Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 41 LISTIR GUÐNÝ Kristmanns. Án titils. SIGURÐUR Vilhjálmsson: Morgunflug. skjóta sig í fótinn. Hvarvetna sem slíkai- framkvæmdir líta dagsins Ijós úti í heimi er tala innsendra verka margfóld á við það sem með góðu móti er hægt að taka inn, jafnvel hundraðfóld. Menn virðast þar skiln- ingsríkari, áhugasamari og kjarkaðri en afkomendur víkinganna í norðri. Eða kannski halda menn að sér hönd- unum fyrir einhverja hræðslu og þegnskyldu við hvíslara og baktjalda- menn sem einir vita hvað er helst á döfinni í heimslistinni, telja sér skylt að lúta föðurlegri forsjá þeirra, marka sér þai’ tóftir til garða. Segja má að framkvæmdin sé rétt í burðarliðnum og nokkuð erfitt um vik vegna þess að hún er ekki á höfuðborgarsvæðinu, en hins vegar telst það takmörkuð fé- lagshyggja og svik við heildina að vera hér ekki með á nótunum og styðja við bakið á heilbrigðri þróun með almennari þátttöku. Sýningin í ár er þó mun frísklegri en í fyrra, þótt gjarnan hefðu ýmsir þungaviktarmenn á öllum aldri mátt vera með, en ekki mæli ég með því að farið verði að leita sérstaklega til slíkra, eins og gert var er sýnt þótti að fyrri framkvæmd væri í andar- slitrunum. Sem raunar var einnig gert fyrir áðurnefnt blómatímabil, en skrifari tók með öllu fyrir er hann var í fyrirsvari nefndarinnar í tvö ár, enda andstætt meginmarkmiði slíkra samsýninga. Framkvæmdin er þannig greini- lega á uppleið þótt betur megi ef duga skal, áberandi er að hinir grón- ari listamenn setja helst svip á sýn- inguna, svo sem Guðmundur Ar- mann, sem kemur nokkuð á óvart með sínu stóra og fínt útfærða mál- verki „Jökulrót" og Helga Magnús- dóttir, þó frá henni hafi komið sterk- ari verk. Einnig ber hér að nefna Kristin G. Jóhannson, þótt hann sé einungis með eitt meðalstórt verk, sem er misráðið. Greinilegt er að hinir óþekktari sækja á brattann og vil ég hér helst nefna Sigurð Vil- hjálmsson, Guðnýu Ki-istmanns, Ólöfu Kjaran og Sigurð Magnússon. Þetta fólk vill eitthvað, því liggur sitthvað á hjarta, leitar ekki ódýrra lausna með þegnskyldu við alþjóð- lega strauma, viðeigandi eftirgerð- um og línudansi. Til umhugsunar er hve útlendingurinn Alan James sker sig úr í þessum hópi og hve gi'eini- lega má kenna fjai’lægan hugsunar- hátt í útfærslu verka hans. Þá má sjá einstaka góða takta hjá fleirum, en í heild er þetta naumast nógu sterk sýning í ljósi þess hve marga ágæta myndlistarmenn við eigum nú um stundir. Meta skal og lofa frumkvæði Listaskálans, og mikilsvert væri ef fleiri slík sérhönnuð hús risu upp í hinum landsfjórðungunum með áherslu á sjónlistir í vistlegu og menningarlegu umhverfi. Væri þá lag að hver og einn hefði haustsýn- ingu með sínu sniði, fjölbreytnin er fyrir öllu. Væri í anda þróuninnar um alla Evrópu síðustu áratugi, ekki síst á hinum Norðurlöndunum. Loks skal enn einu sinni vísað til þeirrar skyldu að rækta hugvitið og lífs- mögnin á tímum múghyggju, er hörg og hof rísa hvarvetna til heiðurs hand- og fótmennt, sem skal þó eng- an veginn lastað. Upp skal kjöl klífa... Bragi Asgeirsson Operan Amal í Neskirkju ÓPERAN Amal og næturgestirnir eftir Menotti, verður sýnd á morg- un, laugardag, kl. 17 og sunnudag 20. desember kl. 20.30. Þetta eru síðustu sýningar, en ópei'an var frumsýnd sl. laugardag. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Kammerkór Kópavogs, nemendur úr Listdansskóla Islands og ein- söngvarar standa standa að sýning- unni. Leikstjóri er Randver Þor- láksson, hljómsveitarstjóri er Ingv- ar Jónasson og danshöfundur Astrós Gunnarsdóttir. Hlutverki Amals skipta þeir Hjalti Magnússon og Rúrik Fannar Jónsson á milli sín. Hlutverk móðurinnar er í höndum Huldu Guðrúnar Geirsdóttur. Vitr- ingarna þrjá leika Skaiphéðinn Þór Hjartarson, Ólafur Rúnarsson og Benedikt Ingólfsson. Skóveininn leikur Egill Gunnarsson. A undan óperunni flytur Kór Neskirkju, ásamt hljómsveit, lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Einnig er fluttur Jólakonsert Corellis og hefur verið saminn dans við hann sem dansarar úr Listdansskóla Is- lands sýna. Forsala aðgöngumiða er í Ey- mundsson í Austurstræti. Einnig verða miðar seldir við innganginn. Klapparstíg 44. sími 562 3614 Nvkontiö ekta enskt «» (iolematts simtep Stjörnuspá á Netinu <|> mbUs -ALLTy\f= GITTH\SA£) /MÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.