún segist alltaf hafa undrast
hvaðan hún fékk hugmyndina að
Faðir vorinu í bryddingu á hökli.
„Þetta kom bara til mín. Ég hélt að
ég hefði heyrt um slíka bi’yddingu
á hökli þegar ég var að skoða
uÞegar ég var eitt
sinn að koma gang-
andi frá því að ieið-
beina öldruðum í
prestshúsinu hér fyr-
ir ofan lýstur niður í
mig, að nú fari ævi
mín hreinlega senn
að styttast. Ég er nú
orðin gömul svo það
er ekki nema eðli-
legt. En nú átti ég að
gefa út bók.“
Skarðskirkju, en það reyndist ekki
vera rétt.“
A eftir að læra mikið
Guðnín hefur alltaf verið fram-
sýn og gerði sér snemma grein fyr-
ir að menntun væri mikilvæg. Hún
sótti til dæmis um styrk og fór til
Svíþjóðar í skamman tíma í einu af
fyrstu sumarfríum sínum. „Þótt ég
hafi átt góða möguleika á að trú-
lofast og giftast og fá sætan strák
vildi ég læra. Það er nógur tími,
mér dettur ekki í hug að setjast í
helgan stein, ég á eftir að læra svo
mikið,“ segist hún hafa hugsað með
sér.
Þegar hún hafði kennt í 13 ár
sótti hún um orlof til endurmennt-
unar og fékk það námsárið 1958-
1959. Aður hafði hún skrifað sendi-
herrum allra Norðurlandanna og
beðið um upplýsingar um vefnað-
arkennaraskóla, námskeið og
heimilisiðnaðarstofnanir. „Ég hafði
engan skóla hérlendis til að endur-
mennta mig og víkka sjóndeildar-
hringinn hvað myndvefnað snerti,
né þær greinar sem honum tengd-
ust eins og teikningu fyrir vefnað
og mismunandi veftækni, sem þró-
ast í ýmsar áttir meðal stórþjóða.
Mér var nauðsynlegt að leita mér
frekari þekkingar og nýjunga."
Gísli fór með Guðrúnu í náms-
ferð hennar, en Eyrún Isfold varð
eftir hjá systur Guðrúnar og mági.
Gísli var lærður íþróttakennari og
kynnti sér sundþjálfun og leikfimi-
aðstöðu í skólum. Guðrún lét ekki
eitt Norðurlandanna duga heldur
sótti nám í Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi og Danmörku. Hún bætti við
þekkingu sína í vefnaði, handvefn-
aði og hvers konar listvefnaði,
kynnti sér verkstæði, lítil sem stór,
lærði knipl, litafræði með mismun-
andi útfærslu á teikningum í vef-
inn, svo eitthvað sé nefnt. Orlofsár-
ið var henni því mikilvægt.
Að sjá um heimili er
menntun
Guðrún segir að eftir því sem ár-
in liðu hafi sér verið nauðsynlegt
að sinna öðru starfi en kennslunni
til þess að staðna ekki. Árið 1961
tók hún því herbergi á leigu á Isa-
firði til þess að koma hugmyndum
sínum frá sér, eins og hún segir, og
stofnaði síðar Vefstofu Guðrúnar
Vigfúsdóttur hf.
Fljótlega var hún komin með
nokkrar konur í vinnu. „Fólkið óf
hugmyndir mínar og ég kom miklu
í verk, meiru heldur en ef ég hefði
verið ein. Ég sá líka geysilega
mikla þörf hjá konum, sem voru
búnar að koma börnunum upp og
voru einar heima, að komast frá
heimilinu, en þær treystu sér ekki í
rækjuvinnslu. Þetta vom frábærir
starfskraftar,“ segir Guðrún.
„Mér dettur bara í hug núna
þegar fimmtugar konur fá ekki
vinnu,“ heldur hún áfram með
áherslu á hvert orð. „Þetta er svo
öfugt, því þessar konur hafa lífs-
reynslu. Það að sjá um heimili er
menntun og vel er hægt að fá leikni
í heimilisstörfum eins og annarri
vinnu. Þegar þetta fólk kemur út á
vinnumarkað færist leikni þess yfir
á vinnuna,“ segir hún.
Nú hallar hún sér aftur í stóln-
um og segir rólega: „Mér þykir
vænt um fólk“ og endurtekur
setninguna með áhersluna á „vænt
um“ og norðlenski hreimurinn
verður sérlega áberandi. „Þegar
konur komu til mín og þurftu á
vinnu að halda tók ég við þeim.
