Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Breyting-
ar í ráðu-
neytum
FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ
hefur gert talsverðar breyting-
ar á skipan ráðuneytisstjóra-
embætta. Hún tekur gildi 1.
janúar næstkomandi og tekur
til fimm ára.
Breytingarnar eru þær að
Magnús Pétursson ráðuneyt-
isstjóri í fjármálaráðuneytinu
hverfur til starfa sem forstjóri
sjúkrahúsanna í Reykjavík og
Arni Kolbeinsson, ráðuneytis-
stjóri í sjávarútvegsráðuneyt-
inu verður ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu. Por-
steinn Geirsson, ráðuneytis-
stjóri í dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu, verður ráðuneyt-
isstjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu. Björn Friðfinnsson,
ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu, verður
ráðuneytisstjóri í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu.
Þá verður Þórður Friðjóns-
son áfram settur ráðuneytis-
stjóri í iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytinu og gegnir Friðrik
Már Baldursson áfram emb-
ætti forstjóra Þjóðhagsstofn-
unar í fjarveru hans. Þórður og
Friðrik gegna sínum embætt-
urn til 1. júni á næsta ári.
Ólafur Davíðsson, ráðuneyt-
isstjóri í forsætisráðuneytinu,
segir að breytingarnar séu
gerðar í samkomulagi allra að-
ila. Hann segir að heimild í
starfsmannalögum um breyt-
ingar á skipan embætta hafí
ekki verið nýtt áður með þess-
um hætti. Tilgangur með því
ákvæði á sínum tíma hafi
einmitt verið sá að menn gætu
fært sig milli ráðuneyta og að
koma á meiri hreyfanleika
innan stjórnarráðsins.
Björn sáttur
Björn Friðfinnsson sagðist í
samtali við Morgunblaðið vera
sáttur við þá niðurstöðu sem
orðið hefði.
Hann fékk tímabundið leyfi
frá starfi ráðneytisstjóra við-
skiptaráðuneytis árið 1993
þegar hann settist í fram-
kvæmdastórn ESA. Þegar
hann hugðist taka við starfi
sínu aftur 1996 tilkynnti við-
skiptaráðherra honum að
hann vildi ekki að hann snéri
til fyrri starfa og bauð honum
annað starf sem Björn þáði
ekki. Samkomulag náðist síð-
an um að Björn sinnti ráðgjöf
næstu tvö árin, en átti að taka
við embætti ráðuneytisstjóra
að nýju nú um áramótin.
m
Lyfjakostnaður eykst
ÞRÁTT íyrir að vísitala lyfjaverðs
hafí lækkað á árinu eykst lyfja-
kostnaður ríkissjóðs miðað við for-
sendur fjárlaga, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neyti.
Þar segir að kostnaður al-
mannatrygginga vegna lyfja hefði
samkvæmt fjárlögum 1998 átt að
verða 3,9 milljarðar króna en hann
verði að öllum líkindum 4 milljarð-
ar.
Þá segir að gert sé ráð fyrir að
greiðslur á næsta ári verði 200
milljónum króna hærri en í fjárlög-
um þessa árs og hefur heilbrigðis-
ráðherra gefið út reglugerð sem
heimilar 200 milljóna króna hækk-
un lyfjakostnaðar almannatrygg-
inga 1999, þannig að hann hækki
úr 3,9 milljörðum í 4,1 milljarð
króna. „Með þessu er komið til
móts við fyrirsjáanlega aukningu
lyfjaútgjalda almannatrygginga á
Lyfjaliður vísitölu
vísitala neysluverðs
JMMJSNJMMJSN
næsta ári, sem verður einkum
vegna notkunar dýrari lyfja,“ segir
í frétt ráðuneytisins.
Þá segir að greiðsluhlutfall neyt-
enda í verði aukist með svipuðum
hætti og tvenn undanfarin áramót
miðað við viðurkennt hámarks-
verð. „Apótekin hafa veitt þeim
sem kaupa lyf verulegan afslátt
miðað við þetta hámarksverð und-
anfarin misseri. Því er ekki gert
ráð fyrir að verð til neytenda
breytist verulega, enda hefur Hag-
stofa íslands mælt veralega lækk-
un á vísitölu neysluverðs lyfja, sem
að mestu leyti skýrist af afslættin-
um sem apótekin hafa veitt við-
skiptavinum sínum,“ segir þar.
