Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 62
5 62 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN blendingur var / og bókviti hugsun hans hver.“ Ævi og störf Amartya Sen fæddist árið 1933 í Bengal á Indlandi og er enn ind- verskur ríkisborgari þrátt fyrir lang- dvalir erlendis. Hann hlaut íyrstu háskólagráðu sína í Kalkútta en lauk svo doktorsprófi í hagfræði við Trini- ty College í Cambridge. Pá tók við langur og litríkur ferill í háskóla- kennslu á Indlandi, við All Saints College í Oxford og Hai-vard-háskóla í Bandaríkjunum, þar sem Sen er enn heiðursprófessor. Snemma á þessu ári sneri Sen hins vegar aftur til gamla skólans síns í Cambridge og varð fyrsti rektorinn í langri sögu hans sem ekki er breskur ríkisborg- ari. Sen hefur skiáfað 19 bækur um rannsóknarefni sín, jafnt í heimspeki sem hagfræði, og birt ótal ritgerðir í þekktum alþjóðlegum tímaritum á sviði hagfræði, siðfræði og valfræði („decision theory“). Nokkrar af bók- um Sens eru til á Landsbókasafni og Bókasafni Háskólans á Akureyri. Hagfræði Sen hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir framlag sitt til svokallaðrar velferð- arhagfræði. Á því sviði hefur hann unnið ýmis stórvirki sem öll snúast um helsta áhugaefni hans: skiptingu lífsgæða og bætt hlutskipti þeirra sem standa höllustum fæti, ekki síst meðal fátækustu þjóða heims. Til þess að geta rétt hlut þeirra, segir Sen, duga engar bláberar tilvísanir í hugmyndafræði til hægri og vinstri, fjóstrú á markað eða forsjá ríkis og alþjóðastofnana. Fyrst þarf að svara fræðilegum spurningum eins og þeim hvernig ti-yggja megi að val einstaklinga geti orðið heildinni til hagsbóta, hvernig unnt sé að mæla velferð og frelsi jarðarbúa á ólíkum stöðum og tímum á sameiginlegan kvarða og að grafast fyrir um raun- verulegar rætur fátæktar: söguleg- ar, siðferðilegar og félagslegar. Alþekkt eru þau vandamál lýð- ræðisins að meirihluti kúgi minni- hluta og ekki síður að skynsamlegt val skynsamra einstaklinga leiði ekki til skynsamlegi’ar niðurstöðu fyrir hópinn, jafnvel ekki niðurstöðu sem endurspeglar forgangsröð meirihluta hópsins, svo furðulegt sem það má virðast. Jafnþekktur er sá vandi að ræður stjórnmálamanna og hagfræðinga fari á misvíxl vegna þess að þeir gangi ekki út frá sam- eiginlegum skilningi á lykilhugtök- um svo sem „fátækt" eða „velferð". I þriðja lagi er svo undur algengt að ágreiningur um eðli fátæktar í þessu eða hinu þjóðfélaginu sé fremur sögulegur en hagfræðilegur: skiptar skoðanir séu um hvernig fá- tæktin er til komin í upphafi. Velferðarhagfræði Sens felst um- fram allt í því að leita lausna á þess- um þrenns konar vanda. Það segir hann að verði ekki gert af einangr- uðum sjónarhóli einstakra fræði- greina heldur aðeins með samstilltu átaki hagíræðinga, siðfræðinga og sagnfræðinga. Og rétt eins og til að hnykkja á þeirri meginforsendu sinni hefur Sen gert sér hægt um hönd og sameinað sjónarhorn margra fræðigiæina í eigin persónu. Merkilegast er, nú á tímum hinna þröngsýnu greinargapa, að honum hefur tekist að ná eftirminnilegum árangri í þeim öllum. Heimspeki Eg þekki Sen best annars vegar sem fágaðan nytjastefnumann og hins vegar fyrir rit sín um skilgi-ein- ingar á félagslegu frelsi. Nytja- stefnumenn vilja að allar athafnir stefni að því að auka heildarham- ingju heimsins í bráð og lengd. En hvenær eykst heildarhamingjan? Sen álítur að það gerist þegar for- gangsröð sem flestra einstaklinga fær að njóta sín. Það svar er umdeilt jafnt innan sem utan raða nytja- stefnumanna. Eg er sjálfur efins um það. Hins vegar er Sen miklum mun fágaðri í framsetningu sinni á for- gangsröðunar-nytjastefnu en flestir aðrir talsmenn hennar. Hann minnir á þann gamla aristótelíska sannleika að veljendurnir megi ekki vera „hag- sýnir heimskingjar“: tryggja verði þær félagslegu og siðferðilegu að- SIÐFRÆÐINGI HLOTNAST NÓBELSVERÐLAUN í HAGFRÆÐI Sfmi: 569 1122/8006122 • Bréfsfmi: 569 1155 • Netfang: askrift@mbl.is FURÐU hljótt hefur verið í ís- lenskum fjölmiðlum um handhafa Nóbelsverðlaunanna í hagfræði á þessu ári, Indverjann Amartya Sen. Ymsum stæði nær en mér að kynna verk hans fyrir lesendum Morgun- 4 blaðsins enda ristir þekking mín á hagfræðikenningum hans ekki djúpt. Mér er hins vegar málið skylt af annarri ástæðu: Sen er ekki síður þekktur sem heimspekingur en hagfræðingur. Þess vegna, og ekki síður hins hve Sen er merkilegur einstaklingur, langar mig til að rjúfa ögn þögnina sem um hann hef- ur leikið hér á landi. Það kom heimspekingum þægi- lega á óvart þegar tilkynnt var um heiður Sens í heimi hagfræðinnar. Við þekktum hann sem málsmet- andi siðfræðing, nytjastefnumann og frelsisvin og ekki síst sem ötulan talsmann þeirra er við ódæma eymd fátæktar og annarrar armæðu eiga að búa. En að gamaldags húmanisti og „framsóknarmaður“ (í bestu merkingu), nokkurs konar Stephan G. nútímans, væri svo hátt söðlaður meðal hagfræðinga var óvænt ánægjuefni. Við sem höfðum haldið að hagfræðingar hefðu almennt ekki nema bæjarlóða-skilning á mannlífinu! Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sem fagnaði mjög verðlaunum Sens, taldi það höfuðframlag hans að hafa fundið siðvitinu stað á nýjan leik innan verksvits og bókvits hagfræðinnar. Um Sen verður að minnsta kosti seint sagt: „Af bragðvísri hagfræði áskrift að Morgunblaðinu komið að góðum notum fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu eða frændur og frænkur í útlöndum. Áskriftin getur verið í 1 mánuð eða lengur, allt eftir óskum hvers og eins. Hafðu samband eða komdu ( Morgunblaðshúsið, Kringlunni 1 og fáðu allar nánari upplýsingar um gjafabréf fyrir áskrift að Morgunblaðinu. Gjafabréf fyrir áskrift að Morgunblaðinu er líklega ekki það fyrsta sem þér dettur [ hug að gefa í jólagjöf, en fyrir vikið er hún óvenjuleg og kemur skemmtilega á óvart. Gjafabréf með áskrift að Morgun- blaðinu er tilvalin gjöf fyrir unga fólkið sem er að hefja búskap eða er búsett erlendis, en einnig getur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.