Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
frá Langanesi vestur á Hvammstanga
og út í Grímsey. Best þykir henni að
halda jurtalitunamámskeiðin heima í
Engidal. „Það er svo sniðugt hvað
fólk úti á landi er duglegt við að fara á
námskeið í öllu mögulegu," segir
Kristlaug. Hingað til hafa einungis
konur komið að læra jurtalitun, en
auk fjölda kvenna hafa nokkrir karlar
lært hjá henni taumálun.
„Ætli ég hafi ekki byrjað að mála á
tau fyrir 20 til 25 árum,“ segir Krist-
laug. „Eg er sjálfmenntuð og hef
aldrei málað á annað.“ Hún málar
helst nytjahluti svo sem dúka, vöggu-
sett, koddaver, tehettur, punthand-
klæði, gardínur og gjafavöru, til dæm-
is ilmpoka sem fylltir eru ilmreyr.
Fuglar himinsins
Á heiðinni ofan við Engidal skipt-
ist á mólendi og votlendi þar sem
margar fuglategundir verpa. Þau
hjón þakka fjölskrúðugt fuglalífíð
meðal annars því hve skipulega er
unnið að því að halda mink og ref í
skefjum í sveitarfélaginu.
„Eg er mikið úti á sumrin og skrifa
niður hvert einasta hreiður sem ég
finn,“ segir Kristlaug. Hún hefur
safnað eggjum margra fuglategunda.
Enn vantar þó hrafnsegg.
Kiistlaug hóf að merkja fugla 1982
og er búin að merkja 600-700 fugla
það sem af er þessu ári. Á sumrin
merkir hún aðallega unga og tegund-
irnar eru margar. Stelkur, hrossa-
gaukur, heiðlóa, spói, jaðrakan, lóu-
þræll, grátittlingur, sólskríkja, mar-
íuerla og steinklappa, endur, gæsir,
álftir og kríur. Yfir veturinn merkir
hún snjótittlinga. Auk þessara teg-
unda verpa bæði himbrimi og lómur
á heiðinni. Kristlaug fær alltaf kort
þegar fugl sem hún hefur merkt er
endurheimtur og kortin fylla nú heila
möppu.
„Þeir hafa fundist í Frakkiandi,
bæði lóuþræll og heiðlóur sem skotn-
ar voru til matar. í fyira merkti ég
fjóra stelksunga í einu hreiðri. Um
haustið var einn þeirra skotinn í
Frakklandi, eflaust til að éta hann.“
Mikið af rjúpu verpir á heiðinni og
merkir Kristlaug þær fullorðnu sem
hún nær á hreiðrum. „Enginn fugl er
eins duglegur við að verja ungana
sína og rjúpan," segir Kristlaug.
„Einu sinni gekk ég óvart inn í unga-
hóp og móðirin bókstaflega stökk á
bringuna á mér og læsti sig fasta.“
Kristlaug hefur merkt allt upp í
2.300 snjótittlinga á einu ári. Það var
á Húsavík. Fuglarnir eru hændir að
með matargjöfum og síðan veiddir í
felligildrur. „Það er orðið svo miklu
erfiðara að veiða þá í kaupstöðum,
því fólk er farið að gefa þeim svo
mikið,“ segir Kristlaug. Elías sonur
hennar telur að það hafi þó fyrst og
fremst verið í nágrenni heimilis
þeirra sem matargjafimar jukust til
muna. „Konurnar í næstu húsum
héldu að mamma væri að veiða þá í
matinn. Hún fór alltaf með fuglana
inn í kjallara og enginn sá þegar hún
sleppti þeim út um eldhúsgluggann!"
Kristlaug hefur tekið að sér unga
margra fugla og komið þeim á legg.