Fram kemur að lyfjaliður vísi-
tölu neysluverðs hafi lækkað um
rúmlega 20% frá mars 1997 til des-
ember 1998 og um 2,3% frá októ-
ber til desember þetta ár.
Frá því í október hefur vísitala
hámarksverðs lyfja hins vegar
hækkað um 1,5% og segir ráðu-
neytið það stafa að mestu af hækk-
un á gengi dönsku krónunnar.
Morgunblaðið/Golli
Brúarsmíð hafín við Gullinbrú
FRAMKVÆMDUM við Gullinbrú hefur miðað vel
að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar
gatnamálastjéra. Sagði hann enga ástæðu til að
ætla annað en að verkinu yrði lokið um mitt næsta
sumar eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Lokið hefur
verið við að leggja götuna og brúarframkvæmdir
eru að hefjast en frágangsvinna við götuna er
skemur á veg komin en ráð var fyrir gert.
Formaður KI segir mögulegt að einelti fari framhjá kennurum
Möguleikar til að
bregðast við færri
„ÉG held að kennarar reyni eftir
megni að fylgjast með atferli sem
gæti bent til eineltis, en það hafa
orðið veralegar breytingar í samfé-
laginu og skólunum seinustu ár og
eftir því sem tilvikum um einelti
LTACARÐAR
OPIÐ í DAO KL*
10-22
fjölgar verða möguleikarnir til að
bregðast við fæm,“ segir Eiríkur
Jónsson, formaður Kennarasam-
bands íslands.
Móðir pilts sem verið hefur fórn-
arlamb eineltis kvaðst í samtali við
Morgunblaðið á miðvikudag vera
mjög ósátt við þátt kennara í einelt-
ismálum og að sú hlið mála hefði alls
ekki verið skoðuð nægilega vel.
Eiríkur segir samsvarandi gagn-
rýni hafa heyrst margsinnis áður.
„Ég get ekki tekið undir staðhæfing-
ar um að nokkur kennari myndi
horfa upp á einelti án þess að skipta
sér af því og gera sitt besta til að
bæta úr málum. En auðvitað getur
kennurum yfirsést eins og öðram og
það er vissulega mjög alvarlegt ef
svo er,“ segir hann.
„Einelti sem felst í stöðugu áreiti,
líkamlegu ofbeldi og hrekkjum leyn-
ir auðvitað síður á sér en einelti sem
felst í orðum eða öðru því sem getur
farið framhjá kennurum."
Árásum á kennara fjölgar
Aðspurður segir Eiríkur þó hugs-
anlegt að kennari veigri sér við að
æða inn í stóran hóp barna eða ung-
linga sem gert hafi aðsúg að sam-
nemanda.
„Því má ekki gleyma að árásir á
kennara hafa farið vaxandi. Kennarar
hafa orðið fyrir líkamsárásum frá
hendi nemenda og það kann vel að
vera að undir einhverjum laingum-
stæðum veigri menn sér við að blanda
sér í slaginn. Við höfum orðið áþreif-
anlega vör við fjölgun fyrirspurna frá
kennurum sem hafa orðið fyrir lík-
amsárásum frá nemendum, jafnvel
svo skæðum að dæmi eru um að þau
mál hafi komið til kasta lögreglu.
Þetta er vandamál út af fyrir sig.
Fyrir ekki svo mjög löngu þekkt-
ist þetta ekki nema í algjörum und-
antekningatilvikum. Þetta hefur
áhrif, því að menn vita ekki fyrir víst
hvar mörkin liggja og finna til óör-
yggis. Á sama hátt eru dæmi þess að
kennarar og skólastjórar hafi verið
kærðir og þeim vikið úr starfi fyrir
að leggja hendur á nemendur. í sum-
um tilvikum hefur eingöngu verið
um að ræða að þeir hafi verið að
skilja að nemendur eða reynt að
koma í veg fyrir einhvers konar of-
beldi sem á sér stað á miili nemenda.