Eitt sinn bað kona mig að taka
systur sína í vinnu, því hún sat
stöðugt yfir veikum manni sínum
og þurfti á því að halda að komast
í burtu hluta úr degi. Konan var
þá um sextugt og reyndist afskap-
lega vel. Meira að segja var hjá
okkur kona þar til hún var orðin
áttræð. Hún var góður starfs-
kraftur.“
Seldi fötin utan af sér
Spurð um framtíð vefnaðar á ís-
landi kveðst Guðrún telja að hann
eigi mikla framtíð fyrir sér. „Ég á
að gefa út bók til þess að hífa upp
þessa þjóðaríþrótt sem fólk lifði á
öldum saman. Það eru örugglega
margir sem vefa ennþá, en það fer
bara svo lítið fyrir þeim. Að mínu
áliti er fólk eitthvað að gutla í
þessu og það vantar herslumuninn
á að fara almennilega af stað. Til
dæmis voru útlendingar veikir að
fá handofinn fatnað, þegar ég
framleiddi hann. Ég varð oftar en
einu sinni að selja utan af mér flík-
urnar.
Það kórónaði verslun okkar þeg-
ar skemmtiferðaskip komu til Isa-
fjarðar. Þá seldum við mjög mikið.
Ég var alltaf í einhverju ofnu þeg-
ar hóparnir komu. Eitt sinn kom
þýsk kona, sem sá ekkert annað en
kjólinn sem ég var í. Hún vildi láta
sauma nákvæmlega eins kjól og
fékk að máta minn. Kjóllinn fór
henni svo vel að það endaði með, að
hún gekk með hann út en ég varð
að fara í einhverjar flíkur sem ég
fann á vefstofunni. Síðar fékk ég
bréf frá henni þar sem hún sagði
frá því að vinkona hennar vildi fá
nákvæmlega eins kjól.
Oðru sinni kom finnskur hópur
til okkar. Þá var ég að undirbúa
mig fyrir norræna kirkjuskrúða-
sýningu í Danmörku. Frammi við
hékk tilbúinn kjóll sem ég hafði
ofið til að vera í á sýningunni.
Kona í hópnum var ákveðin í því
að þennan kjól vildi hún eignast,
svo ég sagði henni að ég myndi
nota kjólinn tvisvar, fyrst í Dan-
mörku og síðan við hátíð í Finn-
landi. Ef hún vildi gæti hún keypt
hann eftir það. Hún varð himinlif-
andi og okkur samdist um þetta,“
segir Guðrún.
Islenskir fuglar höfða til
útlendinga
„Þú varst að tala um hvort ofið
væri í landinu,“ heldur hún áfram.
„Ég veit að víða er ofið, en það væri
hægt að gera svo miklu meira. Það
þarf að skipuleggja starfsemina og
gera hana þannig úr garði að hægt
verði að selja hlutina og þá ekki síst
til útlendinga. Fólk á að geta haft
eitthvað upp úr vefnaðinum og fá
fyrir hann gjaldeyri.
Það á hreinlega að setjast niður
og vefa íslenska fugla, fiska, lands-
lag og ýmislegt annað. Svo á að
koma þessu í verslun með öðrum
munum. Ef vefnaðurinn verður
söluvara nær hann að þróast.
En það er annað,“ segir hún svo.
„Fólki finnst hrikalega erfitt að
setja upp vef, en það er bara vit-
leysa. Ég segi frá því í bókinni, að
vefarar eigi ekki alltaf að fara eftir
gömlu formúlunni að setja upp vef.
Þegar verið er að kenna byrjendum
þá er það í lagi, en þegar fólk fer að
vefa fyrir sjálft sig, þá getur það
notað fljótlegri aðferð. Það þarf til
dæmis ekki að leysa niður öll snæri.
Þegar ég var með vefstofuna varð
ég að flýta framleiðslunni og lagði
því heilann í bleyti. Ég flýtti þannig
fyrir rakningunni og uppsetningu
vefs, að vefirnir runnu eins og á
færibandi. Fólk veit ekki nógu mik-
ið um þetta og þess vegna eru pistl-
ar í bókinni um hvernig fólk getur
flýtt fyrir sér.
Núna er bókin komin út og ég er
afslöppuð og sátt við Guð og
menn,“ segir Guðrún, og andlitið
ljómar af gleði þegar hún hallar sér
aftur í gráa leðurstólinn og strýkur
hann um stund.