„Eftir kuldaköst á vorin finn ég oft
dauða eða hálfdauða unga með Engi-
læk. Það deyr oft hellingur af ungum
í þessum kuldaköstum," segir Krist-
laug. Hún hefur alið upp andarunga,
bæði rauðhöfða- og stokkönd, heiða-
gæsar- og grágæsarunga og álftar-
unga. Þau hjónin eru sammála um að
betri bamapíur fáist ekki. Þegar
krakkar komi í heimsókn fari þau
sjaldnast langt frá ungunum.
Guðmundur og Kristlaug em með
nokkrar varpendur. Þau segja að
ungar alianda verði aldrei jafn mann-
elskir og ungar villtra gæsa eða álfta.
Einu sinni vom þau með tvo álftar-
unga sem eltu þau eins og hundar.
Þegar hjónin fóra í gönguferð kjög-
uðu álftirnar með en drógust fljótt
aftur úr. Þá flugu þær framfyrir
hjónin og kjöguðu þar til þær vom
orðnar langt á eftir og þá var aftur
tekið flugið og svo koll af kolli.
„Við vomm með þrjár gæsir í
fyrra, tvær grágæsir og eina heiða-
gæs,“ segir Guðmundur. „I vor er ég
hér úti við og sé að það kemur stök
gæs. Ég heyrði á garginu að það var
„í handverkshópnum sem ég er í má segja að sé
listamaður af hverjum bæ hér í Bárðardal. Er-
lendir ferðamenn vilja einmitt kaupa eitthvað ekta
íslenskt og það sem við framieiðum rýkur út."
Kristlaug hefur alið upp andarunga, bæði rauð-
höfða- og stokkönd, heiðagæsar- og grágæsar-
unga og álftarunga. Þau hjónin eru sammála um
að betri barnapíur fáist ekki. Þegar krakkar komi
í heimsókn fari þau sjaldnast langt frá ungunum.
KRISTLAUG, Guðmundur og Elías í stofunni í Engidal.
FJÖLSKYLDAN útí í frostinu. Fyrir aftan þau, til vinstri, má sjá gamla íbúi
heiðagæs. Um leið og hún flaug yfir
kallaði ég. Gæsin snarbremsaði í loft-
inu, skellti sér hér niður á hlaðið og
fékk sér brauð.“
Einu sinni gáfu þau manni sem bjó
einn í Bárðardal fjóra merkta gæsar-
unga. Þegar haustaði tóku gæsimar
flugið. Ein flaug á raflínu og drapst,
önnur var skotin við Víðiker og sú
þriðja austur á Héraði. Fjórða gæsin
komst til Bretlandseyja og sneri aftur
að vori með stegg. Þessi gæs kunni að
leysa hnúta og var glysgjöm líkt og
algengt er með fugla af þessu kyni.
Gæsin var mjög hænd að fólki og
gekk inn og út úr húsi hjá fóstra sín-
um. Meira að segja dró hún villtan
bónda sinn með. Ef fóstrinn fór í sól-
bað þá kúrði gæsin gjarnan í handar-
krikanum á honum. Gæsin kom aftur
árið eftir með nýjan stegg en endaði
svo ævina í Skotlandi á þriðja ári.
Árið 1985 merkti Kristlaug rauð-
höfðaönd og fann hana síðan dauða
við lækinn árið 1996, eftir ellefu ár.
Hafði sú orðið fálka að bráð. Krist-
laug telur víst að öndin hafi komið á
hverju ári á þennan sama stað.
Skorinn þrisvnr ó einu óri
Fyrir réttum fjórum ámm veiktist
Guðmundur alvarlega. „Maður er
ekkert alinn upp við að vera að
kveinka sér,“ segir Guðmundur. „En
ég fór að leggja af og var alltaf með
kvef. Maður bara bætti á sig lopa-
peysum og hélt áfram að róa. En
frænda mínum, sem er læknir á
Húsavík, leist ekki á þetta og gekk í
það að senda mig til Akureyrar í
rannsókn." Guðmundur greindist
með krabbamein og segir að líklega
eigi frændinn mestan heiður af að
hann skuli ekki vera dauður.