Ég veit að margir kennarar velta því
fyrir sér í þessu sambandi hvað þeim
beri að gera og hvað þeir megi gera
og hver réttarstaða þeirra sé, grípi
þeir í taumana.
Þegar dæmi eru um að mönnum
sé vikið úr starfi fyrir að halda uppi
aga eða skilja að nemendur, hljóta
aðrir kennarar að velta því fyrir sér
þegar þeir lenda í slíkum tilvikum,
hvort þeir eigi að blanda sér í málin
eða ekki. Þarna vakna erfiðar sið-
ferðislegar spurningar og um þessa
stigu er mjög vandratað," segir Ei-
ríkur.
Betri
vatnsbú-
skapur
í LJÓSI þess að horfur í vatns-
búskap hafa batnað að undan-
förnu hefur Landsvirkjun
ákveðið að aflétta frá og með
áramótum skerðingu á
ótryggðu rafmagni til almenn-
ingsveitna. Á meðan aðstæður í
vatnsbúskapnum hafa ekki
batnað mefr en orðið er verður
slíkt rafmagn selt á hæsta verð-
þrepi gjaldskrárinnar, segir í
frétt frá Landsvirkjun.
Talið er að þetta hafi í fór
með sér að sala ótryggðs raf-
magns verði um 40% af því sem
hún var áður en gripið var til
ráðstafana vegna ríkjandi
vatnsskorts.
Landsvirkjun hefur jafn-
framt ákveðið að draga á hlið-
stæðan hátt úr skerðingu af-
gangsorku til stóriðju frá sama
tíma.
Sekkir af
smámynt til
Umhyggju
STRÆTISVAGNAR Reykja-
víkur, SVR, færðu Umhyggju,
félagi til stuðnings langveikum
börnum, 50 til 60 kíló af er-
lendri mynt í gær.
Hörður Gíslason, fjármála-
stjóri SVR, segir að félagið hafi
séð möguleika á að koma mynt-
inni í verð og styrkja á sama
tíma gott málefni. „Á undan-
fömum áram hefur safnast upp
hjá okkur erlend mynt sem ekki
hefur verið hægt að koma í verð
hér á landi,“ segir hann. „Þetta
er mynt sem hefur komið í
strætisvagna, sennilega mest
frá erlendum ferðamönnum _en
einnig að einhverju leyti frá ís-
lendingum."
Safnahúsið
notað undir
sýningar
SAFNAHÚSIÐ á Hverfisgötu,
sem Þjóðskjalasafnið var flutt
úr á miðvikudag heyrir nú und-
ir forsætisráðuneytið, sem ráð-
stafa mun húsinu undir nýja
starfsemi. „Þarna munu Þjóð-
minjasafn, Árnastofnun og
fleiri söfn fá sýningaraðstöðu
og síðan verða haldnar ýmsar
aðrar tilfallandi sýningar," seg-
ir Ólafur Davíðsson ráðuneyt-
isstjóri Hann segir að húsið
verði í stöðugri notkun og að
því verði í engu breytt, hvorki
að utan né innan enda megi
ekki breyta því. Unnið er nú að
undirbúningi fyrir starfsemina
í húsinu, sem á að hefjast árið
2000.
Rannsokn lög-
reglu lokið
RANNSÓKN lögreglunnar í
Grafarvogi á árásarmáli, sem
upp kom á þriðjudagsmorgun,
er þrír piltar voru kærðir fyiár
að ráðast á fyrrum skólafélaga
sinn, er lokið. Búið er að ræða
við drengina þrjá að viðstödd-
um foreldrum þeirra, barna-
verndavstarfsmanni og skóla-
sálfræðingi.
Lögreglan tilkynnti málið til
Félagsþjónustunnar, sam-
kvæmt barnaverndarlögum,
þar sem það varðar ósakhæfa
einstaklinga og mun Félags-
þjónustan taka það til frekari
meðferðar.