Um haustið var tekið úr honum
annað nýrað. Vorið eftir kom í Ijós
meinvarp og ákveðið að taka þyrfti
hálft lungað. Ári eftir að Guðmundur
veiktist fyrst leyndi sér ekki að enn
var eitthvað í ólagi, því nú fór hann
að ganga út á hlið eins og krabbi.
„Ég hafði samband við lækninn og
hann sagði mér að koma eins og skot.
Ég rétt komst inn á gólf hjá honum
og þá steinlá ég. Það var þá komið
æxli í höfuðið. Ég var sendur suður
og Bjarni Hannesson taugaskurð-
læknir átti að skera. Hann skoðaði
mig og sagði: - Það er gott að æxlið
er þarna, því þar er ekkert fyrir inn-
an. Ég svaraði honum því að það
hefði nú samt nægt mér hingað til!“
Kristlaug segir að strax eftir að-
gerðina á Akureyri hafi Guðmundur
farið að drekka lúpínuseyði frá
Ævari Jóhannessyni. Taldi hún
ábyggilegt að það hefði hjálpað. Þeg-
ar fyrsti skammturinn af lúpínuseyð-
inu var opnaður þótti ilmurinn kunn-
uglegur.
„Eg fann það á lyktinni að það er
einmitt litunarmosi í þessu seyði. Ég
hef líka tekið hákarlalýsi og borðað
hákarlabrjósk. Þess vegna varð ég
fyrir vonþrigðum að heyra nýlega í
útvarpinu að það virkaði alls ekki
gegn krabba. En það er eitthvað sem
virkar, því ég tóri enn. Mér fannst
læknamfr dauftrúaðir á að þetta gæti
gengið. Ég léttist um 24 kíló meðan á
veikindunum stóð. En það var bara
sett í framdrifið og allt á fullt! Ég
sagði raunar við læknana að ef ég
tryði því að tannkremið mitt hjálpaði
þá myndi ég éta það með glöðu geði!“
Auk lúpínuseyðis og hákarlaafurða
hefur Guðmundur gengið í gegnum
stranga lyfjakúra og er undir stöð-
ugu eftirliti lækna. Hann telur lækn-
ana og alla aðra sem önnuðust hann
hafa unnið kraftaverk á sér. Enn þarf
hann að fá lyfjasprautur þrisvar í
viku og ef Kristlaug er ekki heima til
að sprauta verður hann að gera það
sjálfur, en þykir það ekki sérlega eft-
irsóknarvert.
Guðmundur segir það grandvallar-
atriðið að missa ekki móðinn í veik-
indum sem þessum. „Það hjálpar að
vera jákvæður. En maður er ekki
eins grimmur og maður var. Það var
nú tekið til þess!“ Kristlaug segir að
Guðmundur hafi sagt að ef hann dæi,
þá væri hann bara búinn með kvót-
ann. „Maður kann betur að meta lífið
eftir að hafa lent í svona lífsreynslu,“
segir hún.
Fékk sjónina oftur
Guðmundur var settur á steralyf
sem ollu því að hann varð mjög sjón-
dapur í marga mánuði. Loks komst
hann í aðgerð og var skorinn á báð-
um augum. „Það er furðulegt að það
skuli vera margra mánaða bið í þess-
ar aðgerðir," segir Guðmundur.
„Hvor aðgerð tók ekki nema svona
tuttugu mínútur. Ég spurði lækninn
hvers vegna þeir brettu bara ekki
upp ermar og skófluðu biðlistanum
af.“
Guðmundur segist hafa orðið að
beita ýmsum klækjum til að komast
að hjá lækninum sem skar hann.
Konurnar í afgreiðslunni undraðust
það að hann skyldi komast að, og það
utan af landi! „Ein var langforvitn-
ust,“ segir Guðmundur. „Eg sagði
henni að ég hefði komist að vegna
þess að læknirinn hefði verið að elt-
ast við frænku mína fyrir löngu! Svo
sagði ég lækninum söguna og honum